Feykir


Feykir - 26.03.1982, Qupperneq 6

Feykir - 26.03.1982, Qupperneq 6
FeykÍR ÚTGEFANDI: FEYKIR H.F. Rltstjórl og AbyrgSarmaSur: BALDUR HAFSTAD. Auglýalngar: MARGEIR FRIÐRIKSSON, Slml 05-5600 og 05-5752. Draiflng: HILMIR JÓHANNESSON, Siml 05-5133 og 05-5314. Askrlft: ARNI RAQNARSSON, Siml 05500 og 05-5870. Rltstjórn: ÁRNI RAGNARSSON, HILMIR JÓHANNESON, HJALMAR JÓNSSON, JÓN ÁSBERGSSON, jón f. hjartarson. Rltnsfnd A Slgluflrfil: BIRGIR STEINDÓRSSON, SVEINN BJÖRNSSON, GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON, KRISTJÁN MÖLLER, PÁLMI VILHJÁLMSSON. Rltnefnd A Hvsmmstsnga: HÓLMFRÍDUR BJARNADÓTTIR, EGILL GUNNLAUGSSON, HELGI ÓLAFSSON, ÞÓRVEIG HJARTARDÓTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHÍAS HALLDÓRSSON. Ritnefnd A Blönduósi: MAQNÚS ÓLAFSSON, SIQMAR JÓNSSON, BJÓRN SIGURBJÖRNSSON, ELlN SIGURÐARDÓTTIR, SIQURDUR EYMUNDSSON. Ritnefnd A Sksgaströnd: ELlN NJÁLSDÓTTIR, SVEINN INGÓLFSSON, JÓN INGI INGVARSSON, MAGNUS B. JÓNSSON, ÓLAFUR BERNÓDUSSON. Rltnefnd A Hofsósi: FJÓLMUNDUR KARLSSON, GUDMUNDUR INGI LEIFSSON, PÁLMI RÖGNVALDSSON, BJARNI JÓHANNSSON, Sr. SIGURPALL ÓSKARSSON, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, BJÖRN NÍELSSON, ÞÓRDÍS FRIDBJÖRNSDÓTTIR. Útllt: REYNIR HJARTARSON. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. AKUREYRI 1982 Feykir er hálfsmánaðarblað. Áskrlft 10 kr. A mAnufll. Lausasala 8 kr. Steinull Þegar þetta er ritafl, hinn 24. mars 1982, er enn ekki séð í hvaða höfn steinullin margfræga lendir. Iðnaðar- ráðherra hefur upplýst að hann muni leggja til við ríkisstjórn að verksmiðja rísi á Sauðárkróki. Þá ber svo við að vegið er að honum úr öllum áttum. Fréttamenn ríkisfjölmiðla og sumra dagblaða keppast um að ala á tortryggni, og út úr spurningum þeirra og blaðagreinum virðist mega lesa að ráðherra hafi orðið á hroðaleg mistök í staðarvali verksmiðjunnar. Vantað hefur málefnalegan og breiðan fréttaflutning af forsögu steinullarmálsins sem til ákvörðunar ráðherra leiddi. Ríkisfjölmiðlar ræddu ekki við heimamenn nyrðra sem árum saman hafa unnið mark- ivisst brautryðjendastarf. Hins vegar var rætt við hvern Sunnlendinginn á fæturöðrum. Rétt er að rifja upp þrennt sem máli skiptir þegar staðsetning er ákveðin: 1. Ótvírætt er frumkvæði norðan- manna í öllum undirbúningi, sem m.a. tók til markaðsrannsókna og leiddi til niðurstöðu um litla verk- smiðju sem aðeins framleiddi fyrir innanlandsmarkað. 2. Ef eingöngu á að taka tillit til flutningskostnaðar þegar verksmiðja á borð við þessa er staðsett, þá ætti að reisa allar verksmiðjur í Reykjavík og hafnarbæjum hennar. Ef á hinn bóginn verksmiðja, sem framleiðir m.a. fyrir höfuðborgarsvæðið, rís annars staðar, þá styrkir hún sam- göngukerfi okkar og stuðlar að jafnvægi í byggð þessa lands. 