Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 4

Feykir - 24.07.1981, Blaðsíða 4
FeykÍR Ábyrgðarmaður: JÓN F. HJARTARSON. Forslöðunelnd: ÁRNI RAGNARSSON, HILMIR JÓHANNESSON, HJÁLMAR JÖNSSON, JÓN ÁSBERGSSON, JÓN F. HJARTARSON. Uppsetnlng: REYNIR HJARTARSON. Prentverk Odds Björnssonar h.l. Akureyrl Nú hefur verið ákveðið að hefja reglubundna útgáfu frétta- og greina- blaðs fyrir Norðurland vestra frá og með 1. september n.k. Ráðinn hefur verið afburðagóður maður sem rit- stjóri blaðsins og er forstöðunefndin mjög vongóð um erindi þess og við- tökur. Ef hugsað ertil þess hlutverks sem Feyklr getur gengt fyrir kjör- dæmið er ekki að efa að margar vinnufúsar hendur munu leggja blað- inu lið í framtíðinni. Feykir getur orðið vettvangur fyrir umræður um þrótt- mikla uppbyggingu í kjördæminu. Ugglaust er Norðurland vestra það landsvæði íslands sem getur náð hvað mestum framförum í náinni framtíð. Til þess þarf aukið samstarf sveitarfélaga og innbyrðis verka- skiptingu þeirra í milli til að gera kjördæmið sem sjálfstæðast og sjálfu sér nógt á sem flestum sviðum. Virkja þarf alla þá „sundurlausu orku“ sem býr innan kjördæmisins, menn verða að losna úr viðjum vanans og „þröngrar hreppapólitíkur" og líta á heildarhagsmuni kjördæmisins. Þetta vita allir, skilja allir, og vilja allir, en það hefur vantað vett- vang sem Feyki til að ræða málin til lykta. í mörgum greinum og bókum um byggðaþróun er bent á, að hámarksuppbyggingarhraða megi einungis vænta ef beitt er langtíma- skipulagningu (20-40 ára) við þróun landshluta þar sem tillit er fyrst og fremst tekið til heildarinnar. Ef litið er til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virðist reglan vera sú að fjárhags- áætlanir séu gerðar 6 til 12 mánuði fram í tímann (dæmi eru um að fjár- hagsáætlun sé samþykkt eftir að tímabii áætlunarinnar er hálfnað). Verkefni þau sem sveitarfélög gang- ast fyrir bera og með sér að vel flest hinna stóru og veigamiklu verkefna sem sum eru ofviða einu eða fáum sveitarfélögum sitja á hakanum. Jafnvel stærstu hagsmunamál kjör- dæmisins svo sem uppbygging nýrra starfa í atvinnulífi eru stórlega van- rækt vegna stjórnskipunar sveitar- félaga og sambandsleysis þeirra í milli. M.a. þess vegna á Feykir erindi til lífs. Skv. þessu er því eðlilegt að álykta að byggðaþróun á Norðurlandi vestra geti orðið hraðari og markvissari ef sveitarstjórnir temdu sér áætlana- gerð til lengri tíma og lita á verkefni sín í Ijósi heildarinnar. Af þessu sést að þörf er umræðna, umbóta og er vonandi að Feykir geti haft jákvæð byggðaþróunarlg áhrif með grein- um þeim sem hann birtir. En Feykir getur gegnt miklu stærra hlutverki en því að vera umræðugagn fyrir sveitarstjórnarmál, byggðaþróun og háalvarlega umræðu um stjórn- mál. Allt það smáa og stóra sem menning og listir ala af sér þarf sitt rúm, og ekki má gleyma hvurndags- glímunni, hestamennskunni, kveð- skapnum húmornum, fiskinum og salti grautsins. Jón F. Hjartarson. FELAGS- STARF ALDRAÐRA Undanfarna tvo vetur hefur blóm- legt starf verið í félagi aldraðra á Sauðárkróki. Safnaðarheimilið hýsir starf- semina, sem og raunar fleiri klúbba, en þar eru ljómandi vistleg húsakynni. „Og svo verður sungið og spilað“ segir í kvæði eftir Stein Steinár og á það vissulega við þarna, bæði spil- að á spil og orgel og sungið af gest- um og félögum. Á miðvikudögum er föndrað, mætir þá hver með sína handa- vinnu og einnig hefur