Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Síða 3

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Síða 3
ísafjörður: Hornsteininn vantar — Menntaskólinn vígður af ráðherra menntamála Húsnæði Menntaskólans á Torf- nesi var formlega tekið í notkun á föstudag af mennta- málaráðherra, Birgi ísleifi Gunn- arssyni. Reyndar var aðeins verið að taka formlega í notkun neðri hæð skólahússins en í ræðu Björns Teitssonar skólameistara kom fram að aldrei var lagður horn- steinn að byggingunni og hún því aldrei formlega vígð á einn eða annan hátt þó að kennsla hafi farið fram í húsinu um árabil og heimav- ist hafi verið í notkun síðan árið 1973. Björn rakti við þetta tækifæri stuttlega byggingarsögu skólans og taldi að dregist hefði úr hömlu að ljúka framkvæmdum en sam- kvæmt fyrstu áætlunum átti þeim að vera lokið fyrir rúmum 11 árum síðan eða árið 1976. Björg A. Jónsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans hélt ávarp fyrir hönd nemenda, Matt- hí as Bjarnason hélt tölu fyrir hönd þingmanna, Haraldur L. Haralds- son bæjarstjóri á ísafirði hélt ræðu í krafti síns embættis og Birgir ís- leifur Gunnarsson menntamála- ráðherra tók húsið formlega í notkun. Vígsluathöfninni lauk með þvi að Jónas Tómasson lék stutt verk á flautu. Frá vinstri Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans, Matthías Bjarnason 1. þingmaður Vestfjarða, Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Björg A. Jónsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Matthías Bjarnason: Kostaöi 20 ára baráttu — og átta frumvörp voru svæfð í nefnd áður en sigur vannst í kjölfar áskorunar 2000 Vestfirðinga „Á þessari stundu þá skulum við minnast þess, að það kostaði 20 ára baráttu og mikið vatn rann til sjávar áður en tókst að fá samþykki stjórnvalda fyrir því að reistur yrði Menntaskóli á ísafirði," sagði Matthías Bjarna- son fyrsti þingmaður Vestfirð- inga í ræðu sinni, þegar skóla- hús Menntaskólans var form- lega tekið í notkun. „Þau voru átta frumvörpin um Menntaskóla á ísafirði, sem sofn- uðu í nefnd eftir að hafa verið lögð fram á Alþingi,“ sagði Matthías ennfremur í ræðu sinni. Hann sagði að það hefðu fleiri tugir fjölskyldna flutt frá Isafirði og víðar af Vestfjörðum vegna þess að ekki tókst að koma skólanum upp fyrr en raun bar vitni. Ekki hefði heldur skort úrtölumennina, sem talið hefðu það vonlaust að berjast fyrir Menntaskóla á ísafirði. Það var ekki fyrr en eftir að lögð hafði verið fram áskorun rúmlega tvöþúsund Vestfirðinga um að Menntaskólinn yrði settur á fót, að skriður komst á málið. Þá tókst loks að koma málinu í gegnum Alþingi. „Við verðum að halda áfram baráttunni fyrir vegi þessa skóla og engin ástæða er til að láta deigan síga, þrátt fyrir að þessum áfanga er náð,“ sagði Matthías Bjarnason ennfremur. Hann árnaði skólanum heilla fyrir hönd allra alþingismanna Vestfjarða og sagði að þeir mundu halda áfram að vinna að velferð og framgangi hans. Matarhorn VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Urðarvegur 45, 135 fm íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Silfurtorg 1, 3. hæð ásamt risi. Á hæðinni sem er 100 fm er 4ra her- berja íbúð. Risið er óinnréttað að mestu. Laust fljótlega. Pólgata 4, 5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Raðhús í smíðum, nú eru að- eins tvö hús eftir óseld af húsun- um sem Guðmundur Þórðarson er að byggja að Stakkanesi. Kynnið ykkur hin hagstæðu greiðslukjör. Hjallavegur 8. 4ra herb. íbúð á neðri hæð. Laus fljótlega. Aðalstræti 15a, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum. Gæti hentaðfyrir atvinnurekstur. Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílgeymslu. Getur losnað fljótlega. Seljalandsvegur 30, 175 ferm. einbýlishús með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er í góðu ástandi. Veðbanda laust. Laust fljótlega. Stórholt 13. Glæsileg 4ra herb. Íbúðá3. hæðásamtbílgeymslu. Hlíðarvegur 5, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Stórholt 7, 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Bílskúr. Stórholt 13,3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á efri hæð í suðurenda. Sólgata 5, 3 herb. tbúð. Laus fljótfega. Hnífsdalsvegur 1, uppsteyptur kjallari að einbýlishúsi, sem getur orðið hvort sem er úr timbri eða steini. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð a 1. hæð. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í parhúsí. Góð kjör. Heiðarbrún 1. Einbýlishús á tveim hæðum. Um 200 ferm. Hjallastræti 20. Rúmlega 100 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Hlíðarstræti 37, 98 ferm. eínbýl- ishús ásamt bílskúr. Vitastígur 8, einbýlishús, hæðog ris, 4 — 5 svefnherbergi. Stigahlíð 4, 3 herb. endaíbúð á 3. hæð. Hafnargata 110. Tæplega 100 ferm. álklætt einbýlishús. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. SÚÐAVÍK: Túngata 6,120ferm. einbýlishús ásamt 60 ferm. bílskúr. ARNARGEIR HINRIKSS0N, hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 Nautnaseggur Það er Kristín Ólafsdóttir húsmóðir og kennari á (safirði sem sér um Matarhornið að þessu sinni og býður lesend- um upp á girnilegan fiskrétt sem nefnist „Nautnaseggur". Á eftir er vel við hæfi að bjóða upp á kalóríusnauðan ávaxta- rétt í eftirrétt. Kristín varpar boltanum til Helgu Sigmundsdóttur hús- móður á ísafirði og skorar á hana að sjá um Matarhornið næst og er ekki að efa að Helga taki þeirri áskorun vasklega. NAUTNASEGGUR 2 ýsuflök smjör karrý salt pipar hveiti 1 egg soyasósa 11/2 - 2 pelar rjóma rifinn ostur mildur. Hveitið kryddað vel með karrý, salti og pipar. Fiskinum er velt upp úr egginu og síðan upp úr karrýkrydduðu hveitinu. Steikt á pönnu í smjöri og látið í eldfast mót. Skvetta af soyasósu látin á pönnuna og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma upp og mallað í 2 - 3 mín. Því næst er þessu hellt yfiir fiskinn og rifnum osti stráð yfir. Hitað í 200° heitum ofni í ca. 20 mín. Borið fram með soðnum hrísgrjónum, smjörsteiktum banönum skornum í bita og á- vaxtasalati. ÁVAXTASALAT 1 dós kokteilávextir 1 bikar sýrður rjómi Safinn er síaður frá ávöxtun- um og sýrðum rjóma blandað saman við ávextina, þó ekki öllum í einu því salatið má ekki verða of þunnt. Kristín Ólafsdóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.