3. Sunnlendingar hafa úr fleiri jarðefnum að moða en við og ættu að geta unniðgott starf í nýtingu þeirra ef þá brestur ekki kjark og þol. Það er leitt til þess að vita að stóru fjölmiðlarnir skuli ala á ágreiningi milli landshluta með einhliða frétta- flutningi. Ekki leynir sér hvar á landinu miðlar þessir eru niður komnir. Tekið er mið af Reykjavík. Við þurfum að auka kynni milli landshluta með sem flestu móti, og með hjálp fjölmiðla. Efla þarf einingu landsmanna. Norðanmenn gætu margt af Sunnlendingum lært, skoðað virkjanir þeirra og steypta vegi sem ná langt austur fyrir Hellu. Sunnlendingar gætu m.a. skoðað reiðgötur okkar og fengið léða góða hesta. „I Stundarfriði er aldrei farin samningaleiðin Rætt við hjónin og leikarana Guðmund Sigurðsson og Hrönn Albertsdóttur Leikflokkurinn á Hvammstanga sýnir nú leikritið Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson. Þetta leikrit var sýnt í Þjóðleikhúsinu ár- ið 1979 og vakti þá verulega at- hygli. Síðan hefur það verið sýnt víða í Evrópu á alþjóðlegum leik- listarhátíðum auk þess sem leikhús í Svíþjóð og Danmörku hafa tryggt sér sýningarrétt á því. Leikflokkur- inn er fyrsta áhugaleikhúsið sem tekur þetta leikrit til sýninga. Af því tilefni spjallaði fréttaritari Feykis á Hvammstanga við aðalleikarana, hjónin Guðmund Sigurðsson og Hrönn Albertsdóttur. Eigum við ekki að byrja á að spyrja um leikferilykkar? Hrönn: Nú, ég byrjaði eiginlega strax og ég kom hingað 1978. Ég fór fyrst á námskeið sem var hérna og svo var ég með í leikritinu árið eftir. Það var Höfuðbólið og hjáleigan, lélegt stykki. Guðmundur: Það voru skiptar skoðanir um hvort það hefði verið misheppnað eða ekki. Hrönn: Og svo vorum við bæði með Sunnevu og syni ráðsmanns- ins ánð þar á eftir. Guðmundur: Síðan tekur hún sér barnseignarfrí og ég var með í Deleríum búbonis. Þá stfðu leikar tvö tvö...... Hrönn: ... og ég átti að fá að vera núna. Guðmundur: Svo æxluðust bara málin þannig að við urðum bæði með. Það fer mikill lími í þetta ekki satt? Hrönn: Það eru um það bil sjö vikur frá 10. janúar og þangað til við byrjuðum að sýna, (26. febrú- ar), og ekki nema tvö fríkvöld og svo var líka æft um helgar, á laug- ardags- og sunnudagsmorgnum: Guðmundur: Þetta er svolítið erfitt með barn á öðru ári og 12 ára gamla stúlku. Ykkar fjölskylcla hefur þá kannski líkst fjölskyldunni í Stund- arfrið? Guðmundur: Sko, í Stundarfrið er aldrei farin samningaleiðin. Hrönn: Það var gert hér. Leik- nefndin bauð okkur konu sem gæti verið heima þegar á þyrfti að halda og auðvitað notuðum við okkur það stundum. Guðmundur: Að ástandið hafi verið eins mikið kaos og í Stundar- frið, það er náttúrlega af of frá. Hvernig finnst ykkur leikritið? Hrönn: Svona heimili eru mjög trúlega til í dag, þó að lýsingin sé kannski svolítið ýkt. Guðmundur: Það er sannleiks- korn sem stendur í leikskránni: „Stundarfriður er eins konar speg- ill, við lítum í spegilinn og sjáum dálítið skoplega mynd, þó er þetta spegilmynd okkar. Er ekki ráð að huga að myndinni og útlitinu." Þetta stykki á feikilega vel við núna á ári aldraðra. Þarna er dreginn upp skuggaleg mynd af meðferð samfélagsins á þeim sem hafa rutt brautina fyrir okkur. Fjölskylda Haralds hefur nóg pláss, hún hefur nóg af öllu en vantar þó allt þegar það vantar tilfinningarnar. Enginn má vera að því að sinna gömlu hjónunum og heimili Haralds er áfangastaður á leiðinni á elliheim- ilið. Hrönn: Á þessu heimili skortir ekkert. Það er til nóg af peningum, nóg af tækjum, en tilfinningamar eru ekki of miklar. Guðmundur: Það kemur