Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 1

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 1
landsbokasafn islands Skagaströnd: Lenti í snjóflóði og barst með því 400-500 metra Það var á fimmtudegi fyrir nokkrum vikum að Nfels Grímsson á Skagaströnd héit til fjalla, að fanga þann ágæta þjóðarrétt íslendinga, rjúpuna. Hann hafði valið sér veiðisvæði NíelsGrímsson. innan og ofan við bæinn Kambakot, í fjalli sem kallað er Dýnufell. Færi var nokkuð þungt, nýfallinn snjór, en freri undir. Þegar Níels var kominn upp undir brún á Dýnufellinu og hafði þá þegar skotið 11 rjúpur, sem hann bar f rjúpnapoka i bak og fyrir eins og tfM er með rjúpnastyttum, sá hann hilla undir rjúpnahóp á efstu brún. Þar sem hann er að læðast að rjúpnahópnum, heyrir hann skyndilega brest mikinn og finnur að snjórinn undir honum fer af stað. Skiptir það engum togum að hann fellur flatur í snjóinn og færist með honum, í kafi lengst af, 4-5 hundruð metra vegalengd. Meðan á þessu stóð þrengdi það hvað mest að honum að rjúpnapokinn lagðist fram yfir höfuðið fullur af snjó og þrengdi að hálsi hans. Ein- hvern tíman á leiðinni fann hann þungt högg á hægri hönd og missti við það byssuna. Þegar snjóflóðið loksins stöðvast, tók það Níels drjúga stund að krafsa sig upp úr snjónum sem var mjög þéttur og samanbarinn. Eftir að hafa hvilt sig drjúga stund hélt hann heimleiðis, en fór næsta dag við annan mann vopnaður skóflum og langri stöng og fann byssuna talsvert skemmda, eftir nokkra leit og mikinn mokstur. Má það kallast mesta mildi að Níels skyldi slcppa lifandi og óbrotinn úr þessum hremming- um. ólma Byggt fyrir framtíðina En samt húsnæðisskortur í bænum Byggingarglaðir eru Sauðárkróks- búar og hefur svo verið undanfarið. Árið 1981 var byrjað á tveimur íbúðarhúsum og tveir stækka við sig en fimm reisa blikkbeljufjós til þess að hýsa hjólafasteignina. Iðnaðarfyrirtæki hófu að reisa þrjú hús, en allir vita að vinnuafl framtíðarinnar á helst að finna sinni athafnaþrá fullnægingu í iðn- aði, svo að þetta er lofsverð for- sjálni. En við erum líka að byggja fyrir framtíðina á fleiri sviðum, byrjuð- um á dvalarheimili aldraðra og raunar var líka hugað að hinum endanum, því reist var barnaheim- ili í Hlíðarhverfi. Farið í kvöldróður frá Bæ á Höfðaströnd. Þórðarhöfði í bak- sýn. Flutt hefur verið í tíu íbúðir á árinu og margar fleiri byggingar stækka með degi hverjum. Trésmiðjan Borg h.f. bætir viðsig, Skarphéðinn h.f. er fokheldgf, Vegagerðin er komin í hús, Slátur- samlagið getur fryst blessaða litlu lambakroppana, Fiskiðjan byggir og byggir og sjómenn verbúðast. Fjölbrautaskólinn stækkar heimavist og potar áfram verk- námshúsi, Kaupfélagið færir út kvíarnar, aðalstöðvarnar vaxa og vaxa og vatnspökkunarverksmiðja rásar um uppfyllingu. Þrátt fyrir þetta er ennþá hús- næðisskortur í bænum, vantar allt- af pláss fyrir búsetu og basl. Hilmir segir Páll á Höllustöðum Páll sat aS vísu ekki þennan gæðing í yfirreið sinni nú, en myndin er tekin á ferðalagi í Skagafirði. mega þó ekki mikla vandann of mikið fyrir sér og missa kjarkinn. Pað er verið á fullu að reyna að bjarga þessum má- lum svo menn komist á sléttan sjó. Enda er þaö eitt af stefnumálum ríkis- stjórnarinnar að standa vörð um atvinnuöryggið". Ber að líta svo á af fréltum undan- farinna daga að það blasi við að nœsta virkjun verði við Blöndu? ,,Það er kannski ekki hægt að segja að það blasi við. Úttektin frá Orkust- ofnun kemur ekkcrt áóvart. Samningar eru ekki komnir á. Það er því of sncmmt að segja hver næsta virkjun verður". Er það rétt að Alþýðubandalagið hafi lagt það til í