Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 3

Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 3
Þa£ eru fleirí en Islendingar semhafatekio eftirþvi hvað Vblvo kostar! CtNGI 24 3 81 Yolvo244 DL kostar nú 127500- VOLVO Sænski bflfinn á japanska verðinu! Foreldrar leikskólabarna Stofnuðu Þann 14. maí s.l. stofnuðu foreldrar barna i leikskólanum við Víði- grund á Sauðárkróki með sér félag í þeim tilgangi. að stuðla að betri aðstöðu þar til til þroskavænlegrar dvalar barnanna. í leikskólann gíinga nú alls 72 börn í tveim 36 barna hópum. öðrum fyrir og hin- um eftir hádegi og eru allir for- eldrar þessara barna félagar i for- eldrafélaginu. Félagið hefur jiegar tekið upp mörg mál í samvinnu við starfslið leikskólans. sum ekki stór en mikilvæg sanit. og hefur mörg mál á prjónunum. Opið hús var einn laugardag í vor. þar seni börn komu með pabba og mömmu. afa eða ömmu. eftir efnum og ástæð- um. til skrafs og leiks og niun verða gert meira af því. Fánnig er ællunin að foreldrar lagfæri og máli leik- tæki á leikvellinum. fjársöfnun er í gangi meðal jieirra til kaupa á nýj- um tækjum o.s.frv. Ljóst er. að náið samstarf leik- skólans bg heimilanna er brýnt fvrir alla aðila. fóstrur. börn og foreldra og því þarf að koma í betri farveg. Of litið samstarf hlýst af of lillu starfsliði leikskólans og þar af ol' litlum tíma þess og þessum ógurlega. allt-drepandi tímaskorti foreldranna. Sem kunnugt er synj- uðu hæjaryfirvöld leikskólanum um leyfi til þess að ráða fleira starfsfólk. sem annars hefði gefið fóstrum tóm til nauðsynlegs undir- búnings og e.t.v. til að gefa sig ögn að foreldrunum og er þetta eitt þeirra mála. sem Foreldrafélagið mun takast á við. Foreldrafélagið mun vinna að því. að öll börn á leikskóiaaldri á Sauðárkróki fái kost á leikskólagöngu. Nú. eins og jafnan áður. er hiðlistinn langur og eins og þeir foreldrar vita. seni notað hafa biðlista. mælist lengd þeirra í árum. í júlímánuði á því Herrans ári 1981. er biðlistinn foreldrafélag tveggja ára langur. Séu reiknings- kúnstir notaðar má því ætla. að þegar nýji leikskólinn í Hlíðar- hverfi kemst í gagnið verði biðlistar enn '7-1 árs langir. í stjórn Foreldrafélagsins voru kosin á stofnfundinum þau Þórdís Magnúsdóttir. formaður. Kristín Benediktsdóttir. Bjarn Sigurðar- dóttir. Árni Ragnarsson og Sigrún Skúladóttir. Bj Frá innheimtu w Sauðárkróksbæjar Öll fasteignagjöld 1981 og eldri, svo og fyrirfram- greiósla útsvara og aðstöðugjalda 1981 eru fallin í eindaga. Forðist óþarfa innheimtuaögerðir og greiðið áðurnefnd gjöld nú þegar. Botulismus á Sauðárkióki Matareitrun og matarsýking Eins og kunnugt er af fréttum. hafa komið hér upp á Sauðárkróki al- varleg tilfelli af matareitrun. Var hér um að ræða svokallaðan botu- lismus, þ.e. sýkingu, sem stafar af eiturefnum sem sýkillinn clostridi- um botulinum veldur. Er þetta í fyrsta skipti. sem þessi sjúkdómur er greindur hér á landi. Þetta er al- varlegasta tegund matareitrunar. sem þekktist, þar sem eitrið sem þessi baktería veldur, er eitt hið sterkasta, sem þekkist í heiminum. miðað við þyngdareiningu. Hér fór þó allt vel. sem betur fór og eru sjúklingarnir á batavegi. Þessi eitr- un lysirsér m.a. meðsjóntruflunum vegna lömunar í augnvöðvum. kyngingarörðugleikum. rnunn- þurrk. verkjuni í kvið og e.t.v. fleiri einkenna. Þar sem tilfelli af þessari tegund matareitrunar hafa komið upp annars staðar í heiminum. hefur stundum verið hægt að rekja sýk- inguna til ákveðinna matarteg- unda. sem bakterian clostridium botulinum hefur vaxið í. Hefur þá yfirleitt verið um að ræða matvæli. sem hafa verið lögð niður í heima- húsun og má þá ætla að fyllsta hreinlætis hafi ekki verið gætt. Það nuin sjaldgæft. að liægt sé að rekja þessa tugund matareitrunar til matvæla. sem eru unnin eða lögð niður í verksmiðjum. eða þar sem hreinlætið og kröfur um vandaða meðferð matvöru