Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 2

Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 2
ANNALL1981 Rauðsokka skrifar Vorið 1981 var kalt og þurr- viðrasamt frammi í Skagafirði cins og víðar. Sauðfé stóð á beit í túnum fram yfir Hvftasunnu, og tók lengi vel hverja þá gróð- urnál, sem brauzt upp á yfir- borðið, leitandi eftir birtu og yl. Það er ekki von að túnin verði falleg þegar svo stendur, enda spratt seint og sláttur hófst ekki almennt fyrr en seinnihluta júlf- mánaðar. Með komu hundadaga skipti um tið, sem oft vill verða. Þá gekk hann i rigningar og óþurrka, sem margan hafa hrellt við heyþurrkinn. Þó hröktust hey ekki að ráði, vélvæðingin gerir bændum líka kleift að ná miklum heyjum á skömmum tíma. Það má einnig hafa vak- andi auga, þegar þurrkurinn stendur kannske ekki nema daginn. Eftir höfuðdag hefur tfð verið köld, og kólnandi svo suma daga hefur nánast verið vetrarveður. Frostnætur voru skarpar um mánaðamótin sept.-okt., og hrfðarveður i útsveitum suma dagana. Heyskapur stóð lengi fram eftir septembermán. Þar sem sfðast náðist. Yfirleitt eru hey minni heldur en i meðalári. Skemmtilegar undantekningar eru þó til, þar sem einstaka bændur hafa heyjað betur og meira heldur en nokkru sinni áður, og þakka hagnýtri áburð- argjöf, natni við húsdýraáburð, skipulegri vorbcit og friðun skáka á vori. Veður fengust björt og góð í göngum á Stafns- og Eyvindar- staðaheiði, afréttarlöndum þeirra Bólhliðinga, Lýtinga og frmhl. Seyluhrepps. Gerði það gæfumuninn að göngum var flýtt um eina viku á þessu svæði. Annarsstaðar fengu menn þtkur og dimmvirði, sem töfðu göngur og hindruðu leit. Stóð var réttað i Stafnsrétt á þeim degi sem að var komið, svo sem venja er til, en daginn eftir, fimmtudaginn 17. sept. var féð réttað i Stafnsrétt i miklu önd- vegisveðri, logni og blíðu. Réttastörf gengu greiðlega sem oftar f Stafsrétt, enda þótt þangað kæmi að þessu sinni fé ofan af Haukagilsheiði, sem að réttu lagi ætti að renna til Mælifellsréttar, en það er annar kapituli og verður ekki rætt nánar hér að sinni. Fé þótti koma vænt af fjalli, en föll reynast ekki sem vonir stóðu til. Yfirleitt virðast dilkar léttari f ár en oft áður, og kann þar um að valda kalt vor og e.t.v. minni gjöf, vegna ákvarðana Framleiðsluráðs um kvóta og fóðurbætisskatt. En svo er hún Ifka eftir — rúsínan f pylsuendanum — kál- lömbin svokölluðu, sem verða afsett sfðustu sláturdagana. Þau hafa löngum reynzt drjúg til frálags. 5. okt. ’81 G.G. Af sogkrafti Ég á rauða sokka í fórum mínum, áberandi og þrælsterka, sem ég er geysilega stolt af. Þeir eru þeirri náttúru gæddir að hafa hliðstæð áhrif á karlmenn og rauður litur á mannýg naut, enda eru menn og naut um margt líkir (sbr. orðin nautsterkur, nautheimskur o.s.frv.). Ég er sumsé ekki fyrr komin í sokka þessa en karlmenn gerast með eindæmum æstir, þeim hitnar í hamsi, ráðast að mér æfir af bræði og reyna af fremsta megni að bola mér burt. En mér er í blóð borin leikni nautaatsmanna og hef því gaman af að leika á dýrin og beita á þau