Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Page 16

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Page 16
16 vestfirska TTABLAÐID Vala Dröfn Hauksdóttir, ísafirði: „Sjáið tindinn, þarna fór ég“ Lítil saga um „létt rölt upp á Esju“ í Gígjökli (sem er skriðjökull frá Eyjafjallajökli). Mynöin er tekin beint niður. Hér er greinarhöfundur að æfa sig í ísklifri án brodda. Hún lýsti lýsti því á þá leið, að slíkt væri „eins og að fara á bíl á sumardekkjum niður af Gleiðarhjalla í hálku“. Kvæöið Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson hefur verið í mikl- um metum hjá mér síðan ég las það fyrst. Og því fleiri og brattari fjöll sem ég fer, því meira held ég upp á þetta kvæði. Sumar göng- urnar renna saman í óljósa minn- ingu um urð, snjó, tind og púl. Aðrar standa mér í fersku minni. Ein er það sem mun seint gleym- ast. Það er ganga sem fararstjór- inn, hann Böggi, kallaði „létt rölt upp á Esju“. Ferð þessi var hluti af nýliðapró- grammi mínu hjá Ffjálparsveit skáta í Kópavogi (FISSK) og var kölluð „snjóhúsaferð á Esju“. Jú, mikið rétt, það átti að sýna okkur nýliðagörmunum hvernig á að búa til snjóhús og sofa í því. En hvað leggur maður ekki á sig, hugsaði ég, svo maður teljist fullgildur björgunarsveitarmaður. (Eftir á sér maður svo að allt þetta púl sem maður gekk í gegnum sem nýliði hafði sinn tilgang, og skilar sér). Nesti og nýir skór Svo að ég fór í Flagkaup og keypti mér nesti. Setti ofan í bak- poka allt sem ég taldi nauðsynlegt í snjóhúsaútilegu. Það voru auka- föt, svefnpoki, regngalli, nesti, neyðarnesti, einangrunardýna, mannbroddar, ísexi, sigstóll, hjálmur, og síðast en ekki síst: Heitt kakó á brúsa. Klukkan sjö á laugardagsmorg- un var svo mætt í húsnæði HSSK og tíndar til siglínur, snjóskóflur og annað sameiginlegt dót. Ekki þorði ég að vikta bakpokann, því þá hefði ég gefist upp á fyrstu metr- unumútíbíl. Enþungurvarhann! Eftir að bílstjórarnir höfðu keyrt okkur upp í Eilífsdal, sem er í Kjósinni norðan við Esju, óku þeir glottandi burt og vorkenndu þessum 25-30 félögum sínum ekki vitund. Gaman og gott veður Til að byrja með var tekin létt klettaklifursæfing í dalnum. Voða gaman, enda stutt að detta. Og ágætisveður, allavega hékk hann þurr, og þá er ég ánægð. Svo var rölt af stað upp á Esju. Og fljótt mátti sjá hverjir voru í þjálfun og hverjir ekki. Eða svo sagði Böggi. Ég vildi nú meina, og meina það enn, að hver manneskja hafi sinn kjörgönguhraða eins og bílar hafa sinn. Og minn er í lága drifinu, og ekkert við því að gera við normal aðstæður. Svo að uppgangan gekk hægt en örugglega, og það var nú í góðu lagi því nógan höfðum við tímann. Öryggið framar öllu Þegar snjó var náð, fóru allir á mannbrodda og gripu ísexi í aðra hönd. Sigbeltið var enn utan um okkur öll eftir klettaprílið. Og á- fram var rölt upp að klettum sem nú voru ekki mosagrónir, heldur ísilagðir og með snjóhengjum. „Og nú er það öryggið sem er framar öllu! Við skiptum okkur í fjóra hópa og höfum línur á milli okkar!“ öskraði Böggi fararstjóri og sá til þess að allir væru bundnir við einhvern. Öryggið framar öllu, því þú tryggir ekki eftir á. Og nú fóru hóparnir að klifra upp á fjór- um mismunandi stöðum. Og í því ati var maður svo upptekinn við að höggva sér leið, tryggja manninn á eftir, já, yfirhöfuð svo upptekinn við að koma sér upp, að maður hafði ekki tíma til að vera að hugsa um að gefast upp. Gamanið og veðrið taka að kárna Upp komumst við og ekkert voða glöð, því uppi var öskrandi rok og rigning. En eftir margra ára skátastarf hafði maður haft vit á að pakka regngallanum efst ofan á allt dótið, svo ekki var nú mikið mál að skelia sér í hann, svona um leið og þokan skall yfir okkur. Þegar „þurrkur" var tryggður, fór ég að líta í kringum mig. Og sjá, ég sá sléttlendi framundan, fullt af grjóti en frekar lítið af snjó. Vala Dröfn Hauksdóttir er félagi í Hjálparsveit skáta á ísafirði. Síðustu vetur hefur hún verið í skóla fyr- ir sunnan og hefur jafn- framt tekið þátt í starfi Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Hér lýsir hún því, að lífið í hjálparsveit- unum er ekki alltaf dans á rósum, jafnvel ekki þótt um „létta æfingu“ sé að ræða. En áfram halda menn samt... En ferðalúin ég vildi nú fara að gera eitthvað róttækt, til dæmis að komast í skjól, draga upp besta svefnpoka í heimi og hvíla lúin bein. Og sötra heitt kakó. Svo ég rauk á Bögga og spurði eins og asni: „Jæja, hvar ættum við að búa til helv. snjóhúsin?" En hann bara hló að mér og sagði eitthvað á þá leið, að mér væri í sjálfsvald sett að moka méreitt slíkt, eféghyggð- ist drukkna um nóttina! En það ætlaði hann sko ekki að gera! Hvað ætluðum við þá að gera? spurði ég, varla áttum við að standa þarna eins og apar alla nóttina. „Förum við ekki bara aftur í bæinn?