Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 5
mikla metnað sem Vestur-ís- lendingar höfðu fyrir þessu félagi sínu, að meðal forystu- manna þess voru tveir helstu forvígismenn Islendinga í báð- um helstu stjórnmálaflokkum Kanada, þeir Thomas H. Johnson, sem var fyrsti Islend- ingurinn er gegndi ráðherra- embætti í stjórn Manitoba- fylkis (1915-1922), fyrir Frjálslynda flokkinn, og Hannes Marinó Hannesson. fyrsti Vestur-íslendingurinn sem náði kjöri á Sambands- þing Kanada (1925-1926), fyrir Ihaldsflokkinn. Það er einnig talið hugsan- legt, að skýringuna á uppnefni því sem fslendingar fengu í Kanada.goo/í>5. megi rekja til bjagaðs framburðar þeirra á orðinu goalie, sem þýðir markvörður (önnur skýring er reyndar sú að nafnið sé stytt- ing á orðunum Good Templar). Það er reyndar mjög dæmi- gert í sögu Norður-Ameríku. að þjóðabrot sem eru að afla sér almennrar viðurkenningar verði áberandi í íþróttum á cinhverju tímabili. SIGURÁRIÐ MIKLA 1920 Skemmst er frá því aðsegja, að för kanadíska landsliðsins eða Winnipeg Fálkanna á Ól- ympíuleikana 1920 í Antwerp- en varð sannkölluð sigurför. í liðinu voru eftirtaldir leik- menn: Bobby Benson bak- vörður, Valdemar („Wallie") Byron hafnvörður, Frank Frederiekson miðsóknarmað- ur og foringi liðsins, Chris Friðfinnsson varamaður, Magnús (,,Mike“) Goodman framsækjandi í vinstra armi, Hallie (,,Slim“) Halderson sækjandi í hægra armi, Konni Jóhannesson bakvörður og „Huck" Woodman varamaður (sá eini sem ekki var ís- lenskur). Lesendum til gam- ans eru vestur-íslensku nöfnin á stöðuheitum leikmanna látin halda sér. . 22. apríl lék liðið fyrsta leik- inn gegn Tékkum, og vann þá 15-0. Leikurinn gegn Banda- ríkjunum vinnst með tveimur mörkum gegn engu og síðasta leikinn gegn Svíum vinna Fálkarnir 12-1. Þar með voru þeir orðnir bæði Ólympíu- og heimsmeistarar! í blaðinu Heimskringlu 28. apríl 1920 getur að lesa eftir- farandi forsíðufrétt um sigur- inn: Þegar fréttin um sigur Fálk- anna barst hingað, varð ai- mennur fögnuður um alla borgina. Fiestir höfðu raunar búist við að svona mundi fara, en engu að síður var gleðin yfir sigriþeirra almenn eins og eðli- legt var. Þó voru undantekningar og það á hœrri stöðum. Borgar- ráðið sat áfundi, er sigurfregn- in kom. Vildi þá Gray borgar- stjóri strax senda sigurvegur- ttnum heillaóskaskeyti í nafni borgarinnar og hefði mátt ætla að það hefði verið samþykkt mótmœlaiaust; en ,sro reyndist ekki. Davidson bœjarfulltrúi IV. kjördeildar, og fyrrum borgarstjóri, reis úr sœti og sagði að þótt piltarnir hefðu gert vel í sjálfu sér, þá hefðu þeir orðið Winnipegborg og Canada til svívirðu með því að þreyta íþróttir á sunnudag!! Heillaóskaskeytið mun þó hafa verið sent. Þá er það haft fyrir satt að dönsku blöðin á þessum tíma hafi ekki haft hátt um það í umfjöllun um keppnina að leikmcnn kana- díska landsliðsins væru ís- lenskir að uppruna. Tveir leikmenn í þessuni hópi munu einkum hafa skar- að fram úr, þeir Mike Good- man sem jafnframt var ein- hver besti skautahlaupari Kanada á þessum tíma (marg- faldur Manitobameistari) og Frank Frederickson sem síðar var skipað á sérstakan heið- ursbekk kanadískra ísknatt- leiksmanna (Canada's Hall of Famc) en hann var á sínum tíma talinn einhver allra fremsti afburðamaður ís- hokkíleikara í Kanada og þar Islendingar léku ísknatt- leik fyrir þúsund árum Fyrsta íþróttin, þar sem kylfum eða einhvers konar stöfum er beitt, er talin hafa verið iðkuð austur í Persíu fyrir u.