Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Síða 5
vestfirska fRETTABLADlD ur yfirvöldum og þá rættist úr þessari innilokun og hlédrægni, sem ég hafði verið í þessi ár mín í Reykja- vík. ÞAR GERÐIST ÉG HUGSJÓNAMAÐUR Það var mikil uppeldis- og kennslufræðileg umræða í gangi í framhaldi af þessum deilum og þar gerðist ég hugsjónamaður hvað skólamál varðar. Við urðum ekki fyrir nægilega góðum áhrifum af sjálfri kennslunni. Skólinn var í mótun, sat uppi með gamla kenn- ara, hugarfar og annað, sem sam- rýmdist ekki þeim kröfum sem gera verður til háskóla. Ég held að skól- inn hafi ekki smitað menn mjög mikið af þeirri hugsjón sem nauð- synleg er öllum kennurum. Sú fag- lega umræða, sem var í gangi með- al stúdenta utan við hið hefð- bundna nám, hafði mest áhrif á skoðanir manns í kennslu- og skólamálum. Góður kennari þarf virkilega að gefa sig í starfið og hann verður að leggja töluvert á sig við að fylgjast með, bæði í einstökum fögum og ekki síður í uppeldisfræði og sálar- fræði, og reyna að móta sína kennslu og sín vinnubrögð út frá góðum hugmyndum um þau mál. ÞaÓ er til lítils að ganga inn í kennslustofu og ausa yfir nemend- ur einhverjum þekkingaratriðum og ganga svo út. Vissulega höfum við átt marga góða kennara sem hafa verið góðir fræðimenn en haft ólíka skólapólitíska stefnu. En þeir hafa verið kennarar af lífi og sál, þótt þá hafi e.t.v. greint á um leið- ir.” — Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú komst hingað til ísafjarðar? „Það var algjör tilviljun. Vina- hópurinn, sem ég var í í skólanum, var á þessum tíma að reyna að komast til starfa við einhvem lítinn skóla þar sem við gætum unnið saman, haft áhrif og fengið ein- hverju að ráða. Við töldum, að til þess að skóli gæti orðið góður, yrðu kennarar að vinna saman, það væri ekki nóg að hver ræki sína stefnu í sinni stofu. Hópurinn skiptist hins vegar í tvennt, því það reyndist ekki mögulegt að við kæmumst öll að sama skólanum. Ég lenti hér með Bergljóti Skúladóttur, sem var í þessum hópi, og hafði ég aldrei komið hingað utan einu sinni, þeg- ar ég kom hingað með strand- ferðaskipi.” Jón Baldvin er félagi í Litla leikklúbbnun og hefur verið í stjórn hans í mörg ár. Þessi mynd er úr leikritinu „Á útleið“, sem LL setti upp árið 1980. MÉR ER MEINILLA VIÐ ÞENNAN EINKASKÚLA — Hvað finnst þér um skóla- málapólitíkina eins og hún er rekin í dag? „Opinbera skólamálastefnu er í raun að finna í grunnskólalögum. Ég tel þau af hinu góða og það er álit margra, að flestir geti fundið sér rætur þar, sama hvaða skóla- pólitík þeir fylgja. En til þess að hægt sé að framfylgja þessum lög- um þá þyrfti ýmislegt að breytast. Kjaramálastefnan t.d. stuðlar ekki að því, að hér verði reknir góðir skólar, heldur þvert á móti. Nú er mikið rætt um einkaskóla, en ég tel að þessi einkaskóli í Reykjavík sé enginn einkaskóli. Ég held að ég gæti alveg eins sest inn í grunnskólann hér á ísafirði og fengið þetta húsnæði upp í hend- umar fyrir ekki neitt, sett upp skólagjöld sem væru hátt í 30 þús á hvem nemanda, og boðið þeim upp á ákveðna þjónustu, s.s. tölvu- námsskeið og fleira sem einkaskól- inn hyggst bjóða. Það væri létt verk og löðurmannlegt. Þetta væri alls staðar hægt að gera og ég er sam- mála Valgeiri Gestssyni, formanni Kennarasambandsins, þegar hann sagði, að við gætum gert það sama og einkaskólinn ætlar að gera fyrir brot af því fjármagni, sem hann fer fram á til þess að gera þetta. Sumir hafa haldið því fram, að þetta kæmi til með að draga kennara upp í launum, en ég held ekki. Ég held að þeir, sem raunverulega vilja hafa