Feykir - 26.03.1982, Side 12
AUGLÝSINGAR
Margeir Friðriksson
Sími 95-5600 & 95-5752.
DREIFING
Hilmir Jóhannesson
Síml 95-5133 & 95-5314.
ÁSKRIFT
Árni Ragnarsson
Síml 95-5500 & 95-5870.
Húnavaka í undirbúningi
Nú stendur yfir undirbúningur
Húnavöku USAH sem haldin
verður á Blönduósi. í stuttu spjalli
sem Feykir átti við formann
USAH, Björn Sigurbjömsson, kom
fram að búið væri að ganga frá
samningum við hljómsveitina
Upplyftingu til að sjá um dans
fjögur kvöld.
Á Húsbændavöku föstudaginn
23. apríl skemmtir Ómar Ragnars-
son, og Páll S. Pálsson frá Sauða-
nesi mun spjalla við gesti. Á laug-
ardaginn mun Kór Rangæinga-
félagsins í Reykjavík og Söng-
félag Skaftfellinga halda söng-
skemmtun. Leikfélag Blönduóss
mun sýna „Kristnihaldið", og
ýmislegt fleira verður boðið upp á.
Nánar verður fjallað um Húna-
vöku í næsta blaði Feykis
Nýr kaupfélagsstjóri
boðinn velkominn í Skagafjörð
Eins og fram hefur komið í Feyki
hefur Ólafur Friðriksson verið
ráðinn Kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Skagfirðinga. Ólafur er
fæddur 5. júní 1953 á Kópaskeri, og
ólst hann þar upp. Eftir að hann
lauk prófi frá Samvinnuskóla Is-
Ólafur Friöriksson, Friðrik Ingi og
F reyja T ryggvadóttir
lands var hann um tíma við nám í
Bretlandi, en var ráðinn kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Langnes-
inga á Þórshöfn haustið 1974. Þar
var hann í tæp tvö ár, eða þar til
hann gerðist kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Norður-Þingeyinga i
fæðingarbæ sínum á Kópaskeri.
Kona Ólafs er Freyja Tryggva-
dóttir frá Þórshöfn og eiga þau tvö
börn, Friðrik Inga, 5 ára og önnu
Guðnýju, eins árs.
Feykir hitti þau hjónin sem
snöggvast á dögunum þegar þau
komu í kynnisferð til Sauðárkróks.
Ólafur sagði að það legðist vel í sig
að koma í Skagafjörðinn. K.S.
væri að vísu stærra fyrirtæki en það
kaupfélag sem hann kæmi nú frá,
en vandamálin sem tekist er á við
væru af svipuðum toga. Auðvitað
tæki tíma að kynnast fólkinu og
staðháttum en sér litist vel á hvort
tveggja.
Feykir býður hina ungu Þingey-
inga velkomna í Skagafjörð.
Saumastofan tíu ára
Saumastofa Kaupfélags Skag-
firðinga á Hofsósi tók til starfa
2. desember 1972 og á því 10 ára
afmæli á þessu ári.
Saumastofan var stofnsett til
að sauma íslenska fánann fyrir
þjóðhátíðarárið 1974, og er
þetta eina saumastofan á land-
inu, sem saumar fána.
Það kom reyndar fljótlega í
ljós, að það eitt var ekki nóg til
að halda saumastofu gangandi
og var þá farið að sauma
vinnusloppa af öllum gerðum,
t.d. fyrir frystihús, sláturhús,
kjörbúðir og verkstæði. Sauma-
konurnar grípa þó í fánasaum-
inn annað slagið, og hafa þær
einnig saumað erlenda þjóð-
fána fyrir opinberar heimsóknir
hingað til lands.
Saumastofan hefur nokkurt
samstarf við Fataverksmiðjuna
Heklu á Akureyri, sem hefur
séð um sölu á hluta framleiðsl-
unnar. Fyrstu starfsár sauma-
stofunnar var einnig allt efni
sniðið í Heklu, en seinna fóru
konurnar að sníða sjálfar og
sagði Svanhildur Guðjónsdótt-
ir, verkstjóri saumastofunnar að
því fylgdu bæði kostir og gallar:
Þær hefðu ekki verið verkefna-
lausar síðan, en lagerinn hleðst
upp. 1 því taldi hún reyndar að
fælust aðal erfiðleikamir í
rekstrinum.
Siðastliðið sumar var
húsnæði saumastofunnar
stækkað, vélar endurnýjaðar og
sníðaaðstaða bætt.
Þær eru sjö sérlega hressar,
konurnar á Saumastofunni og
segja að þar ríki góður andi og
voru sammála um að aðrir
mættu taka þær sér til fyrir-
myndar.
Rósa
Um páskana mun Ásta Pálsdóttlr sýna um 40 vatns-
lltamyndlr 1 Safnahúsinu á Sauðárkrókl. Myndlrnar
eru frá Sauðárkrókl, Skagafirðl og vfðar, af fólkl þar,
landslagi og húsum og raunar ~sæklr Asta
fyrri myndir víða í verk sín. - Ásta er fædd á
Sáuðárkróki 2. febrúar 1938, dóttlr Sigrúnar Fann-
land og Páls Sveinbjðmssonar. Hún fluttl til Kefla-
vfkur 1954 og hefur búlð þar sfðan. Par hefur Ásta
komlð mjðg við sðgu Myndllstardelldar Baðstofunn-
ar og veitt henni forstððu sfðustu 7 árin og Jafnframt
stundað myndlistarnám hjá Elrfkl Smith og fleirum.
