Feykir - 30.04.1982, Page 14
Ill
l»J
Frambjóðendakynning
Á lista Sjálfstæöisflokksins, sem fram er lagöur við bæjar-
stjómarkosningamar hér á Sauðárkróki í maí n.k., skipa
ungar konur tvö af fimm efstu sætunum. Þessar konur eru
AÐALHEIÐUR ARNÓRSDÓTTIR snyrtifræðingur og
ELÍSABET KEMP hjúkrunarfræðingur. Þar sem hvorug
þeirra hefur áöur verið í framboði til trúnaðarstarfa fyrir
Sjálfstæðisflokkinn þykir „D-síðunni“ full ástæða til þess að
kynna þessa tvo frambjóðendur og nokkur viðhorf þeirra til
bæjarmála.
Aðalheiður Arnórsdóttir sem
skipar annað sætið á listanum er
snyrtifræðingur að mennt. Hún er
fædd 23. aprQ 1944, á Akranesi.
Foreldrar hennar eru Amór Svein-
björnsson kaupmaður og Guðrún
Sigurðardóttir. Aðalheiður lauk
prófi sem snyrtifræðingur 1967.
Hingað til Sauðárkróks fluttist hún
ásamt manni sinum Óskari Jóns-
syni lækni árið 1974. Þau eiga 3
börn.
Elisabet Kemp hjúkrunarfræð-
ingur skipar fimmta sæti listans.
Hún er fædd á Sauðárkróki 17. aprfl
1945, dóttir Stefáns Kemp verk-
stjóra og konu hans Áslaugar
Bjömsdóttur. Hún lauk prófi hjá
Hjúkrunarskóla Islands áríð 1971.
Fluttist aftur til Sauðárkróks 1979.
Maður hennar er Jón Hjartarson
skólameistarí, og eiga þau tvö böm.
Þær Aðalheiður og Elisabet vom
inntar eftir því, hvemig á framboði
þeirra til bæjarstjómar stæði og
hver viðhorf þeirra væru til hinna
ýmsu málaflokka sem hæst ber f
dag og framundan eru í bæjarmál-
unum. Fara svör þeirra hér á eftir.
AÐALHEIÐUR:
Af hverju förum vip í framboð,
eða hefjum afskipti af bæjarmálum
yfirleitt?
Fyrir því em eflaust margar og
ólíkar ástæður. Flest okkar hafa
eflaust einhverntíma sagt ljótt um
götumar á Sauðárkróki, hrósað
uppbyggingu skóla hér undanfarin
ár, eða kvartað yfir plássleysi á
leikskólum, svo eitthvað sé nefnt —
og þannig skipt okkur óbeint af
bæjarmálum. — En aldrei hafði
það hvarflað að mér að fara í
framboð eða skipta mér af stjóm-
málum yfirleitt, og þegar þetta var
nefnt við mig, fannst mér það frá-
leitt og alls ekki koma til greina. En
eftir að hafa hugsað málið vand-
lega og ráðfært mig við fólk sem ég
þekki og treysti og ekki síst mann
og böm, þar sem þetta hlýtur að
hafa mikla breytingu í för með sér
fyrir þau, ekki sist vegna þess að
undanfarin ár hef ég mest unnið
heima, og eftir að hafa fengið
stuðningsyfirlýsingu frá þeim —
fannst mér ég ekki geta annað en
tekið því trausti sem mér var sýnt.
ELlSABET:
Ég skal í stuttu máli gera grein
fyrir helstu atriðunum sem réðu því
að ég skipa 5. sæti á lista Sjálf-
stæðismanna við bæjarstjómar-
kosningamar 22. mai n.k. og reyna
jafnframt að svara þvi hvers vegna
ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Þegar
þess var farið á leit við mig að ég
tæki sæti á listanum, þá tók ég mér
góðan umhugsunarfrest. Fyrst og
fremst vafðist fyrir mér reynsluleysi
mitt i stjómmálum og hélt sú vitn-
eskja aftur af mér i fyrstu. En það er
haldlitil röksemd fyrir konur að
stefna að aukinni hlutdeild í opin-
berum málum, ef þær hafa ekki
áræði til að takast á við ný verkefni.
„Eru konur fengnar á lista, vegna
þess aö þcer eru konur?"
Sú umræða, heldur Elfsabet áf-
ram — sem hefur farið fram und-
anfarið um þátttöku kvenna i
stjómmálum hefur eflaust ýtt við
mér eins og svo margri annari kon-
unni, og aldrei hef ég efast um
dugnað og hæfileika kvenna til
jafns við karla.
„En þekking ykkar á bœjarmál-
um ?“
AÐALHEIÐUR:
Mér er það ljóst að það er margt í
bæjarmálunum sem ég veit lítið
um, en þannig hlýtur það jú að
vera með flesta er þeir hefja af-
skipti af þessum málum. — Það
AÐALHEIÐUR: Mér hefur verifi sýnt miklð
traust með þvi að sctja mig i 2. sæti á lista
Sjálfstœðismanna, og ég heitl þvi að gera mitt
besta til að verfiskulda þaö traust.
kann að vera að einhverju leyti
ókostur að ég er ekki „orginal“, en
ef til vill jafnoft kostur því eins og
sagt er — glöggt er gests augað.