verið hægt að fá efni og tilsögn ef menn langar að reyna eitthvað nýtt, og enginn er of gamall til þess. Á sunnudögum hefur verið kaffi og ýmislegt til skemmtunar, koma þá gjarnan önnur félög og klúbbar sem aðstoða við gleðskapinn, sem getur verið af mörgu tagi. söngur, upplestur, myndasýningar, kvæða og visnaflutningur og hvað eina sem fólki dettur í hug. Allt er þetta vel þegið og víst er óhætt að fyllyrða að áheyrendur eru þakklátir og finna líka ánægju í því að hittast og spjalla. Myndirnar sem fylgja voru teknar þegar Rotaryfélagar mættu galvaskir í Safnaðarheimilið og ætti þessi samkoma að hafa lukkast vel, því þarna má sjá, bakara til að skaffa meðlætið, kaupmann sem skotist gat yfir götuna ef kaffið vantaði, rafveitustjóra sem bjargaði orkumálunum, forstjóra, þeir eru jú alltaf með ekki satt og læknir til að tryggja það að fólkið lifði af veitingar og þjónustu hinna, nú og auðvitað gjaldkera til að borga brúsann. Þó starfsemi félags aldraðra sé mest yfir veturinn er þó fjarri því að menn liggi í dvala yfir sumarið, þá er „góða“ veðrið og „færðin" notuð til þess að létta sér upp. Ein skemmtiferð um Skagafjörð er nýlega afstaðin og önnur áform- uð í ágúst og þá fá Siglfirðingar heimsókn. Samkoma er líka áformuð 23. júlí kl. 13 og meðal atriða er myndasýning, nú og auðvitað kaffi og vist. Reglulegt vetrarstarf hefst svo fyrst í september þegar menn eru komnir í ró eftir sumarið. Hilmir. '< f' ■f'Y rf r bqö fra suö-auatri Húsin koma sunnan og austan við Sjúkrahúsið. Ibúðir fyrir aldraða í Skagafirði Forvinnu fyrirsmiði á íbúðum fyrir aldraða á Hofsósi og Sauðárkróki miðar vel áfram og er gert ráð fyrir því, að framkvæmdir geti orðið samstíga á þessum stöðum en muni hefjast seinna í Varmahiíð. þarsem ennþá hefur ekki verið úthlutað lóð til þessarar þjónustu. Byggingarnefndarteikningar af íbúðunum á Hofsósi eru nú á loka- stigi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og verða lagðar fyrir byggingar- nefnd Hofsóss bráðlega. í síðustu viku samþykkti byggingarnefnd Sauðárkróks teikningar arkitekt- anna Hilmars Þórs Björnssonar og Finns Björgvinssonar af íbúðum fyrir aldraða og hjúkrunarheimili á Sauðárkróki, og má sjá skýringar- mynd af þessum byggingum hér til hliðar. Samkvæmt teikningunum verða byggðar tvær álmur austan við Sjúkrahúsið til suðurs í átt að læknisbústaðnum. í þeirri álmunni. sem nær verður Sjúkrahúsinu, sem verður tvær hæðir og kjallari. verður hjúkrunarheimili, en dval- aríbúðir í hinni, sem verður tvær hæðir. Innangengt verður frá Sjúkrahúsinu í hjúkrunarheimilið og þaðan íbúðaálmuna. Með því að byggja við Sjúkra- húsið nýtist fullkomlega sú að- staða, sem þar er fyrir, s.s. þvotta- og eldhúsaðstaða auk læknis- þjónustu. Því er ekki gert ráð fyrir öðru starfsfólki en einum starfs- manni til hreingerningar á sameig- inlegum vistarverum og aðstoðar við hreingerningar í íbúðunum. Meira starfslið verður á hjúkrunar- heimilinu. þar sem pláss verður fyrir 26 einstaklinga, sem þurfa hjúkrun og aðhlynningu. í dvalaríbúðum verður pláss fyr- ir 22 manns í einstaklingsibúðum og tveggja manna íbúðum. hjóna- íbúðum. I einstaklingsíbúðum verður svefnstofa. baðherbergi. eldhús og anddyr en hjónaíbúð- irnar verða stærri. hafa svefnhver- bergi auk setustofu. Eldhúsgluggar vita fram á bjarta ganga svo hægt verður að fylgjast með því. sem þar fer fram og af ganginum geta nágrannarnir styrkt von sína um kaffi