Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Qupperneq 7

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Qupperneq 7
vestfirska I KiM/víf, <')!'■ 7 Fjölskyldan í Pálshúsi í Hnífsdal. Sitjandi: Páll Pálsson ásamt dótturinni Helgu. Bræðurnir í aftari röð, taldir frá vinstri: Leifur, Páll, Jóakim, Kristján (látinn), og Halldór. Myndin er tekin skömmu fyrir 1940. Fyrri kona Páls og móðir þeirra systkina lést árið 1923. Síðari kona Páls, Kristín Jónsdóttir, lést 1936. Þeim varð ekki barna auðið. sjómannsstarfsins, sé bara yfir- varp. Starfið með löngum fjarver- um hafi gert menn lítt færa til að hafa samneyti við annað fólk en kallana í áhöfninni, og næsti túr sé alltaf ákveðinn flótti frá samfélagi sem menn fúngeri illa í. Hvað um þessa skoðun? „Ég heyrði svolítið úr Múkkan- um í útvarpinu, en hvað varðar sjómannslífið, þá er það ekkert til að dásama. Þctta var erfitt líf sem fylgdi kuldi og vosbúð. Allt unnið úti undir pusandi ágjöf. En ég man eftir því að það voru eldri menn um borð sem gátu ekki hugsað sér að fara í land eða vinna í landi. Vinnan um borð var þeirra líf. Og það var svo rammt fyrir stríð, að þessir menn komu naumast í land. Þegar skipin voru á saltfiskinum, þá var komið inn á morgnana og allt rifið í land og farið út um kvöldið. Það var ekkert stoppað, nema til að landa og taka kol og kost. Og þetta voru kvæntir menn, þessir gömlu, þó vildu þeir alltaf vera úti á sjó. Þeir voru svo miklir puðarar, að þá lá bara illa á þeim ef það var ekki rifið, vildu helst að trollið væri í tætlum. Þá ljómuðu þeir. Vildu bara vera að bæta, höfðu allt á hornum sér ef ekki var rifið. Þeir vildu helst aldrei koma við fisk. Páll bróðir sagði mér það, að þegar hann var með Snæbirni Ólafssyni á Tryggva gamla, þá hefðu verið þar tveir gamlir kallar sem alltaf vildu fara í verstu rifrild- in. Þá settu strákarnir merkispjöld í stærstu götin með nöfnum þeirra á. Annar kallinn hét Sigurður, hinn Guðjón. Þessi Guðjón sem var Marteinsson bjargaðist af Skúla fógeta, þegar hann strandaði við Grindavík. Og þetta var ort um Sigurð: Þó dræsan sé rifin, tuggin og tætt, það tel ég ei býsn eða undur, því Sigurður Ásmundsson allt getur bætt, þótt eitthvað sé rifið í sundur." En hvort við bætum viðtalið með því að ríða á það fleiri möskva skal ósagt látið og bindum við því endahnútinn hér. á jólum. Útvarpi heyrðum við ekki í nema loftskeytamaðurinn, og á sumum skipum gaf hann pressu sem kallað var. Hann skrifaði eins konar veggblað, sem hengt var upp í borðsalnum. Á gamla Júpíter var reyndar hátalari í borðsalnum, þar sem blækurnar borðuðu. Yfir- mennirnir og vélaliðið borðaði niðri í káetu.“ Lokaðu fyrir hátalarann! „Ég man líka eftir því, þegar Neptúnus kom, þá var hátalari frammi f setustofu, skrúfaður fastur. Við vorum einu sinni að toga hér í Djúpkjaftinum, það var á sjómannadaginn 1950. Ég var þá við stýrið hjá Bjarna, hann hafði alltaf mann við stýrið, þegar hann var að toga. Og þá segir hann allt í einu: Hvaða hljóð eru þetta sem ég heyri framan af dekki? Halldór Jónsson var loftskeyta- maður um borð. Hann var áður ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings. Hann svarar: Strákagreyin tóku nú hátalarann fram, skrúfuðu hann niður og fóru með hann út á dekk. Lokaðu fyrir hann, segir B j arni. Eigum við nokkuð að gera það, segir Halldór, þetta er nú sjó- mannadagurinn og dagskráin er nú að verða búin. Það er þá best að lofa þeim að hafa þetta áfram, sagði Bjarni.