Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Page 8
Málfríður Halldórsdóttir Frá jólafagnaðí aldraðra á Isafirði 1988 Margir góðir gestir — 160 manns í veislunni! Félagsstarf aldraðra á ísafirði hélt sinn árlega jólafagnað síðasta laugardag, þann 10. desember, og hófst hann kl. 15:30. „L/f/u jól“ í Gúttó Við það tækifæri rifjaðist upp fyrir mér, er ég fyrir mörgum árum átti mín fyrstu „litlu jól“ með eldri borgurum, sem ég var þá farin að starfa fyrir, eða réttara sagt með. Ég hafði samband við Kvenfélag kirkjunnar og sóknarprest, og var þá ákveðinn jólafagnaður í „Gúttó“. Tókst sú skemmtun mjög vel og man ég að Jón Magnússon stýrði samkomunni af miklu ör- yggi. Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda fór með þulu, Unnur Gísladóttir las sögu, sóknarprestur sýndi myndir af kirkjum landsins, karlakórinn söng, og einnig var mikið um almennan söng. Góðar veitingar voru, þar sem starfsmað- ur Félagsstarfs aldraðra og Kven- félag kirkjunnar sáu um að nóg væri til. Ánægjuleg samvinna margra Mjög ánægjulegt er til þess að hugsa, að þessi ágæta samvinna skuli hafa haldist öll þessi ár, og sýndi það best sá jólafagnaður sem nú er nýafstaðinn. En til þess að svo geti verið áfram, þarf góðan vilja til samstarfs og tillitssemi við þá sem að málum standa. A hverju hausti er haldinn fund- ur með Félagsstarfinu og félögum þeim í bænum, sem hafa verið með skemmtanir fyrir aldraða, og er það gert til þess að koma í veg fyrir að samkomur og skemmtanir rek- ist á. I samráði við þá sem mættu var að þessu sinni ákveðið að hafa jólafagnaðinn 10. desember, og var það gefið út í dagskrá. Engin athugasemd var gerð við þessa á- kvörðun, fyrr en annar aðili í bæn- um ákvað seinna að hafa uppá- komu þann 10. desember. Of seint var að breyta ákvörðun Félags- starfsins, þar sem fleiri aðilar áttu hlut að máli, og mikinn undirbún- ing var búið að leggja í að allt færi sem best fram. Um tíma leit út fyr- ir að Sunnukórinn gæti ekki mætt með söng sinn, en með góðum vilja stjórnanda kórsins tókst að standa áætlun, og skulu Beötu Joó færðar sérstakar þakkir fyrir. Hátíðarsvipur á salnum og fólk- inu En nú skal sagt frá jólagleðinni sjálfri. Eftir að allt húsið hafði ver- ið skreytt, var samkomusalurinn í Hlíf orðinn mjög jólalegur. Stórt jólatré ljómaði með sínum mörgu ljósum, alls konar jóla- og greni- skreytingar settu sinn svip á salinn, sem var þéttsetinn er hátíðin byrj- aði. Allir virtust í hátíðarskapi, enda er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir þessari aðalhátíð Félags- starfsins á hverju ári. Séra Jakob Hjálmarsson flutti hugvekju og bæn, sungnir voru jólasálmar við undirleik Hólmfríðar Magnúsdótt- ur, sem er einn af íbúum Hlífar. Þar á eftir voru veitingar; súkku- laði og rjómi samkvæmt gamalli venju. Meðlæti var fjölbreytt, en um það sáu í sameiningu Kvenfé- lag kirkjunnar og starfsmenn Fé- lagsstarfsins. Hinn árlegi happdrættisvinning- ur var eins og venjulega matarkarf- an vinsæla, og einnig var annar vinningur, farmiði ísafjörður- Reykjavík- ísafjörður, sem var gjöf frá Flugleiðum á ísafjarðar- flugvelli. Síðan komu jólasveinar með pakka sína, og fengu þeir góð- ar móttökur. Tónlist, upplestur, kórsöngur Að því loknu voru mætt börn úr Tónlistarskóla ísafjarðar ásamt Sigríði skólastjóra og Jónasi Tóm- assyni. Flutt var fjölbreytt tónlist og var þeim þakkað með lófataki og öllum boðnar veitingar. Ingibjörg Guðmundsdóttir las upp fallega jólasögu, og fórst henni vel upplesturinn, eins og hennar var von og vísa. Sunnukór- inn söng nokkur falleg lög; einnig hluti af barnakór Tónlistarskólans, og stjórnaði Beata af miklum skörungsskap, en systir hennar, Agota Joó, spilaði undir. Kórun- um var vel fagnað og beðið um meiri söng, og allir sungu saman Heims um ból. Síðan voru kórfólki boðnar veitingar, og var ánægju- legt að sjá hve allir virtust kunna vel við sig þarna, jafnt ungir sem aldnir. Góður vilji og hlýhugur Jólafagnaðurinn tókst mjög vel og fóru allir ánægðir heim. Hin góða samvinna, sem verið hafði við undirbúninginn, var ekki síðri við allan frágang, sem var ekki lítill eftir um 160 manna veislu. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka alla þá góðu samvinnu og aðstoð við þessa ánægjulegu hátíð okkar, því að á góðum vilja og hlýhug byggist öll vinna í þágu þeirra sem hennar þurfa með. Veit ég af eigin reynslu, að aldraðir kunna að meta það sem þeim er vel gert. Ég óska öllum í Félagsstarfinu og öðrum íbúum bæjarins gleði- legra jóla og góðs komandi árs, með þökk fyrir liðið ár. Félagar, hittumst heil á næsta starfsári. F.h. Félagsstarfs aldraðra, Málfríður Halldórsdóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir íbúi á Hlíf lék undir á orgel þegar sungnir voru jólasálmar að lokinni hugvekju sr. Jakobs Hjálmarssonar. Á myndinni er einnig Bjarney Ólafsdóttir, formaður Kvenféiags kirkjunnar. Frá jólafagnaðinum á laugardag: Þrír jólasveinar komnir í heimsókn. Þeir voru að sjálfsögðu aldursforsetarnir í samkvæminu. Málfríður Halldórsdóttir hefur ekki bara unnið að félagsstarfi aldraðra. í jólablaði Skutuls fyrir hartnær aldarfjórðungi (1964) er sagt frá nýaf- stöðnu föndurnámskeiði Æskulýðsráðs og birtar margar myndir. Þá var Malla einmitt einn afkennurunum á námskeiðinu. Með þessari mynd úr Skutli er eftirfarandi texti: Fjórar stúlkur með jólapokana sína. Talið frá vinstri: Ólöf Jónsdóttir, Sigrún Skúladóttir, Sigurveig Gunnarsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir. Frá jólafagnaði aldraðra á ísafirði árið 1981. Á myndinni er jólasveinn (af Kiwaniskyni), fyrir aftan sitja Guðmundur E. Guðmundsson (sem nú er látinn) og Liija Halldórsdóttir, en fremst til hægri er Jón Magnússon, sem stjórnaði samkomunni. Barnakór Tónlistarskóla ísafjarðar að syngja á Hlífá laugardaginn, við undirleik og undir stjórn systranna Agotu og Beötu Joó. Við jóiatréð á Hlíf: Gerður Pétursdóttir, umsjónarmaður Félagsstarfs aldraðra, og Málfríður Halldórsdóttir, forstöðumaður þess.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.