Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 4

Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 4
FcykÍR ÚTGEFANDI: FEYKIR H/F. Rltstjórl og ábyrgðarmaður: BALDUR HAFSTAÐ. Auglýslngar: BJÖRN MAGNÚS BJÖRGVINSSON, Sfml95-5661. Rltstjórn: ARNI RAGNARSSON, HILMIR HÓHANNESSON, hjálmar jönsson, jön Asbergsson, jón fr. HJARTARSON. Rltnetnd á Slgluflrði: BIRGIR STEINDÖRSSON, SVEINN BJÖRNSSON, GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON, KRISTJAN MÖLLER, PALMI VILHJALMSSON. Rltnefnd á Hvammstanga: HÓLMFRlÐUR BJARNADÖTTIR, EGILL GUNN- LAUGSSON, HELGI ÓLAFSSON, ÞÓRVEIG HJART- ARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS HALLDÓRSSON. Rltnefnd á Blönduósi: MAGNÚS ÓLAFSSON, SIGMAR JÓNSSON, BJÖRN SIGURBJÖRNSSON, ELlN SIGURÐARDÓTTIR. Rltnefnd á Skagaströnd: ELlN NJALSDÓTTIR, SVEINN INGÓLFSSON, JÓN INGIINGVARSSON, MAGNÚS B. JÓNSSON, ÓLAF- URBERNÓDUSSON. Útllt: REYNIR HJARTARSON. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF. AKUREYRI 1981 Feyklr er hálsmánaðarblað. Askrlft 10 kr. á mánuðl. Lausasala 8 kr. Berseks- gangur Ætli við íslendingar séum ekki meira fyrir að hamast en margir aðrir? Það er eins og það eigi vel við okkur að taka ærlega til hendinni á stundum, vinna í skorpum, vitandi það að slagurinn muni ekki standa lengi. Skólafólk hefur ekkert á móti ákvæðisvinnu einhverja sumarmánuði, og er óhresst yfir helgar- og yfirvinnubanni í frystihúsum. Og fólk í sláturhúsinu sæk- ist jafnvel eftir að vinna mjög langan vinnudag þær 5-6 vikur sem sauðfjár- slátrun stendur. Að loknum hamagangin- um er kannski unnt að hvílast vel, liggja undir feldi um hríð og íhuga vandamál heimsins. Drykkjusiðir okkar bera einnig keim af þessu skorpu-eðli: Það þarf helst að klára úr flöskunni í snartri, sé hún opnuð á annað borð. Sigri hrósandi sagði ungi maðurinn við vinnufélaga sína á mánu- dagsmorgni: „Þetta var hörku-heigi. Ég man bara ekkert hvað gerðist.“ En gam- anið getur orðið grátt og timburmenn miklir ef rispan dregst á langinn. „Það sem virtist grænt í gær, gulnað hefur síð- an,“ sagði einn timburmaður. Berserkirnir fornu voru líka lengi að ná sér eftir að æðið hafði komið yfir þá. Kveld-Úlfur jafnaði sig aldrei eftir berserksganginn við Noregsstrendur þeg- ar hann hefndi sonar síns Þórólfs og sigldi til fslands. Kveld-Úlfur lést í hafi, kom dauður að ströndum landsins. Videóið eða myndböndin eru um þessar mundir skoðuð í akkorði. Það er ekki staðið upp fyrr en dagskráin er tæmd. Við þolum líklega stuttar skorpur nokkuð vel, hvort sem þær eru á slátur- húsi, við skál, eða myndsegulbönd. En það er verra ef slagurinn stendur mjög lengi. Útlendingar gapa yfir allri okkar yfirvinnu. Tveggja tíma yfirvinna og það- an af meira allan ársins hring er líkleg til að minnka vinnugleðina. Þú hættir kannski líka að hlakka til, hættir að heyra niðinn hinum megin við fjallið. Og ætli það fari ekki fyrir miklum videomönnum eins og vinnufélaganum sem mundi ekki eftir helginni góðu. Þú manst ekki um hvað myndirnar voru. En þetta hörkumyndir. voru EFTIRLEITIR OG SLATURTIÐ Það er miklu hent af verðmætum Nú eru göngur liðnar og raftir, eftirleitir og