Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 5

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 5
FeykÍR ÚTGEFANDI: FEYKIR H/F. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: BALDUR HAFSTAÐ. Auglýslngar: BJÚRN MAGNÚS BJÖRGVINSSON, Síml 95-5661. Rltstjörn: Arni RAGNARSSON, hilmir hóhannesson, hjálmar jónsson, jón Asbergsson, jón fr. HJARTARSON. Rltnefnd á Slglulirðl: BIRGIR STEINDÓRSSON, SVEINN BJÖRNSSON, GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON, KRISTJÁN MÖLLER, PALMI VILHJÁLMSSON. Rltnefnd á Hvammstanga: HÓLMFRlÐUR BJARNADÓTTÍR, EGILL GUNN- LAUGSSON, HELGI ÓLAFSSON, ÞÓRVEIG HJART- ARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS HALLDÓRSSON. Rltnefnd á Blönduósl: MAGNÚS ÓLAFSSON, SIGMAR JÓNSSON, BJÖRN SIGURBJÚRNSSON, ELfN SIGURÐARDÓTTIR. Rltnefnd á Skagaströnd: ELlN NJÁLSDÓTTIR, SVEINN INGÓLFSSON, JÓN INGI INGVARSSON, MAGNÚS B. JÓNSSON, ÓLAF- UR BERNÓDUSSON. Útllt: REYNIR HJARTARSON. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF. AKUREYRI 1981 Feyklr er hálfsmánaðarblað. Áskrift 10 kr. á mánuðl. Lausasala 8 kr. Lekandi kerfi ÞaS eru ekki ýkjamörg ár sfðan áhugasamir menn á Blönduósi börðust í þvf að koma upp plastverksmiðju. Þeir lögðu á sig mikiS erflSi viS nauSsynlegan undirbúning. LögSu siðan plögg og arSsemisáætlanir Inn hjá opinberum aSilum til umsagnar og fyrirgreiSslu. Undar- legur selnagangur og vafningar stofnana og sjóðstjórna elnkenndu alla afgrelSslu þessa máls. Þvf var þvælt fram og aftur uns allar upplýsingar höfSu lekiS út. ASur en Blönduó- singar höfSu fengiS tilskilin leyfi, hafSi Ham- piSjan f Reykjavík keypt vélar og hafiS þá fram- leiðslu sem Blönduósmenn höfSu stefnt aS I mörg ár. Þó að þeir keyptu einnig vélar var grundvöllurinn fyrir framleiSslu þeirra bro- stinn. Eftir skamma hrfS voru vélar þeirra seld- ar, fyrlrtækiS gert upp, áragamall draumur bú- Inn. Upplýsingar sem SteinullarfélagiS á SauSárkrókl hafSi afiaS með mikilli elju og æmum tilkostnaSi láku einnlg út úr stjórnsýsl- ukerfinu og komust m.a. í hendur manna f ein- um af hafnarbæjum Reykjavíkur. Sá lekl hefur valdiSSteinullarfélaginu á SauSárkróki töfum og óþæglndum. Fyllsta ástæSa er aS vísu til aS ætla aS vel rætist úr og áralangt starf ötulla manna beri ávöxt I þetta sinn. Þar sem þungamiSja fjármagnslns f landinu er, nefnilega I Reykjavfk, úthverfum hennar og hafnarbæjum, þar er auSveldast að taka vlS lekanum, notfæra sér upplýsingarnar sem seytla frá ráSuneytum og valdastofnunum. KeraldlS lekur, eins og hjá BakkabræSrum. Skyldu sveitarfélög og fyrirtæki enn um sinn eiga aS búa við þennan lekanda? Væri ekki þörf á að hagsmunaaðilar, peninga- og athafn- amenn víki úr þeim opinberu nefndum sem fjármunum deila, en létu sætin sérfræSingun- um eftir? ÞaS liggja leyndir þræSir frá athafna- mönnum I opinberum nefndum. Klippa þarf á leyndu þræðina, kýtta þarf f götin. Fiskur og útgerS, jafnvel meS nýjum togara, leysir ekki atvinnuvanda NorSurlands vestra. örðugleikar útgerðarlnnar og fiskiðnaSarins á SauSárkrókl um þessar mundir sýnir aS sá atvinnuvegur stendur ekki mjög traustum fó- tum. Ibúum i NorSurlandskjördæmi vestra þykir það eðlilega hastarlegt aS opinberir aSilar geti orðiS til þess aS margra ára fyrirhöfn I þágu nýrra atvinnugreina sé unnin fyrir gýg. Obilandi