Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 2
2 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðiö kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýslngar: Aðalstræti 35, Isafirði, simi (94)-4011, fax (94J-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasimi (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: Isprent hf. Aðal- stræti 35, ísafirði, 94-3223. — Sighvatur Björgvinsson skrifar leiðara: Hvaða atriði þurfa helst að koma til skoðunar ef enn verður dregið úr þorskveiðum? Vísindanefnd Alþjóöa hafrannsóknaráösins hefur birt niðurstööur um stærö og veiðiþol þorskstofna við ísland og Færeyjar. Fréttir af þessum niðurstöðum hafa eðlilega slegið menn miklum óhug. Færeyingum er sagt að hætta að veiða þorsk. ísiendingum er sagt að skera niður þorsk- veiði 1150 þúsund tonn á ári. Þessar fréttir vekja ekki síst óhug vegna þess að vitað er að vísindanefndin byggir á gögnum Hafrannsókna- stofnunar. Margir líta því á þessar niðurstöður sem fyrir- boða um væntanlegar niðurstöður Hafrannsóknastofnun- ar sem berast munu stjórnvöldum innan fárra daga. Það er þó bæði eitt og annað sem fiskifræðingar þurfa að gefa svör við áður en lengra er haldið. Fyrir aðeins einu Fimmtudagur 11. júní 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIOl-- ári veittu fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar stjórn- völdum þær upplýsingar, að hrygningarstofninn á Islands- miðum væri 400 þúsund tonn. Nú áætlar vísindanefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins að hrygningarstofninn sé aðeins 200 þúsund tonn. Hvað veldur því að stofn sem mældist 400 þúsund tonn fyrir einu árí mælist 200 þúsund tonn í dag? Fréttir, hafðar eftir fiskifræðingum um að skýr- ingarinnar sé að leita í því að þeir hafi gert ráð fyrir hrygn- ingargöngu frá Grænlandi sem ekki kom, eru út I hött. Sá sem þetta ritar minnist þess vel að fiskifræðingar Hafrann- sóknastof nunar voru sérstaklega um það spurðir fyrir einu ári hvort Grænlandsþorskur væri meðtalinn I spám þeirra og því svöruðu þeir afdráttarlaust neitandi. Þá er einnig eðlilegt að spurt sé hvað valdi því að nú sé altt I einu talið að samræmi sé á milli stærðar hrygningarstofnsins og árangurs af klaki og fjölda seiða, þar sem fiskifræðingar hafa áður talið að ekkert beint samhengi væri þarna á milli. Þá er einnig eðlilegt að spurt sé um það, á hve sterkum grunni niðurstöður fiskifræðinga séu reistar. Mönnum er enn í fersku minni niðurstaða þeirra frá því I fyrra um stærð loðnustofnsins og veiðiþol hans, sem síðan kom I Ijós að var gjörsamlega röng. Fyrst stofnstærðarmat fiski- fræðinga á torfufiski, eins og loðnunni, getur verið svona rangt, er þá ekki ástæða til að velta fyrir sér öryggi I stofnstærðarmælingum fiskifræðinga á botnlægum teg- undum sem eru dreifðar út um allan sjó? Fari svo að niðurstaða Hafrannsóknastofnunar verði eitthvað I líkingu við það sem vísindanefnd Alþjóða haf- rannsóknaráðsins hefur látið frá sér fara og menn horfist í augu við frekari niðurskurð á þorskkvóta, þurfa menn að búa sig undir að gera verulegar breytingar m.a. á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða. Eftirfarandi atriði þurfa þá að koma sérstaklega til skoðunar: 1. Jafn hlutfallslegur niðurskurður á þorskveiðikvóta veiði- skipa kemur ekki til greina. Þau landsvæði, sem byggja afkomu sína á þorskveiðum, verða að hafa forgang um veiðar, ef takmarka á þorskveiðar enn frekar. 2. Aðrir fiskistofnar, svo sem loðna og síld, ýsa og grálúða, humar og rækja, standa vel. Með sama hætti og loðnu- skipunum var bætt upp með viðbótarþorskveiðikvóta þeg- ar loðnuaflinn brást verður að bæta þorskveiðiskipunum upp skertan þorskveiðikvóta með auknum heimildum þeirra til veiða á öðrum fiskistofnum. Til þess að svo megi verða þarf að breyta lögunum um stjórn fiskveiða og auka aflakvóta annarra tegunda en þorsks. 