Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 3

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 3
Bréf og eftirskrift (Bréf það sem hér birtist barst blaðinu fyrir nokkrum vikum, en vegna mistaka hefur birting þess dregist. Beðist er velvirðingar á því.) Það hefur áður komið fram í Feyki að fyrir dyrum stendur að flugvöll- urinn á Siglufirði verði lengdur til norðurs um nokkur hundruð metra. Vegna þeirra framkvæmda er ætlun flugmálastjórnar að breyta farvegi Skútuár sem rennur til sjávar við norðurenda flugbrautarinnar. Þar sem Skútá á um hálfan km órunnið til sjávar er fyrirhugað að grafinn verði skurður og ánni veitt eftir honum norður Ráeyrar- granda. Að vonum líst mörgum Siglfirð- ingum illa á þennan væntanlega flutning árinnar, og telja að vafi leiki á nauðsyn hans. Þá er talið víst að mjög mikil landspjöll verði unnin við skurðgröftinn, og þar verði að kaupa eða taka leigunámi nokkurt land sem einstaklingar ráða. Af þessu tilefni hefur bæjarráði verið afhent bréf, undirritað af 45 Siglfirðingum. Þar koma áður- nefnd viðhorf fram, ásamt þeim, að eðlilegt væri að steypa traustan stokk eða brú í flugbrautina, svo Skútuá megi enn renna þar sem náttúruöflin hafa stýrt henni og hún rennur á flúðum mörgum til augnayndis. Langflestir þeirra sem leitað var til rituðu nöfn sín undir bréfið, þar á meðal sumarbústaðaeigendur og íbúar austan fjarðarins, og fulltrúar í náttúrverndamefnd. Að lokum er rétt að geta þess að bæjarstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort leyfa eigi að farvegi Skútár verði breytt. Örlygur Kristfinnsson. að mótmæli 45 Siglfirðinga muni e.t.v. stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir flugmálastjórnar. Það er vert að skýra betur þetta mál. Upphaflega var ákveðið að safna 40-50 nöfnum undir rökstudd mót- mæli gegn flutningi Skútuár. 48 Siglfirðingar, ungir, gamlir, lærðir, ólærðir, af öllum stéttum og líkl. öllum flokkum, voru spurðir: Vilt þú skrifa undir þetta? Menn fengu eins mikinn tíma og þeir vildu til að hugsa og ræða málið. 45 skrifuðu undir. Af þessum árangri má ætla að þau sjónarmið, sem með mót- mælunum koma fram, endurspegli viðhorf flestra Siglfirðinga. Margir undrast vinnubrögð flugmálastjómar í þessu máli, þ.á.m. fulltrúar í skipulagsnefnd Siglufjarðar (enginn þeirra var beðinn að taka þátt í undirskrift- unum). Annar kostur en sá að flytja Skútuá í skurði virðist ekki koma til greina af hálfu flugmálastjórnar. Stjórn bæjarins' er stillt upp við vegg og henni settir afarkostir: annaðhvort ána í skurð eða engar framkvæmdir! Voru ekki þeir tím- ar runnir upp að vandað væri til alls skipulags og undirbúnings að verklegum framkvæmdum og náttúruvemd væri í heiðri höfð? Það verður a.m.k. að krefjast þess af opinberum stofnunum að þær lúti þeim reglum í þjónustu sinni við íbúa þessa lands. í þessu máli er það lágmarks— kurteisi að flugmálastjórn kynni heimamönnum alla kosti, geri framkvæmda- og kostnaðaráætl- anir fýrir flutningi Skútuár annars vegar, og smíði brúar eða stokks gegnum flugvöllinn hins vegar. Og endanleg ákvörðun heimamanna um hvað gera skuli miðist við sam- anburð slíkra áætlana og ekki síst það hve langt menn vilja ganga í því að breyta og spilla landslagi. SIMBA Full búð af nýjum vörum: Liíja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja i-ilja Lilja LiljaLiljaLiljaLiljaLiljaLiljaLiljaLiljaLiIj PUSS-KRAM Fyrir börnin: » Fyrir kvenfólk: BUXUR JAKKAR VESTI SKYRTUR PILS KJÓLAR O.FL.O.FL. FLANNELSBUXUR PEYSUR BLÚSSUR ÚLPUR TÆKIFÆRIS- FATNAÐUR O.FL.O.FL. V etsVuTVHY \_a\^cX Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja Lilja P.S. Ö. K. (Þessi viðbót við bréf örlygs barst i síðastliðinni viku.) Oddvitinn: í síðasta „Feyki“ birtist grein um væntanlega lengingu flugvallarins í Það var svo dimm hríðin að ekki Siglufirði. Þar er látið að því liggja sást milli augna. Hin vinsælu HITACHI sjónvarpstæki og myndsegulbönd V.H.S. fást hjá okkur. Mjög góðir greiðsluskilmálar Radíó- og sjónvarpsþjónustan Borgarmýrí 1 - Sími 5432 - Sauóárkróki Verslunin SPARTA VORUM AÐ TAKA UPP Mikið úrval af náttkjólum Peysum Buxum Jakkafötum og fl. Sendum í póstkröfu Líttu inn, það borgar sig. Vorum að fá kjóla í stórum númerum frá 40-49. Allt á alla fjölskylduna á einum stað Verslunin Soarta Sauðárkróki Feykir . 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.