Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 7

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 7
7+1 meðreið skjóta sinn Hvaða Sauðárkróksbúi kannast ekki við þennan mann? Jú þetta er Guðmundur Andrésson, Guð- mundur dýri, G. A. eða 7+ l, eins og hann k'allar sig stundum. Guðmundur hefur orðið mörgu skáldinu yrkisefni um dag- ana. Kannski er vísa Halla Hjálm- asr ein hinna þekktari sem um hann hafa verið ortar: Gvendur dýri drepur kýr daglega fjörðinn kringum, þessvegn’ er ’ann orðinn dýr okkur Skagfirðingum. Tæplega hefur Guðmundur ver- ið farinn að drepa kýr þegar eftir- farandi vísa var ort um hann og bræður hans þrjá. Hún er eftir ömmubróður hans, Jón Gott- skálksson Skagaskáld. Skáldið hafði komið í heimsókn og kvaddi litlu drengina með vísu. Þetta var hörkulegur maður og stór með loðnar og miklar augabrúnir. Guð- mundur sá hann bara í þetta eina skipti. Vísan sem skáldið hörkulega kvaddi frændur sína með er svona: Fjóra hér ég frændur tel, fríist þeir við ama og tjón, alla góðum guði fel: Guðmund, Þorstein, Harald, Jón. Frá Hjalta í Víðiholti „Kannski ekki viðeigandi“ Hjalti Jónsson I Víðiholti, Seyluhreppi, sendir blaðinu vinsamlegt bréf. Þar fylgdu nokkrar vísur ásamt greinargerð þeirri sem hér birtist: Mér datt í hug að senda Feyki visur sem urðu til út af útvarps- viðtali við Geir Hallgrimsson að morgni 6. okt. s.L, en þar sem Feykir er ópólitískt blað, þykir kannski ekki viðeigandi að birta pólitískar umþenkingar í honum. Sé svo — að mati ykkar ráða- manna biaðsins — þá látið ruslakörfuna geyma þær. { sjálfs sín huga Geir er góður, en Gunnar maður lítilla dáða; nú hamast ’ann eins og hani óður því honum er gjamt að vilja ráða. Viðhorf Geirs til valdastóla er veganesti sem hugann ginnir, og sjálfbirgingsháttur í heimsins skóla honum er tamur — það athöfn kynnir. Því væri rétt hann viki úr sæti og væri settur i skammakrókinn, svo aðrir með minni mannalæti mötuðu sinn ogflokksins krókinn. ENN UM BLÖNDU 22 Hljótt hefur verið um Blöndu- vírkjun um sinn miðað við það sem áður var. Eitthvað mun þó hafa sést um málið í biöðum og þá gjarnan málum blandað, enda málið gruggugt eins og Blanda sjálf. Þögnin kann þó að verða enda- slepp því að fréttst hefur að bók um Blönduvirkjun sé væntanleg fyrir jólin. Blöndungar virðast hafa haft hægt um sig eftir kröfugöngutúrinn fræga enda sagt að þeir hafi vaðið upp fyrir í því ferðalagi. Hins vegar má gera ráð fyrir að þeir hafi unnið að hugsjónarmáli sínu á hljóðlátari hátt og kannski miðað „annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.“ Allt fyrír áibræðslu En þótt fremur hljótt hafi verið um Blöndumál í vor og sumar hef- ur ýmislegt gerst í málinu, enda búið að hafa æðimarga fundi um það og suma langa. Einnig hefur það verið til umræðu á meiriháttar þingum, svo sem þingi Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Þá hafa þau stórtíðindi gerst að menn eru hættir að nenna að halda því leyndu að fyrirhugað er að nota raforkuna frá Blöndu til álbræðslu eða annarar stóriðju við Eyjafjörð, en sú fyrirætlun mun hafa komið glögglega fram m.a. á áðurnefndu Fjórðungsþingi. Þar með eru ýmsir formælendur Bl.virkjunar orðnir berir að ósannindum því þeir beittu því óspart í áróðri sínum s.l. vetur að Blanda verði ekki virkjuð fyrir stóriðju heldur til þarfa almennings I landinu. Hið sanna er að ekki er ‘ fyrirsjáa-nlegur markaður fyrir raf- orku frá fleiri stórvirkjunum að sinni nema til komi meiri stóriðja. Enginn skortur á rafmagni Orkan frá Hrauneyjarfossi, ásamt aukinni miðlun I Þórisvatni, á að metta orkuþörf landsmanna um nokkra framtíð. Þetta viðhorf hefur oftsinnis komið fram í fjöl- miðlum síðustu vikur og verið haft •eftir embættismönnum á sviði orkumála. Talsverður áhugi virðist vera fyrir álveri við Eyjafjörð og hefur talsmönnum þess vaxið fisk- ur um hrygg eftir að menn frá er- lendu stóriðjufyrirtæki skoðuðu aðstæður þar í sumar. Er nú svo komið að jafnvel forystumenn í verkalýðssambandi eru farnir að hrópa eftir rafmagni frá Blöndu til handa stóriðju við Eyjafjörð. Mun sú fyrirhugaða stóriðja vera af þeirri stærð að hún þurfi allt raf- magnið frá Blöndu og meira til. Og