dreitil eða misst hana. Gang- arnir munda ú.t í setustofum í norðurenda með útsvni til norðurs. í milligangi milli álmanna verða hins vegar setu- og blómastofur með útsýni fram í Skagafjörð. í kjallara undir hjúkrunarheim- ilinu verða salarkynni fyrir iðju- þjálfun og félagslíf íbúanna og hugsanlega fyrir eldra fólk. sem býr niðri í bær. Gert er ráð fyrir því. að allir íbúar eigi kost á hádegismat frá eldhúsi Sjúkrahússins hvern dag en eldi annars fyrir sig sjálfir og gesti sína eftir því sem unnt er. Að sögn Sæmundar Hermanns- sonar, formanns byggingarnefndar íbúða fyrir aldraða í Skagafirði. hafa Skagfirðingar tekið fjársöfnun til framkvæmdanna ákaflega vel og hafa þegar safnast um 400.000 kr. (40 milljónir gkr.). Búist er við því, að enn meiri skriður komist á söfnunina þegar framkvæmdir hefjast og árangur fer að sjást. í lok júlíerætluninaðaðgeragangskörað safna saman gulu baukunum góð- kunnu, sem áreiðanlegu eru teknir að þyngjast út um bæ og sveitir. Auk fjársöfnunar meðal Skagfirð- inga hefur byggingarnefndinni verið heitið liðsinni af lífeyrissjóð- um í Skagafirði og Húsnæðisstofn- un ríkisins, þannig að Sæmundur taldi peningahliðina líta vel út. Sæmundur sagði útboðslýsingu vera í undirbúningi svo búast mætti við því, að framkvæmdir við grunn og kjallara hæfust i ágústmánuði. Ætlunin er síðan að bjóða út smíði hússins sjálfs að vori. þannig að fokhelt yrði það næsta sumar. ár. Leiðrétting Af vangá láðist að geta þess í síð- asta tölublaði að Jónas Snæbjöms- son tók saman grein um vegafram- kvænnlir í Húnavatnssýslu í sumar, Gunnar Gunnarsson frá Syðra- Vallholti sagði frá söngför Heimis á Vesturland. Slysagildran Ógnvekjandi ærslaleikur með sorglegum endalokum, eftir bæjarstjórn Sauðárkróks Að vísu hcfur einungis orðið fjárhagstjón á brúnni yfir Sauðá enn sem komið er, þegar bílar hafa rekist þar á. Það kemst bara einn yfir í einu ... En ærslaleikurinn er ckki búinn. Bæjarbúar verða að búa sig undir að einhver þeirra hljóti heilsu- eða lífstjón af áður en lýkur. Líklega þarf dauðaslys til svo finna megi haldgóð rök fyrir fjárfest- ingu í nýrri brú, svo haldgóð, að þeir sem ákveða fjárhagsáætlanir bæjarins taki þau gild. Að sjálfsögðu þarf margt brýnna mála að komast á fjárhagsáætlun og bærinn hefur ekki úr miklu að spila. Stundum er fjárhagsáætlun gerð eftirá og er það kannski auðvcldast, því annars þarf haldgóðu rökin. Slysagildra er ckki sannanlega slysagildra fyrr cn í henni hefur orðið slys — eða hvað? Og fyrst þegar slys er orðið, geta þeir með fjármálin væntanlega séð slysa- gildruna, nema þeir hafi náttúrulcga lent í henni sjálfir svo ekki þurfi um að binda. Sumir segja, að verst sé ef börnin okkar hljóti örkuml eða dauða vegna skorts bæjaryfirvalda á haldgóðum rökum, þau sem trítla upp í skólagarðana eða á starfsvöllinn eða bruna á hjóli niður Spítalastiginn. Og þcssir sömu sumir segja, að miklu líklcgra sé að börnin lendi í gildrunni, því hvað sem öllum þroska líður þá séu pólítíkusarnir manna reyndastir í að sleppa hjá gildrum. Góðir bæjarbúar — njótið þessa æsispennandi ærslaleiks. Að- gangur er ókeypis, aðeins krafist þátttöku vkkar. Trampið á brems- una, takið til fótanna, svitnið og kólnið, að leikslokum þarf ekki að spyrja. Þyrla l.andhelgisgæslunnar. I’aó er ekki nng aó lilaka vængjiinuni IiI aó fijúga. Flugdagur á Sauöárkróki 1981 ávinningur ef flogið yrði frá Sauðárkróki snemma árdegis eða að kveldi. Þeir