Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 6

Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 6
Er Fjórðungs sambandið óþarft? Samvinna þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra lausnin Hvaða tilgangi þjónar Fjórðungssamhand Norðlend- inga öðrum en þeim að efla persónuleg tengsl sveitarstjórn- armanna með endalausum fundahöldum. skýrslugerð og útgáfu á fundargerðum? Mörgum sveitarstjórnar- manni mun vefjast tunga um tönn ef hann ætti að tíunda gagnsenti samhandsins hvað [rá heldur að nefna dæmi jiess að aðgerðir af jiess hálfu hefði haft einhver afgerandi áhrif á gang niála í sveitarfélagi hans. Al' þessum ástæðum m.a. hefur öðru hvoru hólað á umræðum i þá átt að leggja niður sam- handið. hrevta j>ví mjög eða skipta j>ví í tvö samtök eftir kjördæmum. Kostnaður af rekstri samhandsins er og veru- legur. Lauslega áætlað má gera ráð fvrir að framlag Sauðár- króks og Siglufjarðar til sam- handsins nenti urn 12 milljón- um gkr. á jiessu ári. Mörgum finnst án efa að jiessum fjár- munum mætti verja hetur t.d. til samstarfs i skólamálum. Sú hugmynd að jiétthýlis- staðirnir á Norðurlandi-vestra tækju upp óformlegt samstarf um tiltekin verkefni hefur verið lauslega rædd. Vafalaust væri hægt að koma á samstarfi um orkumál, skólamál, vegamál, lagningu hundins slitlags, jafn- vel hafnarmál og atvinnumál Samstarf staðanna beindist að tilteknu verkefni hverju sinni og engri stofnun yrði komið upp í kringum það. Með þessum línum er ein- ungis verið að hreyfa þessu máli ef það mætti verða til þess að koma frekari umræðu af stað. Forvitnilegt væri að fá fram viðbrögð sveitarstjórnarmanna við þessurn vangaveltum og er ekki að efa að Feykir Ijær rúm undir einn eða tvo greinarstúfa um rnálið. Að lokum. vill ekki einhver framtakssöm sveitarstjórn taka rnálið upp til umræðu og boða til fundar um það á næstunni? ..Sif’lfin'lingttr". Fjárhagsáætlanir Siglufjarðar Sparnaður Fjárhagsáællanir bæjítrsjóðs Siglu- fjarðar og stofnana httns voru af- greiddttr á fundi hæjarstjórnar þann 18. maí s.l. Siglfirðingar hafa löngum þótt pólitískir úr hófi fram í hæjarmálum sínum og því þykir það tiðindum sæta hér í bæ að fjárhagsáætlanir hitaveitu. r:tf- veitu. hafnarsjóðs og vatnsveitu voru samþvkktar með atkvæðum ttllrtt hæjarfulltrúa. Aðeins hárust tvær minniháttar hrevlingatillögur við rekstraráætlun hæjarsjóðs. sem að öðru levti var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa. Töluverðardeilur urðu afturá móti um fjárfestingaráform og verklegar framkvtemdir. Snerust þær fvrst og fremst um hversu stórvægilegár gatntigerðarframkvæmdir skuli ráðast i á þessu sumri. Minnihluti hæjarstjórnar. hæjarfulltrúar framsóknarflokksins. vildu gertt ráð l'yrir um 2 milljón kr. lántöku i þessu skini. en tillaga meirihlutans gerði ráð fyrir allt að 4.5 milljónum króna lántöku til gatnagerðarfram- kvtemda. Hugmvndir mtmntt um framkvæmdir draga siðan dám af þessum misnutnandi lillögum. Sparnaður og aðhald í rekstri Heildartekjur hæjarsjóðs Siglu- fjarðar eru áællaðar gkr. 1.374.200 þttr af útsvör gkr. 781.000.000. Að- stöðugjöld eru áætluð gkr. 154.300.000. en fasteignagjöld gkr. 104.500.000. Af rekstri tekst að færa gkr. !H5.821.660. sem má teljast stem- ilega viðunandi. til verklegra frani- kvtemdtt og eignabreytinga. F.ins og áður segir er gatnagerð þ.e.a.s. lagning bundins slitlags á götur stærsta verkefni bæjarsjóðs á árinu. en þttr að auki eru vmis önnur ntál á dagskrá t.d. er gert ráð fyrir gkr. 35.5 milljónum til framkvæmda vegna íþróttamála. 