Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Qupperneq 3

Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Qupperneq 3
I vestfirska ~~l FRETTABLADIS Vestfirska fréttablaðið kemur út vikulega. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími 4011 og 3223. Heimasími vegna auglýs- ingaer4057. Útgefandi: Grafíktækni h.f., ísafirði. Ritstjóri og ábyrgð- armaður: Hlynur Þór Magnússon. Prentun: Prentstofan (srún h.f., ísafirði. Verð í lausasölu kr. 70. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftir á. RITSTJORN: Tímamót Nú um páskana hafa orðið miklar breytingar á högum Vestfirska fréttablaðsins. Og ekki nóg með það: í vændum eru miklar breytingar á innihaldi þess og útliti. Árni Sigurðsson stofnaði Vestfirska fréttablaðið sem óháð viku- blað fyrir bráðum hálfum öðrum áratug, og byggði það upp og rak ásamt Guðrúnu Halldórsdóttur konu sinni. Árni var útgefandi blaðs- ins og lengst af ritstjóri þess, allt þar til á síðasta sumri, er hann fór ásamt fjölskyldu sinni til námsdvalar í Bandaríkjunum. Hann fól þá rekstur blaðsins og ritstjórn öðrum í hendur, þótt hann ætti það sjálfur áfram. Nú hefur hins vegar nýstofnað hlutafélag á ísafirði, Grafíktækni h.f., keypt Vestfirska fréttablaðið af Árna. Nýr ritstjóri er einnig kominn til starfa við blaðið. Aðaleigendur Grafíktækni h.f. eru jafnframt stærstu hluthafar í Prentstofunni ísrúnu h.f. á ísafirði, þeir Eyþór Hauksson, Hlynur Þór Magnússon, Hörður Kristjánsson og Rögnvaldur Bjarnason. Jafnframt eigendaskiptunum hefur Vestfirska fréttablaðið skipt um aðsetur. Það er flutt úr Hafnarstrætinu og búið að hreiðra um sig nýrri í skrifstofu í Aðalstræti 35, þar sem Prentstofan fsrún er til húsa. Síminn er hins vegar hinn sami, 4011, og þangað til fleiri línur fást inn má einnig notast við síma Prentstofunnar, 3223. Þetta var um breytingarnar sem þegar eru orðnar á högum Vest- firska fréttablaðsins. Nú skal geta um væntanlegar breytingar á útliti og innihaldi blaðsins. Með öðru tölublaði Vestfirska fréttablaðsins hér frá mun brot þess minnka nokkuð, úr dagblaðsbroti í tímaritsbrot, en blaðsíðurnar verða auðvitað miklu fleiri um leið. Mikil áhersla verður á það lögð að láta blaðið standa undir nafni sem vestfirskt blað en ekki bara ísfirskt, en stundum hefur nokkuð þótt skorta á það. Komið verður á föstum fréttatengslum út um allan Vestfjarðakjálkann. Jafnframt verður útkomu blaðsins flýtt um einn dag til hagræðis við dreifingu. Það mun koma út síðdegis á miðvikudögum, en ekki á fimmtudögum eins og tíðkast hefur. Þar með er miklu tryggara að blaðið komist með skilum hvert á land sem er fyrir helgi, en verði ekki innlyksa í flutningi fram í næstu viku. En það verður ekki aðeins reynt að hafa fréttirnar í Vestfirska fréttablaðinu fleiri og víðar að. Annað efni blaðsins verður fjölbreytt- ara, einmitt í takt við breytinguna á broti þess í tímaritsform. En sjón er sögu ríkari. Við biðjurn ykkur að skoða gerbreytt Vestfirska eftir tvær vikur og leggja dóm ykkar á útkomuna. Lesendur skrifa: O sú náð að eiga skipulag „ísfirðingur“ skrifar: Fyrir nokkru mátti sjá í Degi á Akureyri viðtal við skipulagsstjóra þeirra Akureyringa. Sá maður ætti ekki að vera ísfirðingum með öllu ókunnur, því að þetta er enginn annar en Finnur Birpisson, sonur Birgis Finnssonar ísfirðings og fyrrum alþingisforseta. í viðtalinu gagnrýnir Finnur ýmislegt í bygg- ingarlist og skipulagsmálum á Ak- ureyri. Þar kemur fram það álit Finns, að ef haldið verði áfram að byggja ljót hús á Akureyri, þá fari ekki hjá því að bærinn hætti að vera fallegur. Ætli þessar hugleiðingar Finns eigi ekki eitthvert erindi til annarra en Akureyringa? Hvað með skipu- lagsmál á Vestfjörðum til dæmis? Hafa menn veitt athygli þeirri stefnu (eða því stefnuleysi) sem ríkt hefur í byggingarlist á ísafirði á undanförnum árum og ára- tugum? Hvað finnst mönnum til dæmis um nýju sjúkrahúsbygging- una? Mörg dæmi mætti telja, en það verður að bíða betri tíma. Þó væri vert að geta um eitt atriði sem varðar skipulagsmál á ísafirði, og margir virðast ekki hafa leitt hug- ann að til þessa. Það er varðandi gömlu kirkjuna og hennar um- hverfi. Hafa menn hugieitt þá mynd sem kemur til með að blasa við vegfarendum sem um bæinn fara, þegar kirkjan hefur verið