„Þú áttir raunar eftir aö svara því
Elísabet, hvers vegna þú slyöur
Sjálfstœðisflokkinn, og tókst nú sœti
á framboðslista hans. “
Fólk tekur oft afstöðu til fram-
boðs i bæjarstjómarkosningum á
grundvelli þeirra persóna, sem
skipa framboðslistana, meira en
samkvæmt afstöðu sinni til stjóm-
málakenninga. Best er þegar þessi
tvö sjónarmið fara saman. — Það
skiptir mig máli annars vegar, að á
listanum er fjölhæft fólk, sem með
störfum sínum hefur vakið tiltrú
mína, og hins vegar, að meginatriði
i stefnu Sjálfstæðisflokksins — og
viðhorf min fara saman. Til að
nefna eitt framar öðru er það meg-
inatriði í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins að einstaklingurinn hafi svig-
rúm og frelsi til athafna og sé hæfur
til að stjóma sér sjálfur, — hæfur til
að velja og hafna, en sé ekki
hnepptur i fjötra ofskipulags og
ofstjómar.
„Málaflokkar sem ykkur eru
hugleiknir?"
Elfsabet Kemp og AðalheiAur Amórsdóttir.
AÐALHEIÐUR:
I ár er ár aldraðra, og ég hef
undanfarið unnið með félagi eldri
borgara hér á Sauðárkróki, bæði í
opnu húsi á sunnudögum og einnig
með föndur og fleira. Það hefur
verið mér mikils virði að kynnast
þessu fólki og um leið hef ég sann-
ELfSABET: Þ*6 skiptir mig máli ann»n
vegar, aó á llstanum er fjölhæft fólk, sem meó
störfum sínum hefur vakió tlltrú mína, og hins
vegar aó meginatriói í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins —og viðhorf mín fara saman.
færst um nauðsyn þess, að dvalar-
heimilið sem nú er í byggingu,
komist upp sem fyrst. Ekki er þó
nægilegt að byggja dvalarheimili,
heldur er hitt ekki siður mikilvægt
að gefa því eldra fólki, sem það vill,
tækifæri til að geta dvalist á eigin
heímilum sem lengst t.d. með þvi
að auka heimilishjálpina, og einnig
að koma á heimahjúkrun. Það er
áreiðanlega ósk okkar flestra að fá
að dvelja sem lengst á eigin
heimilum.
ELÍSABET:
Sauðárkókur er ört vaxandi bær,
— og þó ég líti ekki lengra aftur en
til ársins 1968 er ég flutti héðan, þá
dylst ekki hvilík uppbygging hefur
átt sér stað hér og finnst mér nú
hilla undir góða framtíð fyrir
Sauðárkrók.
AÐALHEIÐUR:
I útivistarmálum almennings
þarf að gera verulegt átak, m.a.
með fjölgun grænna svæða inni 1
bænum, — benda má á Flæðamar
norðan sundlaugar, sem skipu-
leggja þarf og fegra. Viða í bænum
eru smáir og stórir blettir, sem
henta ágætlega til þessa, og geta
orðið íbúunum til verulegrar
ánægju og bænum til mikillar
prýði. Þetta eru verkefni sem gætu
hentað vel í unglingavinnu, en
einnig gætu þeir sem að þessu
ynnu, séð árangur af sumarstarfinu
um ókomin ár.
ELÍSABET:
Atvinnumálin eru um þessar
mundir í brennidepli. Steinullar-
verksmiðja er ekkert lokatakmark,
heldur verðum við að halda áfram
að leita að nýjum atvinnumögu-
leikum. Því forsenda þess að hér sé
hægt að rækta fjölskrúðugt og
blómlegt mannlíf, hlýtur að vera sú
að atvinnumálin séu í lagi.
AÐALHEIÐUR:
Við þurfum einnig að halda áf-
ram uppbyggingu á mörgum öðr-
um sviðum en atvinnumálum. Ef til
vill verður mér fyrst hugsað til
þeirra mála sem næst mér standa
sem foreldris — til uppeldis- og
skólamála og annara réttinda
bama okkar.
ELÍSABET:
Sem starfsmaður í heilbrigðis-
þjónustunni, hlýt ég að minnast á
hana, en þar með er ekki sagt að
áhugi minn beinist ekki að öðrum
málefnum bæjarins t.d. samgöngu-
og skipulagsmálum, svo eitthvað sé
nefnt, og sem Sjálfstæðismaður
skorast ég ekki undan að eiga hér
hlut að máli.
AÐALHEIÐUR:
Það væri hægt að telja upp ótal
margt sem þarf að gera og gaman
væri að gera, eða ræða það sem gert
hefur verið, en það eftirlæt ég þeim
sem tekið hafa þátt ístjóm bæjarins
undanfarin ár. öll vitum við að
bæjarsjóður hefur ekki ótakmark-
að fé til ráðstöfunar og því hlýtur
að verða að komast að samkomu-
lagi hverju sinni; hvaða fram-
kvæmdir skuli hafa forgang, og í
ört vaxandi bæ eins og okkar, hlýt-
ur það val oft að vera erfitt.
„Hvernig leggst kosningabarátt-
an íykkur?“
ELlSABET:
Eins og ég sagði áðan, tel ég að
listinn sé skipaðiur góðu fólki. Þess
vegna leggst þessi kosningabarátta
vel í mig, og ég tel að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi góðan meðbyr í
kosningunum þann 22. maí n.k.
AÐALHEIÐUR:
Ágætlega; allt það fólk sem við
mig hefur rætt tekur mér vel og
þess vegna er ég bjartsýn, en mér er
það ljóst að mér hefur verið sýnt
mikið traust með því að setja mig í
annað sætið á lista Sjálfstæðis-
manna, og ég heiti því að gera mitt
besta til að verðskulda það traust.
ID
19
19
■ 9
•9
19
Tryggjum D-listanum þrjá menn
22. maí
14 . Feykir