dugnaSarforkur hefur barist nú um sinn fyrir þvi aS vatnspökkunarverksmiðja verSi reist á SauSárkróki. KerfiS hefur verið svifaseint að Ijá því máli stuðning. Er kannski veriS að láta vatniS leka út í Reykjavík eða ein- hverjum hafnarbæ hennar? STORMARKAÐUR A KROKNUM Feykir sneri sér til þriggja kaupmanna á Sauð- árkróki og spurði þá álits á þeirri hugmynd að Hagkaup setti á stofn stórmarkað á staðnum. Inn í þá umræðu spannst sitthvað um kaupskap og þjónustu við fólk í landsins dreifðu byggðum. Sambandið persónulegra í litlu verslununum segir Kristján Skarphéðinsson Kristján Skarphéðinsson kaup- maður í Matvörubúðinni á Sauðárkróki sagði að ef Hagkaup kæmi þar upp markaði mundu allir kaupmenn á staðnum þurrkast út. Þá yrðu tveir aðilar sem sæju um verslunina, þ.e. Kaupfélagið og Hagkaup. Kristján taldi að mark- aðssvæðið í Skagafirði væri tæp- lega nógu fjölmennt fyrir stór- markað. Fjöldinn á svæðinu öllu næði ekki helmingi íbúatölu Akur- eyrar. Kristján sagði að á Akureyri, þar sem Hagkaup hefði nýlega sett upp stórmarkað, hefðu þrír stórir aðilar þegar dottið út og KEA búið að leggja niður þrjár búðir. Kvaðst Kristján álíta að fólkið hefði ekkert á móti smærri búðum og fleiri, þar sem persónulegt sam- band væri milli kaupmanns og viðskiptavina. Hann gat þess einnig að þegar stórmarkaðurinn væri búinn að bíta af sér keppendur á markaðnum, mætti hækka vöruna, og þá væri neytandinn tæplega betur settur en hann var meðan smákaupmaðurinn lifði. Hver er helsti vandi kaupmanns i dreifbýli? „Flutningskostnaður er geysileg- ur og leggst á vöruna og verður þá Kristján Skarphéðinsson. vandamál neytandans. Flutnings- kostnaður á smærri sendingum frá Reykjavík getur farið upp í kr. 2,30 á hvert kg. Lager okkar af ný- lenduvörum verður að vera stærri en þar sem innflutningur berst á land. Vörurýrnun verður þvímeiri, svo ekki sé minnst á rýrnunina sem stafar af verðbólgiinni. “. Kcykir yat þess í síðasta blaði að hann hefði lilerað dálítið nni Hagkaup, nefnilega að það (eða þau, eftir því hvort inaður lítur á llagkaup sem eintölu- eða fleir- töluorð) hygðist koma upp stórmarkaði á Sauðárkróki. Feykir hr ingdi til Pálma Jónssonar forstjóra Hag- kaups og spurði haiin hvort þetta væri rétt. Pálmi vildi ekkert láta eftir sér liafa annað en það að málið hefði horið á góma. Spurningin er hvort byggingasamþykkt breytist við nafn umsækjanda vw»ð se^'* Ágúst Waltersson rekur ásamt konu sinni Lilju Þórarinsdóttur þrjár verslanir og fatahreinsun á Sauðárkróki. Ágúst sagði að stórmarkaður á borð við Hagkaup mundi eðlilega þrengja mjög að öllum sem við verslun fást á staðn- um, ekki síst Kaupfélaginu. I hér- aðinu væru þegar margar verslanir miðað við viðskiptamannafjölda. Á Sauðárkróki einum væru um 25 verslanir en íbúatalan aðeins um 2200. Tólf búðir versluðu með til- búinn fatnað. Ágúst kvað það tæp- lega verða umskipti til hins betra fyrir fólkið ef stórmarkaður kæmi. „Fólkið hefur notið góðrar þjón- ustu á hagstæðu verði. við höfum t.d. ekki verið með fulla álagningu á ákveðnum vöruflokkum og borið flutningskostnað sjálf. Fólk hefur veitt því eftirtekt að barnafatnaður okkar væri ódýrari kominn á Það er hlægilegt 99 að koma upp stórmarkaði í 2200 manna kaupstað Við hittum Erling Pétursson sem snöggvast í versluninni Tindastól og lögðum