“ Togarajól - En við vorum að minnast á togarajólin Leifur, líklega hafa menn ekki haft neina andakt um borð, það þarf víst ekki að spyrja að því? „Neineinei, það var ekkert svo- leiðis.“ - Jólahátíðin er alltaf við- kvæmur tími, einkum hjá ein- hleypingum, hvað með tilfinningar sjómanna á hafi úti, svo við notum staðlað orðalag úr jólakveðjum út- varpsins? „Ég var einhleypur á þessum tíma og maður var nú bara feginn að vera úti á sjó um jólin. Maður hefði þá þurft að vera að sníkja hjá sínum nánustu þar sem öll veit- ingahús voru lokuð. Það var allt lokað á aðfangadag og jóladag. Það gilti náttúrlega annað um fjöl- skyldumennina, þeir hefðu auðvit- að viljað vera í landi. En það þekktist bara ekki að menn tækju frí meðan verið var að fiska, það var helst ef siglt var, þá þurfti minni mannskap." Leifur Pálsson hætti ekki á tog- urum fyrr en sá bjarma fyrir nýrri togaraöld, þeirri sem kennd er við skuttogara. Hann lauk sjó- mennsku sinni á Páli Pálssyni og var meðal þeirra sem sóttu skipið til Japans 1972. Hafði áður verið á ísafjarðartogurunum Sólborgu og ísborgu. Þá er ótalin sjómennska hans á vélbátum. „Eftir að ég kom í land fór ég í vírasplæsinguna og var einnig vaktmaður í togurum. Við stofn- uðum fyrirtækið Vír, við Einar heitinn Jóhannsson, Sandfell h.f. og Óli í Sandfelli. Þar vann ég meðan heilsan leyfði. “ - Hvaða hug skyldi Leifur Pálsson, sjötugur, bera til togara- lífsins, skilur það eftir góðar endurminningar? „Ég kunni alltaf ljómandi vel við mig á togurunum og miklu betur heldur en á bátunum, ég held að þetta hafi bara verið nokkuð góðir tímar. Hitt er annað mál, að ég var aldrei sérlega hneigður til sjó- mennsku, hugurinn stefndi allt annað. Ég hefði miklu heldur kos- ið að verða bóndi, þar hafði ég áhuga sem stráklingur. En svona var þetta, maður varð bara að gera það sem manni var sagt.“ - Hvað með þessa löngu útivist og fjarverur? „Ég fann aldrei neitt fyrir því, en það voru margir leiðir á þessu, sérstaklega heimilismenn og yngri menn, sem voru í þann mund að stofna heimili. Ég man það, þegar við vorum á síldinni fyrir austan, þá fórum við í endaðan maí, og það var einu sinni farið heim allt sumarið og komið heim rétt fyrir jólin. Þá var ég á Guðrúnu Guð- leifsdóttur með honum Jóakim.“ Vildu helst að trollið væri í tætlum - Kenningar eru uppi um karla- samfélagið til sjós, meira að segja nýútkomin bók sem fjallar um þetta efni, Múkkinn eftir Eyvind Eiríksson. Menn hafa talað um að þessi tignun, nánast goðmögnun Sólborgin frá ísafirði. Á henni var Leifur bæði háseti og stýrimaður. Þetta var einn af nýsköpunartogurunum og kom nýr til ísafjarðar, eins og öllu miðaldra og eldra fólki er kunnugt um. Leifur með Guðbjörgu á fyrsta ári. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.