30 milljónirgkr. eru ætlaðar til að byggja bifreiða- gevmslu fyrir sjúkrabifreið. svo eitthvað sé nefnt. 6 . Feykir og aðhald Augljóslega verður að skera nið- ur í rekstri hæjarins þegar gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum. Þegar afgreiðsla áætlanana er liöfð i huga. sú samstaða hæjarfulltrúa sent þá kom í Ijós. verðurað álita að þessi niðurskurður hafi tekist. Hlutfallslegur samanhurður við fvrri ár sýnir reyndar að þannig er málum háttað. Vatnsveitu- og hafnar- framkvæmdir Vatnsveila Siglufjarðar er gömul t'g mest allt neysluvatn er yfir- horðsvatn. Um langt skeið hafa verið uppi áætlanir og hugmyndir um endurnvjun dreifikerfisins og öflun hetra vatns. Af framkvæmd- um hefur þó ekki orðið fyrr en nú. 1 suntar verður reistur nýr miðlunar- lanknr sem fyrsta skrefið í heildar- endurnýjun vatnsveitunnar. Miðlunargeymir þessi er hið mesta mannvirki og kostar unt 150 milljónir gkr. Byggingarfélagið Bútur annast byggingu hans. Töluverðar hafnarframkvæmdir verða í Siglufirði í sumar. Unnið verður að frágangi tog- ttrabryggju. en stærst afram- kvæmdin verður nv smábátahöfn í svo kallaðri Innri-höfn. Þar er einnig gert ráð fyrir að rísi fisk- verkunarhús og önnur aðstaða fyrir smáútvegsmenn. Hitaveita og rafveita Að undanförnu hefur verið unn- ið ttð því að endurskipuleggja og stvrkja rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja. Bæði stóðu þau laklega eftir miklar framkvæmdir á liðnum árum. Ekki verður um miklar nýfram- kvæmdir að ræða hjá fvrirtækjum en þó er gert ráð fvrir nokkrum aðgerðum til að tryggja öryggi í vatnsöflun hitaveitunnar og eðli- legu viðhaldi og stækkun rafveitu- kerfisins. Stendur hissa hreint mfn önd, hrafnar og rissur krunka. Fjallgrimm vissa á Furðuströnd, fallega pissar Brúnka. Jón Ósmann. Nafngiftin gæti átt við alla laxa sem eru það lánsamir að gína við agni veiðimannsins, en svo er þó ekki. þetta er orðaleikur vegna Klak- stöðvar Sauðárkróks sem starfað hefur hér í bæ í rúm 20 ár. Árið 1958 hafði Stangveiðifélag Sauðárkróks Húseyjarkvísl á leigu og samkvæmt samningum átti að setja 5000 kviðpokaseiði í ána. Laxeldisstöðvar voru þá ekki á hverju götuhorni. enda eins og oft gerist i laxalífinu — engan fisk að fá — því var ekki um annað að ræða en ráðast í eigin framleiðslu þó aðstaða og þekking væru af skornum skammti. Árni Blöndal átti norska fræði- bók —- Örredboka — og eftir ná- kvæmar athuganir var hafist handa við öflun klaklaxa. Leyfi til ádrátt- ar var ófáanlegt svo þrautaráðið var að veiða á stöng þó Kvíslin væri ekki tiltakanlega gjöful á þessum árurn. Klaklaxar fengust fjórir. þrjár hrygnur og einn hængur. en þeir félagar voru langt á undan sinni samtíð í jafnréttismálum og veiddu einnig urriðahængsvo kynjaskiptin yrðu hagstæðari. Hvort svona teg- undablöndun hefur verið sam- kvæmt ..