Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 5
vestfirska FRETTABLADIÐ son, Ólafsfirði. iottlieb slandi spjallar við Sigurð Aðalsteinsson, þjálfara vel, er orðinn helvíti góður á reiðhjóli og vinnur allar keppn- ir á því á haustin, þá kannski getur hann ekkert á skíðum. Og það er einmitt þetta sem er svo mikill vandi, að reyna að finna æfingar sem líkja eftir skíða- göngunni, og þess vegna erum við svona mikið með hjólaskíð- in, það er svona það skársta sem við höfum. Með því að haga hlaupaæfingum á dálítið sér- stakan hátt þá er hægt að líkja ansi mikið eftir þessu. Það sem okkur dreymir um í sambandi við þetta er að geta komist reglulega í snjó á sumrin. — Hvað með Kerlingarfjöll? Ja, það er vissulega mögu- leiki. Það var nú gerð einhver tilraun þar síðastliðið sumar með skíðakennslu á gönguskíð- um, þannig að eitthvað er þetta nú hægt en það fer mjög eftir árferði hvort það er hægt að leggja þarna brautir sem henta keppnisfólki eða hvort þetta er nærri bundið við vissa skafla. Það getur víst verið mjög breytilegt milli ára en þama er vissulega gistiaðstaðan og allt þetta sem þarf að vera sæmilegt. Það hefur verið stungið upp á Fimmvörðuhálsi fyrir þetta en þar er engin gistiaðstaða. Það er að vísu skúr eða sæluhús en það er ekki svo ýkja langt að keyra þangað frá Skógum. Þar er kannski meginvandamálið að það þarf vélsleða til að spora, þannig að þetta er hlutur sem er meira en að segja það, en væri ákaflega æskilegur. Við fórum til Svíþjóðar stuttu fyrir jól og vorum þar fram í miðjan janúar á skíðum. Það er nú kannski rétt að taka það fram að hið eiginlega landslið sem er Einar Ólafsson og Gott- lieb Konráðsson voru í Svíþjóð, þ.e.a.s. Einar er nú í skíða- menntaskóla þarna úti og Gottlieb fór til Einars strax í byrjun desember og bjó þar. Þeir sem komu þarna út 21. desember voru hinn svokallaði endurnýjunarhópur og reyndar nokkrir fleiri sem slógust í hóp- inn. í endurnýjunarhópnum eru Bjarni Gunnarsson og Stella Hjaltadóttir frá ísafirði, Ólafur Valsson frá Siglufirði og 5 Bréf frá Roskilde Nýlega barst Kristjönu Sig- urðardóttur formanni Norræna félagsins á ísafirði bréf frá for- manni Norræna félagsins í Ro- skilde, vinabæ ísafjarðar í Dan- mörku. Bréfið var svar við kveðju sem Kristjana hafði sent til Roskilde og fer hluti af því hér á eftir í lauslegri þýðingu. Kæra Kristjana Sigurðardóttir. Kærar þakkir fyrir jólakveðj- una. Það var gaman að heyra frá Isafirði og ég sendi mínar bestu óskir um farsælt nýtt ár. Það er rétt að við höfum ekki haft jafn mikið samband milli bæja okkar og æskilegt væri og spurningin er hvernig við getum bætt úr því. Mikill ferðakostn- aður og fjarlægðir skipta miklu í þessu máli, en ég fullyrði að komir þú eða aðrir frá Isafirði til Roskilde munum við taka vel á móti ykkur þannig að þið fáið sem mest út úr ferðinni. Um árabil höfum við haft mjög gott samband við Töns- berg í Noregi, Linköping í Sví- þjóð og Joensu í Finnlandi. Síðustu ár höfum við í norræna félaginu hér heimsótt alla þessa staði. Síðast fórum við til Joensu í eina viku og það var heilmikil lífsreynsla. I ár ætlum við til Tönsberg að taka þátt í 17. maí-hátíðarhöldunum. Hér í Roskilde er annars allt með friði og spekt. íbúafjöldinn er u.