Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 8

Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 8
Vélstjórar Vélstjóri óskast á skuttogarann Hegranes SK 2. Upplýsingar um starfið veittar í síma 5450 (Steinar Skarphéðinsson). Útgerðarfélag Skagtlrðinga. Samvinna sveitarfélaga um malbikunarframkvæmdir I blaðinu Feyki var fyrir nokkru rætt um möguleika á aukinni sam- vinnu þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra. í því sambandi blasir a.m.k. eitt stórmál við, en það er gerð varan- legs slitlags á götur og vegi. Marg- vísleg samvinna á þessu sviði er möguleg. Útvegun og flutningur á stein- og uppfyllingarefnum úr Kaup á malbikunarstöð af svip- aðri stærð og Akureyrarkaupstaður á og rekur nú ætti ekki að verða of stór biti í háls fyrir Siglufjörð, Sauðárkrók, Blönduós, Skaga- strönd, Hofsós og Hvammstanga. Slíkri malbikunarstöð mætti koma fyrir sem næst miðsvæðis og í nálægð góðrar steinefnanámu. Við á Norðurlandi vestra búum hvort Unnið við útlögn á malbiki á Siglufirði námum á landi eða úr sjó er t.d. verkefni sem sveitarfélög geta sameinast um. Tæknilegur undirbúningur er annað verkefni sem mögulegt er að hafa samvinnu um. Ákveðnir þættir sjálfra framkvæmdanna eru þess eðlis að vel er hugsanlegt að bjóða þá út sameiginlega. Með því fengjust stórir verkáfangar, sem eðli málsins samkvæmt, ættu að geta orðið ódýrari fyrir sveitar- félögin. Slik tilhögun gæti einnig ýtt undir og stuðlað að því að á Norðurlandi vestra yrðu til öflug verktakafyrirtæki. Þessi greinarstúfur er þvi' fyrst og fremst skrifaður til að varpa fram þeirri hugmynd hvorl ekki vœri réll að þétlbýlisstaðir á NorðurlancJi vestra keyptu og rœkju í sameiningu malbikunarstöð. Þéttbýlisstaðirnir eru að vísu mislangt komnir í lögn varanlegs slitlags, en allir eiga þeir eitthvað eftir. Einnig er augljóst að þörf verður fyrir malbik um ófyrirsjá- anlega framtíð vegna viðhalds og endurnýjunar. Sömuleiðis verðum við að vona að staðirnir stækki, nýjar götur verði lagðar í nýjum íbúðar^ og athafnahverfum. Aug- Ijóst er og að ýmsir aðrir opinberir aðilar s.s. Vegagerð ríkisins og flugmálayfirvöld munu þurfa á miklu malbiki að halda hér næstu árin. eð er við þær aðstæður nú að þurfa að flytja malbik langar leiðir. Frést hefur að malbikunarstöð af áðurnefndri stærð kosti ca. 1,5-2 milljónir, útlagningarvélar bætast síðan við. Fjárhagslega ætti því að vera hægt að ráða við málið. Lagning varanlegs slitlags á göt- ur er mikilvægt og brýnt verkefni — það er líka verkefni sem sjálfsagt er að leysa með sameiginlegu átaki. GRS. Siglósíld Lagmetisiðjan Siglósíld er nú tekin til starfa að nýju eftir nær tveggja mánaða rekstrarstöðvun. Framleitt hafði verið upp í fyrirliggjandi söl- usamninga á gaffalbitum í byrjun ágústmánaðar, en frekari samning- ar tókust ekki fyrr en undir lok september. Hjá Siglósíld starfa nú á milli 50 og 60 manns. Nýgerður samningur er þó skammgóður vermir, þar sem hann skapar verksmiðjunni einungis verkefni fram til næstu mánaða- móta. Fyrirsjáanlegt er því að til rekstrarstöðvunar kemur þá að nýju hafi frekari samningar ekki tekist, eða skýrt vilirði fengist fyrir samningum. Framleiðsla Siglósíldar hefur