3. Beina verður stærstu togurunum og þá ekki síst frysti- togurunum í veiðar á vannýttum fiskistofnum, svo sem langhala og úthafskarfa. Jafnframt verður að leita eftir aflakvótum fyrir þessi skip á fjarlægum miðum. 4. Til þess að tryggja atvinnu í landi verður að leggja áherslu á að sem allra mest af þeim afla, sem á íslands- miðum fæst, verði unnið í landi, og leita verður leiða til þess að auka landanir erlendra fiskiskipa á Islandi. 5. Standa verður vörð um að alls ekki verði haggað við núverandi fyrirkomulagi um tvöföldun línuveiðikvótans og veiðar krókabáta. Þetta eru nokkur þeirra atriða sem taka verður mið af, ef svo skyldi fara að menn láti sannfærast um að draga þurfi úr þorskveiðum frá því sem nú er. Það er þó enn langt I frá að búið sé að færa fullnægjandi rök fyrir því að slíkt þurfi að gera. Áður en menn láta sannfærast þurfa fiskifræðingar að svara fjölmörgum spurningum og eyða miklum efa sem nú er ríkjandi um grundvöll þeirrar ráðgjaf- ar sem þeir hafa látið frá sér fara. Reykjavík, 10. júní 1992. Sighvatur Björgvirtsson, heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra. Vélstjórar Fundur í Vélstjórafélagi ísafjarðar verður haldinn í Pólgötu 2, laugardaginn 13. júní kl. 17.00 Dagskrá: 1. Atkvæðagreiðsla um samninga. 2. Orlofshúsamál. 3. Önnur mál. Mætið vel. Stjórnin. FUGLAÞATTUR sr. Sigurðar Ægissonar 19. Stuttnefja Stuttnefja er, eins og m.a. langvían, stórfrænka hennar, af ættbálki fjörunga eða strandfugla, en af ætt svart- fugla. Hún er á stærð við lang- víu og í flestu öðru tilliti lik henni einnig. Nefið er þó styttra og jafnframt þykkara, og ljós rák á því (einkum á varptíma), er nær inn í munnvikin. Hún er kolsvört á baki, þar sem langvían er meira dökkkaffibrún, og auk þess er stuttnefjan laus við síðukámur þær, er einkenna langvíur. Stuttnefjan er annars 39-43 sm á lengd, um 1 kg á þyngd, og með 65*73 sm vænghaf. Goggur er mjósleginn, svartur og oddhvass. Augu svört og grunnhtur fóta einnig, en fram- anverð rist og kögglar táa að ofan gulgræn. Eggert Ólafsson, sem ásamt Bjarna Pálssyni ferðaðist um ísland á árunum 1752rl757, hélt, að stuttnefja og langvía yæru ein og sama tegundin, þ.e. að stuttnefjan væri kven- fuglinn, en langvían karlinn. En þrátt fyrir nábýli þessara mjög svo liku tegunda, er ekki vitað til að þáer hafi parað sig innbyrðis eða eignast afkvæmi saman. Við nána athugun kemur lika fram ýmis munur á þessum tveimurfuglategundum. Stutt- nefjan er t.d. miklu norðlægari fugl en langvían, og er auk þess talin heldur meiri úthafs- fugl. Fræðimenn skipa henni í nokkrar deilitegundir, eins og langvíunni. Uría lomvia lomvia er nyrst, þ.e.a.s. frá A-Kanada, um Grænland, ísland, Jan Mayen, Bjarnarey, Svalbarða, að Frans Jósefslandi og Nóvaja Semlja. Þá tekur við Uría lom- via eleonorae frá austurhluta Taímýrskaga að Nýju Síberíu- eyjum. Því næst kemur Uría lomvia heckerí, á Wrangels- og Heraldseyjum og norðurhluta Chukotskskaga. Og loks Uría lomvia arra á N-Kyrrahafi. Norðlægustu fuglarnir verða að hörfa undan rekísnum; stofnarnir við Barentshaf hafa t.d. vetrarsetu út af SV-Græn- landi og fljúga norður um ísland. Stuttnefjan er áberandi fá- séð við Bretlandseyjar, en sést nokkuð oftar við Færeyjar, og þá á öllum árstímum. Hún er, ásamt langvíu, víð- svegar kringum ísland, meira þó fyrir norðan. Hlutfall milli tegundanna í Vestmanna- eyjum á eggjatíma er 99% langvíunni í vil, en snýst við í Drangey á Skagafirði, þar sem einungis 1 % varpfuglanna eru langvíur. í Hornbjargi er tahð að séu 1.2 mihjón stuttnefjur