Feykir


Feykir - 26.03.1982, Page 8

Feykir - 26.03.1982, Page 8
Skáli risinn við Péturshnjúk Ferðafélag Svarfdæla mun ekki vera gamall félagsskapur, en þó honum sé aldurinn ekki að meini, er félagsstarfið þróttmikið, og hafa þeir Svarfdælir ekki látið enn deig- an síga í félagsstarfinu, þótt þeirra sé að engu getið nú í nýrri ferða- áætlun Ferðafélags íslands og deildanna. Ásamt með nýstofnuðu ferðafélagi Hörgdæla, smíðuðu þeir á s.l. vetri skála, er koma skyldi fyrir norðan undir svonefndum Péturshnjúk við Hólamannaleið. Forsaga þessa máls er m.a. sú, að nokkrar vaskir fjallamenn í Svarf- aðardal höfðu gengið talsvert um þetta svæði, sem er eitt hið hrika- legasta á öllu landinu, og fannst tilvalið til þess að gera slíkar ferðir auðveldari í vöfum, að hafa á hentugum stað fjallaskála, sem hægt væri hvort heldur væri að nota sem bækistöð í lengri ferðum, eða sem áningarstað á gönguferð- um milli byggða. Á páskum 1980 fóru nokkrir norðanmanna gang- andi á skíðum upp úr Skíðadal á svonefnda Hólamannaleið, og var erindi þeirra að finna hentugan stað fyrir skálann, sem sýnilegt væri, að snjór lægi ekki yfir að vetri. Til móts við þessa fimm vösku menn komu svo tveir félagar úr Ferðafélagi Skagfirðinga, og var það eiginlega upphafið að þátttöku ’r' fjr* *■ **fís* 0$ r '’*£*** y i • • var liðið á dag, kom til liðs við þá daginn, og þótti sér hafa tekist vel Bragi Þór Haraldsson frá Hamri klífur Grasárdalshnjúk. Undir Nöfum Og þá er enn ein sæluvikan haf- in. Enda þótt sæluvikan hafi sett allmikið niður á undanförnum árum fer ekki hjá þvi að alltaf fer um mann nokkur fiðringur, þegar nálgast vorið, og hafinn er undirbúningur sæluvikunnar. En þessi tilfinning er þó blandin nokkrum trega, því minningarnar frá sæluvikum sem stóðu undir nafni vilja streyma að, og skyggir sá samanburður óneitanlega á til- vist þeirra sæluvikna sem haidn- ar hafa verið undanfarin ár. Með þessum orðum er þó ekki sagt aö forráðamenn sæluvik- unnar hafi alfarið brugðist hlut- verkum sinum. Óneitanlega hafa þeir spyrnt við fótunum og reynt að hefja sæluvikuna upp til fyrri frægðar, en það hefur ekki tekist, og er ósköp tríst til þess að hugsa. Sæluvika fyrri tima var kær- komin tilbreyting i lok skamm- degis, Ijós sem lýsti upp fásinn- ið, atvinnuleysið og fátæktina. Þá vörpuðu menn af sér áhyggj- um og okinu, i heila viku og lyftu sér upp og skemmtu sér eins og Skagfirðingum er einum lagið. Fólk flykktist úr sveitunum og lá við hjá vinum og kunningjum, jafnvel alla vikuna. Slíkar sælustundir gleymast aldrei. Sæluvikan f dag er orðin liður í keðju látlausra skemmt- ana allan ársins hring, gleðin er horfin úr hjartanu og glampinn úr augunum. Hið hefðbundna form sælu- vikunnar er gengiö sér til húðar. Sæluvikudagskráin orðin eins og amerískur póstsölulisti, með árlegu nöldri ritstjóra um til- gangsleysi sæluvikunnar. Hann er orðin leiður líka, og lái honum hver sem vill. Erling örn Pétursson. Þessir ungu og myndarlegu piltar héldu tombólu á Sauðárkróki um daginn og létu allan ágóðann renna í Öldrunarsjóð Skagafjarðar. Drengirnir eru f.v.: Snæbjörn Jónasson, Jóhannes Friðrik Þórðar- son, Magnús Kristjánsson og Njáll Heiðar Njálsson, sem heldur á sjóðnum í poka. Þeir voru á leið til Sæmundar Hermannssonar for- manns Öldrunarnefndar með sjóðinn þegar Feykismenn hittu þá, og okkur fannst við mega til með að smella af þeim my nd. Skagfirðinga í fyrirtækinu. Forustu fyrir þeim norðanmönnum hafði Hjörtur Eldjárn á Tjörn, og valdi hópurinn stað fyrir skála norðan við Péturshnjúk, sem fyrr greinir. Eins og áður er frá sagt, smíðuðu þeir