Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA ---1 FRÉTTABLAÐIÐ |- Fimmtudagur 25. júní 1992 2. útgáfa Grunnvíkingabókar — síðara bindið leiðrétt og gjörbreytt og fæst endurgjaldslaust gegn afhendingu fyrri útgáfunnar Maríuhorn við Grunnavík. Önnur útgáfa Grunnvík- ingabókar er komin út á veg- um Grunnvíkingafélagsins á ísafirði. Bókin er í tveimur bindum. Fyrra bindið er skráð af Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og fjallar það um sögu Grunna- víkurhrepps, mannlífs og sveitar. I seinna bindinu, Grunnvíkingatali, sem Lýður Björnsson tók saman, er getið flestra þeirra sem skráðir voru til heimilis í hreppnum allt frá elstu heimildum og þar til byggð lagðist af. Auk þess er fjöldi mynda í bókunum. Bókin kom fyrst út 1989, en fljótlega fóru að berast upplýs- ingar sem ekki lágu fyrir er hún var skráð og einnig bárust ábendingar um ýmislegt sem betur mátti fara. Pað mikið barst af leiðréttingum og nýjum uppiýsingum að við sáum okkur ekki annað fært en að gera allmiklar breyting- ar á seinna bindi bókarinnar, þar sem þessar nýju upplýsing- ar kæmu inn ásamt leiðrétting- um og viðauka við fyrra bindið. Þessi seinni útgáfa Grunnvíkingatals er því mun ítarlegri og áreiðanlegri heimild en bókin sem kom út 1989 og teljum við þá bók hafa takmarkað gildi sem heimild- arrit. Munum við því gefa fyrri kaupendum kost á að skipta á seinna bindi bókarinnar án frekari greiðslu, svo fyrri út- gáfan sé ekki lengur í umferð. Grunnvíkingafélagið á ísa- firði mun sjá um sölu bókar- innarogkostarhún kr. 12.000. Til félaga í Grunnvíkingafé- laginu og áskrifenda verður bókin seld á kr. 10.000. Þeir áskrifendur sem ennþá hafa ekki fengið bókina eru vin- samlegast beðnir að endur- nýja áskriftina. í>ar sem sumarfrí standa nú yfir getur verið erfitt að ná til söluaðila en bókin verður til afgreiðslu hjá neðangreind- um: Á ísafirði hjá Hlíf Guð- mundsdóttur, sími 94-4321; Inga Jóhannessyni, sími 94- 3646; Kristínu Alexanders- dóttur, sími 94-3344; Rann- veigu Pálsdóttur, sími 94- 3696; og Valgerði Jakobsdótt- ur, sími 94-3583. I Reykjavík hjá Dagbjarti Majassyni, sími 91-23315; Einari Alexanderssyni, sími 91-16072; Margréti Hagalíns- dóttur, sími 91-678036; og Steinunni Guðmundsdóttur, sími 91-812918. I Keflavík hjá Sigfúsi Kris- tjánssyni í síma 92-11869. (Frá Grunnvíkingafélaginu). Umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins skrifar vestfirskum bændum: Hlífalaus drifsköft og velti- EINKAKENNSLA ig Þýska A' Enska ic Danska it íslenska fyrir útlendinga — Tekeinnigaðmérþýðingarog vélritun Upplýsingar í síma 3885 Undirbúningur 70 ára afmælishátíðar á Flateyri Nýtt og glæsilegt íþróttahús verður formlega tekið í notkun á hátíðinni og á þessari mynd eru málarar að leggja lokahönd á málun þess utanhúss. Græna byltingin er hafin. Unglingar að leggja þökur við Grunn- skólann. grindalausar dráttarvélar eru dauðagildrur — sem bændur sjálfír bera fulla ábyrgð á Á undanförnum árum hef ég undirritaður m.a. haft þann starfa að skoða vélar og