Feykir - 10.04.1981, Síða 8
Blaðið zerir mönnum fœrt I,*
að kallast áyfir fjöll og vötn Feykir 1.TBL. . 1.ÁRG M FÖSTUOAGUR 10. APRÍL 1981
HUGRENNINGAR
Vonandi er vorið langþráða á
næsta leiti. Ýmis merki vorkom-
unnar má þegar sjá á bæjarlífinu á
Króknum. Öll eru þau vel þegin,
nema eitt. Vélhjólin.
„Orginal" Króksarar á unglings-
aldri gera sér ekki lengur að góðu
að þurfa að ferðast um á tveim
jafnfljótum eða bara á venjulegu
hjóli. Nei, gangandi fer enginn og
hjólin verða annaðhvort að hafa
niðursveigt stýri og tíu gíra, eða
margrá strokka aflvél og ekkert
púströr.
Tiu gíra hjólin skaða engan, en
vélhjólin geta hæglega ært óstöð-
ugan. Allavega sé þeim ekið á þann
hátt, sem vejulegum. tápmiklum
unglingum er svo tamt. Gefa I,
slaka. Gefa í, slaka. Burr, Burrburr,
burr, burrburr burr. Hring eftir
hring öll hverfi bæjarins.
Nú er að sjálfsögðu tilgangslaust
að meina unglingunum að kaupa
vélhjól og nota. Þau eru sem hvert
annað tímanna tákn. En vel væri
þegið að lögregluyfirvöld fylgdust
með því að útbúnaður hjólanna
væri þannig að sem minnstur há-
vaði stafaði af þeim. Hljóðkútar á
sínum stað, hjólin óútboruð o.s.frv.
Félagsmálafulltrúinn hefur haft
forgöngu um að stofna félagsskap
fyrir mótorhjólagæja — og pæjur.
Bæjaryfirvöld verða að útvega
Jón Ásbergsson.
félagsskap þessum starfsaðstöðu og
þá helst þannig að ákveðin lands-
spilda verði tekin undir hjóla-
brautir. Áhugafólk um vélhjóla-
akstur getur þá þar þeytt hjólin sín
á beinum brautum og í torfærum.
Verið I friði og látið okkur hin í
friði.
Vorkoman leiðir einnig hugann
að öðru sporti sem bæjarbúar
stunda af kappi. Hestamennsku.
Annað slagið heyrist talað um að
ekki sé seinna vænna að koma
endanlega öllu hestastússi úr bæn-
um. Mikið tekur þó reiðmennskan
mótorhjólakeyrslunni fram. Vel
má vera að mikill hluti hesthús-
anna í bænum sé til lítillar prýði og
verði þvi vart saknað. Óneitanlega
fylgir þeim þó nokkur sjarmi, og
kannski er það tímanna tákn að
Reykjavíkurborg hefur nýlega út-
„Menning og minjar
eiga ekki einungis
að vera á söfnum“
hlutað einbýlishúsalóðum í Breið-
holtshverfi þar sem hesthús skal
byggt á hverri lóð.
Sýsluhesthúsin mega þó aldrei
hverfa af sínum stað. Þau gegna
sögulegu hlutverki og tengja á
eðlilegan hátt gamlan og nýjan
tíma á Króknum. Menning og
minjar eiga ekki einungis að vera á
söfnum. Söfn eru vissulega allra
góðra gjalda verð, en lifandi
menning og lifandi minjar eru ekki
síður þess virði að hugað sé að. Og
sýsluhesthúsin eru lifandi.
Litiu skiptir þó hrossunum verði
það annað slagið á að gera þarfir
sínar á Faxatorg. Allar frægustu
viðskipta- og menningarmið-
stöðvar heims — bankar, söfn,
óperur og leikhús — eiga það sam-
eiginlegt að vaða verður þar
dúfnadrit og hundaskít í ökla til að
komast inn. Búnaðarbanki og
Safnahús setja því ekki ofan, þó
gestir verði endrum og eins fyrir því
að reka tærnar í hrossatað á leiðinni
inn í þær merku stofnanir.
Með vorinu verður að líkindum
ljóst hvort og hvar steinullarverk-
smiðja verður reist hér á landi. Ef
opinberir aðilar ætla að hlusta á
rök, þá verður verksmiðjan reist
hér. Héðan er málið upprunnið, hér
hefur það verið brotið til mergjar
og hér hefur þeim upplýsingum
verið safnað, sem einar duga til að
byggja á raunhæfar ákvarðanir um
verksmiðju.
Hugsanlega duga ofangreindar
staðreyndir ekki til þess að „hinu
opinbera" þyki sjálfgefið að verk-
smiðjan verði reist á Sauðárkróki.
En þá verður að benda á að þegar
er búið að byggja á suðurhluta
landsins: álverksmiðju, málm-
blendiverksmiðju, sementsverk-
smiðju, áburðarverksmiðju og fyr-
irhugað er að reisa þar stálverk-
smiðju og saltverksmiðju. Er ekki
kominn tími til að eitthvert stór-
iðjuver verði byggt norðan heiða?
Hugrenningum um vélhjól, hesta
og steinull lýkur hér.
Blað í
mótun?
Nokkrir áhugamenn um
blaðaútgáfu hafa tekið sam-
an höndum og gert þetta
fyrsta blað að veruleika.
Okkur er Ijóst að til að
gefa blað reglulega út þarf
stofnun, hiutafé, ritnefnd og
ritstjóra. Hann þarf svo aftur
breiða fylkingu tíðinda-
manna um kjördæmið allt.
Hingað til hafa útgefendur
blaða hér unnir einir og í
hjáverkum störf sín.
Hins vegar þarf að ráða
mann í heilt eða hálft starf til
að sinna útgáfunni og gera
hana að föstum lið, svo fólkið
geti treyst á útgáfudag þess.
Við erum ekki í minnsta
vafa um að þétta megi hinar
dreifðu byggð á Norðurlandi
vestra með útgáfu sameigin-
legs vettvangs sem geri
mönnum fært að kallast á yfir
fjöll og vötn.
Útgáfunefndin.
Búnaðarbanki íslands
Útibúið á Sauðárkróki, sími 5300
Afgreiðslan Hofsósi, sími 6373
Afgreiðslan Varmahlíð, sími 6113
-