hreppaskil. Sígur á sláturtið, og það eru einungis hörðustu kálbændur sem enn beita lömbum á grænfóðurakra og eiga óafsett sláturfé. Nú eru þessir kálakrar að missa nýja brumið, enda ala þeir á offram- leiðslu á kjöti. Svo þykja lika döðlupálmar lystugri þessum lambagrislingum, enn er þó litt um það að lömbum sé gefið slíkt lostæti, nema þá þeim einstak- lingum sem eiga að slá metin, komast á siður dagblaðanna og í sjónvarpið. Á síðustu árum hefur það orðið æ algengara að sjóngóðir menn eru sendir í loftin blá á flugvélum, til að leita eftirlegu- kinda á afrétti og visa leitar- mönnum á jörðu niðri á. Er þá flogið lágt með drögum og hæð- arkömbum, og það getur orðið ógaman að sjá landið koma svona fljúgandi á móti sér, á fleygiferð, svo hrjóstugt sem það er viða á afréttum og öræf- um þessa sfunga lands. Þar eru skyndilega framundan klettar og kiungur, gínandi gil og gljúf- ur, og það getur jafnvel orðið svo, þegar flugvélin þýtur með ógnarhraða rétt yfir egghvössu grjótinu, að leitarmönnum finn- ist sem þeir séu að farast, þeir svitna og selja upp sem land- krabbi á hafi úti. Þá fer Iftið fyrir leit. Á slikum áhrifaríkum örlaga augnablikum fer litið fyrir mannssálinni. Lifuð æfi þýtur um hugskotssjónir einstaklings- ins sem samandregin leiftur- mynd á sjónvarpsskermi. Það er einhver ónotalegasta tilfinning sem hent getur, þá er sem sé staðið á mörkum tveggja heima. Það er varla að menn hafi þá tima til neins. Það þarf sterkar taugar til að þola slikt, og þá ekki síður ef hann rýkur upp bandvitlaus á austan, sem hann allt í einu getur gert á þessum breiddargráðum, án þess að Veðurstofan hafi getið um það einu orði. Hér áður fyrri var ekki farið á flugvélum í eftirleitir. Fyrr var farið á hestum, harðir karlar i vaxfötum, veðurbitnir með hunda og trúss, lögðu ótrauðir inn á öræfin, ákveðnir i að standast hverja raun. En nú eru hundar jafnvel hafðir heima meðan á fjall er farið, og fint talið. Það er eigi litil framför að hafa flugvélar til fjárleita, einn er þó sá Ijóður á, að það þarf seiglings sjón, að sjá og greina kind og kind, sem legið hefur eftir f víðáttum öræfanna. Jafn- vel hefur það hent hina vöskustu loftferða-eftirleitamenn að koma ekki auga á ffleflda gangnamenn, riðandi á fljúgandi gæðingum með hinu fríðasta föruneyti skammt framundan vélinni. Hver er þá von þeir sjái kindabjálfa sem legið hefur eftir í fyrstu leit? Er þá nema von menn spyrji til hvers slfkt sé. Er þetta ekki bæði dýrt spaug og hættulegt? Kannske það komi á daginn, það sem karlinn sagði: Ég held að gamla lagið sé bezt. Er ekki verið að spara eyrinn og kasta krónunni með þessu háttalagi? Það er að vfsu hægt að merkja peninginn, svo hann verði skarpari fyrir augum leit- armanna. f ölpunum er bjöllufé algengt — vegna aðstæðna fyrst og fremst. Hér hefur ekki geng- ið bjöllufé svo nokkru nemi, enda skóglaust land og viðsýni til allra átta. Hér hefur ekki heyrst í bjöllu nema á einstaka forystusauð, og fer þverrandi. f einni fjárflestu rétt kjördæmis- ins heyrðist ekki i einum einasta bjöllusauð á s.l. hausti, og er það miður farið, má kannske segja. En bjallan gagnar ekki leitar- mönnum