Örredboken" eða gamla brjóstvitinu. muna þeirekki lengur, en eftir kreistingu á Saurbæjartúni fengu þeir slatta af frjóvguðum hrognum og til er mynd af þessum stoltu „náttúrufræðingum" — Gunna Helga. Árna og Jóhanni Baldurs. þar sem þeir standa með fenginn. Framhaldið gerðist svo í þvottahúsinu hjá Jóhanni, en hann hjó yfir syðri búð K.S. Eftir þessa vellukkuðu byrjun réðst félagið. árið eftir, I að kaupa beituskúrog var hann notaður fram til 1966 að byggt var núverandi klakhús. gekk á ýmsu frumbýlisár- in og ekki harmkvælalaust. þó stöðugt miðaði fram á við. vegna áhuga og bjartsýni félaganna en það eru góðir förunautar við svona framkvæmdir. Því miður lukkaðist ekki að sigla áfallalaust fram hjá öllum brotsjó- um og eitt sinn þegar við strandi lá var gripið til þess ráðs að Stang- veiðifélagi Siglufjarðar var seldur helmingur í stöðinni og hafa þeir átt hann síðan. Samkvæmt bestu forskriftum hefur klakstöðin sitt eigið vatnsból, lind sem kemur undan Nöfunum og hefur trúlega verið notuð frá því fyrsta að byggt var á Sauðárkróki. Heitt vatn er búið að nota síðan 1960 og lögðu félagar sjálfir leiðsl- una. með góðri hjálp og fulltingi hitaveitustjóra. Klaklaxinn hefur mest verið tekinn i Blöndu, en líka úr öðrurn ám og hefur ætíð verið gætt þess að halda stofnunum hverjum fyrir sig í stöðinni. Fljótlega var farið að selja seiði og hafa þau víða farið en þó mest á Blöndusvæðið enda hafa öll við- skipti við Veiðifélag Blöndu verið löng og farsæi. Lengi vel voru seiði alin í sjó- göngustærð, en fyrir fáum árum var því hætt og öll seiði seld sumaralin, þessi breyting varð til þess að'reksturinn gekk betur en áður. svo vel að Brynjar segir að það sé þolanlegt. og getur svo hver lesið úr þeirri umsögn eftir geð- þótta. Stöðvarstjóri nú er Ingi Frið- björnsson og hefur undir sinni stjórn 3.000.000 seiði sem una hag sínum vel. Uppbygging og rckstur svona stixðvar getur tæpast verið mögu- legur nema með mikilli sjálfboða- vinnu félaga, bæði við fisköflun og hirðingu seiða, en þará móli kemur góður félagsskapur og ánægja þeg- ar vel gengur. áföllum taka nienn eins og þegar lítið fiskast — við fá- um meira á morgun.. Árni og Brynjar sögðu að Klak- stöð Sauðárkróks hefði frá fyrstu tíð notið velvilja veiðimálastjóra. Þórs Guðjónssonar. hefði bæði hann og hans starfsmenn verið reiðu- búnir að hjálpa þeini og leiðbeina og veita alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stóð. „Króklaxabændur" líta björtum augurn til framtíðarinnar og eiga þeir þetta nafn e.t.v. skilið vegna þess að brautin hefur ekki ætíð verið bein og breið. en þeir hafa sneitt hjá ófærunum og krækt fyrir keldurnar. Hefst þó hægt fari. Þúsund ára kristni (Framhald af bls. I) Sögustciðir krístninncir eru verndctðir vegna þess ctö Is- lenclingcir eru kristnir í clcig. Minnisvarðinn við Gull- stein blasir við augum ctf bin- um fjölfarna Norðurlcmdsvegi. Því er þess ctð vcentci, cið mctrgir nemi siaðar, skoði sieininn og hugleiði merkingu hcins. Biskup og vígslubiskup vitnuðu bcíðir til þeirrci orðct, að gefinn skyldi gctumur gömlu götunum. Að numið skyldi slaðar vjð veginci og spurt hver vceri hamingjuleið- in. A kristnum sögustöðum er numið stciðar. Minnisvarðinn í Húnciþingi er reistur til þess cið vuröa leið til lífshcimingju. Iljúlnuir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.