fyrir hann sömu spurn- ingu og þá Ágúst og Kristján. Erling kvaðst ekki viss um að allir kaupmenn hyrfu. Verslunin Tindastóll væti t.d. á dálítið öðru sviði en Hagkaup, byggði mjög á kvöld- og helgarsölu og sérhæfði sig auk þess í íþróttavarningi. Þró- unin á Sauðárkróki yrði þó líklega svipuð og á Akureyri þar sem búið væri að leggja niður fjölmargar verslanir, bæði matvöru- og fata- verslanir. Sagði Erling þetta bitna á þjónustu við fólkið. Þá væri vert að hafa í huga að ef Kaupfélagið, sem er langstærsti atvinnurekandi á staðnum, lenti í mikilli samkeppni við Hagkaup, mætti búast við að það drægi mjög úr umsvifum sin- um. Stór hópur manna sem hefði atvinnu af verslun, bæði hjá Kaupfélaginu og öðrum, mundi missa vinnu sína, og aðeins brot af því fólki mundi Hagkaup taka. Erling kvað það reyndar hafa komið í ljós í Reykjavík að stór- markaðir væru á undanhaldi. Gre- ina mætti þar sömu þróun og í mörgum örðum vestrænum rikjum, þar sem stórmarkaðir væru víða að leggjast niður en fólkið farið að sækja aftur í smábúðina á horn- inu. Það væri með Hagkaup eins og aðra stórmarkaði að þar væri tals- „Þaö var eins og sveitafólkið mætti ganga í druslum“ vert vöruúrval og verði á vissum vörutegundum stillt mjög í hóf (og þá sama varan auglýst á mörgum stöðum í salnum) en vörugæðin væru ekki mikil. Eriing Pétursson Tindastól. i verslun sinni Erling kvað það hlægilegt ef menn ætluðu að koma upp stór- markaði í 2200 manna bæ meðan slíkir markaðir ættu í vök að verjast í fjölmennum íbúðahverfum eins og Breiðholti og Árbæjarhverfi. Hann sagði þá heimamenn, sem væru að reyna að fá Hagkaup á Sauðárkrók, óábyrga og ekki vita hvað þeir væru að gera. Niðurstöðuna sagði Erling hljóta að vera þá, að stórmarkaður væri langt frá því að vera „patent" lausn á verslunarmálum á Sauðárkróki. Hann mundi stórskaða Kaupfélag- ið og skerða mjög þjónustu. Aðal- gatan mundi deyja sem verslunar- gata og lífið dofna yfir bænum. f framhaldi af þessari umræðu spurði ég Erling hvað það væri nú á tímum sem fólkið færi fram á þegar það kæmi í verslanir. Hann sagði að fólkið legði áherslu á gœðavöm, en hún þyrfti alls, ekki að vera dýrari en draslið. „Það var algengur hugsunarháttur að sveitafólkið keypti rusl og ætti að láta sér það nægja. Manstu ekki eftir auglýsingunni frá Hagkaup: „Kaupið ódýrt á bömin í sveitina.“ Það var eins og sveitafólkið mætti ganga í druslum, vera verr til fara en annað fólk. Sá hópur stækkar nú óðum sem gerir kröfur, vill eitthvað verulega gott, hvort sem það er klænaður, matvara eða annað. Sauðárkrók en í búð í Reykjavik. Á fullorðinsfatnaði höfum við reynt að halda sama verðinu og búðir í Reykjavík auglýsa í fjölmiðlum. Fólk kann að meta svona þjón- ustu.“ Nú ert þú með viðskipti þín á þremur stöðum í bænum. Er ekki óþægilegt að dreifa starfseminni svona? „Við erum með þrjár verslanir. Verlsunin Lilja er með bama- og kvenfatnað. Aldurshópurinn 0-16 ára finnur þar ýmislegt við sitt hæfi. Auk fatnaðar eru þar barna- vagnar, kerrur og reiðhjól. Þar er líka tækifærisfatnaður kvenna. Það má því segja að Lilja hugsi'einnig fyrir ófæddum börnum. Sparta hefur hins vegar samkvæmisfatnað karla og kvenna, og ef „slysið" verður eftir samkvæmið, þá er bara að fara í Lilju! Sparta er reyndar alhliða fata- og tíksuverslun. Af raftækjunum