i flugvélum. Þar hentar liturinn betur. Það kynni að verða þrautaráð, að mála afrétt- arpeninginn i skærum litum sem skæri sig vel úr svipmóti öræf- anna, eftirelitarmönnum til glöggvunar. Það hlypi þá vel á snærið hjá Slippfélaginu, yrði það ofaná að mála. Slippfélagið átti aðeins einn sölumann f sveitum hér á s.l. sumri. Þeim mætti óefað fjölga um a.m.k. 100%, yrði farið að mála féð, en hvað yrði þá um hina góðu og hreinu sauðaliti okkar? (Þessi grein átti að birtast fyrir 'h mánuði. Beðist er vel- virðingar á seinkuninni. „Nei það er ekkert rósastríð Á skrifstofunni í sláturhúsi K.S. hittum við Sigurjón Gestsson slát- urhússstjóra. Hann gaf sér tíma til að svara örfáum spurningum for- vitinna fréttaritara. Hvað verður miklu fá slátrað hér í haust? „Ég á von á að það verði um 56 þús. fjár, þar af um 5000 af full- orðnu. Það er þegar búið að slátra um 49 þús. (að morgni hins 15. okt.). Það var jafnað niður 2300 fjár á hvern dag. Nú í hálfa aðra viku höfum við þó slátrað mun meiru, og farið mest í 2700. Þetta var gert vegna hinna miklu snjóa og kulda sem skullu á í byrjun mánaðarins. Þá var unnið s.l. laugardag af sömu ástæðum og slátrað um 2000 fjár. Reynt var eftir föngum að greiða götu þeirra sem voru á mestu snjóasvæðunum." Hver er meðalvigtin? „Hún virðist vera u.þ.b. 700 g undir því sem hún var í fyrra, en þá var hún 14,4 kg.“ Hefur kuldakaflinn og snjórinn haft þessi áhrif? Einhver áhrif hefur hann sjálf- sagt haft sums staðar. En víðast hefur féð náð til jarðar í grænfóðri og á túnum. Ætli hið kalda vor hafi ekki haft sín áhrif á vigtina.1' Er mikil keppni meðal bcenda um þyngsta dilkinn? „Sú hætta var fyrir hendi áður en kjötmat breyttist að menn beittu of einhliða á grænfóður. Þau lömb sem eru bráðfeit detta nú ofan í svokallaðan O-flokk og verðið þar er hið sama og í 2. flokki. Bændur kunna nú betur á grænfóðurgjöfina en áður. Nei, það er ekkert „rósa- „Frá 3 og uppí 40 slátur“ Það var miðvikudaginn 14. október sem Feykismenn lögðu af stað í sláturleiðangur, ekki til að slátra fé sínu eða kaupa slátur, heldur til að fræðast dálítið af starfsfólki slátur- húsanna á Sauðárkróki um gang sláturmála. Tilviljun réð nokkuð hvar niður var borið. Tíminn var ekki langur og fátt hægt að grand- skoða. Það var handagangur i meira um fólk úr sveitinni." Það kom einnig fram að vinnudagurinn er langur. Selt er frá 9^6, en þá er eftir að þrífa. Sigurlaug vinnur reyndar allt fram undir 10 á kvöld- in í sláturhúsinu og fer heim í Lýt- ingsstaðahrepp til að sofa. Hún kemst ekki af stað heim fyrr en klukkan hálf tólf á kvöldin og tekur ferðin klukkutíma í góðri færð. Jósef með sonarsyni sínum og nafna við réttarvegginn. „Fjórtán rak ég í réttina þrjár stóðu eftir og þá sérðu það helvítis asninn" Við afgreiðsluhorðið. öskjunni í báðum sláturhúsunum, líf og fjör, og ekki þreytumerki að sjá á fólkinu þó að vinnudagur væri langur. f sláturhúsi Kaupfélags Skag- firðinga urðu fyrst á vegi okkar þær Jónína Stefánsdóttir frá Glæsibæ í Staðarhreppi og Sigurlaug Björns- dóttir frá Byrgisskarði í Lýtings- staðahreppi. Þær voru að afgreiða nýtt kjöt og slátur. Er mikið keypt af