rifin? Gamla kirkjan okkar sem hefur í gegnum árin sett mikinn svip á svæðið norðanvert við Hafn- arstrætið ofan Sólgötu verður þar að líkindum ekki mikið lengur. Hvað blasir þá við þeim sem þar eiga leið um? Það er ljóst: Nötur- legur baksvipur húsa, nöturlegur baksvipur sem til þessa hefur verið falinn á bak við kirkjuna. Tilkynning um eigendaskipti Við undirrituð tilkynnum hér með að við höfum selt Grafíktækni hf. Aðalstræti 35, ísafirði, Vestfirska fréttablaðið. Gekk það í gildi þann 1. apríl. Frá og með þeim tíma er rekstur blaðsins á ábyrgð Grafíktækni hf. Viðskiptavinum blaðsins og lesendum þökkum við ánægjulega samfylgd undanfarin 13 ár. Nýjum útgefendum óskum við alls hins besta og vonum að Vestfirska fréttablaðið megi áfram hafa hagsmuni Vestfirðinga í öndvegi. Árni Sigurðsson og Guðrún Halldórsdóttir. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Einbýlishús/Raðhús: Mjógata 5: Stórt einbýlishús á tveimur hæðum, uppgerð að hluta. Eignarlóð. Fagraholt 5: Nýlegt einbýlishús á einni hæð, ásamt bílskúr. Seljalandsvegur 75: Stórt ein- býlishús með tveim íbúðum, ásamt bílskúr. Tangagata 6: ca 160 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum m/kjallara. Tvær íbúðir, geta selst sitt í hvoru lagi. Miðtún 39: Raðhús á tveimur hæöum ásamt bílskúr. Laust strax. Brautarholt 14:160 fm, einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Sundstræti 11: Lítið einbýlishús á tveimur hæðum. Hrannargata 4: 4x80 fm einbýlis- hús á fjórum hæðum, ásamt bílskúr. Eignarlóð. 4-6 herb. íbúðir: Solgata 8: l’búð á eftri hæð í þrí- býlishúsi. Skipti á minni íbúð möguleg. Mjallargata 6: ca 100 fm íbúð í þríbýlishúsi. Skipti möguleg á stærri eign. Sundstræti 30: Rúmgóð íbúð í þríbýlishúsi. 3ja herb. íbúðir: Stórholt 11:75 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýlishgúsi. Skipti á stærri eign möguleg. Pólgata 6: íbúð á 3. hæð, að hluta undir súð. Laus strax. Hreggnasi 3: íbúð á efri hæð i tvíbýlishúsi, að mestu uppgerð. Hlíðarvegur 16: 70 fm ibúð á e.h. í þríbýlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg. Heimabær 5: Efri hæð í fjórbýlis- húsi. Stórholt 11: ca 82 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á stærri ÓKEYPIS smá- auglýsingar PLASTBÁTUR Til sölu plastbatur, Víkingur, plastklár (nýsmtði). Verð kr. 430 þús. Upplýsingar gefur Daði í síma (94)3806 eða 3555. SV-600 Til sölu SV-600 plastbátur, nýsmíði, Mercruiser 145 hestöfl. Verð kr. 600 þús. Upplýsingar gefur Daði í síma (94)3806 eða 3555. BÍLEIGENDUR ATHUGIÐ Þeir viðskiptavinir sem eiga bíla á söluskrá hjá okkur síðan fyrir 1. janúar ’88 eru vinsamlega beðnir að endurnýja skráningu sem fyrst. Ástæðan er sú, að við viljum hafa sem réttasta og besta skrá. eign möguleg. Hrannargata 9: 100 fm tbúð í sérbýli. Skipti ástærri eign mögu- leg. Smiðjugata 9: 85 fm íbúð á n.h. i tvibýlishúsi. 50% af kjallara og lóö. 2ja herb. ibúðir: Tangagata 8a: ca 50 fm íbúð á n.h., ásamt Vz kjallara. Sundstræti 29: 2 íbúðir á n.h. í tvíbýlishúsi. Sundstræti 24: ca 60 fm íbúð í þríbýlishúsi. Engjavegur 33: íbúð á n.h. í tví- býlishúsi. SUMARHÚS Birkihlíð í Tunguskógi: Stórt sumarhús á tveimur hæðum, mik- ið endurnýjað. BlLSKÚR: Túngata 22: Bilskúr, að mestu kláraður. BOLUNGARVÍK: Þjóðólfsvegur 14: íbúð í fjölbýl- ishúsi. Laus fljótlega. Þjóðólfsvegur 16: íbúð í fjölbýl- ishúsi. Stigahlfð 2: (búð í fjölbýlishúsi. 3ja herb. íbúðir. Skólastígur 13: Sérbýli ríbýlis- húsi. Vitastígur 8:90 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Allt sér. 4-6 herb. íbúðir. Hafnargata 46:130 fm efri hæð, ásamt sameign. Vitastígur 15: ca 70 fm íbúð í fjöl- býlishúsi. Laus fljótlega. Einbýlishús/raðhús. Traðarland 8: 150 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Hjallastræti 37: ca 100 fm einbýl- ishús, ásamt bílskúr. Heiðarbrún 8: 128 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Hjallastræti 18:120 fm einbýlis- hús, ásamt bílskúr. Sólstofa í byggingu. Kirkjuvegur 2: ca 200 fm einbýl- ishús, ásamt bílskúr. Skólastígur 24:130 fm parhús á tveimur hæðum. Traðarland 24: 203 fm einbýlis- hús með kjallara. Ljósaland 9: 140 fm timburhús, ásamt bílskúr, > Tryggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði, sími 3940.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.