eru víðast hvar orðnar það strangar. Þess skal þó getið. að þegar þetta erskrifað. hefurekki tekist að rekja upptök matareitrunarinnar hér á Sauðárkróki og er óvíst. að það takist nokkurn tíman. Þá er rétt að geta þess. að ekkert hefur fundist athugavert við meðferð matvæla á þeim heimilum. þar sem þessi matareitrun kom upp. I tilefni þessarar matareitrunar erekki úrvegi aðgera lítillega grein fyrir. Iivað malareitrun er og hvað hægt er að gera til að forðast hana. Sjúkdómar. sem orsakast af sýklum í mat. hafa ekki verið vandamál hér á íslandi. sennilega vegna fábrotins matvælaiðnaðar i svölu loftslagi og er sem viðast hvar er góð kæliingaraðstaða í heima- húsum. Talað er um matareitrun og matarsýkingu og eru þetta tvö að- skilin fvrirbæri. en hvort tveggja orsakast af völdum svkla. Matar- eitrun er sjúkdómsástand, sem or- sakast af sterkum eiturefnum. sem sumir sýklar nivnda. þegar þeir ná að vaxa og fjölga sér í matvæluni. Matarsýking verður. ef vissir svklar ná að fjölga sér í matvælum og berast með matnum ofan i fólk. Þær bakteriur. sem oftast valda matareitrun eru sennilega svo- kallaðir klasasvklar. (staphvloco- ccus aureus). sem getur við sér- stakar aðstæður mvndað eiturefni. sem veldur uppköstum og niður- gangi. Oftast er um að ræða. að sýklarnir komist i matinn i rnatar- tilbúningi frá þeim. sem með- höndlar matinn og algengast er. að sýklarnir berist frá fingurmeinum (igerðuni) og úðasmitun frá önd- unarfærum. en margir hafa klasa- sýkla í nösuni. Eiturefnið myndast ekki við kælingu undir 7°C og er góð kæling á matvöru því vörn gegn þessum sjúkdómi. Sé rnatur- inn geymdur við of hátt hitastig. getur sýklunum fjölgað og eiturefni mvndast. Eiturefnið getur þolað allt að því 30 mín. suðu. dænii um matarsvkingu er t.d. salmonella svking. seni hefur kom- ið upp hér á landi. Ýmsar salmonellategundir hafa fundist hérlendis, s.s. í menguðum sjó og einnig stundum í dýrum. matvæl- um og fiskimjöli. Mesta hættan á eitrun stafar sennilega frá ýmsum fuglategundum. eins og t.d. kjúklingum og aliöndum. Til að heilbrigður einstaklingur smitist. verða að berast ofan í hann mjög margir lifandi salmonella sýklar. en þessir sýklar eru eins og flestar aðrar bakteriur næmir fvrir hita og séu matvæli vel soðin eða steikt. er tryggt að salmonella sýkl- ar drepist. Mesta sýkingarhætta stafar af matvælum. sem ekki eru hituð. s.s. réttir úr ósoðnum eggj- um. t.d. salöt, majonis og þess háttar vöru. Óskar Jnnsson. Ýnisar tegundir af svokölluðum eoli gerlum (Escherichia coli) geta valdið niðurgangi. Sumir stofnar þeirra mynda eiturefni. sem veldur niðurgangi og eru þessir sýklar sennilega algengasta orsök niður- gangs hjá ferðamönnum i sólar- löndum. F.inkum er þá um kennt hrámeti alls konar og menguðu vatni. Réll er. að ferðamenn gæti fvllstu varúðar. varðandi niataneði í suðlægum löndum. Oftast er þó um tiltölulega væg einkenni að ræða. Nokkrar almennar ráðleggingar: Kjöt skal þiða i kæaliskáp (eða á kölduni stað). Látið kjötið þiðna i umhúðum eða skál. þannig að vökvi úr kjötinu mengi ekki aðrar matvörur. Þiðnun kjóts tekur ca. 15-20 klst. á hvert kg. Látið líða sem skemmstan tima milli suðu matvæla og nevslu. Kælið afganga sem l'yrst niður i a.m.k. 4°C áður en sett er í kæli eða frvsti. Haldið soðinni niatvöru it.d. ál- egg) alveg aðgreindri frá hrá\i'ru og notið aldrei sönni skurðbretti eða áhöld til meðhöndlunar :i þessuni tveinnir tegundum mai- væla. nenia þtiu séu vandlega þvegin á milli. Þvoið hendur oft og án undau- tekninga á eftir salernisnolkim. Þvoið hendur áður en og eftir að hrávara er meðhöndluð. Fölk með ígerðir á höndum ætti aldrei að vinna berhent við nntlargerð. O.skar Jöiiwin Lvknir. Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Sauðárkróki. Haft eftlr oddvita: Summa aukaatriðanna er aðalatriði. Feykir . 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.