Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Page 17

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Page 17
mér, svefnpoka og dýnu upp á svefnloft. Það síðasta sem ég man er að ég komst að því að svefnpok- inn var þurr að innan, áður en ég rotaðist ofan í honum. Eldhress í næstu ferð! Ég vaknaði daginn eftir, komst í bæinn og mætti eldhress í næstu ferð HSSK viku seinna! En ég lærði margt á þessari ellefu klukkustunda göngu í snjó, rign- ingu, drullu, roki, klettum og ís: Fyrsta: Hafðu allt í vatnsheldum umbúðum sem þú vilt að sé þurrt. Annað: Reyndu allt til að hafa byrðina sem léttasta; þetta sígur ótrúlega í. Þriðja: Hafðu nestið á aðgengi- legum stað, a.m.k. svaladrykk og súkkulaði. Og í fjórða lagi ákvað ég að fá mér meðfærilegri mannbrodda. Að læra af reynslunni Þessi reynsla kemur sér vel í dag. Ef til alvörunnar kemur, veit maður upp á hár hvað á heima í pokanum og hvað ekki. Og eins og af frásögn þessari má sjá, getur þessi „reynsluöflun" verið ansi strembin meðan á henni stendur. Hjálparsveit skáta situr uppi með mig enn um sinn, og sér til þess að nóg sé að gera í frístund- um. Ég tel frístundum mínum vel varið. ísklifur á broddum. Skáti í klettaklifri, i þann veginn að láta sig húrra niður. I vestfirska ~~| FRETTABLADIÐ Bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar, starfsfólks og annarra Vestfirðinga, með þökkum fyrir samvinnuna á liðnu ári. Landsbanki íslands útibú Tálknafirði Óskum vidskiptavinum, starfsfólki og öðrum Vestfirðingum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Þökkum árið sem er að kveðja. Flóki hf. Brjánslæk Bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar, starfsfólks og annarra Vestfirðinga, með þökkum fyrir samvinnuna á liðnu ári. Vélaverkstæði Gunnars, Tálknafírði Óskum viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum Vestfirðingum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Þökkum árið sem er að kveðja. Líkams- og heilsuræktin Táp, Tálknafirði Happdrætti Háskólans býöur nó langhæstu vinninga á íslandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri því að milljón króna vinningar eru alls 108. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur milljarður og áttahundruð milljónir. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.