Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 Fimmtudagur 11. júní 1992 --1 FRÉTTABLAPIP ÞEGAR HALLGRÍMUR VEITTI BOLVÍKINGUM SAKARUPPGJÖF Einu sinni vorum við allir settir í straff á böllin á ísafirði. Isfirðingarnir voru líka settir í straff. Isfirðingunum var svo hleypt inn á ball í Alþýðuhús- inu en ekki okkur. Þeim hafa líkast til verið gefnar upp sakir. Við vorum ekkert ánægðir með þetta. Hallgrím- ur Guðfinnsson, bróðir hans Ketils hennar Þuríðar, var þá að vinna í slippnum á ísafirði og hafði herbergi á ísafirði. Svo lögðum við á ráðin um hvað hægt væri að gera í þessu. Það endaði með því að við fór- um í síma. Hallgrímur hringdi í Jens Markússon, húsvörð í Alþýðuhúsinu, og sagði honum að þetta væri Einar Gunnar sem þá var fulltrúi sýslumanns og fógeta á Isa- firði. Hann segir Jenna að þetta sé út af strákagreyjunum í Víkinni. Þeir séu alltaf hringjandi af því hinir hafi fengið að fara á ballið en þeir ekki. Hvort hann gæti ekki leyft þeim að fara líka. Jenni sagði að það væri ekki gott mál. Það væri alltaf ailt vit- laust þegar þeir væru á böllum. „Þú gerir það nú fyrir mig Jenni minn að gefa þeim séns,“ sagði Hallgrímur. „Já,“ sagði Jenni. Þannig náðaði Hallgrímur okkur og við fór- um allir á ball í Alþýðuhúsið. AF KVENNA- OG BÁTAVIÐSKIPTUM Ég gifti mig og skildi svo aftur eftir þrjú ár. Konan átti eina dóttur fyrir en við áttum engin börn saman. Það er mjög gott samband á milli mín og fósturdóttur minnar. Svo yngdi ég upp og náði í aðra sem er 16 árum yngri en ég. Ég og Leifi bróðir keyptum saman 14 tonna bát, Inga, og áttum hann í tvö ár. Okkur gekk ágætlega á honum. Við fiskuðum vel fyrstu vertíðina á línu. Svo fórum við á rækju og gekk okkur þá í meðallagi. Við vorum óvanir trolli. Við fiskuðum 76 tonn í febrúar einu sinni. Þá var bræla fyrstu vikuna og svo gaf á hverjum degi eftir það. Það gutlaði oft á. Ég man eftir að einu sinni vorum við að fara frá lóðunum í einum 10-12 vindstigum um kvöldmatarleytið og komum ekki heim fyrr en seint um nóttina. A landleiðinni leist mér ekkert á þetta. Hann lagðist tvisvar alveg á hliðina svo að vélin missti kælivatnið. Ég seldi síðan Ingann. Þá fór ég á Heiðrúnu (togar- ann) og var þar einhvern tíma. Svo náði ég í konuna og gifti mig aftur 1981. Þá var hún 18 ára og ég 34ra ára. Ég segi að ég hafi sett fyrri konuna í úr- eldingu og fengið mér nýsmíði í staðinn. Síðan keypti ég Ugga úr Hafnarfirði, lítinn trébát, 4,5-5 tonn að stærð. Við Lauga vorum búin að vera saman í ár. Eitt sinn þegar ég kom í land mætti hún með flugmiða á bryggjuna. Þá var hún búin að hringja suður og tala við eiganda bátsins og skipaði mér að fara að skoða hann. Ég keypti svo þennan bát þó hann væri gamall, því ég gat ekki keypt neitt annað. Hann reyndist mér vel og ég flæktist mikið á honum. FÉKK SEX TONN AF STEMBÍT í TVEIMUR FERÐUM OG BEITTI TÍU BALA, ALLT Á EINUM SÓLARHRING Ég reri á Ugga venjulega alveg fram að jólum og byrjaði svo aftur í mars. Ég var á línu og færum. Það gekk allt vel og náttúrlega komu dauðir kaflar eins og alltaf er við þennan sjó. Ég fiskaði ágætlega á steinbítnum. Einu sinni var fyrirskipað fiskveiðibann og ég misreiknaði hvenær það ætti að byrja og hélt að það ætti að byrja daginn eftir. Þess vegna átti ég bara beitta 12 bala. Ég fékk 3,2 tonn af stein- bít á þá. Svo þegar ég kom í land var ég spurður að því hvort ég ætlaði ekki að róa á morgun. Ég sagði að þetta væri síðasti róður fyrir bann. Það var ekki rétt því einn dag- ur var eftir. Ég átti