Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 4
4
Isaijarðarkaupstaður
ísfirðingar takið eftir
Nokkur grænlensk ungmenni eru væntanleg
til ísafjarðar í vor og munu dvelja í u.þ.b. 2
mánuði. Tilgangur þeirra með dvöl sinni er
að öðlast starfsþjálfun á sviði fiskverkunar,
víkka sjóndeildarhring sinn og efla tengslin
milli ísafjarðar og vinabæjarins Nanortalik.
Þeir sem áhuga hafa og tækifæri til að skjóta
skjólshúsi yfir unglingana á meðan á dvöl
þeirra stendur vinsamlegast hafið samband
við félagsmálastjóra í síma 3722.
Félagsmálastjórí.
Elliheimili ísafjarðar
Starfsfólk óskast nú þegar, hlutastarf kemur
til greina.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
3110.
Dagmæður
Dagmæður óskast strax til starfa á vegum
bæjarins.
Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma
3722, frá kl. 10.10 - 12.00 daglega.
Eyrarskjól
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
-100% staða á dagheimili,
- 67% staða á leikskóla e.h.,
- staða afleysara með 50% kauptryggingu.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
3685.
Viðtalstími bæjarfulltrúa
Föstudaginn 20. febrúar n.k. verða bæjarfull-
trúarnir Geirþrúður Charlesdóttir og Þuríður
Pétursdóttir til viðtals við bæjarbúa í fundar-
sal bæjarráðs á annarri hæð í Kaupfélagshús-
inu, kl. 17.00 til 19.00.
ísfirðingar - ísfirðingar
Sundhöllin verður opin fyrir utan auglýstan
opnunartíma vegna þess að skólasund fellur
niður 23. - 27. febrúar n.k., þannig:
Mánudag 7.00-11.00 f.h. og 14.00-16.30
Þriðjudag 7.00 - 11.00 f.h. og 14.00 - 18.00
Miðvikudag 7.00-11.00 f.h. og 14.00-16.30
Fimmtudag 7.00-11.00f.h.og 14.00-18.00
Föstudag 7.00-11.00 f.h. og 14.00-18.00
Komið, syndið, notið pottinn og gufubaðið
Það hressir og bætir.
íþróttafulltrúi.
TIL SÖLU
FJÓRHJÓL
Til sölu fjórhjólaminkurinn,
15 gírar áfram og 3 afturábak.
Með drifi á öllum hjólum.
25 hestöfl og hægt að læsa öllum
hjólum. Algert torfærutröll þótt lítið sé.
Árgerð 1987, lítið ekið og gott útlit.
Ný og stærri dekk undir.
Upplýsingar í síma 94-3884 eða
92-4356
vestfirska
TTABLADID
Valið stendur í
eða verðbólgu <
— Þorsteinn Pálsson form:
Eins og sagt er frá hér annars staðar í blaðinu hélt Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins almennan
stjórnmálafund á Hótel ísafirði á laugardaginn 14. febrúar
s.l.
Vestfirska fréttablaðið fékk Þorstein til þess að svara
nokkrum spurningum almennt um komandi kosningar og
ýmislegt fleira sem lesendur kynni að fýsa að vita.
Fyrsta spurningin var auðvitað. Um hvað verður tekist á í
komandi kosningabaráttu?
„Það er augljóst" sagði
Þorsteinn, að það verður tek-
ist á um það hvort við eigum
að halda áfram á þeirri leið
sem mörkuð hefur verið, eða
hvort við eigum að fara yfir á
gamla vinstristjórnarsporið,
með hefðbundinni verðbólgu
og kjaraskerðingu. Um þess-
ar tvær meginleiðir er kosið.
Það hefur tekist að koma
hér á stöðugleika og hagnýta
batnandi árferði til þess að
lækka erlendar skuldir og
auka kaupmátt, og við viljum
halda áfram á sömu braut.
Það gerist ekki nema Sjálf-
stæðisflokkurinn verði í lykil-
hlutverki að kosningum
loknum“.
— Nú hafa verið birtar
nokkrar skoðanakannanir
um afstöðu fólks á undan-
förnum vikum. Hvert er þitt
álit á skoðanakönnunum.
Eru þær marktækar eða geta
þær haft mótandi áhrif á
skoðanir fólks?