slátri? „Já, fólk tekur allt frá þremur upp í 40 slátur. Fólk héðan úr bænum kemur mikið, en þó er enn Síðan leggur hún af stað úteftir kl. hálf sjö á morgnana. Hver maður getur því séð að svefntími Sigur- laugar er ekki langur 1 sláturtíðinni. Þær stöllur tjáðu mér að meiri hluti starfsfólksins væri úr sveitinni og margir þyrftu að sinna fjósverkum heima. Vinnuglaðir erum við fs- lendingar. Nú lá leiðin norður og austur fyrir sláturhúsið. Sjórinn niðaði við ströndina og bylgjan var blóðug. Við fundum réttarstjórann Jósef Sigfússon þarsem hann var að taka á móti fé af vörubíl. Hvað eru margir bílar í förum með fé á ykkar vegum? „Þeir hafa verið sjö og farið upp 1 átta á mestu annatímunum." Hvernig lítur féð út? „Lömbin austan að þar sem fyrst byrjaði að snjóa virðast vera farin að leggja af. Þau voru brynjuð af klaka lömbin af mestu snjóasvæð- unum út að austan. Skiptin voru eiginlega milli Kýrholts og Ás- geirsbrekku. Það var- allt annað að sjá lömbin af auðu svæðunum." / hverju erstarf þitt fólgið? „Ég tel allt fé sem kemur inn og gef bílstjórunum nótu fyrir fjöld- anum á hverjum bíl. Síðan sé ég um að koma fénu úr réttinni (sem er Sigurjón Gestson sláturhússstjóri. stríð“ milli bænda um þyngsta dilkinn. En þetta er gjarnan blásið út í fjölmiðlum.“ Hvað vinna margir hjá ykkur? „Þegar allt er í fullum gangi vinna hér 140-150 manns. Þetta er mikill fjöldi en hafa ber í huga að hér er verkað meira og á annan hátt en í minni sláturhúsúnum. Hér eru innmatur og ýmsar aukaafurðir verkaðar og pakkaðar. Allar lambagarnir og vambir eru t.d. hreinsaðar, pakkaðar og frystar. Garnirnar eru sendar Sláturfélagi Suðurlands og notaðar í pylsur. Þá er megnið af kjötinu verkað til út- flutnings. — Meiri hlutinn af fólk- inu sem hér vinnur á haustin er úr sveitunum, þar af um 15 bændur og enn fleiri bændakonur. Dálítill hópur býr á okkar vegum þennan tíma en flestir aka á milli. Vinnu- tíminn er að vísu langur, en menn koma með ákveðnu hugarfari 1 þennan slag og vita að hverju þeir ganga. Það ber ekki á þreytu." Það kom einnig fram hjá Sigur- jóni að annan tíma ársins vinna um 15 manns í sláturhúsinu. Þegar hér var komið sögu var friðurinn úti og ekki um annað að ræða en að kveðja. Um leið og Sigurjón hvarf í embættiserindum upp á efri hæð- ina heyrðist mér hann segja að ég skyldi fara inn í miðakompu og at- huga hvort þar væri lumað á stöku. Og þangað var haldið. Það má benda aðeins á innan húss) upp á efri hæðina þar sem það er aflífað. — Það er nokk- uð mikið talið yfir haustið. Um 2300 fjár var áætlað að kæmi hing- að daglega en því hefur fjölgað eftir að fór að snjóa. Annars er nóg að geta talið upp í 90 í einu! Það er aðeins meira en hjá vininum sem átti erfitt að telja mikið upp fyrir 10. Sá var eitt sinn spurður um fjölda fjár sem hann var að glíma við og svaraði hann: „Fjártán rak ég í réttina, þrjár stóðu eftir, þá sérðu það helvítis asninn þinn“.“ Dreymir þig ekki fé á nóttum? „Nei, ég fer aldrei með vinnu- staðinn heim með mér.“ Er vinnudagurinn ekki full-lang- ur? Hann er frá 7.30-22 þennan tíma, á fimmtu viku. Jú, menn eru orðnir nokkuð þreyttir undir lokin. Þetta er argaþras á köflum', sér- staklega 1 svona tíð.