Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4
vestfiriki I rRSTTABLflfllD ísafjarðarkanpstaðnr Kynningarfundur um byggingu sjálfseignaríbúða fyrir aldr- aða (60 ára og eldri) við Hlíf, Torfnesi, verður haldinn laugardaginn 23. febrúar n. k. kl. 14:00 í Hlíf. Kynnt verða drög að reglum um íbúðirnar, frumteikningar ásamt verðhugmyndum. Eldri borgarar eru hvattir til að koma og kynna sér þetta úrræði í húsnæðismálum og þjónustumálum aldraðra. STJÓRN HLÍFAR Fjórdungssjúkrahúsið á ísafirði Sjúkraliðar Starfsstúlkur Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða sjúkraliða og starfsstúlkur nú þegar til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 3020 eða á kvöldin í síma 3144. Einar Ólafsson, ísafirði. Gottiieb Konráðí Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum Laus staða Óskum eftir að ráða starfsfólk til vaktavinnu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 94-3290. Aðalfundur Stangaveiðifélags ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 16. febrúar kl. 17:00 í KRÍ húsinu (áður Mánakaffi). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Félagar fjölmennið. Stjórnin. Til sölu Toyota Hilux, árgerð 1981, blár og hvítur, ek- inn 58 þús. km. Vökvastýri, topplúga, ný dekk. Góður bíll. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Upplýsingar í símum 6118 og 6282. — Hvers vegna Á skíðaþingi í vor var á- kveðið að hafa skipulagðar sumaræfingar og mér falið að sjá um þær og niður- staðan varð sú að þessi á- ætlun sem gerð var, hún stóðst, bæði hvað tíma og fjölda æfinga snertir. Það byrjaði á ísafirði með B- námskeiði fyrir skíðaþjálf- ara sem nokkrir virkir keppnismenn í göngu sóttu. Strax að loknu námskeiðinu hófst samæf- ing sem stóð 21. — 23. júní. —Hvað var gert á þeirri æfingu, Sigurður? Það var mikið farið á skíði, vegna þess að það voru svo góðar aðstæður þarna á Breiðadalsheiðinni þannig að það má kannski segja að sú æf- ing hafi verið ólík sumaræfing- um fyrir það að það var svo mikið farið á skíði. Reyndar var líka farið á hjólaskíði og hlaup- stóðu þeir sig ekki betur úti? ið, en skíðin einkenndu þetta dálítið. Síðan var frí í júlí, ef svo má að orði komast, en næsta æfing var á Ólafsfirði 4. — 6. ágúst. Þar var reyndar aðeins farið á skíði líka, en aðallega voru þetta hjólaskíði og hlaup. Á Akureyri var samæfing 31. ágúst til 2. september og þar voru eingöngu hjólaskíði og hlaup, ekkert komist á skíði. Síðan vorum við í Hveragerði 12. — 14. október og þar var hjólaskíði og hlaup. Þó að maður tali svona um hjólaskíði og hlaup eru þetta auðvitað dá- lítið misjafnar æfingar. Þær eru kannski ýmist stuttar og tiltölu- lega erfiðar eða lengri og hæg- ari. — Nú hljóta þeir sem tóku þátt í þessum æfingum að hafa æft eitthvað á milli þessara sameig- inlegu æfinga? Jú, mikil ósköp. Tilgangurinn með þessum samæfingum er kannski þríþættur. í fyrsta lagi að veita mönnum aðhald þann- ig að þeir æfi á milli. Bæði fá þeir ráðleggingar á æfingunum um það hvernig þeir skuli æfa Vestfirska í og svo er það líka nokkuð kappsmál að standa sig á sam- eiginlegu æfingunum og til þess þarf að æfa milli. Síðan er þetta bara gaman. Fólk æfir mikið bara eitt og eitt, þetta er ekki fótboltalið, og þess vegna er þetta mjög gott að koma saman kannski 10 manns og spjalla um þetta eina helgi. Svo á æfingin auðvitað að vera gagnleg sem slík. Hún á ekki að vera úr öllu samhengi við það sem fólk hef- ur verið að gera, má ekki vera allt of erfitt en hún má heldur ekki vera nein hvíldarhelgi. Það verður að vera eitthvað gagn af henni. Það er mikill vandi á hönd- um, bæði þjálfara og keppnis- fólksins, að hafa sumaræfing- arnar sem eru óhjákvæmilega lítið á snjó, nógu líkar skíðaæf- ingunum, þannig að menn séu raunverulega að æfa fyrir skíð- in. Því það er ekki nóg að vera bara í góðu formi ef t.d. hand- leggir og axlavöðvar eru ekki tilbúnir fyrir veturinn. Ég tek sem dæmi, að ef einhver fer á reiðhjól og æfir það voðalega

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.