Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 22.08.1985, Blaðsíða 8
■^ SKÓLATÍMINN NÁLGAST! SKÓLATÖSKUR PENNAVESKI TEKIÐ UPP í DAG FJÖLBREYTT ÚRVAL BÓKAV. JÓNASAR TÓMASOSNAR SI'MI 3123 ÍSAFIRÐI vestfirska FRETTABLASID ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Þinghóll Nýr veitingastaður, Þinghóll, opnaði með pomp og pragt s.l. föstudag í húsnæði því sem áður hýsti Dokkuna. Að sögn Georgs Bæringssonar, eins af eigendun- um, verður opið fjögur kvöld í viku, frá fimmtudegi til sunnu- dags. Georg sagði, að það hefði gengið vonum framar að fá starfsfólk, en þeir höfðu auglýst stíft eftir starfsfólki síðustu dag- ana fyrir opnun. Diskótekið verður í gangi öll kvöldin og einhverjar uppákom- ur verða með haustinu. Aðsóknin fyrstu kvöldin var góð og fólk lét vel af öllu. Fram- kvæmdastjóri Þinghóls er Bær- ing Jónsson. Menntaskólinn: Nemendum fjölgar I vestíirska FRETTABLADID hefur heyrt Að viröulegur borgari, sem nýfluttur er til bæjarins, hafi hugsað sér að ná sér í holla hreyfingu með því að ferðast hér um á reiðhjóli. Góðir menn gengu í málið og vör- uðu hann við því að fara taka upp á þeim fjanda. Fullyrtu þeir, að ef fullorðinn maður sæist á reiðhjóli á götum bæjarins, þá teidu íbúar víst að hann hefði misstökuleyfið. Að M(-kvartettinn, sem í vetur skemmti ísfirskum tónlistar- unnendum með vönduðum söng, sé að slá í gegn. Þeir félagar eru að fara norður á Húsavík um komandi helgi sérstaklega til þess að syngja í brúðkaupsveislu! Það verður sennilega Broadway næst. Að ferðamannastraumurinn um A-Barðastrandarsýslu sé með dræmara móti eftir að Steingrímsfjarðarheiði opn- aði. Þá segir sagan að við hruni liggji í ferðamanna- bransanum í Dalasýslu, en þar hafði ýmsu verið kostað til svo þjóna mætti ferðamönn- um betur. Dalamenn brugðu því m.a. á það ráð að berjast fyrir enduruppbyggingu veg- arins um Bröttubrekku, sem tii stóð að leggja niður. Þrýstu þeir svo á sína þingmenn að fjárveiting fékkst til brúar- smíði og annara lagfæringa. Síðan á eftir að koma í Ijós hvort endurnýjuð Bratta- brekka laði Djúpverja til að aka gömlu leiðina aftur, sem mun vera um 40 km. styttri. Að meðal foreldra sé nú vax- andi ótti um að Grunnskólinn verði illa eða alls ekki mann- aður hæfum kennurum. Sagt er að sumir foreldrar hyggist alls ekki setja börnin í skóla heldur kenna þeim heima. Nú hafa borist 55 umsóknir um skólavist f 1. bekk Menntaskólans á komandi vetri. Er það heldur meira en í fyrra. Ekki verður farið af stað með nýjan hóp í öldungadeild og verður þar þvf einhver fækkun frá þvf f fyrra. Er ekki talinn grundvöll- ur fyrir þvf að fara af stað með nýja hópa f öldungadeild nema annað til þriðja hvert ár. Þessar upplýsingar fengust hjá Birni Teitssyni, skóla- meistara. Bjöm sagði, að breytingar yrðu á kennaraliði skólans og kæmu þrír nýir kennarar til starfa að skólan- Nýverið fór vél frá flugfélaginu Emir á ísafirði tvær ferðir til Nor- egs í leiguflugi. Að sögn Torfa Einarssonar hjá Emi var um að ræða flug með tvo átta manna hópa frá skipafélaginu Víkur í Keflavík á sjávarútvegs- og fiskeldissýningu í Þrándheimi. Um ástæðu þess að Emir varð fyrir valinu sagði Torfi, að þeir hefðu verið með stærstu vélina af þessum minni vélum og um í fullt starf nú í haust. ömólfur Oddsson mun kenna íþróttir í stað Bjama Jóhannssonar, sem fer í framhaidsnám í Noregi. Guðlaug Guðmundsdóttir mun kenna ís- lensku og frönsku og kemur hún einkum í staðinn fyrir Ingunni Thorarensen. Hlynur Magnússon mun kenna íslensku og sögu, en