berlega í ljós, þegar Guðrún brýtur vasann. Henni finnst yfirgengilegt að móðir hennar fæst ekki til að hætta jóga- æfingum þegar hún fréttir að tengdapabbi hennar er fluttur á spítala með heilablæðingu. Hún rýkur aftur á móti upp þegar vasinn brotnar. Guðrún gefur þá skýringu að þetta sé dauður hlutur en það er afi hennar aftur á móti ekki. Hrönn: Það eru til tilfinningar hjá þessu fólki og það er kannski kjarni málsins að enginn er tilfinn- ingalaus. Það þarf bara að kafa misdjúpt eftir þeim. Hvernig hafa œfingar gengið? Hrönn: Þetta er ofsalega erfitt stykki. Alveg ofboðslega erfitt i œfingum. Guðmundur: Og það er ekki laust við að það hafi ekki verið stundarfriður oft i tíðum á œfing- um. Þetta stykki krefst alveg afskaplega mikils. Það er erfitt að lœra þetta. Hrönn: Lítið um beinar setning- ar. Slitið i sundur hvert af öðru, einn að tala ísímann, annar að tala á bakvið og svo framvegis. Hvað með tœknilegu hliðina? Hrönn: Hljóðin voru að koma undir það síðasta og til dæmis kom hljóðið í sjónvarpinu í 12. þætti kvöldið fyrir generalprufuna. Guðmundur: Það er nú kannski ekki nema von. Hljóðin í sjónvarpi, síma og fleiru leika stórt hlutverk. Sáuð þið sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu? Hrönn: Nei, enginn leikaranna sá þá sýningu. Það má segja að það sé kostur, þá fer maður ekki að stæla neinn ákveðinn leikara. Ég segi fyrir mig að ég var lengi að komast inn í þessa ákveðnu per- sónu og kannski ekki búinn að finna hana enn þá, því að hún er alveg sérstaklega erfið hún sýnir svo mörg geðbrigði. Guðmundur: Við fyrsta lestur fannst mér Haraldur vera óskap- lega mæddur maður, en svo fór ég að skynja að þetta var stress og þá þurfti ég að hífa mig upp til að ná stressinu. Eruð þið áinœgð með sýninguna? Hrönn: Það sem mér finnst ánægjulegast við þetta stykki er það hve fólk er ánægt með verkið og leikinn og allt saman. Guðmundur: Maður hefur heyrt skiptar skoðanir um framsetningu höfundar. Sumum finnst þetta yf- irgengilegt. En er þetta ekki notað þegar lýsa á einhverjum hlut og maður vill vera viss um að það komist til skila? Ef menn hugsa um efni leikritsins eftir sýningar hjá okkur, þá held ég að við höfum náð okkar marki. H.K. Guðfaðir Vorvökunnar Hugmyndin að Vorvökunni er runnin undan rifjum Sigurðar H. Þorsteinssonar fyrrverandi skóla- stjóra á Hvammstanga. Hann tjáði fréttaritara Feykis að hann hafi komið hugmynd sinni á framfæri í lionsklúbbnum Bjarma 1976ogvar henni strax vel tekið þar. Þeir lionsmenn höfðu samband við ungmennafélagið Kormák og skipuðu þessi tvö félög fyrstu Vor- vökunefndina. Sú nefnd skipulagði Vorvökuna 1977. Það eru því fimm ár síðan fyrsta Vorvakan var hald- in. Sigurður sagði að þetta hefði átt að vera menningarvaka í gamla stílnum, listsýningar og upplestur á kvöldin. Svo mun hafa verið hing- að til og má búast við að svo verði einnig í framtíðinni. Sigurður var formaður Vorvökunefndar þrjú fyrstu árin og voru gárungarnir farnir að kalla Vorvökuna „Sigurðarvöku". Það er því ekki undarlegt að Sigurður er af mörg- um sagður vera guðfaðir Vorvök- unnar. H.K. 6 . Feykir Hrönn Albegsdóttir i hlutverki Ingunnar. Á bakvið eru: Páll Sigurðsson, Vilhelm V. Guðbjartsson, Annie Mary Pálmadóttir og Berglind Magnúsdóttir. Vorvakan verður sett fimmtudag- inn 8. apríl klukkan 14. Þá verða málverkasýningarnar opnaðar. Þeir sem sýna eru Gunnar Guð- jónsson, Salome Fannberg, Marinó Bjömsson og Torfhildur Stein- grímsdóttir. Ennfremur sýna ýmsir Hvammstangabúar leirmuni. Mál- verkasýningarnar verða opnar til 21. Þá hefst kvölddagskrá. Þar koma fram: Ragnar Björnsson og Pétur Þorvaldsson flytja tónverk, Pjetur Hafstein Lárusson og Geir- laugur Magnússon lesa úr verkum sinum, blandaður kór syngur undir stjórn Helga S. Ólafssonar, Svein- björn Beinteinsson kveður rímur. Föstudaginp 9. apríl verða listsýn- ingar opnar frá 14-17. Laugardag- inn 10. aprO verða listsýningar opnaðarklukkan 14, ogklukkan 16 hefst dagskráin á kórsöng blandaða kórsins. Þá verður ljóðalestur, les- ari er Ingibjörg Jónsdóttir. Símon ívarsson leikur á gítar og vísnavinir skemmta með hljómlist og söng. Kaffisala verður fimmtudag og laugardag og rennur ágóði í orgel- sjóð Hvammstangakirkju. H.K. Pjetur H. Lárusson les upp Pjetur Hafstein Lárusson er einn þeirra sem kemur fram á Vorvök- unni. Hann er nú búsettur á Laug- arbakka í Miðfirði og stundar þar kennslu auk ritstarfa. Hann hefur sent frá sér sjö ljóðabækur og kom sú fyrsta út 1972 og sú síðasta „I hringnum“ kom út á Þorláksmessu á síðasta ári. Pjetur skrifaði enn- fremur bókina „Fjallakúnstner segir frá“, samtalsbók við þann. merka mann Stefán frá Möðrudal. Pétur ætlar að lesa upp úr glæ- nýjum hugverkum sínum,sem ekki hafa birst áður. Það gustar í kring- um Pjetur, hann er fastmæltur og ákveðinn í skoðunum og þ'að verð- ur áreiðanlega alláheyrilegt sem hann flytur okkur á Vorvökunni. Héraósvatnabrúin nýja. Hún er 9,2 m á breidd og 188 m löng. Undirstöðurnar hvfla á steyptum staurum 11-12 metra löngum. Hvað verður gert í sumar? Jónas Snæbjörnsson segir frá hvað áformað er að vinna í ár Vegáætlun sú, sem samþykkt var á Alþingi vorið 1981, nær yfir árin 1981 til 1984. Fjárveitingar fyrir árið 1982 eru nú til umfjöllunar á Alþingi einkum hvað varðar bætur vegna vanáætlaðra verðhækkana og vegna niðurskurðaráforma rík- isstjórnarinnar. Ekki er gert ráð fyrir að verk- efnaröðun áætlunarinnar verði breytt hér á Norðurlandi vestra. Áætlað er að leggja bundið slit- lag, svokallaða klæðingu, á Norð- urlandsveginn frá Hrútatungu að Stað um 2,9 km, frá Tjarnarkoti að Miðfjarðará um 6,7 km, frá Þing- eyrarvegi að Reykjabraut um 7,2 km og frá Sólvöllum um nýju brúna á Héraðsvötn að Miðhúsum um 4,5 km, eða alls um 21 km. Bundið slitlag verður þá samtals komið á um 64 km af Norður- landsvegi í umdæminu en lengd hans er rúmir 180 km. Þá verður einnig lögð klæðning á Skaga- strandarveg næst Norðurlandsvegi um 1,5 km og á Sauðárkróksbraut um 7 km. Lögn klæðningarinnar í Húna- vatnssýslum verður boðin út nú á næstunni en Vegagerðin mun sjálf annast útlögnina í Skagafirði. Ætlunin er að byggja upp Norð- urlandsveginn frá Gljúfurá að Vatnsdalshólum þannig að hægt verði að leggja klæðingu á hann næsta sumar. Haldið verður áfram uppbyggingu Sauðárkróksbrautar í Sveitarstjórnar ráðstefna Kjördæmisráð AB á