“ spurði ég og sá dúnsængina í hill- ingum (og skólabækurnar!). En mér var ekki ætlaður sá lúxus, ónei. „Við bara löbbum áfram“, sagði Böggi. „Það er skátaskáli hinum megin við fjallið, við getum gáð hvort við komumst þar inn.“ Eftir endilangri Esjunni Og svo var rölt af stað í þokunni, eftir áttavita og Kidda. Kiddi labb- aði á undan, stoppaði, við miðuð- um á hann („aðeins til hægri Kiddi“) og gengum svo til hans. Svona var rölt eftir endilangri Esj- unni, uns Böggi sagði stopp. Vinstri snú og niður. Þegar þarna var komið sögu var hún ég orðin þreytt og farin að hugsa um hvers vegna ég sæti ekki heima við skrif- borð að lesa rafeindatækni. Eða að horfa á tíví. Niður komst ég um síðir, eftir mikla notkun ísaxar. Hafði ekki áhuga á að renna mér á rassinum eins og sumir gerðu (og uppskáru sára rassa og rifnar buxur). Og niðri var nartað í nesti, og svo rölti ég af stað aftur. „Hei, Vala“, gal- aði þá Böggi, „væri ekki sniðugt hjá þér að fara úr broddunum, þeir skemmast hér í mölinni!" Ég horfði niður, jú, mikið rétt, þarna stóð ég í grjótinu á mannbroddun- um, með ísexina í hendinni og bak- pokann á bakinu. Aldrei aftur! „Hvers vegna er ég ekki heima í rúmi eins og venjulegt fólk? Hvers vegna gat ég ekki látið mér nægja að vera í skóla í Reykjavík? Af hverju er ekki snjór hérna? Ég er hætt þessu hjálparsveitarröfli. Ég er farin heim“, hugsaði ég, og mig langaði mest til að leggjast niður og grenja. En drullan hindr- aði mig í því, og með góðra manna aðstoð komust broddar og exi ofan á bakpokann, og ég rölti af stað. Enn rigndi og víða náði drullan manni í hné. En einhvern veginn baksaðist ég áfram, og við hvert skref varð ég ákveðnari í því að fara aldrei aftur í fjallgöngu, hætta í hjálparsveitinni, komast ein- hvern veginn í kofann og ofan í poka. Og eftir tveggja klukku- stunda drullulabb var það bara hugsunin um að komast ofan í poka í þurrum fötum og með kakóið, sem hélt mér gangandi. En ekkert bólaði á kofanum, og við vorum orðin þrjú eða fjögur langt á eftir. Óskar fararstjóri var þarna með okkur lágadrifsfólkinu. Eflaust hafa skrefin hjá mér verið ansi stutt þegar hann sagði: „Vala, láttu mig fá pokann þinn.“ Ég stoppaði, leit á hann, sá hann ekki sökum myrkurs, mundi eftir vasa- ljósinu í hendi minni og beindi því að honum, horfði á hann og sagði: „En þú ert með þinn.“ Varð léttari Ef hægt er að vera stjarfur af þreytu, þá var ég það þarna. „Æ, þegiðu og taktu af þér pokann“, sagði Óskar um leið og hann vipp- aði af sér sínum poka. Ég bara horfði á hann og var enn að hugsa að hann væri með sinn poka, þegar hann nánast réðst á mig og tók af mér pokann. Ég hreinlega missti jafnvægið og mér fannst ég svífa. Nú varð gangan léttari, og viti menn, handan við næstu hæð var kofinn. Ég hef Óskar sterklega grunaðan um að hafa vitað af kof- anum þarna. En eitt er víst, að það er honum að kenna (þakka) að ég er enn í hjálparsveitunum. Og í annað skiptið þennan dag langaði mig að grenja, en í þetta sinn af ánægju. Ellefu klukku- stunda ganga var að baki. Mínir næstsíðustu kraftar fóru í að kom- ast inn í skála, fara úr blautum skóm og regngalla og finna eitt- hvað til að setjast á. Vonbrigði Ég opnaði bakpokann, já, nú skyldi sko ná í þurra sokka og þurr föt, skipta um og fá sér svo heitt kakó. Mér leið eins og fimm ára barni fyrir framan jólatréð á að- fangadagskvöld, svo mikil var eftirvæntingin. En skjótt skipast veður í lofti. Vonbrigði mín urðu óskapleg þegar ég dró rennandi blaut föt upp úr pokanum, og ekki urðu þau minni þegar ég komst að því að kakóið var orðið kalt. Jæja, þá var bara að skríða ofan í svefn- poka. Ég held að ég hafi kjökrað af vonbrigðum þegar ég komst að því að svefnpokinn var blautur, þegar ég var að draga hann upp úr. „Jæja þá, ég drepst þá bara úr of- kælingu sökum bleytu í nótt, og þá er sjálfhætt í þessu hjálparsveit- arrugli. Ó, hvers vegna er ég ekki heima í rúmi? Þetta geri ég aldrei aftur“, hugsaði ég um leið og ég neytti síðustu krafta til að koma Vala Dröfn í sumarblíðu í Bláfjöllum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.