Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 2

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 2
UNDIR HÆLINN LAGT Dulítill partur af frjálsa orðinu á síðum Feykis hefur verið nýttur til þess að ræða samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Formenn bæjarráðanna á Siglufirði og Sauðárkróki hafa báðir sagt að nánara samstarf sé fýsilegt. En hvað segja aðrir sveitarstjómar- menn? Mættum við hin fá að heyra og kannski kveða okkur hljóðs líka? Það sem í daglegu máli heitir samfélagsþróunin og sumir álíta að sé náttúrulögmál eins og vöxtur vel nærðrar jurtar, hefur mörgu breytt í kringum okkur undanfarið og kannski okkur sjálfum. Meira að segja starfsháttum og starfsþáttum sveitarstjórna. En ekki hreppa- mörkum. Þau voru af Guði gerð, ekki satt? Sumu virðist þessi þróun sem sé ekki breyta og þá heldur ekki því, að ísland er láglauna- svæði í Evrópu og að Norðurland vestra er láglaunasvæði á íslandi. Atvinnilíf þéttbýlisstaðar glæðist ekki að ráði lengur, þótt smíðuð sé lítil trébryggja eða þótt smákaup- maður flytjist í bæinn og fari að selja karamellur og sængurvera- léreft. Atvinnulíf þéttbýlisstaðanna er „einhæft og veikbyggt" og raun- ar ekkert líf. Fyrir nokkrum árum var byggð plastverksmiðja, — mik- ið ef það var ekki á Blönduósi — sem hóf framleiðslu og allt gekk vel. Frumkvæðismenn víða um land sáu, að hér var upplagt tæki- færi og þetta fór eins og með gor- kúlurnar, sem frægt varð. Á tíma- bili var einangrunarplast notað til næstum alls, í rúm og stóla, blómapotta og auglýsingaskilti og Guð má vita hvað. En að því kom, að við bara gátum ekki meira og sú staðreynd krafðist viðurkenningar, að verksmiðjurnar framleiddu of mikið. Og þá gerðist auðvitað það, sem kom gorkúlunum á óvart, að verksmiðjunum fækkaði. Þá komu saumastofurnar. Og getum við ekki þröngvað Rússunum í fleiri peysur og teppi en í fyrra, þá hangir þetta atvinnulíf í bláþræði. Að við minnumst ekki á frystihúsin í baráttu við ansjósuna frá Perú og dyntóttan dollara. Frysti- hús þorir maður ekki að segja nú orðið, nema að halda niðri í sér andanum á meðan, af ótta við hrun. Ekki bara, að reiknivélin hrynji ofan af ölkassaskrifborðinu í Skildi, heldur allt heila kerfið. Þetta stóra. Og nú gengur vel hjá Húseiningum á Siglufirði, enda eru þegar margar húseiningaverk- smiðjur í gangi og undirbúningur fyrir eina á Sauðárkróki. Dráttar- brautirnar á Siglufirði og Akureyri hafa gengið sæmilega á köflum, og því ekki að koma þá upp dráttar- braut á Skagaströnd og Húsavík og .Sauðárkróki??? Höfnin á Skaga- strönd er góð og auðvitað á að koma góð höfn líka á Blönduósi. Og hvað með Hóla? Þar rækta þeir þó fisk. Þótt lögmál samfélagsþróunar- innar séu ekki hin sömu og náttúr- unnar má líta þannig á, að hún geti fært með sér prjónastofur og drátt- arbraut, en ekki handa öllum eins og á jólunum. Og hún tekur þær aftur ef ekki er rétt á málum haldið. Og þá vaknar spurningin: Hver hefur þáttur sveitarstjórnarmanna verið og hver þarf hann að verða í þessum málum? „Fyrirgreiðslupólitíkun" gengur ekki lengur. Það segir Kjartan. Á suðvesturhorninu, þar sem hann á heima, tala þeir um að fækka al- þingismönnum, sem ekki búa þar, a.m.k. að lækka hlutfallstölu þeirra. Og á þessu ágæta horni tala þeir nú líka um stærri sveitarfélög. Staðarbaráttan, hrepparígurinn og takið á alþingismanninum verða allt sljórri vopn. Svona gengur þetta. Enda engar smáupphæðir, sem þarf til að glæða atvinnulíf þéttbýlisstaðanna eins og með steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Og ef hún lafir, þá annarri á Blönduósi og þriðju á Hofsósi. Fyrir utan allar stórvirkjanirnar. Og takið eftir því, að það eru kjördæmissamtök sveitarfélaga, sem færa rök og berjast fyrir stein- ullarverksmiðju í Þorlákshöfn, og láta sér ekki nægja að álykta á pappír. Að vísu spanna þessi sam- tök stórt svæði, en það stenst á við svæðisskiptinguna, sem hæstvirt Alþingi vinnur með og fleiri ríkis- stofnanir, áætlandi og fjármagn- andi. Alvörusamstarf