þ.b. 4000 árum. Þaðan barst íþróttin til Evrópu og var vfða leikin á miðöldum. Þróaðist hún þar í ýmis afbrigði eftirlöndum og má líklega í því sambandi nefna íslenska knattleikinn sem fornkappar okkar léku, merkilegt nokk að vetrarlagi og á ís eins og fram kemur t.a.m. í Gísla sögu Súrssonar. Nafnið hokkí (hockey) er dregið af franska orðinu hoquet sem þýðir hjarðstafur. Hokki var leikið í Evrópu á grasvöllum og urðu fyrstu reglur nútíma vallarhokkís (field hockey) til í London árið 1875. Íshokkí byrjar hins vegar að þróast í Kanada, hugsan- lega í lok 18. aldar eða byrjun þeirrar 19. Fyrstu reglur ísknattleiks eins og við þekkjum hann nú urðu til árið 1879. Það ár fór fyrsti skráði leikurinn fram í Montreal milli tveggja liða sem bæði voru skipuð stúdentum við McGill- háskólann. Voru fimmtán leikmenn í hvoru liði og fyrir kylfur notuðust menn við reyrstafi, kústa og jafnvel trjá- greinar. 1886 voru teknar upp þær reglur að hafa sjö í iíði. 1926 eru reglurnar endurskoðaðar enn á ný og ákveðið að hafa sex leikmenn inn á hverju sinni eins og enn tíðkast. í Bandaríkjunum fer ísknattieikur síðan að ná útbreiðslu í kringum síðustu aldamót. í fyrstu voru vinsældir ísknattleiks ekki hvað síst bundn- ar við háskólana. Síðan fóru að koma fram félagslið og í kjölfarið kom atvinnumennskan til sögunnar. Sterkasta atvinnumannadeild veraldar, The National Hockey League, var stofnuð í Kanada árið 1917 og var hið fræga félag The Montreal Canadiens á meðal stofnenda. Árið 1925 færði NHL út kvíarnar þannig að bandarísk félagslið fengu að vera með og við það kom meira fjár- magn inn í íþróttina. Þannig er það enn þann dag í dag, að NHL er sameiginleg deild sterkustu félagsliða í Kanada og Bandaríkjunum. Fimmtudagur 19. mars 1992 5 ■ V-A AWMIÁT. W. iísnson. Or*. "í með í veröldinni. Eftir ólympíusigurinn tvístruðust Fálkarnir fljótlega. Þeir var flestum boðið stórfé af hclstu hokkífélögum í Bandaríkjunum og smám saman gerðust þeir flestir at- vinnumenn. Fór þar fremstur í flokki Mike Goodman. Fálkarnir héldu þó áfram að leika um skeið og með því menn eins og Wallie Byron markvörður og Konni Jóhann- esson en félagið náði aldrei fyrri frægð, heldur hrakaði smám saman og varð að mestu leyti „enskt“ uns meðal Vest- ur-íslendinga lifði aðeins ævintýrið eitt. TENGJAST ÍSLENSKRI FLUGSÖGU Sögunni lýkur þó ekki alveg með þessu, því að tveir leik- mcnn þessa fræga liðs, Winni- peg Fálkanna, tengjast ís- lenskri flugsögu órjúfanlegum böndum, þeir Frank Freder- ickson og Konni Jóhannesson. Strax að loknum leikunum í Antwerpen hélt Frank til Skotlands og þaðan til íslands. Þar varð hann síðan fyrsti „ís- lendingurinn" til að fljúga flugvél yfir íslensku landi. Hann tók sem sagt við af Dan- anum Cecil Faber og flaug fyrstu flugvélinni sem hingað kom til lands sumarið 1919, Skautakóngur Manitobafylkis. MAGNÚS GOODMAN, lítilli tveggja sæta enskri tví- þckju af Avro-gerð. Loftleiðir heiðruðu Frank . seinna með því að bjóða honum hingað til lands í tilefni 50 ára afmælis flugs á Islandi árið Í969. Konni Jóhannesson rak hins vegar um árabil flugskóla í Winnipeg og hjá honum lærðu á stríðsárunum margir fræg- ustu flugmenn íslendinga fyrr og síðar, eiginlega mestöll fyrsta kynslóð íslenskra flugmanna, menn eins og Al- freð Elíasson, Kristinn Olsen, Jóhannes Snorrason. Smári Karlsson og Magnús Guð- mundsson. (Samantekt: Vigfús Geirdal, skólastjóri á Flateyri.) ÓÐINNBAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.