vopnum mínum. Núna upp á síðkastið hef ég hvað eftir annað orðið að fara í fyrr- nefnda sokka og skal nú greint frá tildrögum þess. Ég hef tekið eftir því æ ofan í æ að jafnréttislögin eru mélbrotin í fjölmiðlum þegar aug- lýst er eftir matráðskonum, bíla- viðgerðamjönnum, hreingeming- Úr Skarðsár- annál Anno 1453. Var abbadís Þóra að Stað í Reyninesi. Voru þá fangaðir 18 þjófareðurránsmenn fyrir vestan Staðaröxl í einum helli, sem síðan er kallaður Þjófahellir; höfðu þeir rænt kon- um og píkum, týgjum og vopnum og öðru fé, og báru í hellirinn, en smalamaður á Reynistað komst í hellirinn, sem þeir sváfu, og bar frá þeim öll vopn, og sagði til þeirra. Tóku sig saman sveitar- menn, margt lið, og fönguðu þá, og höfðu heim til Staðar, og geymdu þá í 3 nætur, á meðan þingað var, og síðan voru þeir hengdir 17 þar suður á vellinum, er síðan heitir Gálgagarður, en dysjaðir fyrir sunnan á í gilinu; heitir þar af Dysjagil, en hinn 18. af þeim fékk líf; hann var 18 vetra að aldri, og höfðu þeir hrætt hann til með þeim að vera að ránum og þjófnaði. Lesendabréf af Skaga Skaga, ll.október 1981 Herra ritstjóri! Svoleiðis er, að í kreppunni sálugu, sem enginn vissi, hvaðan kom né hvert hún fór, hrökklaðist ég frá höfninni í Reykjavík norður á Skaga, þar sem ég altént gat dregið þyrskling úr sjó mér til viðurværis og mínu fólki. Enda taldist ég þá kommi án gæsalappa. Síðan hef ég alltaf verið dyggur áskrifandi blaðsins míns Þjóð- viljans, sem innblés mér hugrekki í nauðum. Nú er ég orðinn feitur grá- sleppukarl og þarf í rauninni ekki á þessu að halda, en það skrýtna við mig er það, að ég hef alltaf vissar taugar til blaðsins míns. Þegar ég kem heim eftir 8 klukkustunda útivist á náttstuttum degi við ysta haf, er ég vanur að taka mér í hönd þetta Blað mitt, sem ég vann fyrir, þegar ég átti ekkert, og ætlaðist til að væri minn betri maður, eftir að ég komst í efni. Ég á þá von á að sjá vel skrifað efni um verkalýðshreyfingu, þjóð- frelsi og sósíalisma, en ekki ósköp eins og til dæmis þessi: 1. Ég sé upp og niður heilar síð- ur helgaðar kratafugli, sem hér fyrir norðan mundi aðallega vekja spé og þó ekki spé, því að enda þótt við þykjufn stundum nokkuð hranalegir hér á norðurhjaranum, telst það ekki góð latína að leggjast á lítilmagnann, en sökum þess að mér er Blaðið kært frá fornu fari, reyni ég að finna því til málsbóta, að Nýtt hland hafi hlaupið fyrir hjartað á ritstjórninni. 2. Ég er vafalaust eitthvað und- arlegur og öðruvísi en aðrir en ég get ekki að því gert, að mér finnst heil opna af hengibrjóstum og hristirössum eiga heima i öðru blaði en málgagni verkalýðshreyf- ingar, þjóðfrelsis og sósíalisma. 3. Við hér á Skaga erum bless- unarlega lausir við spursmál eins og lesbýjur og homma og mér finnst skjóta nokkuð skökku við að sjá heilar síður Þjóðviljans fullar af útlistunum á þessum ónáttúrlegu fyrirbærum. Okkur er svo hjartan- lega sama hvernig þeir eðla sig þarna fyrir sunnan, og hér er það a.m.k. ekki gert fyrir opnum tjöld- um. Nú er ég að fara á sjó og læt þetla því nægja í bili. þjnn Kobbi. Umsjón: Kristján Þ. Blöndal. BRIDGE Bridgefélag Hvammstanga 18. 