Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Page 5
5 Fyrsta loðnan komin til Bolungarvíkur Á sunnudagskvöld barst fyrsta loðnan á þessari vertíð til Bolungarvíkur þegar Skarðs- víkin landaði þar 250 tonnum af loðnu. DAGRÚN kom inn á mánudag með rúm 55 tonn af blönduðum afla, mest þó af kola og ýsu. 15 tonn af þorski fóru í vinnslu hjá íshúsfélagi Bolungarvíkur, en 40 tonn voru sett um borð í Anne Lise. HEIÐRÚN landaði á mánudag 52 tonnum. 20 tonn af því voru Flateyri: GYLLIR er kominn heim úr slipp í Englandi. Hann lá úti a höfninni á Flateyri í tollskoðun þegar Vestfirska leitaði tíðinda frá Flateyri. JÓNÍNA for ítvo róðra með línu frá Flateyri í síðustu viku og fékk alls tæp sex tonn. Á Flateyri er 20 cm jafnfallinn snjór. sett í tvíbytnuna Anne Lise sem nú baksar með ferskan fisk á erlendan markað. Afli Heiðrún- ar var blandaður, mikið af kola og ýsu. Þeir fáu færabátar sem enn eru að í Bolungarvík hafa lítið sem ekkert fiskað að undan- förnu enda veður verið válynd. Tveir litlir bátar stunda línu- veiðar frá Bolungarvík og hafa mest fengið 2 tonn í róðri. HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR er á netum og hefur fengið lítið. Þingeyri: FRAMNESIÐ landaði 30. sept- ember 58 tonnum af þorski og ufsa. SLÉTTANESIÐ er væntanlegt til heimahafnar úr slipp f Noregi á þriðjudag í næstu viku. MÝRAFELL, MÁNI, og GUÐ- MUNDUR B. ÞORLÁKSSON róa með dragnót frá Þingeyri og fengu alls 4,9 tonn í síðustu viku. Einn handfærabátur iandaði 110 kílóum í vikunni. DÝRFIRÐINGUR og GÍSLI PÁLL róa með línu og fengu samtals 1435 kftó í síðustu viku. Bfldudalur: SÖLVI BJARNASON landaði á mánudag 25 tonnum sem voru mestmegnis þorskur. Sölvi er farinn til veeða á ný. Ekki hefur gefið sérlega vel fyir skelbáta sem leggja upp hjá Rækjuveri. Tálknafjörður: TÁLKNFIRÐINGUR kom inn á mánudag með 53 tonn af blönduðum afia. 13 tonn voru sett í gáma til sölu erlendis en það er alla jafna ekki gert mikið af því á Táiknafirði. Það mun hafa verið mest koli sem settur var í gámana. 25 tonn af aflan- um voru þorskur. Smærri bátar frá Tálknafirði hafa lítið komist á sjó. Patreksfjörður: SIGUREY landaði 28. fyrri mánaðar 101 tonni og var um það bil helmingur þorskur en hitt blandað. Hún kom síðan aftur inn á þriðjudaginn vegna veðurs og landaði þá um 20 tonnum. Skipverjarnir á Sæborgu RE notuðu tækifærið í bræiunni og unnu við að dytta að troilinu. Dálítið kuldaiegur starfi, en íslenskir sjómenn kaiia ekki allt ömmu sína í þeim efnum. UTFLUTT FRYST RÆKJA 1982-1986 2102 Stærsta ævintýrið Þróun rækjuveiða og rækjuvinnslu og markaðs- setning rækjuafurða er stærsta ævintýrið í ís- lenskum sjávarútvegi hin síðari ár. Frá 1982 til 1886 fjórfaldaðist rækjuafli landsmanna. Á sama tíma sjöfaldaðist rækjufrysting hjá fram- leiðendum Sjávarafurðadeildar. Stóraukinn útffutningur Framleiðendur Sjávarafurðadeildar og deildin sjálfhafa því tekið virkan þátt í þessu ævintýri. Kemur þetta fram á súlnaritinu hér að ofan sem sýnir útflutning okkar af frystri rækju, bæði pill- aðri og heilfrystri, á fimm ára tímabilinu frá 1982 til 1986. Við þökkum framleiðendum okkar góðan og vaxandi stuðning. Á móti leggjum við brautryðjendastarf í vöruþróun og eftirliti með vörugæðum; og sölukerfi sem teygir sig hvert þangað sem vænta má markaðs- möguleika fyrir frysta rækju. g ro Sambandshúsið f 101 Reykjavík 5 Sími 91-28200 f Telefax 91-28314 Telex 2023 sís ís ísafjörður: Lolla sýnir á neðri hæð M.í. Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning Alfhildar Olafsdótt- ur (Lollu) á neðri hæð Menntaskól- ans á Isafirði. Þar sýnir Alfhildur ol- íumálverk og ættu margar fyrir- myndirnar að koma ísfirðingum og Vestfírðingum kunnuglega fyrir sjónir. Sýningin er opin frá kl. 18 - 22 virka daga, en frá 14 - 22 um helgar. Sýningunni lýkur 11. október.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.