Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 8
Frá Bókhlödunni: Skólaritvélar, Message 350 . . kr. 3.990,- Nýja reikni-teikni-rafritvélin . kr. 9.990,- Skrifstofuritvél, Concept II .. kr. 26.860,- Ritvélaborð, 40X50 cm .. kr. 3.690,- Tölvuborð, 40X60 cm..... kr. 5.660,- Fótskemillinn þægilegi.. kr. 1.250,- BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI 3123 ÍSAFIRÐI FRETTABLASIS ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Var það pólitísk mismunun? 27. ágúst s.l. sló Þjóðviljinn því upp með strfðsletri á baksíðu, að pólitfskri mismunun hefði veríð beitt við ráðningu f stöðu rítara Grunnskólans á Isafirði. Við höfðum samband við Þuríði Pétursdóttur, en í hana er vitnað í frétt Þjóðviljans. Þuríður sagði að fréttaflutningur Þjóðviljans væri dálítið villandi því að málið snerist ekki nema að hluta til um pólitískar skoðanir umsækjenda. Það væri ljóst að þama hefði verið gengið framhjá mjög hæfri manneskju, að því er virtist á þeim forsendum einum, að hún er bamshafandi. Það biti svo höfuðið af skömminni, að ekkert tillit væri tekið til óska skólastjórans og væri þó verið að ráða manneskju sem ætti að vera hans hægri hönd í starfi. Við höfðum samband við Geir- diúðvujinn .. Pól'rtísk ráðning ritara þrúði Charlesdóttur, sem sæti á í skólanefnd, og leituðum álits hennar. Hún sagðist ekki hafa séð frétt þessa í þjóðviljanum og ekkert geta um hana sagt. Hún sagði að það hefði ekki skipt máli í þessu sambandi að annar umsækjenda væri bamshafandi. Það sem ráðið hefði sínu atkvæði væri það að hér væri verið að byggja upp nýtt starf og því væri mikilvægt að fá menn- eskju til starfans sem gæti sinnt því óskipt. Bameignarfrí tæki þrjá mánuði og skerti því verulega starfstímann. K.Í. á lóðina — Dómur fallinn í bæjarþingi Fyrr á þessu árí höfðuðu eig- endur hússins að Hafnarstræti 11 mál á hendur Isafjarðar- kaupstað og Kaupfélagi ísfirð- inga vegna lóðarréttinda við Hafnarstræti 11. Á þessu svæði er mikil uppfylling sem bæjar- sjóður hefur látið gera og út- hlutað K.f. lóð þar á. Dómur f málinu var kveðinn upp f bæjar- þingi á laugardag og voru K.f. og fsafjarðarbær sýknuð af öllum kröfum stefnenda. Málskostn- aður var látinn niður falla. Málsaðilum er í sjálfsvald sett hvort þeir áfrýja málinu til hæstaréttar. GUÐBJARTUR landaði á mánudag 150tonnum, aðallega karfa og kola. PÁLL PÁLSSON landað i 100 tonnum af blönduðum afla, hluti hans var settur í gám. JÚLfUS GEIRMUNDSSON siglir á Bretlandi og selur 11. sept. Var kominn meo 150 tonn af blönduðum góðfiski, þegar síðast fréttist. DAGRÚN landaði á þriöjudag 40 tonnum af þorski og ýsu, mestur hluti aflans fór í gáma. HEIÐRÚN landaði á mánudag 70 tonnum af blönduðum fiski, 40 tonn fóru í gáma. SÓLRÚN er á veiðum á Dornbanka. ELfN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði í 4 gáma á þriöjudag, er væntanleg í land á föstudag. SIGURVON landar í dag 18 tonnum sem eru veidd í dragnót. GYLLIR landaði 30. 37 tonn- um af þorski og karfa. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 28. ágúst 97 tonnum. SYGUREY landaði á sunnu- dag 100 tonnum af þorski og karfa. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Derby fiysti- kistur eru komnar aftur 0 200 lítra 300 lítra 350 lítra 410 lítra 510 lítra ísafjarðarkaupstaður: Síðari umræða um reikningana í kvöld — Aðhaldsstefna farin að skila árangri, segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Á bæjarstjómarfundi í kvöld mun bæjarstjórí, Haraldur L. Haralds- son flytja skýrslu sína um ársreikn- ing bæjarsjóðs fsafjarðar kaup- staðar fyrir árið 1984. í skýrslunni segir hann, að sú aðhaldsstefna sem bæjarstjóm hef- ur viðhaft s.l. ár í fjármálum, fjár- festingu og rekstri bæjarsjóðs sé farin að skila árangri. Komi það glöggt fram í lækkandi skuldum bæjarsjóðs, lækkandi