Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 6

Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 6
HARMONIKULEIKARAR - HARMONIKULEIKARAR Fyrirhugað er að stofna félag áhugamanna um harmonikuleik í Skagafirði. Þeir sem hafa áhuga hafi vinsamlegast samband við undirritaða. Kristján Sigurðsson, 5340, Pétur Víglundsson Steinsstaðaskóla, Jón í Miðhúsum. Atvinna - Atvinna Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. óskar að ráða vél- virkja. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 5450 (Steinar Skarphéðinsson). Umsóknum um starfið skal skila skriflega til Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. fyrir 1. nóv. n.k. ÚTGERÐARFÉLAG SKAGFIRÐINGAf PÓSTHÓLF 9 • SÍMI 5450 • SAUÐARKROKI ATHUGIÐ í Safnahúsinu á Sauðárkróki er allmikiö af óskila- bókum og blöðum úr vinnustofu Stefáns Magnús- sonar bókbindara. Þeir sem áttu eitthvað í bandi hjá Stefáni, þegar hann lézt, eru beðnir að leita þess hjá Hjalta Pálssyni, bókaverði í Safnahúsinu. Sími 95-5424. HÁTÚN Haó^a^aa veró ían SÆMUNDARGÖTU 7 SAUÐARKROKI SÍMI 95-5420 PÓSTHÓLF 19 Þetta og margt fleira fœst í Hátúni Auglýsing um greiðslu fasteignagjalda í van- skilum árin 1980 og 1981 til Sauð- árkrókskaupstaðar Með vísan til 1. gr. laga nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks, er hér með skorað á þá gjaldendur á Sauðárkróki, sem enn eiga ógreidd fasteignagjöld áranna 1980 og 1981, að greiða gjöldin ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði nú þegar. Verði gjöldin ekki greidd án tafar, verður beðið um nauðungaruppboð á viðkomandi fasteignum til fullnustu á gjöldunum. Sauðárkróki, 15. október 1981, INNHEIMTA SAUÐÁRKRÓKS. TILKYNNING Athygli er vakin á því, að þinggjöld skv. álagning- arseðlum eru komin í eindaga. Lögtaksboðanir eru nú sendar gjaldendum, og munu lögtök hefjast innan skamms. Er hér með skorað á hlutaðeigendur að gera skil án tafar. BÆJARFÓGETINN Á SAUÐÁRKRÓKI, SÝSLUMAÐURINN ISKAGAFJARÐARSÝSLU. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Reykjavík - Sauðárkrókur Afgreiðsla á Sauðárkróki í verslun H. Júlíussonar, sími 5124. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Landflutning- um, Héðinsgötu, sími 84600. Önnumst alla flutninga. Vikulegar ferðir. Bjóðum uppá gott úrval af nýlendu- vörum á hagstæðu verði. Reynið viðskiptin. Umboð fyrir Olíuverslun íslands - OLÍS. Verslun H. Júlíussonar Aðalgötu 22, sími 5124. Bréf til blaðsins Skallavík, l3.október I98l Herra ritstjóri! Fjarskalega varð ég glöð, þegar ég las bréfið frá honum Nikulási Plató. Ég var einmitt að lesa vís- indalega grein eftir kynsystur mína, þar sem hún er að fjargviðrast yfir því, hvað karlpeningurinn sé í yfir- gnæfandi meirihluta á síðum Njálu. Hann Nikulás minn hafði vit á því að gera báðum kynjunum jafn- hátt undirhöfði, þar sem hann nefndi í bréfi sínu tvo karla og tvær konur, þannig að ekki hallaðist á. Er nú orðinn annar gállinn á Lása en þegar ég hitti hann síðast út undir bæjarvegg. Kolgríma Högnadóttir. Oddvitinn: Kvæntir menn eru eins og hersetnar þjóðir. Óskast keypt! Vil kaupa kommóðu. Not- aða eða nýja en umfram allt ódýra. Uppl. í síma 5258 eða 5488. 6 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.