hverju erum við þá bættari? Að- stæður fyrir slíka verksmiðju eru sagðar allgóðar í nágrenni Akur- eyrar en eigi til staðar annarsstaðar á Norðurlandi. Þá er einnig hægt að leiða Blöndurafið til stjóriðju- vera suðvestanlands. Samningaþóf Samningaumleitanir um BL.virkjun hafa verið I gangi síðan í fyrravetur og eru enn. Hafa samningamenn ríkisins, að því er virðist, farið klókindalega að og kannski ekki sem heiðarlegst, en tiigangurinn helgar líklega meðalið og mwin þeim hafa orðið nokkuð ágengt. Þó fer því fjarri að deilu- málið sé leyst. Þær litlu fréttir af gangi eða stöðu málsins, 'sem hafa komið í fjölmiðlum hafa oft verið villandi eða rangar. Hafa samningamenn ekki hirt um að koma réttum upplýsingum á fram- færi, enda forðast að láta frétta- mönnum nokkuð í té. Rósmundur G. Ingvarsson Undarleg aðferð Ekki er ólíklegt að mörgum al- múgamanninum finnist undarlega að samningum staðið og gangur mála furðulegur, því segja má að farið hafi verið fram hjá aðalatrið- um málsins en þingað um auka- atriði fund eftir fund. Samningamenn ríkisins munu hafa lagt fram á fyrsta fundi með samninganefndum viðkomandi sveitarfélaga, gögn um nokkra virkjunarkosti og hafið umræður um þá. Voru sumir þessir valkostir, eða „tilhaganir“ eins og það heitir, þannig að verulega var tekið tillit til sjónarmiða fólks I viðkomandi sveitarfélögum. Sveitarstjórnar- mönnum sýndist að sumir þessir kostir væru viðunandi viðræðu- grundvöllur og þvi var samninga- viðræðum haidið áfram. (Valkostir þessir heita Tilhögun I, Tilhögun 1A, Tilhögun 2 og Tilhögun 2A). Síðan hafa verið margir fundir og hafa fulltrúar ríkisins smám saman ýtt þessum valkostum til hliðar þar tilTilh. I, sem er gamia hugmyndin með stóra lónið, var ein eftir. Samt tókst að halda samningaþófinu áfram með því að fara fram hjá deiluatriðinu og síðan voru lög- fræðingar látnir semja nokkuð sem kallað er samningsuppkast, með hliðsjón af fundargerðum sem ald- rei hafa verið lesnar upp í fundar- lok heldur prentaðar án þess að viðkomandi fundarmenn hafi átt þess kost að gera athugasemdir við þær. Engin króna í bætur í fyrstu var látið í veðri vaka að greiddar yrðu verulegar fjárhæðir fyrir vatnsréttindi, en nú er komið fram að fulltrúar ríkisins viður- kenna ekki eignarrétt sveitarfélag- anna> eða upprekstrarfélaganna, hvorki að vatnsréttindunum né af- réttunum sjálfum og gera sig lík- lega til, að hafa úti allar klær til að hafa þessar eignir af bændum bótalaust. Hefur þó enginn vafi leikið á um eignarréttinn til þessa. Virðist nú þurfa að leita úrskurðar dómstóla, en lík mál hafa á undan- förnum árum verið dæmd ríkinu í vil. (Afnotarétturinn að beitiland- inu er hinsvegar ekki véfengdur að því er virðist). Er nú svo komið að vandséð er um hvað verið er að semja. Þegar það loks liggur fyrir að fulltrúar ríkisins í samninga- nefnd vilja um ekkert semja nema tilhögun l (sem mikil andstaða er gegn) og viðurkenna ekki eignar- réttinn þá er búið að hnoða saman samningsdrögum og látið í veðri vaka að nánast sé ekkert eftir nema skrifa undir. Lögfræðingar samningsaðila telja að drögtn geti gilt fyrir hvort heldur sem er tilh. I eða tilh. IA og jafnvel fleiri tilhag- anir. Og samningamenn ríkis hafa strangt tekið ekki endaniega lokað fyrir umræður um neina af þessum fjórum tilhögunum, en þeir virðast, með öllum tiltækum ráðum stefna að samningum um tilh. I og not- færa sér þann meðbyr sem sú um- deild virkjunartilhögun fær frá mönnum og félögum, mörgum hverjum sem kemur málið harla lítið við, nema sem þjóðfélags- þegnum. f Engum er Dúddi Ifkur Þegar Jóhanncs Hoyos frá Austurríki var að sýna stóöhestinn Gáska 915 frá Gull- berastöóum á EM í Larvík sló hcsturinn mjög til taglinu eins og mörgum hornfirsk- um hestum hættirtil. ÞeirGunnar Bjarna- son og Dúddi frá Sköröugili sátu nálægt hvor öörum og hafa löngum halt gaman af aöglettast. „Sjáöu kraftinn, sjáöu tilþrifin og sjáöu fasiö, og svo teljiö þiö Skagfirö- ingar aö þiö getiö ekki notaö svona hesta," segirGunnar. Dúddi þegir um stund en svarar svo, „Jú, þaö mætti kannski nota hann til aö stjórna karlakór." Feykir . 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.