náttúrlega ekkert beitt. Ég fór því beint upp í skúr að beita og beitti 10 bala. Ég fór svo með þá á sjó og fiskaði 2,8 tonn. Mönnum þykir nóg að beita 8 bala á dag og gera þá ekkert annað nema að taka á móti bátnum. Ég var alltaf einn þá á Ugga og bæði beitti og reri. Fyrstu árin beitti ég oft í landlegum og á kvöldin þegar róið var. Seinna fékk ég mann til þess að beita. Þá beitti ég oft 4 bala á kvöldin þegar ég kom í land og stund- um eitthvað á morgnana. Þetta var oft helvíti strembið. Ég lenti oft í brælu á þessum litla bát. Ég setti hann á síðuna einu sinni og var með 700 kg af fiski í fiskikassanum og missti það allt út. Ég varð að keyra hann upp. Ég var þá á landleið utan úr Álnum og það voru vestan 7-8 vindstig og leiðinda bára. FÓR NIÐUR Á RASSGATIÐ Á ÖRSKAMMRI STUND Ég var með Hibba á Haf- rúninni á rækju þegar hún sökk undan okkur fram af Ögurvíkinni. Við vorum búnir að fá 450-500 kg af rækju og bátarnir voru að fiska á Ögur- víkinni. Við toguðum upp með Ögurhólmunum og fest- um þar tvisvar og náðum að losa í bæði skiptin. Svo vorum við að toga út af Ögurvíkinni og komnir á Ögurnesið þá festum við. Það var byrjað að hífa og þegar allt var komið á staut fór slanga eða einhver andskotinn f spilinu svo ekki var hægt að hreyfa það. Þegar við vorum búnir að vera fastir þarna með óvirkt spilið í nokkrar mínútur þá byrjaði hún að síga niður að aftan. Það var ekki að sökum að spyrja. Hún fór niður á endann og niður á rassgatið á örskömmum tíma. Ég var kominn í sjó í mið læri þegar ég stökk frá spilinu og frammá. Hibbi var í dyrunum á stýrishúsinu og gat kallað út og látið bátana vita og bað þá að koma strax. Báturinn var frambyggður og ég held að það hafi bjargað því hve lengi hún flaut. Það var svo mikið loft í henni og það sauð í þegar loftið pressaðist út úr skrokknum. Við komumst í gúmbát. Það var frekar óhugguleg tilfinning við að lenda í þessu. Sem betur fer var blíðuveður. Sigurgeir Sig- urðsson kom og tók okkur. Hann var þarna rétt hjá. Ég fór svo að róa fljótlega sjálfur. Það þýddi ekkert annað. Ég var stýrimaður á Haf- rúnu sem strandaði fyrir utan Krossavík á Stigahlíð. Ég var að leysa af þar til kæmi nýr stýrimaður. Ég var búinn að fara nokkra róðra með Lárusi. Mér líkaði vel við hann. Hann var öndvegisskipstjóri og vildi hafa allt í röð og reglu. Ég missti af strandinu vegna þess að ég var meiddur á hendi þeg- ar það átti sér stað. Ég hafði lent í netaspilinu. VETTLINGURINN FULLUR AF BLÓÐI Við vorum í Villta vestrinu sem kallað er með netin. Það var oft karfi og mikið af ufsa í netunum. Það tók yfirleitt sól- arhringinn að draga netin. All- ur mannskapurinn var því venjulega að vinna og véla- maðurinn tók yfirleitt stímin. Annar meistari var á dekkinu og ég var að reka á eftir honum. Svo fór ég í spilið með hendina og snerist aðeins með því. Öryggislokinn stoppaði svo spilið og því var bakkað til að losa mig úr. Þá spurðu strákarnir hvort ég hefði meitt mig. „Jú eitthvað,“ sagði ég „en ábyggilega ekki mikið." Þegar ég tók af mér vettlinginn var hann fullur af blóði. Ég setti hann á aftur og við héld- um á að vinna. Þá kallaði ann- ar meistari: „Svona eru nú hel- vítis lætin. Það er betra að taka það rólega!