síðan skála yfir veturinn ’80-’81 og síðari hluta vetrar var hann fluttur að Messuholti í Skagafirði, þar sem hann var síðan settur saman, en ætlunin var að flytja hann á stað sinn um páska 1981. Þar setti færið strik í reikn- inginn, því ótækt reyndist að fá nægilegan snjó til flutningsins íþað sinnið. Á síðastliðnu áliðnu sumri, kom hópur vaskra manna að norð- an enn til Skagafjarðar og var er- indið að koma fyrir undirstöðum að skálanum, og báru þeir efnið á sjálfum sér þarna upp, og fóru sem leið liggur fram Kolbeinsdal og upp á Tungnahrygg, þar sem fyrir- hugað skálastæði var. Tókst ferðin með ágætum, og luku ferðalang- arnir við verkið á tilsettum tíma. Við hópinn bættist raunar Ingólfur Nikódemusson á Sauðárkróki, form. Ferðafél. Skagfirðinga, og tók hann þátt í starfinu með þeim. Líður nú fram á þennan vetur, en þannig hafði um samist, að Sigur- þór Hjörleifsson í Messuholti myndi sjá um að koma skálanum á staðinn, og nota til þess þau tæki, en hann sæi um að útvega, ásamt með þeim félögum sínum. Smíð- uðu þeir Sigurþór og Friðrik A. Jónsson og Ingólfur Sveinsson sleða einn mikinn undir húsið, og skyldi húsið flytjast aftan í jarðýtu þessa erfiðu leið upp á Tungna- hrygg. Fyrsta skrefið var að flytja húsið yfir í Víðines, en þaðan var lagt upp. Næsta sunnudag var hús- ið dregið með jarðýtunni yfir Háls- gróf og fram Kolbeinsdal fram í svonefndar Staðargöngur, þar sem það var skilið eftir. Föstudagskvöldið hið næsta á eftir fóru þeir félagar ásamt með tveimur til viðbótar áleiðis fram Kolbeinsdal, til þess að halda verkinu áfram, en svo fór, að það kvöldið komust þeir ekki nema fram að eyðibýlinu Fjalli, þar sem nú er gangnamannaskýli, og gistu þar í miklu vestan óveðri, sem gerði þetta kvöld. Varð þeim víst lítt svefnsamt fyrir ólátunum í Kára gamla. Árla næsta morguns héldu þeir aftur af stað, og var nú tekið til óspilltra málanna við að koma húsinu áfram leið sína. Er skammt nær óvígur her vaskra manna frá Sauðárkróki og raunar víðar, og voru þar komnir félagar úr Björg- unarsveit Skagfirðingasveitar og Flugbjörgunarsveitinni í Varma- hlíð ásamt með fáeinum meðreið- arsveinum. öllu þessu liði tókst með miklu harðfylgi að koma hús- inu upp á stað, nærri áætluðu skálastæði. Var það nokkuð harð- sótt, því þarna er snarbratt upp, enda skálastæðið í u.þ.b. 1.200 metra hæð yfir sjó. Svo vel tókst þó til, að engin óhöpp urðu, og var húsið komið upp um kl. 20.30 um kvöldið. Sváfu menn svo af um nóttina, og voru sumir í skálanum en aðrir gistu í jöklatjöldum. Var veður ekki gott meðan þessu fór fram, en varð þó ekki til vandræða. Næstu helgi var enn hugsað til hreyfings. Á föstudagskvöldi lögðu þeir Sigurþór, Friðrik og Ingólfur enn af stað ásamt með Ingólfi Nikodemussyni og þremur hjálp- armönnum. Komust ferðalangarn- ir alla leið um kvöldið, og gistu í skálanum. Snemma morguns var tekið til óspilltra mála við að koma skálanum á sinn stað, og tókst það vonum framar. Er líða tók á dag, fór veður að versna, og um miðjan dag var komið hríðarveður og austan hvassviðri. Ekki hindraði það samt aðra ferðalanga í að koma á staðinn. Þeir Svarfdælir létu sér ekkert fyrir brjósti brenna frekar en fyrri daginn, og komu fjórir þaðan á skíðum til fundar við þá er fyrr voru komnir. Voru þar á ferð þau hjónin á Tjörn, Hjörtur og Sigríður, ásamt með skólastjóra Dalvíkur- skóla og einum kennara hans. Fóru nokkrir menn á sleðum með þeim, og hafði forustu fyrir þeim hópi Sveinn bóndi Jónsson á Kálfs- skinni. Til viðbótar komu síðan upp Barkárdalsjökull nokkrir Hörgdælir og Akureyringar, og hafði þar forustu Bjarni