Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 2

Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 2
íj rMmHPL. . / - fjj m KS\ ' i >1 Bfaíí T| 7 /, -> -* ~ * Ca - H | ■ Wm \ tf f- f - '14 /tjsss?m •amlSm'E*. —r m 1 | V % Æ ~~ JE3 1 vl Wt J Góðir gestir á Sauðárkróki Röðin komin að stofnunum, félögum og samtökum í síðaslu tbl. Feykis vargerð nokkur grein fvrir þeini vinabæjartengsl- um sem Sauðárkrókur hefir tekið upp við bæi á norðurlöndunum. Sambandinu var formlega komið á með ferð bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar á vinabæjamót í Esbo í fvrravor. Var þá ákveðið að nú í vor kæmu hingað til Sauðár- króks fulltrúar hinna fjögurra bæj- anna i kynnisferð. Stóð heimsókn þessi yfir dagana 24.-28. júní. Hópurinn sem kom samanstóð af 6 kjörnum bæjarfulltrúum ásamt eiginkonum 5 þeirra, samtals 11 manns. Komu gestirnir hingað til Sauðárkróks seint á miðvikudags- kvöldið 24. júní. Hafði bæjarstjóri tekið á móti þeim á Keflavíkur- flugvelli og kom með þeim norður. Á fimmtudagsmorgunin var farin skoðunarferð um bæinn og síðan sest niður á fund þar sem gestir hlýddu á mál heimamanna. Voru það þeir Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri sem ræddi um atvinnu- mál og bæjarlifið almennt. Árni Ragnarsson. skipulagsarkitekt skvrði skipulag bæjarins, Friðrik Brekkan ræddi félagsmál og félagshjálp í bænum og Sigurður Ágústsson rafveitustjóri fræddi gestina um rafmagns- og orkumál og hvernig er að þeim málum stað- ið hjá okkur. Að loknum fundi var litið á málverkasýningu Elíasar Halldórssonar sem þá stóð yfir í Safnahúsinu. en að því búnu var Hitaveitan skoðuð. Að loknum hádegisverði var farið í heimsókn i nokkur fyrirtæki. þ.e. Sláturhús KS. Fiskiðjuna saumastofuna Vöku og Loðskinn h.f. Sameigin- legur kvöldverður var svo með gestum og þeim bæjarfulltrúum, ásamt mökum. sem gátu komið því við. Föstudaginn 26. varsvo farið í ferðalag um Skagafjörð. Var farið fvrst til Hóla. kirkjan og laxeídis- stöðin skoðuð og síðan farið fram í Árgarð. Þar var snæddur hádegis- verður í boði sýslunefndar og Sambands skagfirskra kvenna. Þar fluttu ávörp Jóhann Salberg, sýslumaður. frú Guðrún á Mæli- felli. en sr. Ágúst Sigurðsson flutti ýtarlegt erindi um Skagafjörð. Síðan var Víðimýrarkirkja skoðuð og stansað í Varmahlíð. Þar var m.a. skógræktin skoðuð og í heim- leiðinni var komið í Glaumbæ. Þar voru bornar fram veitingar — ís- lenskur matur s.s. hangikjöt. flat- brauð. svið. harðfiskurog hákarl — og boðið var uppá þjóðleg skemmtiatriði. rímur og söng. Um kvöldið þáðu gestirnir boð bæjar- fulltrúa á heimilum þeirra. Á laug- ardaginn var farið í Drangey og var komið úr þeirri ferð seint að degi. Lokahóf var síðan um kvöldið í Bifröst. Gestirnir fóru svo síðdegis á sunnudag áleiðis heim. í þessari vinabæjakeðju sem Sauðárkrókur hefir nú tengst. mun vera venja að ekki sé skipst á gjöf- um. Hinsvegar þótti við hæfi. þar sem þetta var fyrsta heimsókn hingað. að afhenda vinabæjunum gjafir til minja. Voru þeim afhent sitt málverkið hverjum eftir Elías Halldórsson. Veðurguðirnir voru jákvæðir því að alla dagana var mjög heppilegt veður. T.d. á föstudaginn var að kalla logn og sólskin og skartaði Skagafjörðurinn sínu fegursta. Er tæpast að efa að gestirnir fara héð- an með góðar minningar. Samkv. upplýsingum bæjar- stjóra liggur enn ckki fyrir kostnaður Sauðárkróksbæjar af heimsókn þessari, en þess má geta að gestirnir kostuðu sjálfir ferðir hingað og héðan, svo og hótel- uppihald allt. Ef að líkum lætur mun mót sem þetta verða haldið hér næst að 10 árum liðnum. Þetta var ekki vinabæjamót í venjulegum skilningi. heldur kynnisferð fulltrúa vinabæja okkar hingað, farin kannske mest í þeim tilgangi að festa þessi tengsl í sessi. Nú er búið að ryðja brautina og er nú röðin komin að hinum ýmsu félögum. sanitökum og stofnunum að taka upp samskipti. Norræna félagið er orðið virkt og mun stjórn þess vera reiðubúin að veita aðstoð í þeim efnum. Formaður þess er Sigurður Ágústsson. Sigll um Skagafjörrt. Drangey i baksýn. 