Norður- landi vestra hélt sveitarstjórn- arráðstefnu í Siglufirði 13. og 14. mars s.l. Á fundinn mætti margt sveit- arstjórnarmanna AB í kjör- dæminu svo og ráðherrarnir Svavar Gestsson og Ragnar Amalds. Ráðstefnan varfjölsótt og fór hið besta fram. Fjallað var um marga þætti sveitar- stjómarmála og kosningaslag- inn sem í vændum er. Laugardaginn 13. mars var almennur fundur í Alþýðuhús- inu þar sem Svavar Gestsson hafði framsögu. Fundurinn var fjölsóttur og urðu umræður líf- legar og málefnalegar. Ekki er að efa að ráðstefna sem þessi er mjög þarflegt fyrirtæki, ekki einasta þeim flokki sem að henni stendur heldur hafa þær vafalaust mikið gildi í almennri umfjöllun um sveitarstjómar- mál í kjördæminu og samvinnu sveitarstjórna. GRS. framhaldi af því sem gert var síð- astliðið sumar, þ.e. frá Útvík til norðurs. Haldið verður áfram með nýja veginn í Mánárskriðum og vonast er til að hægt verði að keyra nýju leiðina næsta vetur, en nú er ljóst að mikil frágangsvinna verður að bíða til næsta árs. Gangur þessa verks mun að verulegu leyti ráðast af veðurfarinu. Verði vætusamt sumar óttast vegagerðarmenn að illa geti gengið að vinna í Úlfsdöl- um. í Skagafirði verða byggðar þrjár brýr í sumar þ.e. yfir Jökulsá hjá Nýlega var stofnuð á Norðurlandi vestra Bókaútgáfan Blanda. í fréttatilkynningu frá útgefendum segir svo: „Tilgangurinn með bóka- útgáfu þessari er sá, að koma á framfæri vandaðri blöndu af bók- menntum sem efla megi menning- arstrauma á Norðurlandi vestra. Teljum við útgefendur að Blanda muni f tfmans rás verða ljósgjafi norðlenskra menningarvita, og er það von okkar að Ijós þeirra megi skína á hverju heimili.“ Fyrsta bókin sem út er gefin hjá Blöndu er smásagnasafnið „Bresta hjónabönd“ eftir Bjama Halldórs- son. Er þetta fyrsta bók höfundar, en hann hefur áður skrifað fjöl- margar greinar undir dulnefni f ýmis dagblöð. Á blaðamannafundi sagðist Bjarni einkum fjalla um karlmenn f nútimaþjóðfélagi og þær byrðar sem samfélagið leggur þeim á herð- ar. Kvað Bjarni vandamálum karla ekki hafa verið gerð nægileg skil á þessum siðustu og verstu tfmum. Feyki hefur verið send til birting- ar fvrsta saga bókarinnar. Ber hún nafnið Kisturaunir og fer hér á eftir. Kisturaunir Konan mín er dásamlegur kokkur. Á hveitibrauðsdögum okkar var hún fádæma iðin við bakstur og bakaði þá ýmist hjónabandssælu eða sæta kossa. Þá vorum við svo hamingjusöm að aðrar tegundir komu ekki til greina. En síðar fór kossunum fækkandi og tók konan þá til við formkökur. Kökur þessar voru ákaflega form- fastar til að byrja með en konan •mín gafst ekki upp og stóð nú við bakstur öllum stundum. Ég tók þetta tiltæki ekkert illa upp, en hafði þó orð á því að ég saknaði hjónabandssælunnar. Konar brást þá hin versta við og setti upp snúð. Goðdölum, yfir Svartá hjá Gilhaga og yfir Hrútá í Vesturdal. Nýja brúin yfir Jökulsána verður byggð skammt ofan gömlu brúarinnar og verður hún mun þægilegri aðkomu heldur en sú gamla, sem getur verið mjög hættuleg einkum á vetrum. Brúin á Hrútá er á þjóðveginum heim að Giljum, en þangað er nú yfir óbrúaða á að fara, og er það eini bærinn á Norðurlandi vestra sem svo er ástatt