frá Vatn, vatn, vatn Ýmislegt bendir til þess að vatnspökkunarverksmiðjan á Sauðár- króki margumtalaða sé nú í stjónmáli. Hreinn Sigurðsson, baráttu- maðurinn glaði, varðist að vísu allra frétta þegar Feykismenn hringdu til hans í vikunni, en úr annarri átt bárust þessar vísur: •gur ei við sorg og súl si þó höldar dormi, Hreinsi flytur ísland út allt í blautu formi. Rússinn sína svíkur ei svart þó búi í leyni, en núna er það U.S.A. sem á að bjarga Hreini Með sigur í augum sí og æ, súperkarl Hreinn er í ráðum, kominn á mála hjá Canada Dry og kaupfélag stofnar bráðum. A ssi. FcykÍR Jón á Vatnsleysu ásamt syni sfnum Birni. „Verðum að éta hrossin saltlaus“ Við hittum Jón bónda Friðriksson á Vatnsleysu i Viðvikursveit þar sem hann var í kaupstaðarferð daginn eftir Laufskálaréttir nú í byrjun oklóber. Jón er einn af fáum bœndum sem eingöngu stunda hrossa- búskap. Hann var áður við blandaðan búskap í Ásgeirsbrekku í sex ár en lógaði ám sínum og kúm er hann flutti að Vatnsleysu. Hann temur fyrir sjáletfn sig og aðra. En það verður enginn feitur af að temja fyrir aðra. Hverjum selur hann? Þeim sem kaupa vill, hvort sem hann er stutt eða langt að kominn. Er dauft yfir sölunni? Hestamennskan er sport og markaðurinn fer eftir velgengninni. Verði samdráttur i at- vinnulifinu minnkar salan. Tekjur eru ótryggar og steindauð tímabil jafnvel mánuðum saman. Nú er landsmótframundan og ekki laust við að menn líti meira i krjngum sig en oft áður. Það var t.d. gífurlegur fjöldi i Laufskálarétt í gœr. Minna fer nú til útlanda en áður. Geta útlendingar rœktað sín eigin islensku hross? Jón sér ekkert þvi til fyrirstöðu. Uppeldið er þó annað ytra, beitiland þrengra. Hrossin fá ekki sama létta yfirbragðið og hér, verða þyngri. Keppa hrossarœkt- armenn sjálfir á mótum? Þeir leigja sér ekki knapa, enda liggja þeir ekki á lausu. Hryssur okkar verða að vera tamdarsvo unnt séað koma þeim í cettbók, en það gerist á mótum. Er dýrt að rœkta hross? A llt i kringum þetta er dýrt: Hús yfir 30 hross með básum kostar sitt. Og það eru óhemju snúningar við hrossin. Þá þurfa girðingar að vera góðar, tveggja til þriggja vetra merar vaðayfir eld og vatn. Hestamenn hugsa ekki mikið um peninga, peningarnir koma ogfara. Ef maður á ekki fyrir saltinu í grautinn þá verður að éta hrossin saltlaus. Er etið undan verðlaunahryssum? Slysaföngum, jafnvel undan verðlauna- hryssum, er lógað, já. Það var geysilegur hraði í samtalinu, enda Jón á hraðferð. Hann œtlaði að fara að kaupa sér salt eftir söluna i Laufskálarétt. starfar að nýju Úr vinnslusalnum. Vil kaupa góðar kýr eða kelfdar kvígur. Leifur Þórarinsson, Keldudal. Sími um Sauðárkrók. upphafi byggst nær eingöngu á framleiðslu gaffalbita á markað í Sovétríkjunum. Undanfarið hefur gengið á verr að ná viðunandi samningum við Sovétmenn, bæði hvað varðar magn og verð. Gífurleg hækkun hefur orðið á framleiðslu- kostnaði, og þar sérstaklega á hrá- efni sem hækkað hefur langt um- fram verðbólgustig, og gengissig. Óhagstæð gengisþróun á rúblu gagnvart bandaríkjadollar hefur og átt stóran þátt í auknum erfiðleik- um á viðskiptum þessum, og í síð- asta samningi varð af þeim sökum að lækka útflutningsverð um 