töldu brýnt að Flugleiðir nýti sömu leiðir og minni flugfé- lögin hafa gert til þess að auka þjónustuna og ef Flugleiðir treystu sér ekki til að reka flugið nema með einni stærð af flugvélum væri ástæða til að stofna annað flugfélag til þess. Þeir bentu á að eina sjónarmiðið sem ætti að ráða þegar valinn væri staður fyrir vara- alþjóðaflugvöll væri öryggissjónar- miðið og þá hlyti Sauðárkrókur að verða fyrir valinu. Nauðsynlegt væri að malbika flugvöllinn hið bráðasta og jafnvel að hafa hann upphitaðann eins og Jóhannes R. Snorrason hefði bent á á sínum tíma. Eðlilegast töldu þeir að Flug- leiðir ættu vélar af blönduðum gerðum og stærðum. Hægt væri að sinna ferðatoppum með samstarfi flugfélaga því flugflotinn réði við það. Loks bentu þeir á að vert væri að hugleiða hvort ekki væri skyn- samlegt að staðsetja flugvél á Sauðárkróki m.a. með tilliti til sjúkraflugs og öryggissjónarmiða einnig væri með þeim hætti unnt að bæta þjónustuna. Það er áhorfsmál hvaða fjármagn streymir burt með flugþjónustunni. Fjöldi fólks skoðaði flugvelarnar. Tileinkaður Dr. Alexander Jó- annessyni frá Sjávarborg, einum af frumherjum flugs á íslandi og stofnanda Flugfélags íslands. Heiðursgestir voru Ásbjörn Magnússon og Kona hans. Ásbjörn hefur unnið mikið að flugmálum íslands einkum er þáttur hans stór í sviffluginu. Dagskráin var fjölbreytt og góð. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgunarflug, fallhlífarstökk 3ja Norðlendinga, listflug svissnesks flugmanns, Orion ratsjárflugvél miðnesinga flaug yfir Keflavík, Garð og Sauðárkrók, Ómar Ragn- arsson sýndi fram á hvernig „Frú- um 3 milljónir kr. í notkun. Þeir töldu að ekki væri hægt að sam- ræma flugsamgöngur á Norður- landi vestra (Siglufjörð, Sauðár- krók, Blönduós, Hvammstanga) nema að litlu leyti, fólk væri á móti millilendingum, þó svo að Flug- leiðir hefðu iðulega samtengt flug milli Húsavíkur og Sauðárkróks sem spyrli virtist fjarlægara. Til að flug til og frá Sauðárkróki stæði undir sér með tveimur ferð- um á dag (800-850 tímar á ári) þyrfti 60-70% sætanýtingu, bentu þeir á að mjög óhentugt væri að nýta miðdegisflug til erindarekst- urs í Reykjavík og væri því mikill in" hagar sér þegar henni er ekki stjórnað af bóndanum. Vakti flug hans bæði hrifningu og kátínu enda er hann aðalsmaður okkar íslend- inga í kimni og fimi til orðs og æðis í lofti. láði og legi. Þá var farið i hópflug um Skagafjörð með 8 litl- um vélum og að því loknu var boðið upp á úlsýnisflug. Feykir tók þá Finn Þór Frið- riksson og Eið Benediktsson tali um flugmál á Sauðárkróki. í máli þeirra kom fram að auk mætti tíðni flugsamgangna til og frá Sauðár- króki með því að taka smærri vélar (10-12 manna) sem líklega kosta Málverkasýning Elías B. Halldórsson hafði mál- verkasýningu um hvítasunnuna í Safnahúsinu. Elías sýndi sextíu myndir, flestar í olíu og pastel. Sýninguna skoðuðu I50 manns og er sú tala of lág miðað við þennan víðfræga fólksfjölda, vonl- aust er þó að ræða slíkt héðan af, en svona tómlæti þurfum við að leggja af þegar heimamenn eiga hlut að máli. Undirritaður var hrifinn af þess- ari sýningu og þó Feykir stundi ekki listrýni enn, hvað sem seinna verður. er rétt að það komi fram að allir sem ég talaði við voru sam- mála um að myndirnar væru góðar. Til hamingju Elías. Hilmir. SvifiA iim loftin blá. Hún er rennileg þessi. 4 . Feykir Feykir . 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.