2 . Féykir Skálinn íLambahrauni Ferðafélag Skagfirðinga 11. starfsárið hafið Um síðastliðin áramót hóf Ferða- félag Skagfirðinga ellefta starfsár sitt. Stofnfundur þess var haldinn 27. desember 1970. Á. fundinum mættu 22 en auk þess komu inntökubeiðnir frá lóöðrum. I maí mánuði sama ár, þegar skírteini voru gefin út, var tala aðalfélaga orðin 137 og fjölskyldufélagar 19. Á öðru starfsári voru aðalfélagar orðnir 160 fjölskyldufélagar 28. Síðan hefur aðalfélögum fjölgað en fjölskyldufélögum fækkað og félagatalan samanlagt ýmist rúm eða tæp 200. Félagið er deild úr Ferðafélagi fslands markmið sömu og réttindi gagnkvæm. Allt frá stofnun félagsins hefur verið stefnt að því að byggja skála. sem nú í sumar verður fullbúinn og tekinn í notkun. Hann stendur í jaðri Lambahrauns vestara, um V/2 km norður af miðjum Hofsjökli. Skammt norðan skálans lá hinn forni Eyfirðingavegur af Vatna- hjalla vestur á Kjöl. Skálinn rúmar 30-35 nianns til gistingar. Félagið gefur út árlega ferðaáætlun, ásamt F.f. og öðrum deildum, þar sem boðið er upp á sjö til níu ferðir. lengri og skemmri. - Öllum er heimil þátttaka í ferð- um félagsins, en félagsmenn sitja fyrir ef um takmarkaðan fjölda er að ræða í ferð. Þeir eru orðnir býsna margir, sem eiga góðar minningar frá ferðum félagsins á liðnum árum. Áætlun Ferðafélags Skagafirð- inga 1981: 1. ferð 25.-28. júní, Grímseyjar- för kl. 14.30 með Norðurleið h.f. Með n.s. Drang til Grímseyjar. Gist í tjöldum 2 nætur á Akureyri. 2. ferð —- 10.-14 júlí, Þórsmerk- urferð. Brottför kl. 08.00. Gist í tjöldum í t Lundarreykjadal á suð- urleið 2 nætur í húsi í Þórsmörk og eina nótt í tjöldum i Bolabás á Þingvöllum á heimleið. 3. ferð — 24.-26. júlí, Lamba- hraun, Nýidalur. Gisting í eigin húsi I Lambahrauni og í Nýjadals- skála. Brottförkl. 18.30. 4. ferð — 7.-10. ágúst. f Kverk- fjöll. Gist í tjöldum og Sigurðar- skála. Brottför kl. 07.00. 5. ferð — 21. ágúst í Kerlingar- fjöll. Dagsferð — brottför kl. 07.00. 6. ferð — 4.-6. september. í Lambahraun og nágrenni. Gist í eigin húsi. Brottförkl. 18.30. 7. ferð — 12. september. Berja-. ferð. Nánar auglýst síðar. Frá Sundlaug Sauðárkróks „Heitir pottar“ fyrirfinnast engir í starfsskýrslu Sundlaugar Sauðár- króks fyrir árið 1980. sem fyrir nokkru hefur verið send bæjar- stjórn og öðrum viðkomandi aðil- um. koma m.a. fram eftirfarandi upplýsingar um rekstur og aðsókn að sundlauginni á s.l. ári. Til samanburðar eru innan sviga sam- bærilegar tölur frá árinu 1979. Starfsdagar voru 324 (320). Starfsslundir 3224 (2818). Baiigesiir: Fullirðnir 8.977 ( 6.616) Börn 8.957 ( 6.504) íbaðstofu 3.823 ( 3.513) 1 skólasund 15.259 (12.100) Samtals 37.016 (28.733) Tekjur af daglegum rekstri (skólasund ekki meðtalið) kr. 7.756.210 (kr. 3.964.320). Bak við þær tölur. sem hér eru nefndar. eru auðvitað nánari sundurliðanir en ekki ástæða til að nefna þær hér., Vikulegur starfstími var allt frá 40 klst. og upp í 80 klst. Við samanburð þessara tveggja ára kemur i Ijós veruleg aukning starfseminnar frá árinu áður, bæði að því er varðar starfstíma og að- sókn. Ástæður þess eru eftirtaldar: Starfstími laugarinnar lengdist miðað við fyrri ár annarsvegar vegna þess að nú var í fyrsta sinn opið samfellt allan daginn mánuð- ina júní. júlí og ágúst og hinsvegar vegna þess að Fjölbrautaskólinn tók upp sundkennslu á stundaskrá i verulegum mæli. Aukin aðsókn byggist þrennu, lengri starfstíma og auknu skóla- sundi samkv. fyrrsögðu og ekki síst á mun hagstæðara veðurfari á árinu 1980enáárinu 1979. Það sem hér er sagt og tekið er upp úr fyrrnefndri starfsskýrslu leiðir svo hugann að því hvort hér sé nógu vel búið að sundlaugar- gestum og þeim sem þangað vilja koma og hvort ekki væri þörf á verulega aukinni fjölbreytni. Það mál er alveg sérstakur kapituli. sem margt mætti um segja. en til þess gefst e.t.v. tækifæri síðar. Aðeins skal þess þó getið að að- komugestir. sem koma á þennan „rómaða11 stað spyrja gjarnan þannig: hvareru heilu pottarnir? en ekki hvort þeirséu e.t.v. ekki til. Guiijón Ingimunclarson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.