6% miðað við bandaríkjadollar. Sovét- menn flytja ekki inn vestræna veð- bólgu, og þar með talda íslenska þó sérstök sé og á heimsmælikvarða. Augljóst er að eigin söltun Lag- metisiðjunnar á hráefni til fram- leiðslu sinnar, er eitt helsta hags- munamál hennar í dag, fyrir utan þá atvinnusköpun sem því myndi fylgja. Talið er að slík söltun gæti lækkað hráefniskostnað verk- smiðjunnar um allt að 30% sem aftur mundi þýða um 10% lækkun á framleiðslukostnaði gaffalbita. Ýmissra orsaka vegna var og er Siglósíld ekki í stakk búin til sölt- unar nú í haust. Verksmiðjan liggur enn með töluvert magn af hráefni frá síðustu vertíð sem óvíst er hvort og hvenær sölusamningar fást fyrir. Verksmiðjan hefur ekki yfir að ráða húsnæði til söltunar, og óvíst er hvort viðurkennt húsnæði sé fyrir hendi á Siglufirði. Undirbún- Framhald á bls. 7 Sigifirskir bæjar punktar Slæmt tíðarfar Óvenju slæmt tíðarfar hefur verið hér síðustu þrjár vikurnar; svo slæmt að elstu menn muna varla aðra eins ótíð. Hér hefur snjór verið yfir öllu í um tvær vikur, og leiðinda veður. Vegna þess hversu tíðar- farið hefur verið slæmt, og kuldi töluverður, hafa ýmis verk sem I gangi voru hreinlega stoppað, a.m.k. um sinn, má þar til nefna t.d. að eftir er að steypa tvær steypur í miðlunargeymi vatns- veitu, steypa undirstöður undir skíðalyftuna sem verið er að færa o. m. fl. Vonandi fer norð- anáttinni að linna og snjórinn að hverfa þannig að aftur megi halda áfram með ýmis nauð- synleg útiverk. Miðlunargeymir fyrir vatnsveitu Verið er að vinna við gerð miðlunartanks fyir Vatnsveitu Siglufjarðar. Tankurinn er 1500 m3 stór, og verður örugglega mikill munur á þegar vatn verður komið í hann, en und- anfarin ár hefur borið á miklum vatnsskorti í þeim húsum sem eru efst í bænum, sérstaklega á veturna. Framkvæmdir hófust um miðjan maí s.l. og er verkið unnið af Bút h.f., en þeir áttu lægsta tilboð af þeim fimm til- boðum sem bárust. Verkinu átti að ljúka um næstu mánaðamót en nokkur seinkun er fyrirsjá- anleg vegna veðurs. Heildar- kostnaður við þetta verk er áætlaður 1.5 millj. kr. Þetta er fyrsti áfangi í heildaráætlun fyrir Vatnsveituna, í öðrum áfanga verður vatnsöflun og þriðja hreinsun. Allir bæjarbúar mega því búast við nægu vatni þegar þessu lýkur. Afsláttur á gatnagerða- gjöldum Bæjarráð Siglufjarðar hefur ný- lega samþykkt að veita þeim aðiljum sem vilja staðgreiða álögð gatnagerðargjöld sín 15% afslátt. Greiðslukjör eru annars: 20% nú 1981, og afgangurinn á þremur árum með sömu vöxt- um og eru í gildi hjá Byggða- sjóði hverju sinni (lánskjara- vísitala + 2% vextir). Heildar- álagning gatnagerðargjalda nú er ca. 1,5 millj. Margir hafa notfært sér staðgreiðsluafslátt- inn. Bensínstöð Nú liggur ljóst fyrir, að Sigl- firðingar sjá ekki nýja bensín- stöð rísa á þessu ári. Þó hafa olíufélögin tilkynnt bæjarstjóra að búast mætti við því, að væntanlegt byggingarsvæði yrði yfirkeyrt á næstunni og látið síga yfir veturinn. En nú er veturinn kominn hjá okkur á Siglufirði, frost og snjór, en það vita þeir ekki í Reykjavík. Vegna þrengsla í blaðinu verða nokkrar greinar sem borist hafa að bíða næsta blaðs.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.