“ Miðakompan eða spottakompan er af sumum kölluð dyngjan eða jafnvel kvennabúrið. Þar var líf í tuskunum og mikið unnið undir stjórn Páls Hjálmarssonar frá Kambi. Samt gaf fólkið sér tíma til að ræða aðeins við gesti sem komu í gættina. Það kom á daginn að kon- umar í miðakompunni höfðu bók- hald yfir vísur sem ortar eru í slát- urhúsinu og færðu þær samvisku- samlega inn í „Skáldu hinna nýrri,“ gormastílabók frá Árna Blöndal. Ef enginn er við í kompunni skilja „vísnavinir" eftir stöku á borðinu eða tylla henni á hurðina. Þegar blaðamanninn bar að garði var Jón Gissurarson frá Valadal einmitt að færa konunum nýjustu vísuria: Það má benda aðeins á, elskulegu systur, að Páll mun ykkar ástum ná allra manna fyrstur. Páll verkstjóri tók öllu með góð- látlegri stillingu og lofaði skáldinu að fara á kostum. — Það kom fram að frystismenn höfðu verið slæmir af kvefi að undanförnu. Pálmi í Garðakoti lumaði á hóstasaft og Kristján 1 Gilhaga leit hann öfund- araugum: Mínar kverkar væta vil — vandinn aukist getur — því ég á ekkert til þess til, til mér líði betur. Jón Gissurarson hafði þetta að segja um starfsmennina í frystin- um: Flestir eru frystismenn fremur skuggalegir, seggir þeir til ásta enn eru sagðir tregir. Svarið frá frystismönnum og Kristjáni 1 Gilhaga var svona: Dagsins skipan mætir menn muna og gleyma síður, starfið heillar okkur enn ástin nætur bíður. Þegar um hæðir þaktar snjá þokast slæður húmsins, við í næði nætur þá njótum gæða rúmsins. Og Kristján í Gilhaga var nú kominn inn í „dyngjuna" með fallega vísu til Aðalheiðar, sem hafði gefið honum úrvalskonfekt: Margur kaldur kappinn hefur komið hér í leit að yl, Aðalheiður oft þá gefur allt það besta sem er til. Svona komu vísurnar hver af annarri af vörum skáldanna eða upp úr stílabókinni góðu, Skáldu hinni nýrri. Við kveðjum þær Sig- urlaugu og Aðalheiði og skáldin og þökkum fyrir skemmtunina. Steinn Steinsson dýralæknir var í fullum skrúða á sláturhúsi K.S. við heilbrigðisskoðunina þegar við náðum tali af honum. Aðspurður kvað Steinn aðstöðuna til eftirlits mjög góða í sláturhúsinu. Þetta væri eitt fullkomnasta sláturhús á landinu. Það sem helst skorti væri geymslurými í frysti, en flytja þyrfti mikið af kjötinu til Reykjavíkur, Skagastrandar og Haganesvíkur í geymslu. Hvaða skrokkar komast ekki gegnum skoðun? „Skrokkum er hent vegna ýmissa sjúkdóma, svo sem bráðabrjóst- himnubólgu, liðbólgu og bráða- pestar. Þá er töluverðu hent af fullorðnu fyrir hor. Það er eitthvað innan við \% af heildarmagni sem er fleygt af lambskrokkum en prósentan hjá fullorðnu fé er hærri. Það virðist ekki hafa verið hent meiru fyrir hor nú en áður, snjórinn hefur þó tæplega bætt úr. Horaða féð er oftast af sömu svæðunum, frá sömu bændum.'1 Er það erfitt starf og óvinsœlt að þurfa að ákveða hverju skuli fleygt? „Þetta er bindandi og erfið vinna og ákvarðanir geta verið erfiðar. Óvinsælt? Nei ekki lengur. Menn gera ekki veður út af þessu.