Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 JR VIDEO Final Impact Nick Taylor (Lorehzo Lamas - úr „Falcon Crest" & „Night oí the Warrior") fyrrverandi heimsmeistari „Kickboxing" kemur auga á hinn unga Danny Davis og sér í honum það sem hann hefur ekki fyrr séð, bardagamann sem getur sigrað núverandi heimsmeist- ara. The Grifters The Grifters er æsispennandi og at- burðarík spermumynd undir leikstjóm Stephens Frears. Myndin byggir á sögu eftir Jim Thompson og segir frá þrem örvæntingarMum svikahröpp- um sem, halda til í subbulegum undir- heimum Los Angeies. Lily stundar vafasama iðju fyrir glæpahópa á veð- blaupabrautum. Þúsundir titla í gífurlega rúmgóðu húsnæði JR VIDEO Mánagötu 6 S 4299 Fimmtudagur 25. júní 1992 ______________ --[ FRÉTTABLAÐIÐ |-- Grjótkast á Óshlíð Þota ítalanna á ísafjarðarflugvelli. (Flug ríkir ítalir á Isafírði ítölsk 16 manna þota af gerðinni Cessna Citation lenti á Isafirði sl. laugar- dag. „Þetta var fín vél og kom hingað frá Reykjavík með ítali sem voru að skoða landið. Þeir fengu sér bílaleigubíl og flökk- uðu um nágrenni ísafjarðar í nokkra klukkutíma og fóru svo aftur suður. Flug- völlurinn okkar er eins og best verður á kosið fyrir svona þotur og þetta er allt hið besta mál. Þeir hafa átt mikið af peningum ítalirn- ir, því það er ekki líklegt að blankir menn fljúgi svona vél. Þetta hafa greinilega verið einhverjir peningagreifar sem voru þarna á ferð“, sagði Grím- ur Jónsson, flugumferðar- stjóri á ísafirði, í samtali við blaðið. _____________________-GHj. ung “ i'0 ‘ . espetan'° P‘ ~~~ A ----------------------------- . í síðustu viku kom steinn fljúgandi yfir Óshlíðarveg, hitti einn ljósastaurinn á Hlíðinni og eyðilagði hann, eins og sjá má á myndinni. Steinninn virðist hafa kastast yfir vírnetið í grjótgildr- unum án þess að snerta það eða veginn og lent eins og fallbyssukúla á staurnum. Nokkru áður hafði skriða skemmt Ijósastaur skammt utan við þann stað þar sem myndin er tekin. -GHj. Gítartónleikar Rúnars Þórissonar Rúnar Þórisson heldur gít- artónleika í Bolungarvíkur- kirkju 28. júní kl. 21 og í Frímúrarasalnum á ísafirði 2. júlí kl. 21. Flutt verður tónlist frá fyrri hluta 20. aldar. Rúnar Þórisson hóf nám í klassískum gítarleik við Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar í Reykjavík 1981. Loka- próf tók hann frá skólanum árið 1989 sem gítarleikari, en árið áður hafði hann lokið prófi frá kennaradeild skólans. Kennari hans var Símon H. ívarsson. Síðustu ár hefur Rúnar stundað nokkuð kennslu og fyrir u.þ.b. tólf árum kenndi hann á gítar við Tónlistarskól- ann á Isafirði. Gamli Fagginn jarðsettur í vor benti Vestfirska fréttablaðið á, að ljótt væri að sjá flak Fagraness, hins fyrsta í röðinni, í fjörunni við þjóðveginn í Reykjar- firði í Djúpi og lagði blaðið til að það yrði fjarlægt sem fyrst. Sl. sunnudag tókljós- myndari blaðsins svo þessa mynd þegar verið var að rífa skipsflakið með stór- virkri vinnuvél og brakið urðað djúpt í jörðu í fjör- unni. Gott væri að aðrir tækju eins vel í slíkar ábendingar og Reykjarfjarðarbóndinn og létu fjarlægja bílhræ, kofarusl, ónýtar girðingar og annað slíkt við þjóðveg- ina sem liggja um lönd þeirra. -GHj. Úrval nýrra - notaðra rafmagns- og dísillyft- ara, viðgeröar- og varahlutaþjónust. Sérpöntum varahluti, leigum og flytjum lyftara. Lyftarar hf., s.812655 og 812770. Súgfirðingar ferðafólk Verslunin Heimaval er opin kl. 9.30-12.30 og 14.00-18.00 Verið velkomin HEIMAVAL 0* 94-6190 Donald Judd í Slunkaríki N.k. laugardag, 27. júní kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bandaríkjamannsins Donald Judd í Slunkaríki á Isafirði. Donald Judd er fæddur í Missouri í Bandaríkjunum árið 1928. Þrátt fyrir litla hvatningu í foreldrahúsum var hann ungur farinn að fást við myndlist af miklum áhuga. Hann lagði stund á heimspeki og listasögu jafnhliða mynd- listarnámi í New York 5. ára- tugarins, þar sem abstrakt málverkið blómstraði. f fyrstu málaði hann abstarkt-myndir með olíu á striga og skrifaði jafnframt myndlistargagnrýni fyrir sértímarit, en upp úr 1960 fer myndlist hans að þróast í aðra átt. Stílheitið minimal-list var búið til í kringum 1965 yfir verk sem Judd og fleiri voru að fást við og er hann meðal merkustu fulltrúa þeirrar stefnu í myndlistinni. Listastefnan „minimal-art“ hefur verið útskýrð þannig að listamennirnir snerust gegn of- hlæði myndmálsins í átt til ein- földunar hlutanna þannig að grunnformin standa ein eftir. Kassaformið er áberandi í verkum Judd sem oft eru gerð úr verksmiðjuframleiddum einingum s.s. krossviði, gal- vaniseruðu stáli og plexígleri. Á einum stað skrifar Einar Guðmundsson rithöfundur um verk hans, að þau séu „samband af fegurð og gagns- leysi og geti því ekki verið neitt annað en list“. Donald Judd er nú búsettur í Maria í Texas. Hann segir Maria vera smábæ „í miðjunni á engu“ og þarna á indiána- slóðum hefur hann verið að kaupa land og húsaklasa til að koma fyrir viðamiklu safni myndlistar. Judd sýndi á listahátíð í Reykjavík fyrir fjórum árum. Sýningunni í Slunkaríki lýkur föstudaginn 17. júlí. MOSVALLAHREPPUR UTBOÐ Mosvallahreppur óskar eftir tilboðum í smíði og ísetningu 20 glugga og Steni klæðningu og frágang á 120 m2 vegg- flöt á Grunnskólanum í Holti í Önundar- firði. Verklok: 15. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá oddvita Mosvallahrepps á Vöðlum 425 Flateyri frá og með 24. júní 1992, gegn 3.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í Grunnskólanum Holti í Önundarfirði, 425 Flateyri, mið- vikudaginn 15. júlí kl. 14.00. Mosvallahreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Oddviti Mosvallahrepps Árni Brynjólfsson Vöðlum, 425 Flateyri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.