Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 4
vestfirska 4 ísafjarðarkanpstaður Stöður við leikskóla Þrjár starfsstúlkur vantar strax á síðdegis- deildir að leikskólanum við Hlíðarveg. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 3185. Einnig vantar starfsfólk á leikskóladeildir að leikskóla við Eyrargötu. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3685. _____________________Félagsmálastjórí. Starfsmaður Laust er til umsóknar starf svæðisstjóra skíðasvæðis á Seljalandsdal. Umsóknarfrestur ertil 15. september 1985. Upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfull- trúi, sími 3722. ________________________Bæjarstjórínn. íþróttahúsið, ísafirði Umsóknir um tíma í íþróttahúsinu tímabilið september — desember 1985 skulu berast undirrituðum fyrir 10. september n.k. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. VEGAGERÐ RÍKiSINS ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Styrking skíðavegar 1985. (lengd 1 km, 2000 m3) Verklok: 10. nóvember 1985. 2. Reiðvegur I. (útgröftur efnis fyrir kr. 100.000,-) Verklok: 1. desember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, ísafirði, frá 9. september 1985. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14:00 16. september 1985. ísafirði í september 1985. V egamálastj óri. BÆJARFÓGETINN Á ISAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Tilkynning Framvegis verða skrifstofur embættisins opnar frá kl. 10.00 til 12.00 og kl. 13.00 til 15.00. Viðtalstímar mínir eru frá kl. 10.00 til 12.00 eða eftir samkomulagi. Tíma til fyrirtöku vegna hjónaskilnaðar og sifjamála ber að panta sérstaklega fyrir- fram. 3. september 1985. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurínn íísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. TIL SÖLU Toyota Crown, í 717 Super Saloon árg. 1980 sjálf- skiptur, vökvastýri, power bremsur, rafmagn í rúðum og læsingum og loftneti, bein innspýting, over drive veltistýri. EDNTNIG: Subam St. 1600 árg. 1978 4X4 Upplýsingar í síma 3454 FRETTABLADID Þeir höfðu ekki mörgu að velj< 1 skólamálaumræðunni undanfarið hefur kennaraskorturinn úti um allt land verið langmest áberandi. Þegar þetta er skrifað vantar enn 8 kennara að sameinuðuin grunnskóla Isafjarðar. Það hefur eðlilega lent mest á herðum hins nýja skólastjóra, Jóns Baldvins Hannessonar, að ráða fram úr þeim vanda og höfum við greint frá því vikulega hér í blaðinu hvernig það gengur. Okkur datt í hug að gaman væri að kynna eilítið fyrir lesendum „hina hliðina“ á Jóni Baldvin. Við örkuðum því á fund hans í seinustu viku og spurðum hann fyrst, að gömlum íslenskum sið, hvert hann ætti uppruna sinn að rekja. TEL MIG VERA SIGLFIRÐING Ég er fæddur á Siglufirði 1. ágúst 1953. Foreldrar mínir eru Hannes Baldvinsson og Halldóra Jónsdótt- ir. Faðir minn er nú framkvæmda- stjóri saumastofu á Siglufirði, en vann áður sem síldarmatsmaður og ýmis önnur störf. Móðir mín hefur lengst af unnið skrifstofustörf, var lengi hjá Símanum á Siglufirði, en starfar nú hjá útgerðarfyrirtækinu Þormóði ramma á Siglufirði.” — Hvað er það helsta sem drifið hefur á daga þína áður en þú komst hingað? „Ég á mitt fólk þama á Siglufirði og hef talið mig og tel mig jafnvel ennþá vera Siglfirðing. Ég byrjaði að vinna sem sendill á pósthúsinu yfir sumartímann þegar ég var 11 ára og var þar tvö sumur. Það má segja að ég hafi e.t.v. misst af aðal- síldarævintýrinu, sem mönnum dettur alltaf fyrst í hug þegar rætt er um Siglufjörð, en ég byrjaði þó að vinna hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins þegar ég var 13 ára gamall. Fyrst var ég við sendilstörf og síðan löndun á bryggjunum og annað sem til féll. Ég kynntist reyndar dálítið síldarsöltun þegar ég var smápolli. Þá fórum við Björn bróðir minn, sem er árinu yngri en ég, í söltun með móður okkar og eimdi þá enn eftir af smátömum í söltuninni. Ég hafði líka reynt að vinna á plani við að brjóta salt. Saltið var venjulega geymt í óþétt- um geymslum og rakinn olli því, að það límdist saman í einn köggul. 