“ Fólkið þakklátt Næst lá leiðin í eldhúsið. Þar voru sex konur að undirbúa kvöldverð undir stjórn Gíslínu Helgadóttur. Þær voru hinar bröttustu og sögðu daginn vera fljótan að líða. Það væri ekki verið að bíða eftir klukk- unni. Það væri upplyfting að vinna þarna þennan tíma, fólkið væri þakklátt fyrir matinn. Það virðist orð að sönnu því blaðamaður heyrði viðhöfð um matinn orð eins og „frábær" og „kynngimagnað- Fer mikið af fénu i O-flokkinn og verðfellur þannig vegna fitunnar? „Nei, það fer ekki mikið 1 hann, en þá helst gimbrar. Þetta eru yfir- leitt stórir skrokkar og bændur fá því vel fyrir þá.“ Er heimaslátrun stunduð? „Það hefur verið talsvert um heimaslátrun stórgripa og er sjálf- sagt enn þó hún sé ólögleg. Bónd- inn sleppur þannig við sjóðagjöld og skatta. En fólk veit aldrei hvað það er að kaupa þegar það kaupir beint af bændum. Það getur verið um veika gripi að ræða. Víðast hvar vaigengið mjög vel frá heima- slátruðu. En meðan heimaslátrun var leyfð kom það fyrir að lagðir voru inn skrokkar af sjálfdauðu. Heimaslátrun var svo bönnuð eftir að miltisbrandur fannst á Þóru- stöðum í Árnessýslu. Bóndinn tók eftir því að miltað var eitthvað ein- kenniilegt á skepnunni, og lét vita. Ef sú vara hefði farið á markað hefði hún getað drepið fjölda- manns.“ Blaðamaður hleypur úr einu í annað. Er byssan sem hér er notuð íslensk uppfinning? „Já hún er hönnuð hér á Sauð- árkróki af Gunnari Helgasyni, eftir þýskri haglabyssu, og er smíðuð í þýskalandi. Hún er nú notuð í flestum sláturhúsum hér á landi. Það sparast með henni stórfé því að patrónumar voru dýrar og slit í byssunum mikið. I þessari byssu, sem er knúin með lofti, er alltaf notaður sami pinninn og slit byssu ekki mikið. Norðmenn hafa sýnt áhuga á þessari tækni okkar.“ Er ekki fœribandið á sláturhúsinu líka skagfirskrar œttar? „Jú, Fjólmundur í Hofsósi hannaði og byggði þetta og ekki aðeins hér, heldur einnig 1 öðrum sláturhúsum í landinu sem styðjast við nýsjálenska kerfið svokallaða. Sheep-Master-kerfið sem notað er í neðra sláturhúsinu er hins vegar ættað frá Noregi. Það hefur reynst vel hér, en sums staðar hafa menn verið lengi að komast upp á lag með fláninguna." Er miklu fleygt af verðmætum? „Það er gífurlegu magni hent, bæði hausum og innmat. Það er ekki markaður fyrir þetta og mikil vinna að verka t.d. hausana. Eitt- hvað er hirt handa minki og refi af vömbum og úrgangi. Margt af því sem hent er mætti nota í kjöt- og beinamjöl ef aðstaða væri til slíkrar verkunar.“ Litið við í „neðra 66 Margir háfa fengið glannalega á kjaftinn“ Óttar Skjóldal bóndi í Enni var frekar óhress þegar við hittum hann um daginn. Hann hafði vigt- að gimbur eina og reyndist hún þá vera 42 kg. Hún lenti svo í hrakningum eins og annað fé Ótt- ars og reyndist vera aðeins 37 kg þegar farið var með hana á slátur- húsið. Óttar kvað marga hafa fengið glannalega á kjaftinn, því ekki væri bara um rýrnun að ræða heldur líka hrap í gæðaflokkun. Við litum inn 1 „neðra sláturhúsið“ eða Slátursamlag Skagfirðinga í síðastliðinni viku. Þar hittum við framkvæmdastjórann, Svein Jóhannsson á Varmalæk. Hann vakti m.a. athygli okkar á færi- bandinu sem byggðist á svokölluðu afdráttarkerfi. Við enda bandsins er skrokkurinn dreginn með talíu upp úr gærunni. Mannshöndin kemur ekki eins mikið við sögu og í annarri fláningu. Þetta færiband kom í sláturhúsið í fyrra og sparar nokkurn mannskap og hefur reynst mjög vel. Hefur féð horast i ótíðinni? „Hver dagurinn er bændum dýr þegar svona viðrar. En þeir sem verst hafa orðið úti hafa verið látnir sitja fyrir um slátrun. Til allrar hamingju skall veðrið ekki jafnt yfir alla í einu.