Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 5
ts
vestfirska
TTAELASID
5
Lim markaða leið okkar
[>g kj araskerðingu þeirra
aður Sjálfstæðisflokksins í viðtali
ia á Hótel ísafirði á laugardaginn. Til vinstri: Óli M. Lúðvíksson, fundarstjóri.
„Þetta sjórnarmið Vest-
firðinga er náttúrulega ekk-
ert nýtt af nálinni. Yfirlýsing-
ar gegn kvótakerfinu hafa
komið frá öllum þing-
mönnum stjórnarflokkanna
af Vestfjörðum.
Ég studdi þessa skipan
mála á sínum tíma. Ég taldi
þá og tel enn að það sé óhjá-
kvæmilegt að hafa ákveðnar
takmarkanir á sókn í þessa
mikilvægu auðlind og um það
held ég að sé ekki deilt.
Við tókum þá afstöðu að
atvinnugreinin sjálf ætti að
hafa sem mest um það að
segja hvernig þessar tak-
markanir ættu sér stað. Það
var víðtækust samstaða um
þetta kerfi á meðal útgerð-
armanna og sjómanna. A
þeirri forsendu byggðist okk-
ar afstaða.
Nú ekkert kerfi er galla-
laust eða endist til eilífðar og
það þarf vafalaust að huga
að því hvernig þessum mál-
um verður best komið í fram-
tíðinni".
— Það var talsvert rætt um
byggðamál á þessum fundi
og Vestfirðingar virtust hafa
vaxandi áhyggjur af þeirri
þróun sem átt hefur sér stað.
Hvað er til ráða?
„Ríkisstjórnin hefur tekið
þá ákvörðun að fela Byggða-
stofnun að kanna þessi mál
frekar og setja fram hug-
myndir eða tilllögur til þess
að spyrna megi við fótum.
Það er ekki til framdráttar
íslensku þjóðfélagi ef stór-
kostleg byggðaröskun verð-
ur og byggðin þjappast sam-
an í of ríkum mæli á suðvest-
urhorninu. Þess vegna er það
keppikefli manna að við-
halda eðlilegu jafnvægi í
byggð. Eflaust eiga þéttbýl-
isstaðirnir úti á landi eftir að
styrkjast. Menn verða líka að
hafa það hugfast að það er
ekki atvinnubrestur á lands-
byggðini sem þessu veldur.
Þvert á mót þá er víða veru-
legur uppgangur í atvinnu-
lífi.
Þarna koma til ýmsir aðrir
þættir eins og samgöngur,
félagsleg þjónusta, heil-
brigðisþjónusta og mennt-
unaraðstaða sem horfa verð-
ur á í þessu sambandi. Ég
held að þetta sé mjög víðtækt
verkefni og vafalaust ekki
eins einfalt úrlausnar eins og
menn hafa haldið.
Það fer ekki á milli mála að
þetta er gífurlegt verkefni en
hitt má líka vera ljóst að for-
sendan fyrir því að hægt sé
að spyrna við fótum er að
stöðugleiki haldist í' þjóðfé-
laginu og verðbólgan fari
ekki af stað á nýjan leik. Ef
að það gerist þá er ljóst að
voðinn er vís“.
— Að lokum Þorsteinn.
Heimild sem er að finna ífjár-
lögum til ráðherra að ábyrgj-
ast lán til tækjakaupa fyrir
Fjórðungssjúkrahúsið.
Hvenær verður þessi heimild
nýtt?
„Það er gert ráð fyrir því að
hún verði hagnýtt. Það hefur
ekki enn verið ákveðið með
hvaða hætti eða hversu um-
fangsmikil þau kaup verða.
En heimildin verður
hagnýtt".
—Ekki erað efa aðmörgfleiri
málefni hefði mátt ræða við
Þorstein Pálsson, formann
Sjálfstæðisflokksins og
fjármálaráðherra. En tími
manns í hans stöðu er dýr-
mætur og eftirspurnin meiri
en framboðið og því látum
við þetta gott heita og
þökkum fyrir.
