Feykir - 10.04.1981, Side 2

Feykir - 10.04.1981, Side 2
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: TIL FERMINGARGJAFA HUFUR A LOFTI Nú líður að lokum annars starfsárs Fjölbrautaskólans. Fréttamaður okkar fór á vett- vang og aflaði nokkurra frétta. Meistaraskóll Nú á vorönninni var sú nýjung helst að meistaraskóli í húsa- og múrsmíði hóf starfsemi sína. Þar er um að ræða réttindanám þeirra sem vilja tryggja sér meistararéttindi. Kennsla fer fram eftir venjulegan vinnutíma hvern virkan dag. 13 „meistarar" taka þátt í þessu námi og er aðalkennari þeirra Bragi Þór Haraldsson frá Hamri. Stúdentar vorið 1982 Þeir nemendur sem lengst eru kornnir á bóknámsbrautum þokast nú óðum nær stúdentsprófinu. Bú- ist er við að fyrsti stúdentahópurinn útskrifist frá skólanum annað vor. Um tíu nemendur verða í fyrsta hópnum. Þeir sem hér ryðja braut- ina höfðu þegar hafið framhalds- nám þegar skólinn tók til starfa. Höfðu þeir annaðhvort verið við framhaldsdeild Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki eða við mennta- og fjölbrautaskóla í öðrum landshlut- um en notuðu tækifærið þegar það gafst að koma aftur í heimabyggð sína til náms. Verknámshúsið að rísa Byggingaframkvæmdir Frá því í sumar hefur verið unnið að stækkun heimavistar. í kjallara er nú búið að fullgera herbergi handa fjórtán nemendum, og tólf pláss verða fullbúin nú á næstunni. Þannig verður vistarpláss fyrir 54 nemendur næsta haust. Þá er unnið að teikningu nýrrar álmu sem rúma á um 70 nemendur og stefnt er að því að hefja framkvæmdir nú í sumar. Verknámshúsið er nú að verða tilbúið undir tréverk og verður það tekið til einhverra nota næsta haust. Af bóknámshúsinu er það að segja að til stendur að teikna það á næstu mánuðum. Það er því í mörg horn að líta í byggingarmálum ekki síst þegar bygging nýs íþróttahúss bætist ofan á aðrar framkvæmdir. Það verður ekki erfitt að koma í lóg þeim 179 milljónum göntlum sem ríkið leggur til framkvæmda við skólann á þessu ári. Horfur eru á að nemendur skól- ans verði um 400 innan fárra ára. Hafnarframkvæmdir Stóri slátur- hnífurinn Ekki blæs byrlega með liafnar- framkvæmdir nú, fremur en fyrri daginn. Alþingi setti stóra sláturhnífinn á áætlanir sem hljóðuðu upp á 110 millj. — gamlar auðvitað — og þegar fjárlagafrumvarpið var afgreitt stóðu eftir 40 milljónir, en af þeim fara 20 í það að greiða skuldir frá síðasta ári. Ekki verður því mikið framkvæmt fyrir það sem eftir stendur. Smábátahöfnin hefur verið á áætlun síðan ’76 en það er líka það eina sem skeð hefur í því sambandi. Til marks um aðstöð- una má geta þess að í rokinu 17. feb. sl. skemmdust bæði Stakkfeil og Týr svo mikið að taka varð bátana í slipp. Trébryggjan lask- aðist líka, en þar um má segja að það sér ekki á svörtu, hún verður líklega ekki löguð fyrr en hún losnar svo mikið að það verður fært að fara með hana í slipp, en með sama framhaldi verður þess. ekki langt að bíða. Hilmir. Skagfirðingar Eldavélar, ísskápar, frystiskápar, þvottavélar, ryksugur, kaffivélar og ýmis önnur heimilistæki. Veggljós, loftljós, kastarar. Þekkt vörumerki: SIEMENS - THERMOR ELEKTRO HELIOS - TERMEL. ATHUGIÐ! Til páska bjóðum við tilboðsverð á tölvulömpum. Allt efni til raflagna. Verslun við fagmenn tryggir örugga þjónustu. Önnumst eins og undanfarin ár ALLAR TEGUNDIR RAFLAGNA. © rafsjá h.f. Sæmundargötu 1, Sauðárkróki. Sími 95-5481. FYRSTAFLOKKS Innréttingar á hagstæöu verói. TÖKUM AÐ OKKUR hverskonar húsbyggingar. VIÐSKIPTI VIÐ OKKUR ER trygging fyrir fögru heimili. Trésmiðjan BORG hf. Borgarmýri 1 - Sauðárkróki - Símar 5170 & 5570. 2 . Feykir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.