„Þær hafa oft gefið vís-
bendingar um hugsanir fólks
í þessum efnum. Þær hafa
líka oft sýnt skekkjur. En ég
held að það verði ekki
framhjá því horft að þær eru
leiðbeinandi um það sem er
að gerast í hugum fólks
gagnvart stjórnmálaflokk-
um. Við höfum tekið þær full-
komlega alvarlega og
höfðum verulegar áhyggjur
af niðurstöðum þeirra í byrj-
un vetrar.
Síðari skoðanakannanir,
einkanlega nú á þessu ári
sýna hinsvegar þróun í gagn-
stæða átt. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur verið að styrkja
stöðu sína. Ég held að það sé
í fullu samræmi við málefna-
lega mjög sterka stöðu.
Ég er alveg sannfærður um
það að fólkið í landinu kann
að meta þann árangur sem
ríkisstjórnin hefur náð og það
vill ekki glutra honum niður.
Það vill ekki taka áhættuna
af því að það komi ný vinstri-
stjórn.
Eina leiðin til þess að
tryggja það er að Sjálfstæð-
isflokkurinn komi öflugur út
úr kosningum“.
— Hvað með möguleika á
stjórnarmyndun eftir kosn-
ingar?
„ Sj álf stæðisflokkurinn
gengur með óbundnar hend-
ur til kosninganna. Það er
tvennt sem ræður úrslitum
um það hverskonar ríkis-
stjóm verður mynduð. Ann-
arsvegar möguleikar tveggja
eða fleiri flokka á málefna-
legu samstarfi og hinsvegar
það sem skiptir ekki minna
máli, að valdahlutföllin á Al-
þingi þau ráða endanlega
úrslitum í þessu efni. Síðast
þegar kosið var þá var Sjálf-
stæðisflokkurinn í þeirri
stöðu að það var nánast ekki
unnt að mynda ríkisstjórn án
hans. Við keppum auðvitað
að því að halda þeim styrk-
Þorsteinn Pálsson talar til fundarmani
leika. Það er eini möguleikinn
til þess að koma í veg fyrir
vinstri stjórn."
—Áfundinum á laugardag
talaðir þú um pólitískt til-
gangsleysi Alþýðubanda-
lagsins. Þýðir það aðAlþýðu-
flokkurinn sé ykkar helsti
keppinautur um hylli kjós-
enda?
„Ég held að það fari ekkert
á milli mála að uppá síðkastið
hefur keppnin staðið milli
okkar og Alþýðuflokksins.
Það leit svo út í byrjun vetrar
sem Alþýðuflokkurinn væri í
verulegri sókn. Það er annað
að koma á daginn núna og
mér sýnist líka á viðbrögðum
fólks við okkar málflutningi
og fundahöldum að við fáum
góðan hljómgmnn fyrir það
sem við bemm fram".
— Nú kom glöggt fram á
þessum fundi hverja vantrú
Vestfirðingar hafa á kvóta-
kerfinu. Hvert er þitt áht?
Flateyri:
Nýtt
leikrit
Leikfélag Flateyrar frumsýnlr í
byrjun næsta mánaðar nýtt ís-
lenskt lelkrlt eftlr Brynju Bene-
dlktsdóttur sem hún skrlfaði
sérstaklega fyrlr Lelkfélaglð.
Leikrltlð er byggt á þjóðsög-
unni um Þorsteln Karlsson og
tónlistln í því er eftir þá Magnús
Þór Jónsson (Megas) og Atla
Helmlr Svelnsson.
Það er Oktavía Stefánsdóttir
sem lelkstýrir þessarl uppsetn-
Ingu fyrir Lelkfélag Flateyrar.
hfil Framsóknarfólk!
Opið hús á skrifstofunni að Hafnarstræti 8,
ísafirði sunnudaginn 22. febrúar kl. 16.00 -
18.00. Við fáum okkur kaffi og kökur og
ræðum við frambjóðendur.
Á laugardaginn 21. febrúar verður opið hús
að Aðalstræti 3, Bolungarvík kl. 16.00 -18.00.
Frambjóðendur mæta.
Fundur í framsóknarfélagi Súðvíkinga föstu-
daginn 20. febrúar kl. 20.30 í Félagsheimil-
inu.
Frambjóðendur mæta.
Framsóknarflokkurínn.