Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 8

Feykir - 06.11.1981, Blaðsíða 8
Tannlækningastofa Sauðárkróki Hef opnað tannlækningastofu að Hólavegi 42, Sauðárkróki. Fyrst um sinn verður stofan opin aðra hverja viku. Viðtalstímar verða eftir sam- komulagi. Tímapöntunum veitt móttaka í stofusíma 5547 eða í síma 91-42646 á stofu minni í Garðabæ._____ÓMAR KONRAÐSSON, tannlæknir. 8.TÖLUBLAÐ Vegaframkvæmdir í Húnaþingi: Bundið slitlag á átján kílómetra í Langadal Framkvæmdastjórinn og skipstjórinn framan við skiptð. Skagaströnd: Nýr og glæsilegur togari Hlaut nafnið Örvar HU 21 Laugardaginn 31. okt. s.l. var sjó- settur nýr skuttogari bjá Slippstöð- inni h/f á Akureyri, fyrir Skag- strending h/f á Skagaströnd. Hlaut hann nafniðÖRVAR HU-21. Togarinn er 50,5 metrar á lengd, með 2400 ha. Wickman aðalvél. Hann er útbúinn með flökunarvél, roðflettingarvél og frystitækjum svo hægt er að vinna allan afla um borð. Utbúnaður þessi var settur í skipið vegna þess að mjög hefur dregist að hefja framkvæmdir við nýtt frystihús á Skagaströnd, sem átti að vera tilbúið um svipað leyti og togarinn. Skipstjóri á hinu nýja skipi verð- ur Guðjón Sigtryggsson sem verið hefur skipstjóri á skuttogara félagsins Arnari HU-l frá upphafi. Fyrsti vélstjóri á Örvari er ráðinn Magnús Sigurðsson sem einnig hefur starfað um nokkurt skeið hjá fyrirtækinu. 11. starfsárið hafið 11. starfsár Tónlistaskóla Austur— Hún. hófst í byrjun október. Skól- inn starfar á þremur stöðum, Blönduósi, Skagaströnd og Húna- völlum. f vetur verða um 100 nem- endur við nám í skólanum og læra á hin ýmsu hljóðfæri. 3 kennarar kenna við skólann, en oft hefur verið mjög erfitt að fá hæfa kenn- ara til starfa. Skólastjóri Tónlista- skólans er Sólveig Sövik, Feykir ræddi stuttlega við Egil Gunnlaugsson dýralækni á Hvammstanga og spurði hann hvort rétt væri að beina- og mjöl- verksmiðja væri að rísa á Hvammstanga. Egill kvað svo vera, sagði að hún færi að líkindum í gang þegar líða tæki á veturinn. Vélsmiðir frá Keflavík væru að setja upp vélarnar en ennþá vant- aði dálítið „drasl“ úr færeyskum togara. Það hefði reyndar helst staðið á að heilbrigðiseftirlit sam- þykkti verksmiðjuna. Það hefði óttast peningalyktina. Vélar hefðu legið á staðnum síðan 1977 og búið væri fyrir nokkru að byggja rúm- gott steinhús yfir þær. Á laugardagsmorguninn snemma, flykktust Skagstrendingar til Akureyrar að vera viðstaddir sjósetningu skipsins. Mun láta nærri að um 30% hluthafa félagsins hafi mætt við þessa athöfn. Þá var og mættur Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sem fór nokkrum orðum um endurnýjum skipastóls- ins um leið óg hann óskaði Skag- strendingum til hamingju með þetta ágæta skip. Að skírn og sjósetningu lokinni bauð Slippstöðin h/f gestum til veglegrar veislu í Sjálfstæðis- húsinu. Þar afhenti stjórnarformaður Slippstöðvarinnar h/f, Stefán Eins og lcsendur Feykis vita, hafa myndir verið mjög óskýrar f tveimur siðustu tölublöðum, sumar jafnvel svo að þær hafa verið sannkaliaðar feiumyndir. Nú hefur verið komist fyrir meinið, og vonumst við til að geta birt skýrar og góðar myndir í framtiðinni og látið af feluleiknum. Þá er ástæða til að biðjast velvirð- ingar á prentvillum sem þrengdu sér inn í síðasta tölublað. Það vantaði t.d. þrjá stafi framan á fyrsta orðið f fyrstu vísu Assa uni vatnið. Fyrsta línan átti að vera svona: Liggur ei við sorg og sút. Að sögn Egils verður þetta fyrst og fremst fiskimjölsverksmiðja. Ætlunin er að vinna rækjuúrgang og fiskslög, en næsta haust á að vinna þarna verðmæti úr sláturúr- gangi. Eins og nú væri málum háttað fylgdi sláturúargangi óþrifnaður, hann ?r fyrirferðar- mikill í jörðu og fulgar komast gjarnan í hann og bera víða. Eignaraðilar að hinni nýju verk- smiðju á Hvammstanga eru Mel- eyri (fiskvinnslustöð), Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Verslun Sig- urðar Pálmasonar og átta einstaklingar á Hvammstanga. Reykjalín, frú Halldóru Þorláks- dóttur, sem gaf skipinu nafn, veg- legt gullarmband, sem á var greipt nafn skipsins og einkennisstafir. Frú Halldóra er kona Guðjóns. Sigtryggssonar skipstjóra. Einnig notaði Sveinn S. Ingólfs- son framkvæmdastjóri Skagstrend- ings h/f þetta tækifæri til að þakka starfsmönnum Slippstöðvarinnar vel unnin störf og færði starfs- mannafélagi stöðvarinnar 50.000 kr. að gjöf frá stjórn Skagstrendings h/f. Stjórn Skagstrendings h/f skipa: Karl