þ.b. 50.000. Því miður eru skattar hér háir en á móti kemur að við fáum nokkuð í staðinn. Roskilde er einnig mjög góður verslunarbær og stórar verslun- armiðstöðvar í Kaupmanna- höfn hafa ekki megnað að draga úr áhuga fólks á að versla í Roskilde, öðru nær. Við eigum að sjálfsögðu, líkt og aðrir, við ýmis vandamál að stríða. T.d. hefur fækkun barna leitt til þess að allt í einu höfum við of marga skóla og atvinnuleysi vofir yfir kennurum. Atvinnu- leysi er mikið vandamál í land- inu, en það lítur út fyrir að ein- hver bati sé á leiðinni. Seint á árinu 1985 verða kosningar í bæjarfélaginu og þá eru mögu- leikar á að skipt verði um í stjóm bæjarins, þó að reyndar sé munurinn á því hvort fulltrúi borgaraflokkanna eða jafnað- armanna situr í sæti borgar- stjóra, ekki sérlega mikill. Nú er jafnaðarmaðurinn Lisbeth Ols- en borgarstjóri en hún hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Þessu næst segir bréfritari nokkuð frá veðri í Danmörku, en þar sem við höfum eftir öðr- um leiðum fengið upplýsingar um veðrið á meginlandinu lát- um við þær liggja á milli hluta nú. Bréfritari segist starfa við Roskilde Tidende sem virðist vera dagblað þeirra í Roskilde., sem einnig rekur útvarpsstöð. Hann býðst til að koma á fram- færi við íbúa Roskilde þeim fréttum sem við ísfirðingar kynnum að senda þeim og end- ar á að ítreka að vel verði tekið á móti þeim ísfirðingum sem kynnu að vilja heimsækja þennan vinabæ okkar. Haukur Eiríksson frá Akureyri. Það má gera ráð fyrir því að einhverjar breytingar verði gerðar á báðum þessum liðum, bæði endurnýjunarhópnum og landsliðinu, eftir því sem ár- angur og ástundun æfinga gefur tilefni til. Eins og er standa þeir Einar og Gottlieb alveg upp úr og aðskilja sig algjörlega frá hinum. — Ef við víkjum nú að öðru. Árangur þeirra Einars og Gott- liebs varð nokkru lakari á heimsmeistaramótinu en marg- ir höfðu vonað. Hvernig getur staðið á því? Það er kannski ein megin- skýring á því að þeir urðu aftar í röðinni en við höfðum vonað. Það er þessi skautatækni sem við reyndar vissum að yrði mikið notuð, en við gerðujn okkur ekki grein fyrir því að hún yrði notuð eingöngu. Það yrði semsagt engin festusmurn- ing borin neðan í hjá þeim sem ætluðu að standa sig þarna vel heldur eingöngu rennslisáburð- ur og skautað alla leiðina. —Er þetta þá orðið sú aðferð sem allir nota sem ætla að ná einhverjum árangri í göngu? Já, við sáum þetta í Svíþjóð milli jóla og nýárs þegar við fórum í keppni þar og þá á- kváðum við að prófa þetta sjálfir. Einar gekk að minnsta kosti tvær göngur, eingöngu á rennslisáburði, og lét svo sem ekki illa af því, en af því að hann hafði ekki, og Gottlieb ekki heldur, æft þetta nógu mikið þá vantaði þá úthaldið. Þeir geta gert þetta prýðilega stund og stund en það eru erf- iðleikar fyrir þá að halda uppi keppnishraða í t.d. 30 km göngu eða hvað sem er ætlast til af þeim því þetta eru að nokkru leyti aðrir vöðvar og önnur notkun vöðvanna. Þetta þarf að þjálfa alveg heilmikið líkt og að menn þurfa að þjálfa venjulega skíðagöngu til að hafa úthald í henni og þú gerir þetta ekki á nokkrum vikum. Hvers vegna þetta kemur svona flatt upp á okkur er önn- ur saga. Við erum að vísu ekki einir í því, ég get afsakað okkur með því og engu líkara en að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því að þetta yrði svona á Heimsmeistaramótinu að menn skautuðu svona alla leið. Brekkurnar þarna eru miklar og langar og það olli því að við