forréttindi, fái þau þama og þeim sé það ekkert kappsmál, að allir aðrir fái sömu þjónustu. Mér er meinilla við þennan einkaskóla og allt í kringum hann á þeirri for- sendu, að þama er verið að mis- muna fólki. Ýmsir hafa haldið því fram, að það sé illa rekið heimili, sem ekki hafi efni á að eyða 3.000 krónum á mánuði í skólagjöld. Ég held hins vegar, að það sé meira en mörg heimili þola. Ég vildi gjaman Mér finnst því miður allt of margir ekki meta nám sem skyldi né skilja gildi góðrar menntunar. sjá þessa peninga koma til allra skóla í gegnum skólakerfið, sem hefur verið svelt á öllum sviðum. EINHVERSKONAR MÚRÖLSK UPPBYGGING VERÐUR AÐ EIGA SÉR STAÐ —Samkvæmt athugunum hefur komið í ljós að útkoma á sam- ræmdum prófum hefur verið einna lökust hér á Vestfjörðum. Hvað villtu um það segja? „Menn hafa tínt til nokkuð margar ástæður sem skýra þennan Mér finnst því miður allt of margir ekki meta nám sem skyldi né skilja gildi góðrar menntunar. Það gætir mikils tvískinnungs meðal fólks hér, þegar það gerir miklar kröfur til skólans pg ætlast til að böm þess fái góða kennslu, en næstum því í sömu setningunni getur það verið að gera lítið úr þeirri vinnu sem kennarar eru að vinna og úr kenn- umm sem heild. Ég vil vinna að því með öllum ráðum að breyta þessum hugsun- arhætti gagnvart skólanum. Eg vil reyna að ná skólanum upp svo að hann njóti meiri virðingar, þannig að fólki finnist að þetta þurfi að vera meira aðlaðandi stofnun fyrir sín böm. Það er mikilvægt að allir sýni bömunum og sanni með þeim aðbúnaði sem þeim er búinn héma, að þeirra vinna og nám sé einhvers virði. Ég er sannfærður um það, að ef foreldrar almennt em hlynntir því, að hér starfi góður skóli með góðum kennumm, þá þarf ósköp lítið annað til þess að fjármagnið komi. Ef foreldrar vilja hlúa að sínum bömum þá skilar það sér inn í bæjarstjóm og þar af leiðandi í fjárveitingum og öðru. Ég er hér að tala mikið um peninga og að sjálf- sögðu skipta þeir ansi miklu máli, en ef viðhorfin til skólans og menntunar em jákvæðari á heim- ilunum, þá hefur það ótrúlega mikil áhrif. Ef þau em neikvæð, sem manni finnst allt of oft, þá dregur það hreinlega úr námi og starfi nemenda. Einhvers konar mórölsk uppbygging eða áróður fyrir mikilvægi bamanna, vil ég segja, er það sem maður verður að berjast harðast fyrir.” Jón Baldvin er mikill áhugamaður um Ijósmyndun og hélt Ijósmyndasýn- ingu fyrir tæpum tveimur árum, sem vakti verðskuldaða athygli. mismun, sem flestar hafa við ein- hver rök að styðjast. Hér hafa verið tíð kennaraskipti gegnum árin og þau eru ekki af hinu góða. Hér hafa líka verið óvenju margir við kennslu án réttinda og það eru meiri líkur á því, að þar innan um séu gallagripir, heldur en þegar um er að ræða fólk sem hefur menntað sig til starfans. Þá hafa menn sýnt það með dæmum, hvemig þessi samræmdu próf em meira sniðin fyrir þéttbýlið. Frægast er dæmið um ólesna ljóðið þar sem malbik- unarvél var líkt við ungamömmu og ungamir voru mennimir sem voru að vinna í kringum vélina. Það er öllum ljóst að meirihluti bama til sveita, og jafnvel á stómm þéttbýl- isstöðum eins og hér á Isafirði, hefur aldrei nokkum tíman séð malbikunarvél og hefur þannig engar forsendur til þess að útskýra svona ljóð. Svo eru þeir sömu menn sem setja fram svona próf að býsn- ast yfir því, að það megi helst ekki koma fyrir orð eins og orf og ljár, vegna þess að bömin skilji þau ekki. Þetta eru hins vegar orð sem em hfandi og raunveruleg fyrir bömum til sveita, þó að þau séu það e.t.v. ekki í þéttbýlinu. Það sem mér finnst aftur skipta mestu varðandi útkomu á