“ Er þörf á tveimur sláturhúsum liér? „Það er skoðun margra að þetta sláturhús eigi rétt á sér og sé bændum í héraðinu til hagsbóta. Hér er nú slátrað um 400 fjár á dag, sex daga vikunnar, og í þessari tíð hefur vissulega komið sér vel að hafa tvö sláturhús í héraðinu. Úr banaklefanum í frostið Þegar hér var komið sögu tók verkstjórinn Steinþór Tryggvason bóndi í Kýrholti okkur upp á sína arma og leiddi okkur allt frá bana- stöð niður í frystiklefa. Á þeirri löngu leið var margt faglegt hand- 4 . Feykir Stúlkumar I Miðakompunni og Páll verkstjóri. F.v. Aðalheiður Árnadóttir, Inga f Dalsmynni, Páll Hjálmarsson, Þómnn á Hellulandi og Sigurlaug Jónsdóttir. Kristján i Gilhaga. takið við lambsskrokkana sem dðl- uðu áfram á færibandinu hans Fjólmundar í Hofsósi. Baldur Sigurðsson í Vesturhlíð í Lýtingsstaðahreppi fékk sér tveggja mínútna reyk-hvíld frá fláningu. Er þetta ekki akkorðsvinna? „Jú, það má segja það. Það væri því e.t.v. eðlilegt að greiða bónust fyrir vinnuna, en framkvæmdin við slíkt yrði kannski erfið.“ Hvernig er aðbúnaðurinn? „Fæðið er mjög vandað og að- búnaður góður. Við höldum til í húsnæði sem kaupfélagið á og fá- um kvöld- og morgunkaffi þangað frá eldhússtúlkunum. Þær eiga heiður skilið fyrir frábæra frammi- stöðu. Andinn? Hann er mjög góð- ur. Það er mikið sama fólkið ár eftir ár þó að endurnýjun sé nokkur. Það er mikilvægt í fláningunni að menn séu samstilltir og að hún takist vel frá fyrsta til síðasta manns.“ Og með þetta var Baldur rokinn, því færibandið hélt áfram og félagarnir farnir að gefa honum og blaðamanninum homauga. Grétar I Goðdölum. Hverjir leggja liér inn? „Það eru menn úr öllum stjórn- málaflokkum og allsstaðar að úr héraðinu. Sömu mennirnir koma haust eftir haust. Þeir sem hér vinna eru flestir úr Lýtingsstaða- hreppnum. Liðið er mjög samstillt, enda vant að vinna saman.“ Mega ekki skrökva í eldhúsinu í Slátursamlaginu voru fyrir þær Rósa Guðmundsdóttir í Goðdölum og Árdís Björnsdóttir á Vatnsleysu. Þær elda handa 36 manns, auk innleggjendanna. Þær baka allt sætabrauð og gera rúllu- pylsu, kæfu og fleira álegg. Maður nokkur hitti Rósu í Varmahlíð um daginn og spurði hana: Ert þú með mötuneytið í „neðra". Hún kvað svo vera: Þá sagði maðurinn: Kunningi minn «em vinnur hjá ykkur kom til mín og sagðist eiga við vandamál að stríða: maturinn í „neðra“ væri svo góður að hann væri farinn að fitna til muna. Ég bað þær stöllur að ljúga ein- hverju að mér. Þær sögðust ekki mega skrökva neinu en kváðust vera hæstánægðar í vinnunni. Þetta væri eins og eitt stórt heimili, fjöldinn mátulegur. Þetta væri uppgripavinna, en það veitti kannski ekki af, því þetta væri eini tíminn á árinu sem margt af þessu fólki ynni utan heimilis. ■ Feykir . 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.