fjármagns- kostnaði, batnandi veltufjárhlut- falli og lækkandi rekstrarkostnaði, einstakra útgjaldaliða. Greiðslu- byrði bæjarsjóðs af langtímaskuld- um þyngist hins vegar og verður í ár 15% af áætluðum tekjum ársins, en var 10% á s.l. ári. Skýrsluhöfundur telur, að þó ársreikningurinn beri með sér að eitthvað sé að rofa til í fjármálum bæjarins á komandi árum, þannig að skuldum bæjarins verði náð niður í viðunandi ástand og rekstur bæjarins verði bættur enn frekar. Heildarrekstrartekjur bæjarsjóðs voru á árinu 91,2 millj. og hækkuðu um 40,4% frá árinu áður. Útsvör, aðstöðugjöld og fasteignagjöld, sem eru aðaltekjur bæjarsjóðs, voru alls 75,7 millj., sem eru 83% af rekstrartekjum alls. Hlutfall útistandandi gjalda af álagningu ársins 1984 var 28,8%, en var 12,9% í árslok 1981. Telur skýrsluhöfundur, að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða, sem skýri að einhverju leyti þá erfiðu lausafjárstöðu sem bæjarsjóður er í. Allt frá árinu 1979 hefur hlutfall rekstrargjalda farið stighækkandi, en þeirri þróun var snúið við á síð- asta ári. Mest munar þar um lækk- un fjármagnskostnaðar og aðhald í framkvæmdum og rekstri. Stjómunarkostnaður, sem hlut- fall af rekstrartekjum, er enn nokkuð hár. Hann var á árinu 1984 9%, en var 12 — 17% næstu fimm ár þar á undan. Þannig kemur þetta hlutfall hagstæðast út á árinu 1984. Skuldabréfalán bæjarsjóðs eru nú 98% af sameiginlegum tekjum Gott verð Góðir greiðslu- skilmálar Örygg þjónusta MJ2! bæjarsjóðs, en voru 121% 1983 og 119% 1982. Þetta telur skýrsluhöf- undur bera þess merki að aðhalds- f dag var væntanlegur til fsa- fjarðar snjóbill, sem Hjálparsveit skáta á fsafirði festi nýlega kaup á. Það er Landssamband hjálparsveita skáta sem flytur bflinn inn og þrjá aðra að auki. Að sögn Gísla Gunnlaugssonar, sem sæti á í stjóm Hjálparsveitar- innar, er hér um að ræða snjóbíl af Kassbohrer gerð, sem tekur 12 manns í sæti eða 2 — 4 sjúkrabörur. Hann er tveggja ára, lítið notaður sýningarbíll, allur yfirfarinn og ný- upptekinn. I bílnum er 160 hestafla díselvél og nær hann 40 km hraða á klukkustund við bestu aðstæður. Beltin em úr gúmmí, sem þýðir að aka má yfir grjót, gróður og malbik og þurfa menn því ekkert að hugsa um eyður, sem kynnu að vera á milli snjóbreiðanna. Álbelti, sem algeng eru á snjóbílum, þola ekkert slíkt og gúmmíbelti af þessari gerð endast fleiri þúsund kílómetra. Mjög góð miðstöð er í bílnum og stefna bæjarstjómar undanfarin ár í fjármálum bæjarsjóðs sé nú farin að skila árangri. ætti því að nást góður hiti því húsið er vel einangrað. Hægt er að taka það af farþegarýminu og nota hann sem pallbíl ef svo ber við. Gísli sagði að kaupverð bílsins væri 1,5 milljónir, en Landsam- bandið tók sameiginlegt lán fyrir öllum bílunum og fá þeir að borga sinn hluta niður á rúmu ári. Þeir myndu nota sínar hefðbundnu fjáröflunarleiðir til þess — flug- eldasöluna, dagatalið og væntan- lega landshappdrættið. — Hvað kom til þess að þið ákváðuð að fara út í þessi bílakaup? „Við höfum verið með tvo snjó- sleða og ekki mikið spáð í snjóbíl. Þegar þetta tækifæri bauðst fyrir ekki hærra verð þá slógum við til, því það er mikill munur að fá svona bíl til umráða. Við ætlum að fá okkur tönn framan á hann og þá eigum við að geta komist nánast hvert sem er“, sagði Gísli Gunn- laugsson. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á isafjarðarflugvelli K 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólartiringinn í síðustu viku brugðu nokkrír félagar Hjálparsveitarinnar sér suður og fengu tilsögn í notkun snjóbílsins. Myndin er tekin þegar bíllinn var afhentur og sýnir Þröst Jóhannesson, Gísla Gunnlaugsson og Sigurð Jónsson, en myndina tók Jónas Gunnlaugsson. Nýr snjóbíll til hjálparsveitar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.