ríkisstjórn að Blanda verði virkjttð næst? „Ráðherranefnd er með málið til umfjöllunar. Endanlcg niðurstaða þeirrar nefndar liggur ekki fyrir. Og margt fleira en álit ráðherranefndar og ríkisstjórnar þarf að koma til. Ákvörð- un getur dregist enn um nokkrar vik- ur". Páll kvað heldur skuggalegt til þess að hugsa að afla orku sem flutt væri í annað landsvæði. Betra væri að geta nýtt orkuna heima. Virkjunarfram- kvæmdir stæðu mjög takmarkaðan tíma og sköpuðu heimamönnum aðeins stundar atvinnu, auk þess sem mikið vinnuafl yrði aðflutt. Iðjuverin tryggðu hins vegar atvinnuna. Ertu að láta að því liggja að steinull- arverksmiðjan verði ekki reisl á Sauðárkróki? ,,Ég vil ekkert um það segja, en ef hrossakaupasjónarmið eiga að ráða, þá er hægt að skáka hlutum til og frá. -Nú ef steinullarverksmiðja kemur ekki á Sauðárkróki þá tel ég að kísiljárnverk- smiðja ætti að rísa þar. Við þurfum umfram allt að koma okkur upp skikkanlegum og manneskjulegum uverum sem tryggja atvinnuna". FEYKIR ræddi við fyrsta þingmann Norðurlandskjördæmis vestra, Pál Pét- ursson, þriðjudaginn 3. nóvcmber og spurði hann fyrst hver niðurstaðan af yfirreið þingmanna kjördæmisins nú nýlega hefði verið. Páll sagði að ekki væri að vænta nið- urstöðu alveg strax. Þingmenn hefðu hitt sveitarstjóra á Hofsósi, Sauðár- króki, Skarðshreppi, Skagaströnd og Hvammstanga og hlýtt á óskir þeirra varðandi fjárlagagerð. Einnig hefðu forráðamenn fyrirtækja sett þingmenn inn í mál sín. Væru þingmennirnir nú að vinna úr þessum upplýsingum. Er útlitið mjög svart? ,,Það er mjög misjafnt eftir stöðum. Það er mjög blómlegt um að litast á Skagaströnd og Hvammstanga. Skag- strendingar eru búnir að fá nýtt og stórglæsilegt skip í sinn fiskveiðiflota. - Það er rétt að ástandið á Sauðárkróki er ekki glæsilegt í augnablikinu. Menn Og þama streymir heita vatnið, i baksýn sést borinn sem Jón Nikódemusson, guð- faðir hitaveitunnar smíðaði, og hefur sparað marga krónuna fyrir Sauðkrækinga ogþjóðarbúið. Mynd: G.M. Glaumkrónuholan Er númer 13 en er samt ein mesta happahola sem við höfum eignast Hitaveita Sauðárkróks boraði í sumar sína þrettándu holu og hvort sem það er töiunni eða einhverju öðru að kenna, gekk verkið illa og óhöppin voru ófá, svo hætt var við þegar boraðir' höfðu verið 680 metrar. Þrátt fyrir þetta varð niðurstaðan góð, 90 lítrar af 70° heitu vatni og- reikna má með þvi að nægjanlegt vatn sé nú næstu fjögur til fimm árin. Kostnaður er nú tvær milljónir króna, en hefur þó ekki endanlega verið gengið frá þeim málum, orkusjóður lánar 60% til svona framkvæmda. Til að halda á okkur hita verðum við á Sauðárkróki aðeins að greiða 16,7% af kostnaði olíuhitunar og engar líkur benda til þess að þessi hlutföll verði lakari. Nýja holan — þessi númer þrettán — er því líklega ein mesta happahola sem við höfum eignast og þegar búið verður að tengja hana við kerfið batnar heitavatnið til muna, því þá verður mátulega mikið af járni í vatninu, járn mein- holt í litlu magni. Á botni holunnar er krónan af Glaum, svo þessi síð- asta hola er réttnefnd — GLAUMKRÓNUHOLA. Hilmir Sameinaðir stöndum vér Á fundi bæjarstjórnar Sauðárkróks og hreppsnefndar Skarðshrepps 24. okt. var samþykkt með öllum at- kvæðum: Bæjarstjórn Sauðárkróks og hreppsnefnd Skarðshrepps samþykkja að mynda samstarfs- nefnd skipaða tveim fulltrúum frá hvorri sveitarstjórn. Samstarfsnefnd þessi taki til umfjöllunar hreppamörk sveita- félaganna Nefninda skipa: Halldór Jóns- son, Sigurþór Hjörleifsson, Þor- björn Árnason, Sæmundur Her- mannsson. Hilmir EKKI MISSA KJARKINN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.