Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1992, Blaðsíða 6
6 vrcTnncí/i Fimmtudagur 11. júní 1992 ;| FRÉTTABLAÐIÐ Stefán Ingólfsson, trillukarl í Bolungarvík, í viðtali við Gísla Hjartarson: Setti fyrri konuna í úreldingu og fékk sér nýsmíði í staðinn Stefán Ingólfsson eða Stebbi litli eins og hann er oftast kallaður er fæddur 7da október 1947 í Bolungarvík. Foreldrar hans eru þau Ingólfur Þorleifsson úr Bolungarvík og Kristín Guðrún Sveinbjömsdóttir frá Uppsölum í Seyðisfirði í Djúpi. Stefán hef- ur verið sjómaður allt sitt líf. Hann hefur mikið stundað beitningu bæði í landi og á sjó. Einnig hefur hann verið á ýmsum bátum, nokkuð mörgum. Nú rær hann einn á Ugga IS, 4ra tonna plast- trillu, sem hann hefur nýlega endurnýjað. Aður átti hann annan Ugga, 3ja tonna trébát, og fór hann oft margan brattann á honum. Stefán er giftur Kristlaugu Björgu Sigurðardóttur frá Seyðisfírði. Þau eiga fímm börn, Gunni Elísu, 12 ára; Sigurð Anton, 11 ára; Auðbjörgu Elísu, 9 ára; Kristínu Höllu, 6 ára; og Stefán Ólaf, 2ja ára. Hann segir að það sé komið nóg af börnum og framleiðslu hætt. Stebbi litli þótti nokkuð snöggur í slagsmál- unum í gamla daga og þorðu fáir Isfírðingar í hann. Hann segir lesendum Vestfírska hér í bráðskemmtilegu viðtali, þar sem hann dregur ekkert undan og gerir létt grín að sjálfum sér, frá ýmsu sem á daga hans hefur drifíð. Hann segir frá sjómennskunni, veiðiskap, slarki á Isafírði og ýmsum samferðamönnum þó hann nafngreini ekki alla af augljósum ástæðum. „Ég er Bolvíkingur í húð og hár. Ég er fæddur hér og alinn upp og hef eiginlega alltaf ver- ið hér. Ég byrjaði að vera í sveit 7 ára gamall á Ósi hjá Högna og var þar í sjö sumur. Ég var þar líka heilan vetur og gekk í skóla þaðan. Högni og Ebba á Ósi voru við mig eins og þau væru foreldrar mínir og maður var eins og heima hjá sér. Mér þótti gaman að elta rollurnar, helst ef þær voru nógu styggar og vitlaus- ar. Pað var líka smalað á vorin til þess að taka af. Meðan þau voru á Ósi, Högni og Ebba, smalaði ég hjá þeim á hverju hausti eftir að ég var þar í sveit. Ég kláraði barnaskóla- námið hér í Víkinni og var síð- an einn vetur í Reykjanesi í unglingaskóla. Ég var nú bald- inn í skóla. Eftir það hætti ég í skóla og fór til sjós því ég byrjaði 14 ára að róa. Ég beitti upp á hlut. Ég var búinn að beita sem strákur með skól- anum. Eitt vorið beitti égfjóra bala á Baug fyrir Kalla Þórðar. Annars byrjaði maður mjög ungur að beita bala og bala fyrir karlana. Ég byrjaði svo upp á heilan hlut hjá Jakob Elíassyni á Sigurfara. Síðan hef ég verið við þetta, ýmist við beitningu eða á sjónum. Ég var mest í landi fyrstu árin. HÁLFAN MÁNUÐ I KOJU Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég fór fyrst til sjós. Þá fór ég á Heiðrúnu gömlu á síld með Jóni Eggert, fyrst á Suðurlandssíld og svo fyrir austan. Ég var á síld á henni tvö sumur og var lengi með Jóni Eggert, beitti hjá honum í fleiri ár og var yfirleitt mest með honum þangað til ég fékk mér bát sjálfur. Þegar ég fór fyrst á síldina var ég svo sjóveikur að segja má að ég hafi legið í koju í hálfan mánuð. Ég hafði ekki lyst á neinu. Við vorum á Suðurlandssíldinni í þetta eitthvað 10 daga og fengum ekkert og þá var farið