Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1988, Qupperneq 6
6
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ!
Til að hægt sé að gera auglýsingum góð skil
á síðum Vestfirska fréttablaðsins fyrir jólin,
þá er æskilegt að auglýsingahandrit berist
tímanlega.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 7. des-
ember.
Jólablað 1 kemur út miðvikudaginn 14. des-
ember og jólablað 2 miðvikudaginn 21. des-
ember.
Síðasta blað ársins kemur svo út fimmtudag-
inn 29. desember.
Ívestfirska I
Jólakveðjur í
jólablaði Vestfirska
Þeim sem vilja senda Vestfirðingum
jólakveðjur er bent á að hafa samband við
skrifstofu blaðsins í síma 4011.
Blað Vestfirðinga um land allt.
Frá Vestfirska
fr&ttaJbladirru.
Að grefnu tilefni viljum við taka
fram, að reikningar sem Ólafur
Geirsson hefur verið að senda út
að undanförnu í nafni 'Vestfirska
fréttablaðsins eru rekstri blaðsins
í dag með öllu óviðkomandi.
f vestfirska ~l
FRETTABLAÐID
Grafíktækni hf.
Aðalfundur
Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu 2. hæð
mánudaginn 5. desember kl. 21.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
/ \ ^Ijl<lþBR0SUM/ ||UMFEROAfl Æ' jj OCJ W (J§J,J\ alltgengurbetur ^ S /
NÝTT SÍMANÚMER 688888
l l/cJ'Aöfam' 6rfbn*t/s&fns/>ý' iMfUiaA/.
\ GEYSIR Car rental
I SUÐURLANDS8RAUT16 (VBgmútamegin), REYKJAVfK. SÍMI 91-688888.
ÞÚ TEKUR VIÐ BÍLNUM Á FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG
SKILUR HANN EFTIR Á SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ.
■ö:
vestfirska
TTABLADID
SÚÐAVÍK
BESSI landaði síðastliðinn mán-
udag 55 tonnum. HAFRÚN sem
er á rækju í ísafjarðardjúpi var
með um 1.700 kg. eftir
fimmtudag og föstudag. HAF-
FARI var væntanlegur að landi í
gær með um 12 til 13 tonn af
úthafsrækju.
ÍSAFJÖRÐUR
GUÐBJARTUR landaði í gær
um 60 tonnum af karfa. Af þess-
um afla var sett í fjóra gáma á
Þýskalandsmarkað. Guðbjartur
er nú búinn að fara þrjá karfatúra.
Ekki var ákveðið í gær hvort
hann yrði enn sendur á karfa í
næsta túr, en hann á töluvert eftir
af karfakvótanum. Sæmilegasta
verð er fyrir karfa á Þýskalands-
markaði.
Línubátar hafa verið með mis-
jafnan afla, allt frá fimm tonnum
upp í tíu tonn, en meðaltalið er
þó um 7 til 8 tonn f róðri. Ein-
dæma veðurblíða hefur verið á
miðunum undanfarið og bátar
komist á sjó upp á hvern dag.
JÚLÍUS landaði í gær um 100
tonnum, mest þorski, en um 12
tonn af kola. Sett var í þrjá gáma
af afla Júlíusar f þetta skiptið.
GUÐBJÖRG er á karfa fyrir
sunnan land.
PÁLL PÁLSSON landaði á
mánudag um 45 tonnum af
þorski og fór allur aflinntil vinnslu
hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal.
Hjá Bakka hf. í Hnífsdal hafa
rækjubátar sem eru á úthafs-
rækju verið að landa þetta um
þremur tonnum á dag. Þar eru
menn nú að klára að vinna þau
110 tonn af frosinni norskri rækju
sem fyrirtækið keypti til vinnslu.
