Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1988, Qupperneq 4
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
Svæðisstjórn málefna fatlaðra Vestfjörðum
óskar eftir skrif stofuhúsnæði á ísaf irði und-
ir starfsemi sína frá n.k. áramótum. Æski-
leg stærð u.þ.b. 100 fermetrar.
Hentugt íbúðarhúsnæði kemur einnig til
greina.
Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmda-
stjóra Svæðisstjórnar í síma 94-3224.
Málverkasýning
Föstudaginn 2. desember opnar Ásgerður
Kristjánsdóttir frá ísafirði málverkasýningu á
Hótel ísafirði. Þetta er önnur einkasýning
hennar.
Ásgerður verður við á föstudögum og laugar-
dögum milli kl. 2 og 4.
Á sýningunni verða eingöngu olíumálverk.
Allir velkomnir.
FUNDARBOÐ
Almennur félagsfundur verður haldinn í fundar-
sal slökkviliðs ísafjarðar fimmtudaginn 1. des-
ember kl. 20:30. (Slökkvistöðinni).
Dagskrá:
1. Uppsátur fyrir sportbáta.
2. Flotbryggjumál - hafnaraðstaða -
tryggingamál.
3. Undirbúningur aðalfundar.
4. Önnur mál.
MÆTUM ÖLL
Stjórnin.
TIL SÖLU
af sérstökum ástæöum gullfallegt
eintak af Hondu Prelude árg. 1983,
ekinn aðeins 77 þús. km.
Nánari upplýsingar í síma
4554 eða 3223.
Aðalfundur
H.F. DJÚPBÁTSINS
fyrir árið 1987
verður haldinn að Hótel ísafirði
föstudaginn 9. desember
kl. 17:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
vestfirska
TTABLADID
Þrautgóðir
á raunastund
-árin 1972-74
Út er komið hjá Erni og Örlygi
19. og næstsíðasta bindi björgun-
ar- og sjóslysasögu íslands, Praut-
góðir á raunastund, í samantekt
Steinars J. Lúðvíkssonar. Þetta
bindi fjallar um árin 1972-74. Á
þeim árum gerðust margir stórvið-
burðir, og má þar m.a. nefna er
togarinn Hamranes sökk út af
Jökli sumarið 1972, en mikil réttar-
höld fylgdu í kjölfar þess atburðar.
Hörmuleg sjóslys urðu í skaða-
veðrum í febrúar 1973, en þá fór-
ust vélbátarnir María og Sjöstjarn-
an með allri áhöfn. Leitin að Sjö-
stjörnunni stóð tíu daga og mun
vera umfangsmesta leit á sjó við
ísland. Þá segir frá strandi breska
togarans Port Vale við Lagarfljóts-
ósa, og fjölmargar aðrar frásagnir
eru í bókinni.
Þetta er næstsíðasta bindið í
bókaflokknum, a.m.k. í bili. Verið
er að vinna að nafnaskrá ritsafns-
ins og kemur sú bók út á næsta ári
sem tuttugasta bindið.
Bolungarvík:
Myndbönd
á bókasafni
Nýlega barst Bókasafni Bolung-
arvíkur vegleg gjöf frá Lionsklúbbi
Bolungarvíkur, eins og getið var
um í síðasta blaði. Gjöf þessi, sem
er tíu myndbandsspólur af ýmsu
tagi, kemur sér afar vel fyrir
safnið.
Á myndböndum má nú fá ýmsan
fróðleik, og af þeim toga eru
myndbönd þau sem Lionsklúbbur-
inn gaf. Má þar nefna efni eins og
Myndhverf orðtök í umsjá Helga
J. Halldórssonar, Aldaslóð Björns
Th. Björnssonar, Jarðfræði eftir
Ara Trausta Guðmundsson og
Halldór Kjartansson, Veður eftir
Markús Á. Einarsson, og Portraits
of Iceland eftir Ómar Ragnarsson.
Stjórn bókasafnsins þakkar
Lionsmönnum kærkomnar gjafir,
og hvetur bæjarbúa til að notfæra
sér útlán á myndböndunum. Bóka-
safnið er opið virka daga á eftirfar-
andi tímum: Mánudaga kl. 17-19.
þriðjudaga kl. 20-22, miðvikudaga
kl. 16-19, og fimmtudaga og föstu-
daga kl. 17-19.
(Frá stjórn Bókasafns
Botungarvíkur.)
Ný fróðleiksnáma eftir Ásgeir Jakobsson:
Siglingasaga
Fyrsti formaður Sjómannadagsráðs var isfirðingur að
uppruna og lauk pungaprófi hér fyrir vestan
(hvað er annars pungapróf?)