austur. Það var bræla á leiðinni og mér leið illa. Svo gekk ágætlega fyrir austan og við fiskuðum svipað og bátar af sömu stærð. Sjóveikin lagaðist svo og mað- ur varð frískari þegar maður fór að vinna. Nú er ég oft sjó- veikur eftir að hafa verið lengi í landi og finn til ef ég fer á sjó í brælu. HAFÐI BAND UNDIR RÚMINU SVO MENN GÆTU FENGIÐ DRÁTT Við lönduðum síldinni hjá Sveini á Ströndinni á Seyðis- firði. Það var oft líf og fjör í landlegum. Við reyndum að koma okkur vel hjá söltunar- stelpunum og hjálpuðum þeim við að salta í von um að það kæmi okkur vel á næsta dans- leik. Einu sinni lágum við á Seyðisfirði í brælu og það var ekkert ball nema uppi á Hér- aði. Þetta var um haust og komið myrkur. Við vorum að þvælast um göturnar og gera sprell í bröggunum. Einn okk- ar fór með bæn undir einum glugganum og þegar stelpurn- ar heyrðu bænina komu þær hlaupandi út í glugga á nátt- fötunum. Ein á Ströndinni var alltaf með band undir rúminu og setti það út um gluggann svo að alltaf var hægt að fá drátt ef þurfti. Ég held að eng- inn okkar hafi verið engill á síldinni. Með Jóni Eggert var alltaf mikið af ungum strákum svo að mórallinn var alltaf góður um borð. Við vorum all- ir á svipuðum aldri og höfðum gaman af að lyfta okkur upp. Tóti Sigurðs í Súðavík var kokkur um borð og hann var oft hress. Hann var ekkert síðri en við strákarnir. Rögn- valdur sem fórst á Heiðrúnu II var stýrimaður. Hann var skemmtilegur karl og oft gam- an að honum. SMÁRI HARALDSSON HELVÍTI DUGLEGUR ÞEGAR HANN VAR UNGUR Ég var á mörgum bátum. Ég fór á útilegu á Guðmundi Pét- urs og beitti þar. Annars var ég mikið á smábátum á milli vertíða. Ég var meira fyrir að vera á smábátunum. Ég var með Jóni Kr. á færum á Bryndísinni á ísafirði. Þar var gaman að vera. Smári Haralds, núverandi bæjar- stjóri á ísafirði, var þar og var helvíti duglegur. Hann var ekki nema 15 ára þá og hörku- duglegur. Það væri gott ef að allir forráðamenn væru líkir honum. Það var alltaf farið út strax og búið var að landa. Einu sinni vorum við 10-12 mílur út af Kópnum að skaka. Það var Færeyingur með okkur sem kallaður var Elli Færeyingur. Allt í einu byrjaði hann að láta eins og helvítis fífl og klifraði spangólandi upp í mastur. Þá segi ég við Jón að nú sé Færey- ingurinn orðinn ruglaður. Jón sagði að þetta væri eðlilegt því það væri alveg öruggt að á morgun yrði komin bræla og við þyrftum að fara í land. Þetta passaði. Það gerði brælu daginn eftir og við þurftum að fara í land og vorum í landi í viku. Elli fann alltaf á sér ef það var að koma bræla því honum þótti svo gott að fá sér í glas. Hann hlakkaði alltaf svo mikið til að geta sinnt Bakkusi vini sínum. Hann var hörkuskakari. HIRÐUSAMIR MENN Ég var víða og var lengi með Gunnsa Júl. Ég var með báta fyrir hann á sumrin. Ég var á grásleppu með Vilmundi Reimarssyni á Sædísinni. Með honum var Kitti frændi hans. Hann var hirðusamur og við hirtum mikið af reka norður á Hornströndum, rekavið, kúl- ur og belgi og annað dót sem varnýtilegteðaseljanlegt. Við fórum í björgin í egg og þetta var bara eins og sumarfrí að vera með honum því ég hafði verið á togara veturinn áður. Við lögðum fyrir sel og veidd- um kópa því skinnin voru verðmæt þá. Vilmundur