10. var spilað á Hvammstanga hið svokallaða Guðmundarmót. Mótið er kennt við Guðmund Kr. Sigurðsson keppnisstjóra og voru spilarar víðsvegar að mættir tii leiks. Kaupfélag V-Húnvetninga gaf vegleg verðlaun til mótsins. Bestum árangri náðu eftirtaldir: 1. Þórir Leifsson - Þorsteinn Pétursson (Borgarf. 165 2. Eyjólfur Magnússon - Kristján Blöndal (Hvamms- tanga-S.króki) 130 102 3. Guðjón Karlsson - Rúnar Ragnarsson (Borgarnesi) 4. Karl Sigurðsson - Kristján Björnsson (Hvammstanga) 79 5. Símon Gunnarsson - Rafn Kjartansson (Akureyri) 78 6. Einar Svansson - Skúli Jónsson (Sauðárkróki) 50 7. Ágúst Guðmundsson - Jón Gestur (Borgarnesi) 15 8. Jóhannes Guðnason - Björn Friðriksson (Hvammstanga) 14 Þátttakendur voru 24. Bridgefélag Sauðárkróks 14. 10. lauk einmennings- og firmakeppni félagsins. Bestum ár- 1. Einmenningskeppni. Gunnar Guðjónsson 270 angri náðu: 2. Bjarki Tryggvason 269 Firmakeppni. 3. Gunnar Þórðarson 268 1. Sauárkróksbær 148 4. Páll Pálsson 264 2. Loðskinn 145 5. Björn Guðnason 262 3. Hótel Mælifell 144 6. Reynir Barðdal . 260 4. Rafsjá 139 — -2 n s 5. Sauðárkróks apotek 134 f 6. Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen 133 / t — Leiöbeiningarstöö um gerð þjóðbúninga Tekin er til starfa leiðbeiningarstöð um gerð íslenzkra þjóðbúninga á Laufásvegi 2, Reykjavík, annarri hæð, í húsakynnum Heimilisiðn- aðarskólans. Leiðbeiningarstöðin er starfrækt á vegum Samstarfs- nefndar um íslenzka þjóðbúninga, sem starfað hefur frá 1970. f nefndinni eru aðilar frá Heimilis- iðnaðarfélagi íslands, Kvenfélaga- sambandi íslands, Þjóðdansfélagi Reykjavíkur og Þjóðminjasafni Is- lands. Þjóðhátíðrsjóður hefur veitt styrk til að hefja starfsemi leið- beiningarstöðvarinnar. Fríður Ólafsdóttir, fatahönnuð- ur og handavinnukennari, er starfsmaður leiðbeiningarstö;ðvar- innar. Mun hún vei.ta leiðsögn um eldri og yngri gerðir þjóðbúninga, æskilegt efnisval, snið og munstur og auk þess safna heimildum og skrá heimildir um íslenzka þjóð- búninga. Leiðbeiningastöðin er opin mánudaga klukkan 16-18 og miðvikudaga klukkan 10-12, sími 15500. Þjóðbúningur er einn þáttur þjóðlegra menningarverðmæta, sem ástæða er til að vemda og leggja rækt við, svo að þeir af- skræmist ekki go traust, fagleg leiðsögn gerir fólki auðveldara að eignast búninga, sem fylgja hinum Upphaflegu gerðum. F.h. Samstarfsnefndar um ís- lenzka þjóðbúninga, Friður Ólafsdóttir. Oddvitinn: Stefna landbúnaðarráðherra er: „minnka bú.“ Var einhver að tala um refabú? Oddvitinn: Þetta er afleiðingin af því sem koma skal. arkonum og karlmönnum til erfið- isstarfa, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er margtuggið ofan í landslýð, jafnt í útvarpi, sjónvarpi og blaðvarpi, (eða hvað þetta nú heitir), án þess að nokkur varpi fram þeirri spurn- ingu hvort hér sé um lögleysu að ræða. Skyldi því engan undra þótt mér þyki nóg um og noti rauðu sokkana ekki sparlega um þessar mundir. Til þess að bæta úr þessu misrétti legg ég