Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 2
2 BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRDI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Lögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp vegna gjald- fallinnar fyrirframgreiðslu þinggjalda 1992, gjaldfallinnar skilaskyldrar stað- greiðslu skatta og þinggjalda áranna 1991 og 1992, virðisaukaskatts, launa- skatts, tryggingargjalds og fasteigna- gjalda. Þingeyrar- og Suðureyrar- hreppa, svo og útsvars og aðstöðu- gjalds, auk annarra skatta og gjalda sem innheimtumanni ríkissjóðs ber að innheimta og tilgreind eru í lögtaksúr- skurði hinn 13. marz 1992. Lögtök vegna gjaldanna geta hafizt að liðnum 7 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Innheimtuaðgerðir eru nú að hefjast. Þeir, sem enn skulda opmber gjöld eru hvattir til að gera skil hið allra fyrsta vilji þeir komast hjá óþægindum og kostnaði, sem fylgir lög- taki. ísafirði, 17. marz 1992 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu Ólafur Helgi Kjartansson. Fimmtudagur 19. mars 1992 Matthías. Þorsteinn. Hildigunnur Lóa. Almennur stjórnmálafundur á ísafirði Sjálfstæðisfélögin á ísafirði boða til almenns stjórnmálafundar 1 Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði, efstu hæð, fimmtudagskvöldið 26. mars kl. 20.30. Frummælendur: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra, og Matthías Bjarnason, alþingismaður. Fundar- stjóri: Hildigunnur Lóa Högnadóttir. Fundurinn er öllum opinn. ísfirðingar og nágrannar eru hvattir til að fjölmenna. Sjálfstæðisfélögin á ísafirði. I FUGLAÞÁTTUR í. Lundi sr. Sigurðar Ægissonar • UUlllU Lundinn er af ættbálki fjör- unga, eins og mávar t.d. og kjóar. Hann tilheyrir því næst svartfuglaættínni, er hefur að geyma 21 tegúnd, sem bundn- ar eru norðurhöfum, og koma þar fyrir í gífurlegu magni. Atl- antshafsmegin við Norðurpól- inn eru nú sex tegundir, þ.e.a.s. langvía, stuttnefja, álka, teista, lundi og haftyrðill, en langflestar þeirra eru í norðanverðu Kyrrahafi, eða 15 talsins. Lundinn er mjög auðþekktur fugl, einkum vegna síns mikla og litskrúðuga nefs. Það er í rauninni úr svörtu horni, en þegar kemur að hreiðurtíma vaxa utan á það skrautlegar hyrnisplötur, bláar, gular, og rauðar, og mynda þverrákir. Á haustin falla þessar plötur svo af, þanníg að nefið verður dekkra en ella yfir vetrartím- ann, og nokkru minna. Hæð fuglsins er um 30 sm, vænghafið á bilinu 50-60 sm, og þyngdin um 0,5 kg. Lundinn er sérstæður fyrir það, að hann verpir ekki á klettasyllum eins og frænkur hans, langvían og stuttnefjan, heldur vill fá að vera óáreittur í skjóli, í líkingu við álku, teístu og haftyrðil, sem koma eggjun- um fyrir í gjótum eða á bak við hentuga steina í urð. Hann gengur að vísu skrefinu lengra, og rótar sig inn og dálítið niður í grösugar moldarbrekkur í eyjum og höfðum, og upp af björgum - einkum þar, sem veit að úthafinu. Vorstörfin hefjast einmitt með því, að dyttað er að gömlu holunum. Þessar holur eru oft á að giska 1,5 m á lérjgd, um 50 sm á dýpt, og mjög gjarnan bogadregnar. Holuopið er nánast kringlótt, og að meðaltali um 15 sm að þvermáli. Innst er útvíkkaður varpklefi, en utar sérstök hola, þár sem öllu driti er komið fyrir. Ef lítið er um jarðveg tíl að grafa í, verður lundinn að not- ast við styttri holur. Er það t.d. nokkuð algengt í björgunum stóru á Vestfjörðum. í þessa holu verpir kvenfugl- inn svo, upp úr 20. maí og fram í júníbyrjun, eggi sínu, hvítu