sam- ræmdum prófum er sá munur, sem er á hugmyndum fólks og kröfum til náms hér og á suðvesturhominu. BARA HREIN 0G KLÁR VINNA — Hvað með áhugamálin? Ég veit að þú ert áhugamaður um leiklist. „Strax fyrsta veturinn minn héma byrjaði ég að starfa með Litla Leikklúbbnum og hef starfað með honum síðan. Ég hef leikið í nokkrum verkum og verið í stjóm i mörg ár og er þetta einn af ljósu punktunum við veru mína hér. Þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki og átt margar ánægjulegar stundir. Það sem maður fær út úr svona fé- lagsstarfi verður aldrei metið til fjár eða á annan hátt. Ég held því fram að maðurinn sé félagsvera og að hann lifi aldrei einangraður, geti það ekki þótt hann vilji það. Þama í Leikklúbbnum er að sjálfsögðu misjafn sauður eins og alls staðar og misjafnlega vel unn- ið. Yfir höfuð er mönnum þó sam- eiginlegur áhugi á því að setja upp góðar leiksýningar. Menn leggja verulega mikið á sig, því þama er æft í 6 — 8 vikur á hverju einasta kvöldi áður en hægt er að sýna, sem tekur svo mörg kvöld í viðbót. Þetta gera menn án þess að fá nokkuð í laun annað en ánægjuna, sem sannar betur en margt annað hvað maðurinn er mikil félagsvera. Leikklúbburinn er fyrirbæri sem oft hefur verið milli tannanna á fólki. Það getur verið fyndið, þegar maður er innanfélagsmaður, að 5 hlusta á sögur um ólifnaðinn í klúbbnum og guð má vita hvað honum á að fylgja. Við höfum rek- ið okkur á þessar hugmyndir og þær em raunvemlegar. Menn hafa bannað eiginkonum sínum að starfa út af þessu. Auðvitað smakka menn vín í klúbbnum eins og alls staðar annars staðar og þama er yfirleitt fólk sem er mjög opið og hresst og það getur hugsanlega ýtt undir ranghugmyndir um það sem fram fer í klúbbnum. Megnið af því sem ég hef kynnst í þessum klúbbi er bara hrein og klár vinna og menn geta horft í eigin barm og velt því fyrir sér hvort þeir skemmti sér ekki líka.” ÉG ER AÐEINS SKAKKARI ÞEGAR ÉG STILLI MÉR UPP — Þú ert orðinn sæmilega þekktur golfleikari hér á svæðinu. Hvenær byrjaðirðu í golfi? „Á menntaskólaámnum vann ég tvö sumur sem næturvörður á Hót- el Höfn á Siglufirði. Ég veit ekki hvað það var sem kom mér af stað, en síðan féll þetta niður og ég byrjaði ekki aftur fyrr en fyrir 4 — 5 ámm. Þetta er virkilega skemmtileg íþrótt og það kom mér vemlega á óvart á sínum tíma hvað hún er erfið. Hún er e.t.v. ekki líkamlega erfið, en hún krefst mikillar sam- hæfingar, allt frá höfði niður í tær. Ánægjan af þessu er mikil og góður félagsskapur, fyrir utan alla hreyf- inguna sem maður fær. Þetta er íþrótt sem allir geta stundað, allt frá 10 ára aldri og eins lengi og heilsan leyfir.” — Það hefur ekkert háð þér slysið sem þú varðst fyrir sjö ára gamall? „Ég hef oft haft á tilfinningunni að það hái mér nú svolítið. Ekki endilega að ég þreytist, en ég er aðeins skakkari þegar ég stilli mér upp. Það hefur hins vegar ekki valdið því að ég geti ekki spilað al- veg á fullu.” ÞETTA ER SKÖPUNARÞÖRF — Þú hélst ljósmyndasýningu fvrir tveimur ámm. Hvenær meg- um við eiga von á annarri? „Ljósmyndun er mikið áhuga- mál hjá mér, en ég hef lítið getað sinnt því frá því ég hélt þessa sýn- ingu. Þetta er mjög tímafrekt áhugamál, en á vissan hátt and- stæða leiklistarinnar og golfsins að því leytinu til, að maður er svolítið einangraður. Ég hef fengið mikið út úr þessari ljósmyndavinnu minni og hef stúderað þetta mikið og lesið mér til, mun meira en ég hef svo getað framkvæmt. Vinnan er mjög timafrek og erfitt að koma sér að verki nema maður hafi mjög góðan Framhald á bls. 6.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.