Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 6
vestíirska 6 „Þetta verður allt á óskasviðinu“ — segir Kjartan Sigurjónsson, sem nú ætlar að helga sig tónlistinni Við sameiningu grunnskólanna á ísaf irði var skólast jóraembættið við Gagnfræðaskólann á fsafirði lagt niður, svo sem kunnugt er. Þvi em- bætti hefur Kjartan Sigurjónsson gegnt seinustu tiu árin. Kjartan hefur nú selt húsið sitt við Selja- landsveg en var en var staddur hér i vikunni og var að „ganga frá sínum málum”, eins og það er orðað. Okkur lék forvitni á að vita hvað hann byggðist fyrir. „Ég flyt suður í Kópavog, keypti mér hús við Kársnesbrautina og er sestur þar að núna, er að komast upp úr kössunum.” — Hvað muntu starfa við fyrir sunnan? „Ég mun ekki fara í neitt opin- bert starf næsta árið. Þegar starfið manns er lagt niður þá á maður rétt á launum í eitt ár á eftir. Ég mun verða mest í músíkinni og hef tekið að mér störf á þeim vettvangi. Það hefur talast svo til að ég yrði org- anisti við Kristskirkju í Landakoti, þar sem ég var organisti í átta ár. Auk þess verð ég í hálfu organista- starfi á móti Guðmundi Gilssyni í Kópavogskirkju. Svo mun ég taka við karlakómum Þrestir í Hafnar- firði, sem hefur starf um mánaðar- mótin september/október. Þetta verður allt á óskasviðinu. Ég geri Kjartan Sigurjónsson. ráð fyrir að þetta taki mestan minn tíma, því það fylgja þessu mikil aukastörf, brúðkaup og greftranir og annað slíkt sem þessu tilheyrir. Þegar maður lítur til baka eftir tíu ára starf, þá kemur margt upp í hugann. Maður man það jákvæða, en reynir að gleyma því sem manni hefur þótt fara miður. Mér er ofar- lega í huga samstarfið við þá fjöl- mörgu sem ég hef haft í gegnum það að stjóma Gagnfræðaskólan- um. Þann kennarafjölda sem ég hef starfað með, foreldra og skóla- nefndir. Þetta hefur verið lær- dómsríkur tími. Ég tók við þessu starfi við erfiðar aðstæður og tókst, að ég hygg, að ná þama nokkurri festu. Ég er búinn að vera þama í tíu ár og álít að það sé kjörinn tími til að vera ekki of lengi og ekki of stutt. Nú hefur stofnunin verið lögð niður og ég óska nýja skólastjóran- um, sem hefur allan sinn feril unn- ið með mér, allra heilla í starfi og vona að þetta gangi allt saman vel. Þetta er erfitt, en þetta er líka heillandi. Það er heillandi að byggja upp nýja stofnun og ég er ánægður með það að þessi maður skyldi hafa valist í þetta. Ég réð hann hingað þegar hann kom frá prófborðinu og við höfum unnið saman síðan. Ég vil líka nota tækifærið og þakka tónlistarfólkinu öllu sem ég hef unnið með á fleti Sunnukórs- ins, Karlakórs ísafjarðar og Karla- kórsins Ægis í Bolungarvík. Kór ísafjarðarkirkju er mér kær í minningunni, en hann stofnaði ég sjálfur á sínum tíma. Starfið í kirkjunni hefur verið mér mjög kært og öllum þeim sem unnið hafa með mér á þeim vettvangi vil ég færa alveg sérstakar kveðjur og þakkir fyrir samveruna”, sagði Kjartan að lokum. JÓN F. EINARSSON BYGGINGARVÖRUVERSLUN, BOLUNGARVÍK Allt til bygginga á einum stað Húsgagnadeild: Vorum að taka upp mikið úrval af húsgögnum, þar á meðal: Eigum mikið úrval af teppum og dúkum Ný sýnishorn af Villeroy og Boch gólf- og veggflísum Bjóðum Pinotex fúavarnarefni á 10% kynningarafslætti CARAVALLA HILLUSKÁPA FRÁ GUSTAFSQN SKEMMTILEG HÚSGÖGN MEÐ ÓTAL RAÐMÖGULEIKA SVEFNBEKKI MEÐ HILLUM OG KOMMÓÐU FRÁ ERVI NÝ, SKEMMTILEG LÍNA FRÁ HYLLINGE OPIÐ LAUGARD AGINN 24. ÁGÚST N.K. FRA KL. 14.00 — 17:00 þann dag verður Erla Ásgeirsdóttir stödd í versluninni og kynnir Husqvarna saumavélarnar frá Gunnari Ásgeirssyni hf. Við skorum á núverandi og væntanlega Husqvarna saumavélaeigendur að nota þetta tækifæri til að kynnast möguleikum þeim, sem Husqvarna býður upp á. FRETTABLABtfl AFGREIÐSLUSTÖRF Óskum að ráða stúlkur til afgreiðslu- starfa í bakaríinu. Upplýsingar veitir Sigmar í síma 4400. Enn vantar 13 kennara Vf. hitti Jón Baldvin, skólastjóra °g fáar umsóknir berast. Styttist nú Grunnskólans, á fömum vegi og óðum sá tími sem er til stefnu, en að sagði hann að enn væri allt í lausu öllu forfallalausu ætti skólinn að lofti með ráðningu kennara. Ennþá taka til starfa um næstu mánaða- vantar að minnsta kosti 13 kennara mót. „Suðureyri snyrtilegasti bær á Vestfjörðum“ — segir Viðar Aðalsteinsson sveitarstjóri „Suðureyri er trúlega snyrtileg- asti bær á Vestfjörðum, og ísfirð- ingar gætu margt af Súgfirðingum lært í þeim efnum”, sagði Viðar Aðalsteinsson, sveitarstjóri á Suð- ureyri, þegar Vf. sló á þráðinn til hans f fréttaleit. Hann sagði að næg atvinna hefði verið á Suðureyri það sem af væri þessu ári. Mikil) fiskur hefði borist á land og varla hefði hafst undan að vinna hann f frysti- húsinu, nokkuð hefði því verið flutt út f gámum. Umferð ferðamanna hefur verið með almesta móti í sumar og er enn. Sagði Viðar að það væri ef- laust að þakka þeirri miklu, en að hans áliti vafasömu umfjöllun, sem plássið hefur hlotið í fjölmiðlum fyrr á árinu. Taldi hann allar þær fréttir stórlega ýktar og sagði að íbúum á Suðureyri hefði til dæmis fjölgað á undanfömum tveimur árum eftir nokkra fækkun næstu 10 árin þar á undan. í sumar hefur nokkuð verið unnið á vegum hreppsins að lagn- ingu gangstétta og merkingu bíla- stæða, og eru þær framkvæmdir orsökin fyrir ummælum Viðars í upphafi greinarinnar. Veitingahús Skeiði S 4777 OPIÐ á Fimmtudag Föstudag Laugardag Sunnudag kl. 21:00 — 1:00 kl. 19:00 — 3:00 kl. 19:00 — 3:00 kl. 21:00 — 1:00 Aldurstakmark 18 ár Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19:00 Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir í símum 4777 oq 3051

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.