Feykir - 30.04.1982, Side 16
AUGLÝSINGAR DREIFING ÁSKRIFT
Margeir Friðriksson Hilmir Jóhannesson Árni Ragnarsson
Sími 95-5600 & 95-5752. Sími 95-5133 & 95-5314. Sími 95-5500 & 95-5870.
Rétt skal það vera.
Mestur járningamaður norðan heiða
kennir á Skagaströnd
Séra Jón prímus jámaði manna mest og best undir Jökli að sögn
Halldórs Laxness.
Löngum hafa þeir þótt þarfir menn sem smíðuðu skeifur og
jámuðu í sveitum landsins. Oftast var þetta eitt af heimilisverkun-
um en nú er öldin önnur. Eftir að hestaeign er orðin almenn í
þéttbýli eru margir sem ekki hafa átt kost á því að læra jámingar af
feðrum sínum.
Mestur jámingamaður norðan heiða nú er án efa Jón Garðarsson
bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal. Jón hefur lært jámingar í Danmörku,
en þar sem annars staðar í Evrópu teljast jámingar og skeifnasmíði
til iðngreina.
í vetur hefur Jón kennt jámingar hjá ýmsum hestamannafélög-
um frá Langanesi til Stranda og suður i Borgarfirði. Hefur aðsókn
allsstaðar verið góð og konur ekki látið sitt eftir liggja og mætt.
Fyrir páska hélt Jón sitt áttunda námskeið hjá Snarfara á
Skagaströnd. Tólf hestamenn tóku þátt í námskeiðinu og járnaðir
vom 20 hestar.
Það er ánægjulegt að fólk sýnir jámingum þennan áhuga, því að
það er mikið atriði að hirða fætur og járna vel til þess að góður
hestur nýtist sem best.
Á Skagaströnd eru hestamenn famir að hugsa til komandi sum-
ars meðal annars vegna landsmótsins á Vindheimamelum, sem
verður haldið í fyrstu viku júlimánaðar. 1 byrjun febrúar hóf Sig-
urður Jónsson tamningar og hefur haft nóg að starfa, auk þess temja
nokkrir fyrir sjálfan sig og stunda útreiðar. J S P
Mikla athygli vakti útvarpsfréttin
núna á dögunum um „vatnsátöpp-
unarverksmiðju" Hreins Sigurðs-
sonar. Sýndist ýmsum eftir á, að
allt tal og rifrildi um steinullar- og
sykurverksmiðjur væri hégóminn
einber, þegar sýnt er að 60
Sauðkrækingar geta fengið fram-
tíðar ,,djobb“ við að tappa Mold-
uxavati á pyttlur fyrir Reagan. Því
urðu þessar vísur til á vömm eins
Skagfirðings úr Blöndusýslu:
Fer í Króksins forðabúr,
fjöllin sést hann span’um.
Vindur alla vætu úr
veslings Molduxanum. -
Hreinsi yfir gróða gín,
gleypir margar flugur.
Ef hann breytti vatni í vín
væri hann almáttugur. -
R.G.Sn.
Frá Kaupfélagi Austur-Húnvetninga
Stjóm Kaupfélags Húnvetn-
inga harmar og mótmælir um-
mælum Páls Péturssonar al-
þingismanns, á Alþingi og i
fjölmiðlum, þar sem hann
ásakar lánastofnanir í héraði
um þvinganir og hótanir við
skulduga bændur.
Krefst stjórnin þess að þing-
maðúrinn lýsi yfir opinberlega,
að hann hafi ekki i ummælum
sinum átt við Kaupfélag Hún-
vetninga á einn eða annan hátt.
Að öðrum kosti leggi þing-
maðurinn fram sannanir til
réttlætingar staðhæfingum sin-
um.
Kveðja til Halldórs Laxness |
Ungur vakti ádeilur
óðs og sagna hlynur,
nú er hann orðinn áttræður,
allra stétta vinur.
Hólmfríður Jónasdóttir.
Leiðrétting
Sigurður Jónsson tamningamaður tekur skeifnasprettinn.
Fjölbrautaskólinn Sauðárkróki:
Fyrstu stúdentar útskrifast
á Skagaströnd núna
Þeir eru orönir margir „prímusarnir
Hinn 20. maí i vor verður merkur
atburður á Sauðárkróki. Fyrstu
stúdentar Fjölbrautaskólans munu
brautskrást og fyrstu „meistararn-
ir“ sömuleiðis. Samtals verður
þetta nálægt tuttugu manna hópur.
Stúdentsefnin nú er fólk sem hóf
framhaldsnám í öðrum skólum en
Fjölbrautaskólanum en kom svo
þangað eftir að hann tók til starfa.
Þannig var Ingi Tryggvason frá
Hrappsstöðum í Víðidal tvö ár i
framhaldsdeild Reykjaskóla í
Hrútafirði áður en hann kom á
Sauðárkrók, þar sem hann hefur nú
verið í tvo vetur. Við spurðum Inga
hvort margir Húnvetningar væru á
heimavist Fjölbrautaskólans. Hann
kvað svo vera, sérstaklega þó úr
Austursýslunni.
— Hvers vegna komst þú á
Krókinn?
„Það lá beinast við vegna
nálægðarinnar. Mér líkaði strax
vel, og ákvað að ljúka náminu hér.“
— Þú hefur staðið framarlega í
félagslífi nemenda. Er það öflugt ef
miðað er við aðra framhaldsskóla?
„Já, ég held að við getum mjög
vel við unað. Heimavistin skapar
góðan grundvöll fyrir félagslíf, þar
kynnast nemendur vel. Samstarfið
við þá sem búa úti í bæ er einnig
mjög gott. Þeir koma hingað og við
til þeirra."
— Hvað tekur svo við eftir
stúdentsprófiö?
„Ætli maður haldi ekki eitthvað
áfram i náminu,“ sagði hinn hóg-
væri Vestur-Húnvetningur.
Við rákumst á þrjár stúlkur í
skólastofu sem voru að lesa leikrit-
ið Andorru á frummálinu, þýsku.
Þær búa allar á Sauðárkróki og
heita Kristín Benediktsdóttir,
María Ásbjarnardóttir og Ragna
Hansen. Þær útskrifast sem
stúdentar í vor — ef þær falla ekki!
Þær eiga það sameiginlegt að hafa
hætt námi í menntaskólum um
sinn, en komu aftur til leiks eftir að
skólinn á Sauðárkróki var stofn-
aður.
Þær stöllur virtust ánægðar með
hið svokallaða áfangakerfi, sem er í
því fólgið að tekin eru próf eftir
hverja önn (sem stendur hálfan
vetur) og gilda þau sem hluti loka-
prófs. Þær töldu að námið gæti
orðið markvissara á þann hátt
heldur en með gamla laginu sem
legði mest upp úr lokaprófi síðasta
vorið í menntaskólanum. Þessar
ágætu stúlkur hrósuðu skólanum
og kennurum hans og sögðu að
hann og þeir stæðut vel samanburð
við það sem þær þekktu annars
staðar.
— Hvers vegna takið þið
stúdentspróf?
Þegar illa er spurt verða svörin í
léttum dúr: „Til þess að vera ekki
eftirbátar karlanna.“
Prentvilla slæddist inn í framboðs-
lista sjálfstæðismanna á Blönduósi
í siðasta tölublaði Feykis. I öðru
sæti er Sigríður Friðriksdóttir en
ekki Sigurlaug. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
Kristin, Marla og Ragna.