mætti nefna bíltölvu og tungumálatölvu. Bíltölvan getur sýnt eyðslu bílsins, hita á smurolíu, Ágúst Waltersson í verslun sinni Spörtu. olíuþrýsting, áætlaðan komutíma til ákveðins staðar og fleira í þeim dúr. I tungumálatölvuna má stimpla inh orð á íslensku og fá það þá fram á einum fimm öðrum tungumálum. ísambandiviðverslunina Liljuer rétt að geta þess að þar er líka fatahreinsun. Við þjónum bæði Skagfirðingum og Húnvetningum með hreinsun og þvotta. Við þvo- um einnig gallabuxur fyrir versl- anir í Reykjavík og erum sam- keppnisfærir við hreinsanir syðra. Jú, vissulega væri betra að vera með alla sína starfsemi undir sama þaki. En húsnæðið leyfir slíkt ekki enn. Við höfum sótt um verslunar- leyfi í stærra húsnæði í bænum en ekki fengið. Nú er spuming hvort Hagkaupi verður leyft að versla þar sem við höfum feneið synjun. Það er spurning hvort byggingarsamþykkt breytist við það að nafn aðilans, sem um verslunarleyfið sækir, breytist." Er ekki áhættu- og snúningasamt að standa í þessu öllu? „Það er þungt að reka fyrirtæki í dag, og það fylgja því snúningar og streita. Ég þarf að fara suður á 10 daga fresti eða svo. Ég ek yfirleitt á nóttunhi, útrétta í Reykjavík og fer svo norður um kvöldið. Vinnutím- anum lýkur ekki á lokunartíma verslana. Og þetta er áhættusamt. Við liggjum t.d. með lager upp á tugi milljóna gamalla. En maður væri ekki í þessu nema maður hefði óstjórnlega gaman að þessu. Við erum saman í þessu hjónin, og jafnréttið er í fullu gildi. Svo höfum við mjög gott fólk sem starfar með okkur.“ sta«arV»r • i En v „ Lrir Ós\and^ rttsa«van^^varta, É^eíeUV,rWstU ere^l^vantar. égfaíVaðse - © SaU®tvVU«aadur^a- ^árU6°nurteVnsofe tý«v««eUD 11 vk í flest° luur V 6V»6 VtS va« er bur«“ .„„ftarVus- ‘ J _ cvouan ingsVu>stJ ássi ^ar sem ^ ^írugeríVr^’í" #i. Vlegranesv. Q*versVa. „ruVioVeg -,_ntar. *vantar eru teittV»va „Hér er stefnt að því að drepa niður allt líf, það á að gera norður- bæinn að draugabæ“ segir Guðmundur Tómasson hótelstjóri Við hittum að máli um daginn Guðmund Tómasson hótelstjóra á Sauðárkróki. Hann hefur rekið Hótel Mælifell síðustu árin við góðan orðstír. Fyrst snerist umræðan um hótelreksturinn almennt og nýj- ungar sem verið er að brydda upp á. Síðan leiddist talið inn á fram- tíðarhorfur hótelrekstrar á Sauðár- króki, og var Guðmundur nokkuð þungorður i garð bæjaryfirvalda. Hótel Mælifell hefur haft vín- veitingaleýfi um nokkurt skeið, og kvað Guðmundur það hafa mælst vel fyrir. Hann hefði ekki orðið var við að fólk amaðist við að þessi þjónusta væri veitt. Barinn eropinn öll kvöld nema miðvikudagskvöld. Diskótek eru haldin fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á fimmtudögum er aldurstakmarkið 18 ár en á föstudögum og laugar- dögum 20 ár. Guðmundur gat þess að veitingarekstur af þessu tagi gerði það kleift að halda hótel- rekstri gangandi árið um kring. Hótel Saga, Hótel KEA og fleiri hótel væru með veitingarekstur samhliða hótelinu. Af nýjungum í veisluhaldi gat Guðmundur um matarkvöldin sem haldin eru í vetur með þriggja til fjögurra vikna millibili. í síðastliðn- um mánuði var „grísakvöld". Svínakjöt var á boðstólum, en tískusýning á eftir í samvinnu við verslunina Spörtu. Gaf þessi ný- breytni mjög góða raun, og var hvert sæti skipað. Nautakvöld verður svo laugardaginn 