að lit með daufum yrjum, gráum eða brúnleitum, og klekur þvi út á 40 dögum, með aðstoð maka síns. Síðan liggur unginn, sem ýmist er kallaður pysja, kofa eða lundungi, í holunni í 6-7 vikur, og báðir foreldrar sjá honum fyrir æti- einkum sand- síli og fiskaseiðum. Upp úr miðjum ágústmánuði byrja foreldrarnir að draga úr matargjöfunum, til að knýja raeð því ungann tíl að yfirgefa holuna, sem hann að lokum neyðist til að gera eina nóttina. Að 5-6 árum liðnum verður hann svo kynþroska. Varpheimkynni lundans eru við norðanvert Atlantshaf, um ísland, Færeyjar, Bretlandseyj- ar, Ermarsund, mest alla Nor- egsströnd austur að Múrmansk, Jan Mayen, Sval- Lundi að sumarlagi, nýkom- inn úr veiðiferð. (Þorsteinn Einarsson: Fuglahandbókin. Reykjavík 1987). barða, og Nóvaja Semlja, en að vestanverður um Grænland, Labrador, Lárensflóa og Nýja England. Syðst á útbreiðslusvæðinu hefur lundanum fækkað tölu- vert á þessari öld. Lundinn er talínn vera al- gengasti fugl íslands, með stofn upp á 8 til 10 miljónir ein- staklinga. Hafa menn giskað á, að það sé um 70% :af öllum lundum í heiminum. Mestu lundasvæði hér éru í Vestmannaeyjum, og svo um innanverðan Breiðafjörð. Þá er mikið lundavarp vestur á Mýrum. Auk þessara staða má nefna Lundey og Viðey, hjá Reykjavík, Vigur á ísafjarðar- djúpi, Lundey við Húsavík, Mánáreyjar við Tjörnes, og Skrúð og Papey út af Austfjörð- um. íslenski lundinn er farfugl og hverfur alveg frá ströndinni að vetrarlagi, er reyndar horfinn upp úr miðjum september. Gefa merkingar til kynna - en fleiri lundar háfa verið mérktir hér á landí en á flestum öðrum stöðum í heiminum, og þá sérstaklega í Vestmanna- eyjum - að hann fari til Ný- fundnalands á fyrsta vetri, en eldri fuglar haldi sig líklega úti á regínhafi suður og vestúr af íslandi. Lundinn er einkvænisfugl, sem heldur tryggð við maka sinn ævilangt. Snemma vors, í apríllok eða svo, fer hann að sækja til lands á ný, fyrst 1 smáum hópum, en svo þéttar með hverjum degi sem líður. Skömmu eftir heimkomuna sest hann upp og fer brátt að leita að gömlu varpholunni, og lífið endurtekur sig. Lundinn hefur verið nýttur allra sjófugla mest á hðinni tíð. Fyrst er hans getið í rituðu máli í heimild frá því snemma á 13. öld. Elsta veiðiaðferðin er talin hafa verið sú, að draga hann út úr holu sinni með löngu priki með járnkrók á öðrum enda- num. Stundum var járnspaði hinum megin. Þetta áhald kölluðu Vestmanneyingar grefil, Austur-Skaftfellingar sting, en Breiðfirðingar gogg. Þá munu hafa tíðkast ýmsar fleiri aðferðir, eins og t.d. að slá lundann með kepp, og nota litla hunda. Óvíst er hvenær farið var að brúka net til veiðanna. Um miðja 18. öld er það óþekkt, nema í Drangey. En svo tekur það að ná mikilli útbreiðslu. Var lundinn eftir það drepinn svo gegndarlaust, að með til- skipun 12. maí 1869 var fugla- tekja í net bönnuð. Árið 1875 var lundaháfur fenginn til Vestmannaeyja af Færeyjum, og upp frá því varð hann næsta einráður sem veiðitæki. í Skaftafellssýslum byrjuðu menn að nota háf til veiða árið 1876, og á Austfjörð- um litlu síðar. I Vigur á ísafjarð- ardjúpi var farið að brúka slíkt tæki undir lok síðustu aldar, í Grímsey árið 1913, í Breiða- fjarðareyjum 1925, og víð Skjálfanda undir 1950. Giskað hefur verið á, að ár- lega séu nú drepnir 150.000- 200.000 lundar á íslandi. Elsti lundi, sem hefur endur- heimst hér á landi, var a.m.k. 29 ára gamall, þegar hann var drepinn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.