lagði grásleppunet á stöðum sem selurinn kæpti á og fékk alltaf nokkra kópa. Það voru teknir nokkrir dagar í svona veiði- skap og rekaferðir. Þetta var ævintýri fyrir mig. Eitt sinn vorum við að koma úr selaferð í Þaralátursfjörð. Kitti var búinn að flá tvo seli og lét skinnin í kút. Morguninn eftir var ætlunin að fara yfir til Hornvíkur. Vilmundur gekk sjálfur frá kútnum. Hann fór með hann afturfyrir og batt hann við gálgann. Það var bræla fyrir Hornið og þegar við komum inn á Hornvíkina kom Kitti aftur fyrir. Þá sá hann að kúturinn lá á hliðinni og skinnin farin fyrir borð. Hann varð alveg vitlaus og sagði við Vilmund: „Þú er eins og fermingarstrákur, helvísk- ur bjáninn þinn. Geturðu ekki gengið frá kútnum? Þú ert nú meiri andskotans bjáninn!“ Við lögðumst svo inn á Höfn í Hornvík. Pramminn var aftaní Sædísinni og kom- inn var sjór í hann. Villi fór til að ausa hann og ég var í stýris- húsinu. Þar svaf ég alltaf á bekk. Þegar karlinn var búinn að ausa ætlaði hann að kasta fötunni upp á hekkið. Hún lenti á rekkverkinu og í sjóinn. Hann ætlaði þá að grípa föt- una en stakkst á hausinn í sjó- inn og hékk á bátnum á ann- arri löppinni. Hann var í stórri úlpu. Karlinn öskraði og ég stökk út og náði undir hend- urnar á honum. Hann var svo þungur að ég gat ekki hreyft hann svo ég kallaði í Kitta og bað hann að koma strax. Þeg- ar hann kom og sá hvers kyns var að karlinn var í sjónum sagði hann: „Hvern andskot- ann varstu að fara? Ertu að leita að skinnunum, eða hvað?“ Ég hló svo mikið að ég var nærri búinn að missa karl- inn aftur í sjóinn. GLÆFR ALEGIR EGGJAKALLAR Við fórum í Núpinn á Hæla- víkurbjargi í eggin. Þar var sigið fram af brúninni. Vil- mundur seig sjálfur og Kitti fór niður líka. Ég þorði ekki fram af. Mér fannst þetta hálf glæfralegt, allt saman, því við vorum bara tveir á brún. Kitti lá á fjórum fótum á brúninni og kíkti fram af og karlinn hékk í bandinu. Hann hefur örugglega verið 100 kíló að þyngd. Ég var oft að hugsa þegar ég hélt í bandið að ef karlinn hrasaði og Kitti lá svona á brúninni, þá hefði hann stungist á hausinn fram af og ég farið á eftir eða sleppt bandinu. Við náðum í 1.100 egg í þetta skipti og bárum þau öll niður í Hælavík í einni ferð. Þau voru borin á bakinu í skrínum, trékössum með axlaböndum. Það var helvítis púl. Ég bar 320 egg. Ég fór svo í bjarg seinna með Guðmundi Jakobssyni úr Reykjafirði. Það fannst mér allt annað. Hann var mikið varkárari. Það var ekki það, þetta voru þrælvanir bjarg- menn Goggarnir, en mér fannst þeir bara oft fara óþarf- lega glæfralega að. Það var kannski gert til þess að láta manni ofbjóða, ég veit það ekki. En Guðmundur var mjög gætinn. Goggarnir á Sædísinni hirtu rekann alveg frá Rit og austur úr, alla leið í Þaralátursnes, án tillits til hver átti. Það var allt hirt sem nýtilegt var, belgir og kúlur. Yfirleitt tóku þeir ekki timbur nema í Bolungavík og á Krosshamri. ÞEGAR ÉG FÓR í SJÓINN Ég fór suður til Keflavíkur tvær vertíðar í beitningu. Mér fannst nú lítið til þess koma. Annars var ég bara hér heima á bátunum. Þegar ég kom að Stefán um borð í Ugga ásamt tveimur elstu börnum sinum Gunni Elísu og Sigurði Antoni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.