1 síldartömum vom 10 — 11 ára púkar látnir í að höggva þetta upp. Við vomm eins og námuverka- menn, því þetta var ævintýralegt erfiði og maður var eins og skotinn þegar maður fór í rúmið. Það var yfirleitt salt frá árinu áður sem rann í svona köggul.” — Var þetta langur vinnudagur? „Þetta var töluverð vinna þegar mikið var að gera. Oft vorum við á vöktum og sáum þá líka um að ræsa út mannskapinn, hringdum í menn og náðum í þá sem ekki höfðu síma. Ég fór í gegnum þessa hefð- bundnu skólagöngu og fór síðan í landspróf. Eftir landsprófið var ég mjög hvattur til þess, bæði af for- eldrum mínum og móðursystur minni, að fara í framhaldsnám. Þessi móðursystir mín bauð mér að koma og búa hjá sér í Reykjavík meðan ég væri í námi. Hún gerði mér þetta frekar kleift en ella hefði orðið, því það var og er dýrt að fara að heiman í nám og foreldrar mínir ekkert hátekjufólk. Ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og bjó hjá þessari móðursystir minni þau fjögur ár sem ég var í skólan- um. ÉG VAR AÐ HLUTA BÆKLAÐUR Ástæða þess að hún lagði svo mikið upp úr því að ég færi í fram- haldsnám var sú, að ég var að hluta bæklaður, hafði slasast fremur illa þegar ég var sjö ára gamall. Ég fór á bremsulausu hjóli niður bratta brekku og flaug af þvergötu niður á aðra, sem var 15 metrum neðar, með hjólið ofan á mér. Það vildi mér til lífs, að ég var með stífar hendumar á undan mér og þær tóku af mesta fallið, en kubbuðust báðar í sundur. Ég lá þama með- vitundarlaus með marga skurði og skrámur. Það tókst svo slysalega til eftir að gert hafði verið að sárum mínum, að það stallaðist bein í úlnlið og hætti hreinlega að vaxa. Sjö ára framhandleggur er það sem ég sit uppi með. Þetta var ákveðin örorka og frænka mín lagði mikið upp úr því, að ég yrði ekki erfiðis- vinnumaður. Menntaskólaárin voru að sumu leyti erfiður tími fyrir mig félags- lega. Ég kom inn í skólann án þess að þekkja nokkum, en yfirleitt voru í skólanum hópar sem þekktust úr fyrri skólum. Þótt ég hafi alls ekki verið félagslega einangraður á Siglufirði, því þar átti ég fjöldann allan af vinum og kunningjum, þá lokaðist ég svolltið og átti ekkert auðvelt uppdráttar í skólanum. Ég kynntist eðlilega mörgum á þessum fjórum ámm, en eignaðist þó aldrei neina sérstaka vini. Eftir Hamrahlíðarskólann hvíldi ég mig á námi í eitt ár meðan ég var að átta mig á framhaldinu. Mest var ég með hugann við einhver sjávarútvegsfræði úti í Noregi. Það sem hindraði mig e.t.v. mest í að fara var, að mér fannst ég ekki nógu góður í norsku og miklaði það fyrir mér. Það var heldur ekkert auðvelt að komast yfir húsnæði þama úti. Leiðin lá því næst í Kennaraháskólann og það mest fyrir tilviljun. í Kennaraháskólanum kynntist ég mörgu ágætisfólki fyrsta vetur- inn minn þar. Um vorið voru heil- mikil mótmæli í skólanum, því við þóttumst fá mjög lélega kennslu, jafnvel lélegri en í menntaskóla, og okkur fannst þessi stofnun ekki standa undir nafni. V.ið lentum upp á kant við skólayfirvöld og það var hálfgert stríðsástand í skólanum. Ég valdist í það að vera í forsvari fyrir nemendum gagnvart skóla-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.