Út er komin bókin Siglingasaga
Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir
Jakobsson rithöfund. Þetta rit er
gefið út í tilefni af 50 ára afmæli
Sjómannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði, en sjómannafélögin í
þessum bæjum stóðu saman að
hinum fyrsta Sjómannadegi 6.
júní árið 1938. Alla tíð síðan hafa
félögin þar haft með sér samtök,
sem heita einfaldlega Sjómanna-
dagurinn í Reykjavík og Hafnar-
firði og lúta stjórn Sjómannadags-
ráðs. Reyndar var Sjómannadag-
urinn einnig haldinn hátíðlegur á
einum stað á Vestfjörðum þennan
sama dag árið 1938, þ.e. á ísafirði,
og var þess minnst hér í sumar.
Síðan bættust önnur pláss á land-
inu í hópinn á næstu árum á eftir.
Fyrsti formaður Sjómannadags-
ráðs var Henry Hálfdansson, og
gegndi hann formennskunni allt til
ársins 1961. Þess má geta, að
Henry var ísfirðingur, fæddur á
ísafirði árið 1904 og alinn hér upp;
foreldrar hans voru Þórkatla Þor-
kelsdóttir og Hálfdan Ágúst
Brynjólfsson sjómaður. Henry hóf
sjómennsku um fermingu á bátum
hér fyrir vestan, og tók fiski-
mannapróf á ísafirði 1921, punga-
prófið svokallaða. Sú nafngift var
dregin af litlum jögtum Ásgeirs-
verslunar, stuttum og breiðum,
sem kallaðar voru „pungar" eða
„Árnapungar“ í höfuðið á faktorn-
um. Réttindin dugðu fyrir þessi
skip, eða 30 tonn, og því fyrir
mestan hluta bátaflotans á þessum
tíma.
Einar Thoroddsen var síðan
formaður Sjómannadagsráðs í eitt
ár (1961-62), en þá tekur við for-
mannstími Péturs sjómanns Sig-
urðssonar, sem enn stendur.
Bókin Siglingasaga Sjómanna-
dagsráðs er mikil að vöxtum, um
500 blaðsíður, og prýdd geysi-
legum fjölda mynda af sjómönnum
og skipum. Henni er skipt í fimm
hluta. Fyrsti hluti er um aðdrag-
andann og fyrsta Sjómannadag-
inn, annar hluti segir frá árunum
1939-61, og þriðji hlutinn nær yfir
tímabilið 1962-76. Fjórði hlutinn
hefst þegar Hrafnista í Hafnarfirði
er vígð 1977, og þar er yfirlit um
öll fyrirtæki Sjómannadagsráðs
sem nú eru í gangi: Hrafnistu í
Reykjavík, Hrafnistu í Hafnar-
firði, orlofshúsahverfi að Hraun-
koti í Grímsnesi, Laugarásbíó,
Happdrætti DAS og Sjómanna-
dagshaldið sjálft. í fimmta hluta
bókarinnar eru síðan skrár um þá
sem unnið hafa til verðlauna í
keppni á Sjómannadaginn í
Reykjavík og Hafnarfirði; um alla
þá sem heiðraðir hafa verið í pláss-
unum tveimur; um þá sem hlotið
hafa afreksverðlaun dagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði; og loks
er fulltrúatal Sjómannadagsráðs í
hálfa öld.
Inn í þessa frásögn alla er bland-
að sjávarútvegssögu tímabilsins,
einkum að því leyti sem breytingar
í sókn og úthaldi skipa hafa haft
áhrif á sögu Sjómannadagsins og
sjómannslífsins. Óhætt er að
segja, að bók þessi er hin mesta
fróðleiksnáma, og lipurlega og
skemmtilega skrifuð eins og von er
frá hendi Ásgeirs Jakobssonar.
Víða skýtur hann inn „athuga-
semdum og útleggingum ófræði-
mannslegum af sinni náttúru“, eins
og hann orðar það sjálfur.
Þetta er fimmtánda frumsamda
bók Ásgeirs Jakobssonar, sem út
kemur á rúmum tuttugu árum.
Langflestar þeirra fjalla um sjó, út-
gerð eða sjósókn með einum eða
öðrum hætti. Þar á meðal eru ævi-
sögur Einars Guðfinnssonar,
Tryggva Ófeigssonar og Einars
Þorgilssonar útgerðarmanns í
Hafnarfirði.
HÞM