um. Á Skagavegi mun verða unnið fyrir fé til jaðarbyggða. Gert er ráð fyrir allt að 1,5 m.kr. og verður Um þessar mundir gerðist hún ákaflega döpur og spurði ég hvað ylli. Kvaðst hún þá óttast um kökur sínar þar eð hún ætti enga frysti- kistu. „Munu þær nú allar mygla sakir nísku þinnar“, sagði hún tregafullum rómi og brast í grát. Ég lét loks undan bónum hennar en þegar ég sé hvílíkt ferlíki var komið í mitt hús daginn eftir, hraus mér hugur við afleiðingunum. Ég kom að máli við konu mína og sagðist óttast að kista þessi myndi draga dilk á eftir sér. „Mikill kálfur ertu,“ svaraði hún þá og hvarf á braut. Stundu síðar kom hún aftur, móð og másandi, og dró þá dilka á eftir sér, eigi færri en þrjá. Voru þeir kistulagðir samdægurs. Eftir komu kistunnar fór sam- band okkar hjónanna kólnandi. Konan mín bakaði nú margfalt meira en áður og dró þess á milli dilka í búið svo kistan liði ekki skort. — Árin liðu og lömbin sem forðum voru lögð í kistu voru orðin seigustu gamalær þegar við loksins átum þau. En konan mín lét ekki deigan síga við matargerðina. Dag nokk- um kvaðst hún þurfa á annarri kistu að halda þar eð verðhækkun á kjöti væri yfirvofandi. Fortölur mínar báru engan árangur svo kista þessi var keypt með kuldalegu samþykki mínu. En mikið varð hún mér dýr- keypt. Hún gleypti við þrefalt vegurinn utan við Stórhól byggður upp á 5-7 km. kafla. Enn eru ótaldar þær fram- kvæmdir, sem kannski verða um- fangsmestar, en það eru fram- kvæmdir á Svínvetningabraut vegna fyrirhugaðrar Blönduvirkj- unar. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin enn um þær, en það er ljóst að svo umfangs- miklar framkvæmdir sem talað er um, þyrfti að ákveða með góðum fyrirvara, svo hægt sé að undirbúa þær á viðunandi hátt. stærra hrossastóði en hin fyrri og pútnafjölda ógurlegum. Ekki nægði þetta þó til þess að fylla gímaldið og var ég því sendur á laxveiðar, nauðugur viljugur. Stangastökk þetta kostaði mig óhemjufjárútlát en konan varð æf af bræði, ef kistan fékk ekki fylli sína. Deilur okkar hjónanna voru nú daglegt brauð en eftir að sambúð okkar fór að versna hafði konan mín sérhæft sig í stríðstert- um. Um síðir gerði ég mér ljóst hví- líkt tjón þessi kona hafði bakað mér. Ég var skuldum vafinn eins og skrattinn skömmunum og allt sem ég átti var nú fryst, —einnig inni- stæða mín í bankanum. Ég varð gjaldþrota og við það fór hjóna- bandið í vaskinn. Síðan ég yfirgaf konu mína og kistu hef ég átt erfitt með svefn. Á næturnar dreymir mig kistulagn- ingu og kaldur hrollur fer um mig. Ég er dauðans matur. Feykir hefur verið beðinn að koma því á framfæri við lesendur sína að með því að útfylla pöntunarseðil- inn og senda hann til Feykis innan viku gefst þeim kostur á að fá bók- ina með 50% afslætti, þ.e. á kr. 105,00. Mun Feykir þá senda bók- ina til lesenda sinna ásamt gíró- seðli. Ég undirritaður lesandi Feykis æski þess að fá senda bókina Kisturaunir með þeim afslætti sem getið er í blaði yðar. Nafn: ---------------------------------------------------- Heimilisfang: -------------------------------------------- NÝ BÓKAÓTGÁFA Feykir . 7

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.