sveitarfélaga um atvinnuvegi og opinbera þjónustu virðist vera samfélagsleg nauðsyn. Orð eru til alls fyrst — næst á eftir hugsun, og gaman væri að vita, hvort aðrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra en Jón Karls- son og Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, eru búnir að hugsa og komnir að orðinu. Það er áreiðanlega frjálst í Feyki. Arrti Ragnarsson. Myndabrengl Myndabrengl varð við vinnslu síðasta tölublaðs. Mynd birtist af Jóni Gissurarsyni í Viðimýrarseli en undir henni stóð: Kristján í Gilhaga. Hér birtist mynd af þeim báðum hagyrðingunum sem lífguðu upp á tilveruna í sláturhúsi K.S. á dögunum. Kristján Stefánsson i Gilhaga er til vinstri og Jón þá að sjálfsögu til hægri. Við biðjum lesendur og þá félaga velvirðingar á mistökunum. Veitingamar á uppskcruhátiðinni vom frábærar. k ' I 1 1 \ - É ; 1 “ wm ; i Ijjpv. 1 Páll Ragnarsson afhendir Sverri Sverrissyni bikar. Karl Jónsson og Jóhann Skúlason standa við hlið Sverris. UPPSKERUHATIÐ UNGMENNAFÉLAGSINS TINDASTÓLS Það voru um 200 börn á öllum aldri, allt frá þriggja ára til sextugs, sem komu á uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Tindastóls s.l. laugardag í skólahúsinu við Skag- firðingabraut á Sauðárkróki. Börn- in nutu glæsilegra veitinga, tóku lagið og horfðu á kvikmyndir sem Ástvaldur lánaði af sjálfum knatt- spyrnusnillingnum Pele. Allir fengu íþróttamerki í barminn frá hinum heimsfræga Adidas. Og sal- urinn var skreyttur með myndum af íþróttafólki um allan heim. Þá voru veitt verðlaun fyrir knatt- spyrnuþrautir sumarsins, og einnig fyrir afrek í frjálsum íþróttum og sundi. Þessir hlutu verðlaun: 6. flokkur: 5. flokkur: 4. flokkur: 1. Héðinn Sigurðs- son 2. Stefán Friðrik Jónsson 3. Friðvin Smári Eiríksson 1. Sverrir Sverrisson 2. Karl Jónsson 3. Jóhann Skúlason 1. Hólmar Ástvalds- son 2. Eyjólfur Sverris- son 3. Stefán Öxndal Reynisson Fyrir afrek í sundi: Harpa Guðbrandsdóttir og María Sævarsdóttir. Fyrir afrek í frjálsum íþróttum: Hafdís Steinarsdóttir og Hafdís Elfa Ingimarsdóttir Fyrir knattspyrnuþrautir var veittur farandbikar í fyrstu verð- laun í hverjum flokki. Aðrir fengu íþróttabúninga og töskur frá Hensons-fyrirtækinu og Verslun- inni Tindastóli. Böm, bæði ung og gömul, virtust mjög ánægð með uppskeruhátíðina og klöppuðu lof í lófa verðlauna- höfum, mótshöldurum og þeim konum sem reiddu fram veiting- arnar. Það kom fram í spjalli við Pál Ragnarsson formann Tindastóls, Erling Pétursson og Brynjar Páls- son sem að baki þessari hátíð stóðu, að foreldrar mættu sýna meiri áhuga á iþróttastarfi barna sinna. Í stað þess að býsnast yfir hvað íþróttabúnaður væri dýr mætti örva börnin til dáða. Það kostar líka nokkuð að vera á sjoppum. Páll Ragnarsson sagði að það þyrfti fleira fullorðið fólk til starfa til að styðja við hinar ýmsu deildir félagsins. Starfsemin gæti verið miklu meiri. Ekki væri nóg að ráða þjálfara. Þeir gætu engan veginn sinnt öllu því sem aðkallandi væri. Páll gat þess einnig að félags- málaráð bæjarins hefði ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Félags- málaráð ætti að sinna uppbyggingu félagsstarfs í bænum og stuðla að samvinnu hinna ýmsu félaga. En þetta hefði alveg brugðist. Ritnefndin á Hofsósi. F.v. Fjólmundur Karisson, Guðmundur Ingi Leifsson, Pálmi Rögnvaldsson, Bjami Jóhannsson, sr. Sigurpáll, Rósa Þorsteinsdóttir, Bjöm Nielsson og Þórdís Friðbjömsdóttir. Það er ekki nema rúm vika siðan ritnefndin á Hofsósi var stofnuð. En þegar hún loksins kom var hún myndarleg. Það kom fram í spjalli okkar við Hofsósmenn að Hofsós væri einn af þessum stöð- um sem fjölmiðlar þegðu dyggilega yfir. Með Feyki mætti etv. höggva örlítil skörð í þann þagnarmúr sem umlykti bæinn. Þá hafa verið myndaðar ritnefndir á öllum hinum stærri þétt- býlisstöðum í kjördæminu. Skýrt skal tekið fram að öllum er heimilt að senda Feyki línu til birtingar. Aðsent efni er þegið með þökkum, hvaðan sem það kemur. 2 . Feykir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.