Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 12
MYNDARAMMAR Smellurammar Trérammar Álrammar PLAKATRAMMAR Bókaverslun Jónasar Tómassonar Sími3123 ísafirði T//M v VEGAGERÐIN Símsvarar með upplýsingum um færð: Patreksfjörður: 1348 ísafjörður: 3958 Hólmavík: 3105 tvestfirska hefur heyrt Að það sé ekki einleikið hvað sumir menn geta verið utan við sig og gleymnir. Gott dæmi um þetta er maðurinn sem á fimmtudegi keypti sér miða á árshátíð sem var haldin á laugardags- kvöld. Umræddur maður er hinsvegar svo utan gátta að hann steingleymdi að mæta á skemmtunina þegar til kom. Um þennan mann hefurverið sagt að hann láti Landsímann hringja í sig klukkan sex á aðfangadag til þess að minna sig á jólin. Hann er og eini maðurinn sem vitað er til að hafi starfs- mann í vinnu hvers megin- verkefni er að passa skjala- tösku yfirboðara síns sem hann að sjálfsögðu gleymir hvar sem hann kemur. Gallinn er bara sá að hér er aðeins um hálfa stöðu að ræða og þess vegna er taskan alltaf týnd. Að flest sem birtist í þessum dálki sé orðum aukið. Að landafræðikunnáttu ís- firskra menntaskólanema sé nokkuð ábótavant. Þetta komst upp á dögunum þegar kennari ávítaði eina af náms- meyjunum fyrir að hafa slegið slöku við heimanámið og fyrir að hafa mætt seint í skólann. Stúlkan gaf þau svör að hún hefði ekki mætt fyrr en raun bar vitni því hún hefði dvalist í útlöndum með for- eldrum sínum og ekki komið til landsins fyrr en nokkru eftir að skólastarfið hófst. „Þér var nær að vera heima og læra heldur en að vera úti á flandri" sagði þá kennarinn í hálfkæringi. Við þessi orðaskipti greip annar nemandi fram í fyrir kennaranum og sagði: „Já en hún var ekki úti á flandri, hún var úti á Spáni.“ Að um væntanlegt formanns- kjör í Alþýðubandalaginu og framboð Ólafs Ragnars Grímssonar til þess embættis hafi ónefndur hagyrðingur ort þessa spádómslegu vísu sem Gísli Hjartarson ritsjóri Vest- firðings heyrðist raula fyrir munni sér á dögunum. Úti í kulda flokkur frýs, fána sviptur rauðum. Ólafur Ragnar Grímmsson grís gekk af honum dauðum. Og nú segja menn Ólaf Ragnar „einu von Alþýðu- bandalagsins". Grunnskólinn í Hnífsdal: Fær höfðinglega gJOf — Jóakim Pálsson færir skólanum óútfyUta ávísun Otibúi Grunnskóla ísa- fjarðar í Hnífsdal barst höfð- ingleg gjöf á dögunum þegar Jóakim Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður í Hnífsdal kom að máli við kennara og kvaðst hafa heyrt að skólann gæti vantað einhver „tól og tæki“ eins og hann orðaði það. Skipaði hann forráðamönn- um skólans að kaupa það sem þeir teldu helst að vantaði fyrir skólann og mætti kostnaðurinn fara í rúm 200 þúsund. Ekki mun endanlega ákveðið hvað verður keypt til skólans fyrir atbeina Jóakims en for- ráðamenn skólans munu vera að íhuga tölvukaup af einhverju tagi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóakim Pálsson lætur höfðing- legar gjafir af hendi rakna til skólans í Hnífsdal og er þess skemmst að minnast er hann á síðasta ári færði skólanum að gjöf vandað myndbandstæki, skjá og upptökutæki. t .v V HFLGAfiíWAí^ Spáð er norðlægum áttum með éljagangi næstu daga. Því má búast við einhverri röskun á flugí til ísafjarðar. Góða ferð. Vetur konungur heílsar Vetur konungur settist að völdum á nokkuð hranalegan hátt á mánudag- inn. Sumum kom hann í opna skjöldu. Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu á Hnífsdalsvegi á mánudag, og vöru- bfll með fisk rann útaf Skutulsfjarð- arbraut. En lífið gengur áfram sinn vanagang þó veðrið yggli sig örlítið. Þessa mvnd tókum við af starfsmönnum Isafjarð- arkaupstað þar sem þeir unnu við að skipta um þekju á hluta hafnarinnar á mánudaginn. Ekki varð hjá því kom- ist eftir að vörubíll valt á hliðina þarna á dögunum eftir að þekjan hafði gefið sig undan þunga bQsins. hljómtækjasamstæður á frábæru verði POLLINN hf. POLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI 3092 ÐILALEIGA Nesvegi 5 • Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 • V/Miklatorg S 91 -25433 Afgreiðsla á ísafjarðarflugvelli S 94-4772 SENDUM ÐÍLINN Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.