hann kemur einkum í staðinn fyrir Þóri Óskarsson. Ekki tókst að ráða stærðfræðikennara í fullt starf í stað Kristínar Þórsdóttur, sem hætti líka í vor. Stærðfræðikennsl- an verður hins vegar minni en hún þá langdrægustu. Það var TITAN vél félagsins sem fór þetta flug, og var beðið eftir hópunum á annan sólarhring í hvorri ferð. Er þessi ferðatilhögun að flestu leyti hentugri en áætlun- arflugið, minni bið og minni snún- ingar, því menn losnuðu alveg við innanlandsflugið þar eð flogið var beint til Þrándheims. Tók flugið 4 tíma hvora leið. var í fyrra og verður henni skipt á milli annarra kennara. Dönsku mun kenna Láms Bjömsson, en það er ekki fullt starf. Nokkrir nemendur hafa gefið sig fram í skíðaval. Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu mun skíðaval- ið koma að mestu í stað annarra valgreina. Á fyrsta ári eru hins vegar engar valgreinar og munu nemendur því ekki fá mikið af þessu námi fyrsta árið. Björn kvað Tálkna- fjörður — Núpur: Hraðbréfið var nær viku á leiðinni Manni er það lítt skiljanlegt hvemig bréf frá Tálknafirði getur verið nær heila viku á leiðinni til Núps, og það bréf sem er sent EX- PRESS, sagði Jón Guðjónsson á Núpi. Hann sagði að varlega skyldi hæla póstþjónustunni á Vestfjörð- um. Bréfið sem hann fékk frá Tálknafirði var sent með hraðpósti þann 7. ágúst, en barst honum í hendur 13. ágúst á 9. tímanum um kvöldið. Undir bréfið voru greidd- ar 60 krónur, enda treysti sendandi því að bréfið bærist fyrir helgina. „I bréfinu voru skráningar í íþróttamót, það barst mér í hendur tveim dögum eftir að mótinu lauk. Þetta er mjög bagalegt”, sagði Jón. Sagði hann að með daglegu póstflugi ætti að vera tryggt að bréf bærust mun fyrr en þetta. Auk þess bæri póstþjónustunni skylda til samkvæmt lögum að koma hrað- bréfi áfram til viðtakanda við- stöðulaust. Það minnsta sem póst- menn gætu gert væri að láta vita af bréfinu. þetta nám ekki fullmótað ennþá en taldi það þó liggja viðunandi ljóst fyrir. Þjálfarar við skíðavalið verða þeir Hafsteinn Sigurðsson og Þröstur Jóhannesson. © POLLINN HF ísfirðingar — gj Nágrannar! Husqvama Föstudaginn 23. ágúst frá kl. 13:00 —18:00 verður Erla Ásgeirsdóttir með sýni- Isafiröi kennslu á Husgvarna saumavélum í versluninni. Sími3792 Hæst verð sem fengist hef- ur fyrir einn farm fókkst fyrir afla Guðbjargar ( Grimsby í gær. Seld voru 222,8 tonn fyrir 10 milljónir 601 þús. krónur það eru 47,60 kr. á kfló. Reiknað í pundum eru þetta 186,158 pund, sem er rúmiega 1600 pundum hærra er eldra met sem togarinn Vigri frá Reykjavík setti fyrir nokkrum árum. BESSI kom úr siglingu í gær, fékk gott verð fyrir aflann. GUÐBJARTUR er á karfa- veiðum. PÁLL PÁLSSON landaði 87 tonnum 15 ágúst og er vænt- anlegur í land á fimmtudag af karfaveiðum. JÚLÍUS landaði 120 tonnum síðasta fimmtudag. GUÐBJÖRG landaði 222 tonnum í Grimsby, og segir frá því annars staðar í blað- inu. SIGURVON landaði 118 tonnum 15. ágúst, er vænt- anleg í land á föstudag af skrapveiðum. GYLLIR landaði 150 tonnum í Hafnarfirði í gær og leggur upp hjá Samherja. SLÉTTANES landaði 62 tonnum á miðvikudag. Guð- mundur B. Þorláksson sem gerir út á snurvoð frá Þigeyri hefur fengið 35 tonn frá mán- aðamótum. SÖLVI BJARNASON landaði 94 tonnum í síðustu viku. Gott fiskirí hefur verið á handfærabátum frá Bíldudal. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á ísafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn Flugfélagið Ernir: í leiguflugi til Noregs

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.