Ásta hefur tekið þátt f mörgum samsýnlngum hér á
landi og elnnig f Krlstiansand f Noregl árlð 1974.
Sýningln á vatnslitamyndum Astu f Safnahúsinu
hefst á skfrdag, 8. apríl, og stendur yfir tll 13. april.
Þetta verður fyrsta elnkasýnlng Ástu og um lelð
fyrsta elnkasýning, sem kona heldur á myndverkum
sínum á Sauðárkróki.
B.P./ ár—
STEINULLARVERKSMIÐJA:
Enneru
ljón í veginum
Svo sem kunnugt er hefur iðnaðar-
ráðherra Hjörleifur Guttormsson
lagt fram tillögu í ríkisstjórn um að
Steinullarverksmiðja risi á Sauðár-
króki. Einnig er kunnugt að enn eru
ljón í vegi.
Feykir náði tali af Þorsteini
Þorsteinssyni bæjarstjóra á Sauð-
árkróki þar sem hann var staddur í
hringiðu atburðanna fyrir sunnan.
— Hvað er að frétta af máli mál-
anna, steinullarmálinu?
Þegar á allt er litið er ég frekar
bjartsýnn á jákvæðar undirtektir
þrátt fyrir hinn neikvæða frétta-
flutning fjölmiðla. Það mætti halda
að iðnaðarráðherra hafi drýgt glæp
með því að leggja til að steinullar-
verksmiðja rísi á Sauðárkróki, eins
og mál eru kynnt nú.
— Er ekki unnt að leiðrétta
þetta?
Við höfum nú alltaf lagt meiri
áherslu á tækni- og viðskiptalegan
undirbúning en fjölmiðlafleip-
ur. Nú er þó svo komið að við erum
tilneyddir að leiðrétta mestu rang-
færslurnar sem fram hafa komið.
Ég er núna að undirbúa blaða-
mannafund sem haldinn verður á
miðvikudaginn (24. mars). Auk
þess hef ég kynnt sjónarmið okkar í
þingflokki Álþýðuflokks, en þar
var fjallað Itarlega um málið í dag.
— En hvar stendur stjórnin?
Mér sýnist að staðsetning á
Sauðárkróki hafi mikinn stuðning í
ríkisstjórninni. Hjörleifur iðnaðar-
ráðherra, eins nákvæmur og vand-
virkur maður og hann er, fer tæp-
lega að flytja tillögu í ríkisstjórn-
inni nema hann hafi fyrirfram
tryggt sér þar öruggan stuðning við
hana.
— Þú ert þá bjartsýnn?
Já, Það er ekki hægt að vera
annað. Ég vona að ríkisstjórnin af-
greiði málið bráðlega. Ég lít á til-
löguflutning þeirra Sunnlendinga á
alþingi sem neyðaraðgerð þeirra til
Hannes Baldvinsson flutti nýlega á
Alþingi frumvarp um niðurfellingu
söluskatts á snjómokstri á vegum
sveitarfélaga. Hannes hefur áður
hreyft þessu máli á Alþingi en án
árangurs. Nú eru taldar líkur á því
að málið nái fram að ganga á þessu
þingi. Hér er á ferðinni sjálfsagt
jafnréttis- og hagsmunamál þeirra
sveitarfélaga sem verða að verja
stórfé til þess að halda opnum
samgönguleiðum innan sinna
sveitar marka. Sem dæmi má nefna
að á árinu 1981 var varið rúmri 1
millj. kr. til þessara þarfa á Siglu-
firði og um 2 millj. kr. á Akureyri.
Hér fer á eftir greinargerð Hannes-
ar með frumvarpinu:
„Það hefur lengi verið þymir í
augum sveitarstjórna í snjóþungum
héruðum landsins, að þeim er gert
að greiða söluskatt af þeirri óhjá-
kvæmilegu þjónustu að ryðja snjó
af götum í þéttbýli að vetrarlagi.
Gildir þar einu hvort notaðar eru
að fría sig gagnvart kjósendum
sinum eftir að ljóst var hvernig
landið lá. Hvernig því verður svar-
að er „taktískt“ mál sem þingmenn
okkar munu sjá um í samráði við
okkur heimamenn.
— Ekkert neikvœtt?
Jú það versta er að maður missir
sennilega af sæluvikunni út af öll-
um þessum gauragangi.
vinnuvélar í eigu viðkomandi
sveitarfélags eða verktaka sem lög-
um samkvæmt ber að innheimta
söluskatt af leigu vinnuvéla sinna.
Skattheimta þessi kemur mjög
misjafnlega þungt niður á hinum
ýmsu sveitarfélögum og er óréttlát
vegna þess að hún kemur þyngst
niður á þeim er búa fyrir við veru-
leg óþægindi og aukakostnað, sem
óhjákvæmilega hlýtur að fylgja
byggð í snjóþungum landshlutum.
Tilraunir sveitarstjórna til að ná
fram leiðréttingu þessara mála hafa
fram til þessa ekki borið árangur og
því borið við meðal annars, að til
þess skorti heimildir í lögum.
Með frumvarpi þessu, ef að lög-
um verður, er opnuð leið til að
endurgreiða sveitarfélögum sölu-
skatt, sem sannanlega hefur verið
goldinn af kostnaði við snjómokst-
ur, og með því móti stigið skref í átt
til þess að jafna skilyrði til búsetu
hvar sem er á landinu." GRS.
Söluskatti aflétt
ískalt Seven Up.
Hressir betur.