7. nóv- ember, en síðar er von á fugla-, lamba- og fiskikvöldi ásamt kín- versku, frönsku og ítölsku kvöldi. Stefnt er að því að fá aðkomna skemmtikrafta á þessi matar- og kátínukvöld. Guðmundur gat þess einnig að hann hygðist „vinna upp sunnu- dagshádegin“ með ódýrum mat fyrir alla fjölskylduna. Er mikið um að matreitt sé fyrir hópa og klúbba? Guðmundur sagðist sjá um mat handa félögum í Rotary-klúbbnum vikulega. Aðstaðan til slíkra veit- inga mundi batna þegar búið væri að gera breytingar á efri hæð hótelsins upp úr áramótum. Þar verður salur sem rúmar um 50 manns. Hvað um hótelherbergin? Hótelherbergin eru 7, en hótelið útvegar einnig herbergi í einkahús- næði. Á sumrin hefur Guðmundur tekið á leigu heimsvistarhúsnæði Fjölbrautaskólans og aukið þannig stórlega gistirýmið. Þá er hægt að taka á móti stórum hópum ferða- manna og ráðstefnufólks. Er nógu mikið gert af að auglýsa Sauðárkrók og Skagafjörð sem ferðamannastað? „Nei. Það kostar óhemju fé og vinnu. Ég mundi gera meira af þvi ef ég hefði heimavistina trygga á góðum kjörum en ekki þeim afar- kostum sem ég er þvingaður til að taka hana með nú. Ég hef farið með bullandi tap út úr þeim rekstri. Þetta er hæsta leiga sem þekkist fyrir heimavistarhúsnæði í landinu. Ég fór fram á að byggja við hótelið álmu með 25 herbergjum en fékk synjun. Það var talið að það mundi skemma heildarsvip Aðal- götunnar að byggja bak við húsið! Alls staðar þar sem ég þekki til er reynt að halda lífi í gömlu bæjar- hlutunum. En hér er stefnt að því að drepa niður allt líf. Það á að gera norðurbæinn að draugabæ." Kæmi ekki til greina að byggja nýtt hótel? „Bæjaryfirvöld vilja fara með allt inn í nýja miðbæinn. Nú er víst talað um að fara með hótelið bak við svokallaða umferðamiðstöð suður á móts við Ábæ. En þar yrði grunnurinn svo dýr að hætt er við að maður kæmist aldrei upp úr jörðinni. Það gefur auga leið að miklu ódýrara yrði að byggja álmu við það Hótel sem fyrir er.“ Kæmi til greina að bæjaryfirvöld eða t.d. Flugleiðir tækju þátt í hótelbyggingu með þér? „Nei, það held ég varla. Ef fleiri en einn aðili eru um svona lagað verður öll ákvarðanataka erfið og hætta á árekstrum.“ Guðmundur kvað það mis- skilning að hótelrekstur væri gullnáma. Á Húsavík og Stykkis- hólmi væru hótel rekin með miklu tapi og væru baggi á bæjarfélög- unum sem í hlut ættu. „Og á Blönduósi tók sá sterki aðiii, Ferðaskrifstofa ríkisins, að sér að reka Edduhótel á ársgrundvelli, en sá sér ekki fært að gera það nema í eitt ár.“ Hvað heldur þú að verði ofan á í hótelbyggingamálum á staðnum? „Það er ómögulegt að segja. Maður vonar að afstaða bæjaryfir- valda til nýrrar álmu við hótelið hér verði endurskoðuð. Ég er búinn að eyða 10 milljónum i teikningar og er ófús að gera meira af slíku fyrr en eitthvað fer að skýrast.“ Aminning til ritstjóra Feykis vegna 7. tölublaðs 23/101981 Þó að daprist þér nú sýn þessmábótavona. Þetta er ekki myndin mín mínerekkisvona. Erum líkirekki ísjón. Að þérskjátlast hafi held ég, því að þetta er Jón þaðerenginn vafi. Því er lausnin það hver sér þérégleyfiðveiti- komdu og taktu mynd af mér og mundu, hvað ég heiti. Kr. St. Sjá bls. Oddvitinn: Ég vil taka undir það sem ég sagði áðan, að við verðum að binda vel fyrir þann hnút. 4 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.