Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 9

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Qupperneq 9
t5 vestfirska TTABLADID 9 Benedikt Eggertsson framkvæmdastjóri íslax h.f. með tvo væna laxa. Hilmar Pálsson fylgist ánægður með (Hilmar er kennari í Reykjanesi og einn afþeim sem standa að fiskeldisstöðinni Hveravík h.f. í Reykjanesi, sem getið var um í síðasta blaði; auk þess er hann bróðir Þorleifs Pálssonar sem flutti laxinn til ísafjarðar). Kirkjulíf ísafjarðarkapella: Litlu jól kirkjuskólans sunnudag 18. des. kl. 14. Suðureyri: Aðalsafnaðarfundur í Félagsheimilinu sunnudag 18. des. kl. 14. íslax h.f. á Nauteyri: Ný fiskeldisstöð í Reykjanesi Rætt við Benedikt Eggertsson framkvæmdastjóra Nokkur ár eru liðin síðan íslax h.f. hóf framkvæmdir við laxeldis- stöð á Nauteyri við ísafjörð. Nú eru þar í kerjum um 140-150 þús- und seiði, sem eru eins og hálfs til tveggja ára gömul og 100-300 grömm á þyngd. Ætlunin er að ala þau áfram í matfiskstærð, en pláss- leysi í kerjunum á Nauteyri er nú að verða tilfinnanlegt, að sögn Benedikts Eggertssonar fram- kvæmdastjóra íslax h.f. Nú er fyrirtækið að koma sér upp annarri stöð í Reykjanesi handan fjarðar- ins, eins og lítillega var vikið að í síðasta blaði, og ætlunin er að þar verði mikið af þessum seiðum alið áfram. Auk framangreindra seiða eru í stöðinni hátt í 300 þúsund smáseiði. „Framkvæmdirnar í Reykjanesi byrjuðu í september-október, og verkinu hefur miðað furðanlega vel miðað við árstíma", sagði Benedikt Eggertsson í samtali við Vestfirska fréttablaðið. „í vetur er ætlunin að koma þar upp fjórum kerjum, sem hvert um sig verður 1000 rúmmetrar að stærð, og von- andi getum við komið því fyrsta í gagnið upp úr áramótum. Síðan bætast við sex minni ker, og má búast við að þetta verk standi alveg fram á næsta haust. Seinna verður svo hægt að bæta við fleiri kerjum, ef þörf krefur.“ Benedikt sagði, að stöðin í Reykjanesi væri einungis ætluð til frameldis, og mundi hún taka við seiðum frá stöðinni á Nauteyri. „Seiðin sem við erum nú með á Nauteyri verða alin í kerjum fram á vor, bæði þar og í Reykjanesi, en þá fer stór hluti af þeim í sjókvíar við Nauteyri. Þar verða þau fram að slátrun næsta haust. Nokkur hluti fisksins verður hins vegar al- inn í kerjum allt sumarið og fram á vetur. Síðan verður slátrað smátt og smátt upp úr þeim allan vetur- inn og fram á vor, þótt meginslátr- unin verði úr sjókvíum á haustin. “ Einnig sagði Benedikt, að íslax myndi hafa möguleika á því að selja stór seiði á vorin, 700-800 gramma, til sumareldis í sjókvíum og slátrunar að hausti. Helstu hluthafar í íslaxi h.f. eru Engilbert Ingvarsson, sem er stjórnarformaður, Benedikt Egg- ertsson framkvæmdastjóri, Hrað- frystihúsið Norðurtangi h.f. á ísa- firði, Hjálmur h.f. á Flateyri, og Einar Guðfinnsson h.f. í Bolung- arvík. í síðasta blaði sögðum við frá laxaslátrun inni í Djúpi á undan- förnum vikum, bæði hjá íslaxi og eldisstöðinni Blælaxi í Nauteyrar- hreppi. Laxinn hefur verið fluttur til Isafjarðar, þar sem hann hefur verið slægður hjá Norðurtangan- um, en síðan hefur ísfang séð um að flytja hann ferskan flugleiðis á erlenda markaði. Myndirnar sem hér fylgja eru frá slátruninni og út- skipuninni á laxinum inni í Djúpi, en Þorleifur Pálsson á ísafirði hef- ur flutt laxinn til ísafjarðar á báti sínum. Guðsþjónustur um hátíðarnar Patreksfjarðarprestakall Patreksfjarðarkirkja A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14. Annar jóladagur: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 11. Gamlárskvöld: Ajtansöngur kl. 18. Stóra-Laugardalssókn A ðfangadagskvöld: Ajtansöngur í kirkjunni kl. 22. Annar jóladagur: Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Gamlársdagur: Barnasamkoma í skólanum kl. 11. Bolungarvíkur- prestakall Hólskirkja A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar jóladagur: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sjúkrahúsið í Bolungarvík Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 16. Suðureyrarprestakall Suðureyrarkirkja A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14. Annar jóladagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gamlársdagur: Áftansöngur kl. 18 (ef ekki verður aft- ansöngur í Staðarkirkju). Nýársdagur: Fjölskyldumessa kl. 11. Staðarkirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18 (efveður leyfir kynd- lagöngu frá Suðureyri). Badudalsprestakall Bíldudalskirkja A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14. Isafjarðarprestakall Isafjarðarkapella A ðfangadagskvöld: Náttsöngur kl. 23:30. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 (skírn). Gamlárskvöld: Hátíðarmessa kl. 18 (altarisganga). Súðavíkurkirkja A ðfangadagskvöld: Náttsöngur kl. 21:30. Hnífsdalskapella A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 17 (altarisganga). Þingeyrarprestakall Þingeyrarkirkja A ðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18. Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 11. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18. Hrafnseyri Annar jóladagur: Guðsþjónusta kl. 11. Mýrakirkja Annar jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sæbólskirkja Annar jóladagur: Guðsþjónusta kl. 16. Reykhólaprestakall Reykhólakirkja Jóladagur: Messa kl. 14. Garpsdalskirkja Annar jóladagur: Messa kl. 14. Gufudalskirkja Jóladagur: Messa kl. 17. Holtsprestakall Flateyrarkirkja Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14. Holtskirkja Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 16. Axel Eiríksson ursmiöur Oríent úr — Falleg og vönduð Úrval af fallegum hágæðavörum frá Orient. Úr er góð gjöf. Einnig, Casio hljómborð. Úrsmíðavinnustofa AxelS EÍríkSSOnar Aðalstræti 22, síml 3023.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.