Guðleifs- son á Möðruvöllum. Fyrr um dag- inn höfðu nokkrir Skagfirðingar einnig komið í hópinn, og var því orðið all mannmargt þarna á Tungnahryggsjökli meðan flest var, a.m.k. 30 manns. Trúlega hefur ekki í annan tíma verið þar saman komið meira fjölmenni. Skömmu eftir hádegi var lokið við að koma skálanum fyrir eftir kúnstarinnar reglum, og hann boltaður og tjóðr- aður við klappimar. Voru fánar reistir og atburðinum fagnað, en lítt sá til þess skrauts fyrir hríðinni. Fóru menn nú að tínast í burtu, en eftir urðu i skálanum þeir skíða- menn úr Svarfaðardal ásamt með fjórum úr Skagafirði, sem gátu ekki slitið sig frá staðnum. Sigurþór og hans lið fóru af stað um kl. 18.00og töldu sér ekki veita af tímanum til þess að koma ýtunni Guddu áleiðis til byggða. Gistu þeir félagar að Fjalli um nóttina. Þeir er háfjöllin gistu lögðu af stað til byggða að morgni og náðu þeim Sigurþóri fyrir hádegi. Kom hópurinn síðan að Víðinesi upp úr kl. 15.00 um ferðin. Ekki er úr vegi að geta þess, að formleg vígsluathöfn skálans er áætluð síðla næsta sumars, og munu þar verða margir vaskir kappar á ferð, m.a. stjórnarmenn Ferðafélags Islands í tengslum við gönguferð, er F.I. áætlar á þessar slóðir. Mörgum finnst ef til vill staðar- val fyrir þennan skála vera með ólíkindum, en því er til að svara, að þeim sem einu sinni hafa veikst af fjallaveikinni finnst slíkt hafið yfir umræðu. Þama er líklega landslag með því tröllslegasta og stórskorn- asta sem getur á landi hér, og útsýni og stórfengleikur náttúrunnar á þann veg, að flesta er séð hafa brestur orð til að lýsa því. Fjöldi tinda og heilu fjallsröðlarnir eru þarna fast við 1.400 metra hæð, hamraveggir þeirra snarbrattir og ókleifir, en í fjarska sést til djúpra og gróðursælla dala Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Gönguleið milli byggða hefur orðið mun auðveldari með tilkomu skála þessa auk þess, sem menn gætu hafst þar við ein- hverja daga, og gengið um ná- grennið og kynnst stórfengleik þess. Er ástæða til þess, að hvetja vaska göngumenn til þess að not- færa sér þessa möguleika. Hitt er rétt að brýna fyrir fólki, að fara ekki út í slíkar ferðir án fyrirhyggju og rétts útbúnaðar, því skjótt skip- ast veður í lofti á Islandi, og við þessi skilyrði verða veður miklum mun harðari, en þekkist niðri í byggð. En hverjum þeim, er leggur þetta erfiði á sig er vel launað. Samvistin við náttúruna á slíkum stað gerir engan mann verri, en flesta betri. G.Þ.G. Leiðrétting Herra ritstjóri. „Það er grátlegt gáfnafar að grána í prentverkinu“. I Feyki 26. febr. s.l. var lesendabréf frá und- irrituðum. I því var meðal annars þessi vísa: Að þú rýnir meira mig mér af hlýna tekur, við sparðatíning spreytir þig, spaug og grín það vekur. I staðinn fyrir rýnir var komið sýnir og þá var fyrri hluti vísunnar orðinn víðs fjarri því að túlka það, sem ég ætlaðist til, þannig getur einn bókstafur gjörbreytt merk- inguíhálfri vísu. Það var ekki mín meining að ég yrði sýndur heldir rýndur (gagn- rýndur) og, ef því yrði haldið áf- ram gæti svo farið, að mér yrði „velgt undir uggum“, en einnig hitt, að af því gætu spunnist gamanmál. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna og vinsemdarkveðju. Hjalti Jónsson, Viðiholti. Kveðja til burtflutts Skagfirðings (sem sendi Birni á Sveinsstöðum tóninn í síðasta Feyki) Þótt búnubburinn Bubbi á Hóli brjótist um á valdastóli, ekki tekst að bæta Bjöm. Sauðþráann þó síst mun vanta að siða þessa Blöndungsfanta — opin stendur kjaftakvöm. Frá heimaöldum Skagfirðingi. 8 . Feykir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.