ÞINGEYRI
SLÉTTANES landaði rúmum 25
tonnum á laugardaginn, en þá
kom það inn vegna bilunar sem
reyndist þó ekki alvarleg. DÝR-
FIRÐINGUR landaði 1.840 kíló-
um og TJALDANES 1.520 kíló-
um þann 24. þessa mánaðar.
FRAMNES selur f dag í Hull.
BÍLDUDALUR
SÖLVI BJARNASON er á veið-
um, en er væntanlegur á föstu-
dag. Góð rækjuveiði er í Arnar-
firði og rækjan stór og falleg.
Nú er unnin fjörtíu stunda vinnu-
vika í frystihúsinu og vonast er til
að hægt verði að halda uppi at-
vinnu til jóla, en heldur er farið að
saxast á kvótann hjá togaranum.
TÁLKNAFJÖRÐUR
TÁLKNFIRÐINGUR landaði f
gær um 100 tonnum.
Línubátar hafa verið með þetta
um sex til sjö tonn í róðri. Gefið
hefur upp á hvern dag og er aflinn
þvf nokkuð drjúgur þegar upp er
staðið eftir vikuna. Fiskurinn í
afla bátanna er góður.
Þrátt fyrir allan barlóminn, þá er
nokkuð gott hljóð í Tálknfirðing-
um. Telja sumir þar á bæ að á-
standið f landsmálunum sé full
svart málað á vegginn, og slíkt
geri bara illt verra, ekki sfst fyrir
landsbyggðina. Sveiflur í at-
vinnulífi fslendinga eru ekkert
nýmæli, en vandamálið nú telja
menn fyrst og fremst því að
kenna að fólk hefur ekki kunnað
sér hóf. Kaupæði og utanlands-
ferðir sem aldrei fyrr, og þvf fer
sem fer.
PATREKSFJÖRÐUR
SIGUREY selur í dag um 160
tonn í Bretlandi. ÞRYMUR hefur
verið á skrapi, en lítið að hafa.
Afli línubáta á Patreksfirði hefur
verið á svipuðu róli og annars-
staðar á Vestfjörðum. Góðar
gæftir og vænn fiskur. Ef eitthvað
er, þá telja menn fiskinn í afla
bátanna stærri og betri nú en oft
áður á þessum árstíma.
SUÐUREYRI
ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR
kom með um 100 tonn á mánu-
dagskvöld. Aflinn var að mestu
þorskur. INGIMAR MAGNÚS-
SON hefur fiskað ágætlega og er
kominn með rúmlega 50 tonn í
þessum mánuði. BJARNVEIG
hefur einnig fiskað vel, eða 4-5
tonn í róðri. Ekkert hefur gefið á
sjó fyrir SÓLEY.
BOLUNGARVÍK
Á mánudag og þriðjudag lönd-
uðu togararnir DAGRUN og
HEIÐRUN afla sínum í Bolung-
arvík. Dagrún vár með 80 tonn
rúm og setti í tvo gáma, en Heiðr-
ún 40 tonn og setti líka í tvo
gáma.
Fjórir loðnubátar lönduðu á
sunnudag og mánudag. VÍKUR-
BERG var með um 570 tonn, ÍS-
LEIFUR landaði um 690 tonnum,
ÖRN var með 760 tonn og
GULLBERG með um 600 tonn.
Lfnuafli hefur verið þetta upp
undir fimm tonn. Frekar treg
rækjuveiði hefur verið hjá þeim
bátum sem veiða á ísafjarðar-
djúpi, eða svona sex til átta
hundruð kílóa meðalafli á bát yfir
daginn og rækjan frekar smá.
FLOSI er að byrja á línuveiðum
og fer trúlega í sinn fyrsta róður
á morgun.
SÓLRÚN sem er á úthafsrækju
landaði um 28 tonnum á laugar-
dag. Af þeim afla fóru 18 til 19
tonn til vinnslu í landi, en annað
var stórrækja á Japansmarkað.
(gær var skipað út um 500 tonn-
um af mjöli frá Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni í Bolungar-
vík.