og 720 þúsund langvíur, í Hælavíkur- bjargi 1.6 mihjón stuttnefjur og 800 þúsund langvíur, og því næst kemur Látrabjarg með 800 þúsund stuttnefjur og 1.2 milljón langvíur. í öðrum helstu sjófugla- Stuttnefjur í varpi. (Fuglar. Rit Landverndar, 8. Reykja- vík 1982). björgum landsins, eins og t.d. í Vestmannaeyjum, Ingólfs- höfða, Reynisfjalli, Dyrhólaey, Krísuvíkurbjargi, Eldey, Svörtuloftum, Drangey, Gríms- ey, Skoruvíkurbjargi, Langan- esi, Skrúð, og Papey, eru þess- ar tölur miklu lægri. Nokkur munur kemur fram á staðarvah tegundanna í björg- unum yfir varptímann. Stutt- nefjan er nær undantekninga- laust efst í bjarginu, á meðan langvían er mestan partinn í neðstu 2/3 hlutum þess. Hvor- ug tegundin verpir þó uppi á brúninni, en þar eru hins vegar fýll, álka, lundi, og hvítmávur. Þær frænkur, stuttnefja, langvía og álka, koma nokkurn veginn samtímis í fuglabjörg- in, oftast í lok mars eða byrjun april, stuttnefjan þó kannski aðeins síðar en langvía, ef eitthvað er, og mætir því af- gangi, svo að varpstaðir eru oft þrengri. Hjúskapur stuttnefju er ein- kvæni, eins og hjá öðrum svart- fuglategundum. Makarnir eiga örlítið varpsetur á þröngum syhum bjargsins, og verja það. Hreiðurgerð er engin. Stuttnefjan verpir aðeins einu eggi, sem oftast er ljós- blágrænt, skreytt marglituðum yrjum, sjaldan þó rauðum. Eggið klekst út milli útþaninna fitja stuttnefjunnar og varp- bletts á bringu hennar. Útung- un tekur 4-5 vikur og sjá báðir foreldrar um þá hlið málsins, sem og fæðuöflun handa ósjálf- bjarga unganum, er þar að kemur. Síðan ganga hlutirnir áfram fyrir sig á líkan máta og hjá langvíunni, þ.e.a.s. að unginn er fenginn, eftir um 3 vikur, til þess að stökkva ófleygur af bjarginu í sjóinn, með ákveðnu látbragði. Stuttnefjukarlinn elur svo önn fyrh honum um skeið eftir þetta, fer með hann þangað, sem fæðan er; að öðrum kosti er talið að for- eldramir gætu ekki haldið í unganum lífinu, enda langt að sækja matinn frá varpstað. Stuttnefjan étur álíka fæðu og langvia, þ.e.a.s. smáfisk, krabbadýr, skeldýr, og orma. Sandsíli er hér við land einhver mikilvægasta fæðan á sumrin, að öðrum ólöstuðum, og reynd- ar undirstöðiífæða margra annarra sjófugla líka. Á vet- urna tekur loðnan svo við því hlutverki. Hlutfah smáfiskjarins í fæð- unni er annars á eggjatíma 90— 95%, en minna er vitað um fæðuval stuttnefjunnar á vet- urna, en tahð að krabbadýr hafi þar veglegri sess en ella, a.m.k. á nyrstu slóðum. Stuttnefjur, merktar hér á landi, hafa aldrei komið fram aftur. Líggur það sumpart í því, að einungis fáar hafa verið merktar, enda nokkrum erfið- leikum bundið að ná þeim til slíks, þrátt fyrir allan hina gífurlegu mergð. Varpstaðirnir eru nefnilega mjög óaðgengi- legir, og stuttnefjur verpa auk þess einkum á örmjóum syllum í þverhníptum björgunum, og þar á ofan yfirleitt tiltölulega fáar saman, ólíkt því sem er hjá langvíunni, er kann best við sig á bekkjum eða uppi í stökkum. Sem dæmi má nefna, að mesti þéttleiki stuttnefju í varpi hefur mælst 37 fuglar á m, en hins vegar 70 á m hjá langvíu. Stuttnefjur finnast hér við land á veturna, en hvort það eru íslenskir fuglar eða ekki, er enn á huldu. Má vera að ætt- erni þeirra megi rekja til Sval- barða, N-Noregs og Rússlands, og þær fylgi ísröndinni í hafinu fyrir norðan ísland og komi þá ekki að jafnaði upp að landinu, heldur einungis ef áðurnefnd skilyrði eru fyrir hendi. íslenski stuttnefjustofninn er talinn vera um 2 milljónir varppara. Um alheimsstofninn er ekki vitað. Eflaust ná stuttnefjur álika háum aldri og langvíur, þ.e.a.s. um 30 árum, er best lætur. Ekki er þó til staðfest dæmi um eldri fugl en 22 ára og 8 mánaða.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.