trúðum því ekki að þetta yrði gert svona. — Skauta þeir þá svona upp brekkurnar? Já, já, þeir skauta alla leið. Upp brekkur skauta þeir út á báða fætur, en þar sem er slétt eða aflíðandi skauta þeir út á annan fótinn og skipta annað slagið, líkt og við þekkjum og höfum séð hérna heima, og það var einmitt það sem þeir reikn- uðu með að gera, strákarnir. En svo þegar farið er að skauta upp allar brekkurnar líka og aldrei stigið eitt spor með venjulegum hætti þá þýðir ekkert annað en að þjálfa þolið upp í þessu þannig að vöðvarnir geti þetta uppihaldslaust. Skíðagangan hefur nefnilega byggst svo mik- ið á því hingað til að skipta um göngulag, hvíla eitt sett af vöðvum smástund og fara svo endurnýjaður í þá tækni aftur. En þegar er bara skautað þá er þetta nærri sama hreyfingin alla gönguna út. Eitt bætist svo við, þeir sem ganga á smurningu, þeir eru komnir með verri skil- yrði en þeir eru vanir, því að það er búið að eyðileggja fyrir þeim sporið svo að þeir ná ekki einu sinni sínu gamla. — Sýnist þér einhver ástæða til að ætla að það verði horfið frá þessari aðferð aftur eða að skautatakið verði ríkjandi framvegis? Það er FIS þing í Vancouver núna í maí og þar verður þetta örugglega tekið fyrir. Margar þjóðir, sérstaklega þessar gömlu þjóðir eins og norðurlanda- menn og einnig veit ég að aust- antjaldslönd, eru þannig þenkj- andi að þær vilja takmarka þetta mjög verulega. Síðan verður það að ráðast á þinginu hvað sett verður í reglur FIS. Mér finnst sjálfum trúlegt að það verði takmarkað þannig að það verði t.d. bannað næsta vetur með einhverjum hætti, eða hindrað að menn skauti alla keppnina út í gegn og menn neyðist til að nota allar gang- tegundir. — Að það verði eins og í keppni alhliða gæðinga þar sem þarf að sýna allan gang? Já, akkúrat. Mér finnst það sjálfum miklu skemmtilegra að það sé krafist þekkingar eða hæfni í þessu öllu því þetta verður svo voðalega einhæft þegar menn skauta bara, fyrir utan það að þá má eiginlega segja að þetta sé önnur íþrótta- grein. Þannig að ég vona það nú sjálfur að þetta verði takmark- að, en það verða fulltrúar á FIS þingi að ákveða. Reynslunni ríkari munum við fylgjast sérstaklega með þessu, brenna okkur helst ekki á þessu sama. Ég verð að segja að það er engu líkara en að þetta hafi farið ákaflega leynt, þ.e.a.s. ég veit það að þessir allra bestu eins og sumir ítalirnir og Gunde Svan eða Sænska landsliðið, það hefur ekki gengið að þessu gruflandi, það hefur vitað að þetta yrði svona og þeir hafa hlotið að undirbúa sig með tilliti til þess að nota skautatak alla leiðina en ekki farið hátt með það, sem er skiljanlegt. Dæmi um það hvað menn hafa al- mennt verið sofandi í þessu er að þessi skíðablöð, bæði Norð- manna og Svía, sem við lesum nú héma, þau eru enn í des- ember að gefa mönnum smurningsleiðbeiningar fyrir keppnismenn. Nýjustu smum- ingstrixin sem svo ekki nokkur maður notaði í keppninni. Okkur er því nokkur vorkunn. Ég ætla hinsvegar ekkert að neita því að það kunni að verða aðrar ástæður fyrir því að ár- angur okkar manna varð ekki betri en raun ber vitni. I 15 km. göngunni voru þeir báðir með kvef og við vitum að það er ekki til bóta og einhverjar aðrar þjálfunarlegar ástæður kunna að vera en ég held að þetta sé það sem orsakaði svona megin- vonbrigðin hjá okkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.