FLATEYRI
GYLLIR landaði í gær um 75
tonnum af ufsa og karfa, en
togarinn mun hafa haldið sig í
Víkurálnum.
Afli línubáta var þokkalegur í gær
og í fyrradag, um 8 til 9 tonn á
bát. ( síðustu viku var afli heldur
minni hjá línubátunum eftir góða
viku þar áður.
Sölustopp
á rjúpu?
Happdrættisalmanak
Þroskahjálpar fyrir
1989 komið út
Sölufólk gengur í hús á næstunni
Út er komið listaverkaalmanak
Landssamtakanna Þroskahjálpar
fyrir árið 1989. Almanakið er unn-
ið í samvinnu við félaga í íslenskri
grafík, eins og þrjú undanfarin ár,
og prýða það þrettán grafíkmyndir
eftir íslenska listamenn, ein fyrir
hvern mánuð, auk forsíðumyndar.
Almanakið er jafnframt happ-
drættismiði sem er í gildi allt árið,
og eru vinningar dregnir út mánað-
arlega. í vinning að þessu sinni eru
þrír bílar af gerðinni Toyota Cor-
olla og níu Sony sjónvarpstæki.
Sl. þrjú ár hefur upplagið nær
selst upp og væntanlega verður svo
einnig nú. Því eru litlar líkur á að
vinningar komi á óseld almanök,
Tólf ár að baki
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa nú starfað í tólf ár, en þau
voru stofnuð í því skyni að sam-
eina í eina heild þau félög sem
vinna að málefnum fatlaðra, sem
ekki geta barist fyrir hagsmunum
sínum sjálfir. Samtökin eru í senn
baráttuaðili fyrir rétti fatlaðra og
samstarfsaðili við ríkisvaldið um
málefni þeirra.
Einnig sinnir Þroskahjálp
fræðslu- og útgáfustarfi og stendur
fyrir hópstarfi þroskaheftra. Þá
reka samtökin gistiheimili í Kópa-
vogi fyrir foreldra utan af landi,
sem þurfa að sækja til höfuðborg-
arinnar með fötluð börn sín til at-
hugunar og meðhöndlunar.
Almanakshappdrættið er helsta
fjáröflunarleið Þroskahjálpar.
Sölufólk mun ganga í hús um land
allt næstu vikurnar.
Róbert Schmidt, Suðureyri.
Rjúpnaveiðin hefur verið ansi
misjöfn undanfarnar vikur. Aðra
vikuna er snjór til fjalla, en hina
er snjólaust með öllu. Þetta er
hvimleitt fyrir rjúpnaveiðimenn,
enda ber veiðin merki þess.
Hér á Suðureyri er ákveðinn
kjarni rjúpnaskyttna, sem
skreppa annað slagið upp til
fjalla, en aflinn hefur dinglað í
fimm til tíu í ferð. Þrjátíu rjúpur
veiddust þó einn daginn, og
nokkrum sinnum hafa menn
komist í fimmtán til tuttugu í
ferð. Tveir menn fóru héðan inn
í ísafjarðardjúp og veiddu sextíu
rjúpur á tveimur dögum, sem er
ágætisveiði.
Margir eru komnir með á ann-
að hundrað rjúpur, og eru því
dálítið að spá í verðið sem fæst
fyrir þær. í Miklagarði og Hag-
kaupum í Reykjavík fengust þær
upplýsingar, að þar væri rjúpan
keypt á kr. 270 stykkið staðgreitt.
Þetta þykir rjúpnaskyttum held-
ur í lægri kantinum, því að 300
krónur fengust fyrir stykkið í
fyrra. Þess vegna er við því að
búast að rjúpnaskyttur um land
allt taki sig saman um að selja
ekki fyrr en um miðjan desem-
ber. í rjúpnaleysinu verður við-
skiptavinurinn þá farinn að leita
á önnur mið en í búðirnar.