“ Þá fauk í mig og ég sagði: „Það getur verið gott að taka það rólega. Ef allir væru jafnmiklir helvít- is drullusokkar og þú hér um borð kláruðum við aldrei að draga nema einu sinni yfir vertíðina!" Hann fórtil Lárus- ar og sagði honum að hann ynni ekki með þessu helvítis stýrimannsfífli lengur. Hann færi ekki út aftur ef að stýri- maðurinn kæmi aftur um borð. Þá sagði Lárus honum að hann skyldi taka pokann sinn og fara. Ég fór annan túr eftir þetta því ég fann ekkert til meðan hendin var bólgin. Þegar bólg- an fór svo úr varð ég alveg ómögulegur. Þávorufingurnir út á hlið því liðböndin voru svo illa tognuð. Ég fann lengi fyrir þessu á eftir. Svo strand- aði Hafrún í fyrsta túrnum eft- ir að ég fór í land. Sl. haust keypti ég svo fimm ára gamlan plastbát af Guð- mundi Halldórssyni. Hann heitir líka Uggi og er alveg listabátur og ég var á honum á línu í vetur og á grásleppu núna. Ég fer svo á færi eitt- hvað í sumar því ég á eftir dálítinn kvóta. Égfiskaði ekk- ert í vetur því það gaf aldrei á sjó. Það var alltaf vitlaust veður. MAÐUR ER SJÁLFRÁÐUR ÞÓ MAÐUR ÞURFI AÐ DUÐRASTUNDUM Ég held að það sé alveg ör- uggt að ég verði áfram trillu- karl meðan ég hef heilsu til. Ég get ekki hugsað mér að fara í tímavinnu. Maður er sjálf- ráður á eigin trillu þó maður þurfi að duðra stundum. Mað- ur getur líka tekið sér frí þegar maður vill. Það er fólgið í þessu trillukarlalffi visst frelsi. Ég held samt að kaupið sé ekkert meira en annars staðar. ÞYRLU SIGAÐ Á GAMAL- MENNI SEM VEIDDI SJÖ FISKA í SOÐIÐ Kvótakerfið er ein allsherj- ar hringavitleysa. Þó finnst mér sala og leiga á kvótanum einna verst. Mér finnst að menn ættu að hafa veiðirétt en ekki að kvóti á óveiddum fiski gangi kaupum og sölum. Þetta ætti að vera atvinnuleyfi hverrar útgerðar. Ég held að það sé ekki meining sjómanna að óveiddur fiskur í hafinu sé eignaður hverjum og einum. Það sýnir sig vitleysan í þessu að þeir voru að taka gamal- menni í Vestmannaeyjum sem veitt hafði sjö fiska í soðið. Þeir sendu á hann þyrlu. Það er ekki allt eftir Biblíunni sem þeir gera stjórnmálamennirn- ir. Hvenær má maður ekki lengur rækta kartöflur upp í kjaftinn á sér? Það eru kominn eintóm boð og bönn. Það má enginn bjarga sér og lifa á landinu og sjónum eins og hef- ur verið á íslandi frá upphafi. ÞAÐ ENDAR KANNSKI MEÐ ÞVÍ AÐ MANNI VERÐUR STUNGIÐ INN Ég hef alltaf skotið mér fugl í soðið og nú liggur fyrir frum- varp sem bannar það. Nú verður að kaupa veiðileyfi og skrá veiðina fyrir einhverja skriffinna á skrifstofu í Reykjavík. Ég held að erfitt reynist að fá menn til að fylla skýrslurnar rétt út þó þeir kaupi sér eitt veiðikort. Ég fer líka alltaf í egg á vorin, aðal- lega rituegg. Ég fer í Ritinn og líka norður í Hornbjarg, bæði í Hólminn og Fjalirnar. Ég tek bara fyrir mig og kunningjana. Ég er að fara í Ritinn einhvern næstu daga þegar verður veður til þess. Ég hef oft feng- ið í soðið af byssunni og hefur hún oft gefið vel. Við borðum mikið fuglakjöt og allir krakk- arnir borða það hjá okkur. Aðallega eru þetta sjófuglar, gæsir og endur. Ég veiddi mikið á stöng hér áður fyrr og ég veiði silung í net eins og aðrir. Það er engin launung á því að maður veiðir fyrir sig í matinn. Það hefur tíðkast á þessum smábátum svo lengi sem ég man að menn hafi net um borð og veiði sér í matinn. Manni verður kannski stungið inn fyrir það einhvern tímann að reyna að bjarga sér frá svelti. -GHj. Sendum sjómönnnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadaginn BILAÞJONUSTA DAÐA ALHLIÐA BÍLA- OG HRAÐBÁTAÞJÓNUSTA FJARÐARSTRÆTI 20, 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 94-3499, NNR. 3539-2785 s Olíufélag útvegsmanna h.f. Hafnarhúsi — 400 Isafiröi — Sími 94-3245 Gámaþjónusta ~Véstfjarda^ Olíufélagið hf

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.