Berndsen, Gylfi Sigurðsson, Jón Ingi Ingvarsson, *Magnús. Ólafsson og Kristinn Jóhannsson. ólma Þá var flýtirinn fullmikill á blaðamanninum þegar hann ritaði viðtalið -við Jón á Vatnsleysu og hafði ekki allt rétt eftir honum. Biðjum við Jón að virða það til betri vegar. I sumar hafa framkvæmdir í vega- gerð verið með mesta móti hér í Austur-Húnavatnssýslu. Munar þar mestu um að lagt var bundið slitlag á um 18 km langan kafla í Langadal, er nú bundið slitlag hér komið á 32 km. Fjármagn til þess- ara framkvæmda var á vegaáætlun 3.500 þúsund. Annað stærsta verkefnið var uppbygging Svínvetningabrautar. Verk þetta kom til þannig að Iðn- aðarráðuneytið fól Vegagerðinni að byrja á uppbyggingu vegar vegna fyrirhugaðrar Blöndu- virkjunar. Athugun fór fram á hvar vegurinn skyldi vera og var Svín- vetningabraut fyrir valinu. Byrjað var á þessu verki um 20. júlí er flokkur Björns Karlssonar flutti þangað og vinnur þar ennþá. Einnig kom flokkur Jóhanns Lúð- víkssonar í verkið 20. september og er þar enn. Verkið hefur gengið seint, bæði vegna slæmrar tíðar og svo vegna þess hve vont er að ná efni. Orðið hefur að aka megin- hluta þess um 5 til 10 km vega- lengd. Á þessu verki var byrjað hjá Köldukinn og fram að Reykjabraut hjá Tindum, um 6 km. Fjárheimild Vegagerðarinnar til verksins er 3.400 þúsund. Nú hafa vélamenn og bifreiðastjórar boðið vinnulán til að ljúka þessum hluta vegarins sem þegar hefur verið byrjað á. Er þarna um mikla samgöngubót að ræða fyrir héraðið allt. Þá var í sumar byggð ný brú á Giljá við Stóru-Giljá og vegur um hana. Guðmundur Siguðsson var brúarsmiður, en Sighvatur Torfa- son var verkstjóri við veginn. Verk þetta gekk mjög vel og var því lokið í fyrstu viku september mánaðar. Á Skagastrandarvegi var undir- byggður 1 km langur kafli frá Norðurlandsvegi að Vatnahverfis- túni. Á Neðribyggðarvegi var undir- byggður 1 km .langur kafli milli Blöndubakka og Bakkakots, svo og ný tenging við Skagastrandarveg austan Ennis. Á Skagavegi var byggt nýtt ræsi á Harastaðaá og vegurinn hækkaður. Þá var byggður nýr vegur um Stór- hól norðan Hofs en báðir þessir staðir hafa verið mjög miklir farar- tálmar í snjóum. Þá voru ýmis smærri verk eins og í sýsluvegum, fjallvegum og við- haldi. Vegna þessara óvenju miklu framkvæmda hefur nokkuð þurft að fá af tækjum að, er þar fyrst og fremst um að ræða bifreiðir til efn- isflutninga; Kemur þar aðallega tvennt til, hinir miklu efnis- flutningar í Svínvetningabraut þar sem lítið sem ekkert fékkst á staðnum, svo og hinar miklu fram- kvæmdir hjá Blönduóshreppi í gatna- og hafnargerð. Óskir okkar og vonir eru því þær að hin mikla uppbygging sem hér er hafin haldi áfram á næstu árum. Blönduósi 22. okt. ’81 Þormóður. Siglfirskir bæjar punktar Grunnskóli Siglufjarðar Grunnskóli Siglufjarðar tók til starfa í byrjun sept. s.l. í skól- anum eru 335 nemendur í 19 bekkjardeildum. Kennarar eru 26. Við skólann er starfrækt framhaldsdeild og eru nú 12 nemendur við nám á I. áfanga iðnskóla. Á vorönn verður boð- ið upp á nám á 2. áfanga iðn- skóla fyrir húsasmiði og vél- virkja. Einnig er gert ráð fyrir að eftir áramót hefjist kennsla á 3. áfanga fyrir vélvirkja. Nokkrir siglfirskir vélvirkjar verða því útskrifaðir frá skólanum í vor. Samkvæmt nemendaskrá iðnfræðsluráðs eru um þessar mundir 48 iðnnemar á Siglufirði. Flestir eru nemar í húsasmíði eða 16. Næstir koma vélvirkjar sem eru 11 talsins. Ný steypustöð S.l. vetur var stofnað hér fyrir- tækið ÁTAK h.f. sem keypti m.a. steypustöð og ýmis fleiri tæki s.s. grjótmulningsvélar og hjólaskóflu. Fyrirtækið hefur haft nóg að gera í allt sumar við vinnslu á efni í jöfnunarlagi undir mal- bik. Nú er því verki öllu lokið, og er nú unnið við að koma upp steypustöðinni og standa vonir til að steypustöðin verði farin að selja steypu nú innan skamms. Bæjarsjóður mun einnig vera búinn að panta 3000 m3 af möl- uðu efni til að bera ofaní mal- argötur bæjarins. Efni þetta verður unnið nú í haust, og borið ofaní göturnar samhliða, ef veður leyfir. FEYKIR hefur hleraðað helstu stuðningsmenn Sultartangavir- kjunarinnar sé nú að finna á Sauðárkróki. Astæðan mun vera ótti þeirra um að iðnaðar- ráðherra standi Skagfirðingum framar í hrossakaupum. Hvammstangi: Ný beinaverksmiðja að rísa \sr—- iÉfc* Drekkur bæjarstjórinn steinull- arbikarinn í botn? Tíðinda að vænta um miðjan mánuð. FELUMYNDIR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.