til að í stað þess að kyn- greina starfsfólk í atvinnuauglýs- ingum, skuldi atvinnurekendur temja sér notkun starfsheita sem átt geta við bæði kynin. Reyndar nota margir orðið starfskraftur en í stað þess tel ég að nota skuli fjölbreyti- legri orð sem eiga sér aldagamlar rætur í tungu okkar. Síðari hluti orðsins, þ.e. kraftur, líkar mér að vísu vel og tel hann í mörgum til- fellum, geta sameinað starfsheiti þessi. Víkjum þá aftur að fyrrnefndum dæmum. Orðið matráðsfcona felur í sér að viðkomandi sé kvenkyns. Til að bæta úr því álit ég að kenna megi starfskraftinn við mat og nefna kjötkraft, (beygist eins og starfskraftur). Næsta dæmi er bíla- viðgerðarmaður, ótvírætt vísað til karlkynsvera. Væri ekki úr vegi að kenna stétt þessa við eitt aðalvið- fangsefni hennar og nefna drif- krafta. Þá er komið að hreingern- ingarkonum. Betra þætti mér að vísa til eins starfsþáttar þeirra, þ.e. ryksugs, — og kalla sogkrafta. Reyndar er þetta orð þeim kost- um búið að spanna fleiri starfssvið. Kemur mér þá fyrst í hug starfs- menn við So£.svirkjun sem sann- lega eru so^kraftar. En ekki er auðvelt að kenna allar stéttir þjóð- félagsins við krafta þótt hér hafi verið nefnd nokkur dæmj þess. Illa líkar mér t.d. tökuorðið apotekari — og legg hér með til að fólk þetta verði héðan í frá nefnt því ramm- islenska orði /nedo/menn.Getur það bæði átt við um konur og karla því bæði er sagt „hún er meðal- maður“ og „hann er meðalmaður". Læt ég hér lokið upptalningu þessari í von um að atvinnurek- endur bæti ráð sitt. — Ef þeir aftur á móti hundsa þessa ábendingu þá fæ ég mér annað par af rauðum sokkum, enn sterkara og skærara en það fyrra. Mun ég þá aldrei klæðast öðrum sokkum en rauðum enda hef ég þá til skiptanna. Rauðsokka. Mannfjöldi, mannafli og tekjur Nýverið kom út hjá Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar rikisins ritið Mannfjöldi, mannafli og tekj- ur. Bókin er 227 bls. og er megin- innihald hennar tölulegar upplýs- ingar. Einn þáttur þessara talna- dálka er um mannafla atvinnu- greina skv. slysatryggðum vinnu- vikum eftir stöðum og byggðarlög- um. Er það þannig reiknað að deilt er með vikufjölda ársins í fjölda vinnuvikna í hverri starfsgrein. Fást þannig „unnin mannár". Við gripum nokkrar tölur útúr þessum upplýsingum og settum upp töflu með fjölda „mannára" í atvinnugreinum á Sauðárkróki og Siglufirði, en settum til gamans sambærilegar tölur frá tveimur kaupstöðum af svipaðri stærð, Húsavík og Neskaupstað. Sauðár- Siglu- Húsa- Nes- krókur fjörður vik kaupst. ár % ár % ár % ár % í. Landbúnaður .... 8 0.8 2 0.2 i 0.1 3 0.4 2. Fiskveiðar 70 7.0 120 12.1 142 13.2 75 9.5 3. Fiskiðnaður 126 12.6 354 35.8 155 14.4 241 30.6 4. Iðnaður 215 21.5 107 10.8 181 16.8 101 12.8 5. Byggingariðn. og i 11.4 161 16.1 105 10.6 116 10.8 90 6. Rafv. vatnsv 10 1.0 15 1.5 13 1.2 4 0.5 7. Samgöngur 40 4.0 29 2.9 59 5.5 34 4.3 8. Versl. viðskifti ... 142 14.2 74 7.5 163 15.1 89 11.3 9. Þjónusta 226 22.6 183 18.5 249 23.1 150 19.1 J. K. 2 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.