Margir Vestfírðingar tóku til máls á fundinum með Þorsteini á laugardaginn.
Halldór Hermannsson,
ísafirði.
Guðmundur B. Jónsson,
Bolungarvík.
Theodór Norðkvist,
ísafirði.
Magnús Reynir Guð-
mundsson, Isafirði.
Ólafur Krístjánsson,
Bolungarvík.
Af vettvangi bæjarmála
Bæjarstjórn ísafjarðar heldur
fund á Hótel (saflrði í kvöld kl.
20.00.
Meðal þess sem bæjarstjórn þarf
að taka afstöðu til eru ýmsar sam-
þykktir og ályktanir bæjarráðs.
Bæjarráð hefur óskar eftir því
við stjórn og framkvæmdastjóra
Fjórðungssjúkrahússins að gerð
verði úttekt á launamálum á
Sjúkrahúsinu. Hjúkrunarfræðingar
við Fjórðungssjúkrahúsið hafa
staðið í viðræðum við stjórn og
framkvæmdastjóra um bætt launa-
kjör.
Stjómin ákvað á fundi 10. fe-
brúar að undangengnum viðræð-
um við bæjarráð að hafna þeirri
málaleitan, enda væri ekki hægt að
semja um launauppbætur til
hjúkrunarfræðinga nema slíkir
samningar væru gerðir af hálfu
ríkisvaldsins eða með samþykki
þess.
Þá hefur bæjarstjóri lagt fram
tillögu þess efnis að D.A.S. verði
boðin gjaldfrí lóð til byggingar fyrir
aldraða á ísafirði. Með þeirri til-
lögu fylgdi kostnaðaráætlun Ingi-
mundar Sveinssonar arkitekts að
breyttri nýtingu gamla sjúkra-
hússins. I tillögu bæjarstjóra segir
að bæjarstjóm sé einnig tilbúin til
viðræðna um að afhenda D.A.S.
gamla sjúkrahúsið til breytinga, svo
þar megi starfrækja dvalarheimili
fyrir aldraða sjómenn. 1 bókun með
tillögunni segir að þetta sé sett fram
til þess að fá umfjöllun um það
hvað gert verði við húsið þar sem
ljóst sé að það losni í lok þessa árs.
Bæjarráð hefur fallist á beiðni í-
þróttafulltrúa Bjöms Helgasonar
um launalaust leyfi í eitt ár.
Bæjarráð hafnar forkaupsréttar-
tilboði að húsinu Smiðjugötu 8.
Ráðið óskar eftir að ræða við
Pétur Bjamason varðandi umsókn
hans um aukið landrými fyrir lax-
eldisstöð í Reykjanesi.
Bæjarráð samþykkir að boða
fulltrúa Tónlistarfélagsins til við-
ræðna 2. mars n.k.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á
umsókn Guðmundar Páls Krist-
jánssonar um lóð undir loðdýrabú í
Engidal.
A fundi bæjarráðs 17. feb. kynnti
Guðmundur H. Ingólfsson verk-
efni varðandi byggðaþróun á Vest-
fjörðum sem hann hefur hafið
vinnu að á vegum Byggðastofn-
unar. Óskaði Guðmundur eftir að
TILBOÐ
Óskum eftir tilboði í húseignina
að Ljósalandi 4 Bolungarvík,
sem er 2X140m2
Upplýsingar í síma 7466 eða
á staðnum
komið yrði af stað umræðum í
bæjarstjóm um þessi mál.
Stefnt er að því að taka árs-
reikning fyrir árið 1986 til fyrri
umræðu á fundi í mars.
Kristján Jónasson hefur verið
kjörinn formaður nefndar sem
undirbýr stofnun sparisjóðs á ísa-
firði.
Með gætni
skal um götur
aka
UXER0AB