Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Side 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Side 4
4 vestfirska TTABLASID Höfnin á ísafirði var troðfull af skipum á mánudaginn. Flotinn leit- aði vars undan vonskuveðri sem ekki linti fyrr en á þriðjudag. Við þetta tækifæri kom enn einu sinni í Ijós að brýn þörf er á að auka viðlegupláss í höfninni á Isafirði. NÚ ER FROST Á FRÓNI „Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð" Þessar Ijóðlínur eiga vel við Vestfirði þessa dagana þegar fyrsta sýnishorn vetrarins hellir úr skálum reiði sinnar yfir íbúa þessa harðbýla fjórðungs. En veðrið deilist ekki jafnt yfir alla. Á ísafirði hefur verið norðan- garður og snjór í byggð og ekki gefið til flugs í tvo daga. Á sama tíma er 20 cm þykkur snjór á Flateyri, snjóföl og þokkalegt veður með sólskinsköflum á Nýtt fiskverð á Vestíjörðum Á miðvikudag var samið um nýtt fiskverð á Vestfjöröum. Það voru útvegsmenn og fisk- seljendur sem gerðu sam- komulag við sjómenn sem gilda á frá 1. október til 31. janúar. Konráð Eggertsson sagði í samtali við Vestfirska frétta- blaðið að verðið ætti að gilda fyrir alla Vestfirði frá Djúpi og suður um til Patreksfjarðar. Meðalhækkun er um það bil 6%. Nokkrar tegundir eins og lúða, koli, langa, hlýri og keila hækka ekkert að þessu sinni. Mest er hækkunin á ýsu og stórum ufsa sem hækka um 12%. Tveggja kílóa ýsa með kassauppbót gefur nú 40,66 krónur fyrir hvert kíló. Smáufsi hækkaði um 3%. Þorskur hækkaði um 6,3% og fást nú 31,42 krónur fyrir kílóið af tveggja kílóa þorski með kassauppbót. Fyrir þessa hækkun tíðkaðist að greiða sjómönnum 5% hærra verð á þeim stöðum þar sem ekki er settur fiskur í gáma. Er búist við að það fyrirkomu- lag haldist óbreytt. Ætlar að smíða 23 feta Daði Hinriksson á ísafirði hef- ur í hyggju að hefja framleiðsiu á 23 feta plastbátum. „Ég er búinn að fá mót af bát frá Noregi og um leið og ég fæ kaupanda er mér ekkert að van- búnaði að hefja smíðar" sagði Daði í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Hér er um að ræða báta sem eru 23 fet að lengd og eru seldir undir nafninu Tramp 685. Með í kaup- unum fylgdi framleiðsluréttur á bátunum á Islandi. „Þetta er hægt að framleiða hvort heldur sem er sem skemmti- báta eða fiskibáta“ sagði Daði. „Það verður hinsvegar að ákveða báta strax því það er krafist meiri styrk- ingar í fiskibátum en skemmtibátum.“ Bátar eins og þessir rista 0,55 metra, eru 6,85 metrar á lengd og 2,58 metrar á breidd. Hámarks- ganghraði þeirra er 35 sjómílur. Notkun hraðskreiðra báta til handfæraveiða hefur talsvert færst í vöxt á seinustu árum og nægir að benda á Sómabátana sem notið hafa mikilla vinsælda. Tramp 685 mun vera sambærilegur að stærð við Sóma 700. Auðvelt er að lengja bátana án mikils aukakostnaðar og ná þeir þá svipaðri stærð og Sómi 800. Þingeyri og á Bíldudal hefur ekki sett niður snjókorn enn sem komið er. Afladálkur sá er hér fer á eftir mun draga nokkurt dám af veðurfarinu. Bátar hafa legið í landi síðan fyrtr helgi. Togarar hafa einhverjir reynt að eiga við veiðar. Bátarnir sem eru á út- hafsrækjunni hafa legið í höfn í nokkra daga. Þegar þetta kem- ur fyrir augu lesenda verður flotinn vonandi haldinn til hafs á ný. Súðavík: ORRI kom inn 3. október og landaði 12 tonnum af rækju og er þar með hættur rækjuveið- um að sinni. Hann fer í klössun á Akureyri og eftir það á línu- veiðar frá (safirði. BESSI kom inn 5. október með 80 tonn af blönduðum afla. 40 tonnum af því var skipað út í Anne Lise til sölu á erlendum markaði. HAFFARI landaði á mánudag 13 tonnum af rækju. ísafjörður: PÁLL PÁLSSON kom inn til löndunar 5. október 79,1 tonn. Aflinn var að mestu leyti þorsk- ur, ásamt 14 tonnum af ufsa. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON átti ' að selja í Hull í gær. Hann var með 170-80 tonn. Aflinn var að mestu leyti þorskur en ein- hverjir tugir tonna af kola og ýsu flutu með. Ekki fengust fregnir í tíma af sölu Júlíusar. GUÐBJARTUR kom inn á mánudag með rétt 50 tonn af kola og ýsu. 20 tonn af því voru sett um borð í Anne Lise sem lagði úr höfn á ísafirði um há- degi á þriðjudag. Vonast var til þess að fiskurinn næði á mark- að erlendis á föstudag en vegna tafa af völdum veðurs verður trúlega ekki selt úr Anne Lise fyrr en á mánudag. Af- gangurinn af afla Guðbjarts fór til vinnslu í Hraðfrystihúsi Norðurtangans á (safirði. GUÐNÝ fór í sinn fyrsta línu- róður í gær. VIKINGUR lil er í slipp á Akur- eyri. Þeim fækkar stöðugt bátun- um á úthafsrækjunni og margir þeirra lögðu upp í síðasta skipti að sinni. Reynslan sýnir að erf- itt er að sækja á rækjuna þegar komið er fram á þennan tíma. Bæði hamla veður og langar siglingar. í síðasta afladálki sögðum við frá því að SIG- URJÓN ARNLAUGSSON færi á loðnuveiðar. Það var auðvitað rangt og hið rétta er að bátur- inn er að hefja línuveiðar. Hann iandaði 7 tonnum af rækju í síðasta túr. Aðrir bátar sem lögðu upp rækju á ísafirði voru, HILMIR með 7 tonn, DRÖFN 4 tonn en hún heldur eitthvað á- fram á rækju. SVANUR13 tonn, FÍFILL 14 tonn, GÍSLIÁRNA 19 tonn, VÍKINGUR AK 16 tonn, ISLEIFUR 9 tonn, ARNAR 7 tonn, GAUKUR 8 tonn, GEIR- FUGL 6 tonn, ÓSKAR HALL- DÓRSSON 8,1 tonn, ALBERT 13,3 tonn HARPA RE 10,5 tonn og SÆBORG 4,5 tonn. Suðureyri: ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn á laugardag vegna bil- unar í spili. Eftir helgina var landað úr henni tæpum 40 tonnum. Elín liggur enn í landi á Suðureyri og er unnið að við- gerð á spilbúnaðinum. Aðrir bátar frá Suðureyri hafa ekki farið á sjó undanfarna daga. „Hér hefur verið norðan- garður og ekki hundi út sig- andi, hvað að nokkur maður láti sérdetta í hug að róa til fiskjar" sagði fremur úriliur viðmælandi blaðsins á Suðureyri. Svona líta þeir út bátarnirsem Daöi ætlar að hefja smíði á, um leið og kaupandi fæst.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.