tæki hjá bændum á Vestfjörðum. Á þeim tíma hef ég heyrt og séð ýmislegt í þeim efnum, sumt mjög gott og annað slæmt. Sumir bændur vilja hafa öryggi í fyrirrúmi og eru til fyrirmyndar með flest, aðrir telja að ekki þurfi hlífar á þetta tækið eða hitt, vegna þess að aldrei komi neinn ná- lægt því eða bara þeir sjálfir vinni við það! DRÁTTARVÉLAR TEKNAR ÚR UMFERÐ Við eftirfarandi þætti eru oftast gerðar athugasemdir: Dráttarvélar: Par er helst að nefna, að allar dráttarvélar, sem notaðar eru, eiga skilyrð- islaust að hafa veltigrindur eða -boga. Sem betur fer er nú orðið minna um veltigrinda- lausar vélar í notkun en áður. Samt þurfti á liðnu ári að inn- sigla dráttarvélar vegna þess að þær voru veltigrindalausar í notkun við heyskap. Önnur algeng atriði varðandi dráttar- vélar eru m.a. ójöfn hemlun, slit í stýri og að hlíf vantar um aflúttak vélarinnar. EKKI Á VALDI BÆNDA AÐ VEITA SJÁLFUM SÉR UNDANÞÁGUR Aðrar vélar bænda: Það sem er oftast athugavert við aðrar vélar hjá bændum, er að Jóhann Ólafson. hlífar um drifsköft vantar, að hluta eða öllu leyti. Hjá sumum bændum vantar þó enga öryggishlíf, hvorki á drif- skaft eða aðra hættulega hluti, því vélarnar eru með öllum þeim öryggishlífum sem þær komu með þótt þær séu orðnar nokkuð gamlar. Hjá öðrum vantar hluta hlífa yfir flest drifsköft, og aðrar öryggishlíf- ar hafa einhvern tíma verið teknar af vegna bilana og aldrei settar á aftur. Þetta er glæpsamlegt athæfi sem hefur kostað mörg mannslíf og gert marga örkumla, bæði börn og fullorðna. Stundum hafa menn jafnvel sagt mér að aldrei komi neinn nálægt drif- skafti sem er án hlífar, jafnvel þó ég hafi frétt að þeir hinir sömu menn hafi sjálfir bein- brotnað við það fara í hlífar- laust drifskaft! Það eiga skil- yrðislaust að vera heilar og óskemmdar hlífar yfir öllum drifsköftum og það er ekki á valdi bænda að veita sjálfum sér neinar undanþágur frá lögum og reglu. Þegar undirritaður er við skoðun tækja, er hann ekki aðeins að skoða fyrir opinbera stofnun, heldur ekki síður og reyndar fyrst og fremst fyrir bóndann sjálfan og aðra sem nálægt tækjunum koma. Til- gangurinn er að reyna að koma í veg fyrir slys af völdum vanbúinna tækja, því oft sjá augu betur en auga. Oft virð- ast menn hugsa sem svo: Það koma engin slys fyrir mig eða mína, bara einhverja aðra. Ég vil segja við þá sem svona hugsa: Það munu halda áfram að verða slys, bæði stór og smá. Við útrýmum aldrei slysum. Það eina sem við getum gert er að fœkka slysum, og því meiri öryggis- ráðstafanir sem við gerum, þeim mun færri verða slysin. Tökum nú höndum saman, höfum veltigrindur á dráttar- vélunum og setjum hlífar utan um drifsköftin. Ekki á eftir eða á morgun, heldur strax! Reynum þannig að koma í veg fyrir að við sjálf, okkar nán- ustu eða aðrir lendi í slysum vegna vanrækslu og kæruleysis eða þvergirðingsháttar gagn- vart lögum og reglu. Jóhann Ólafson, umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins á Vestfjörðum. BL0MABUÐ ÍSAFJARÐAR HAFNARSTRÆTI 11 94-4134 AFMÆLISTILBOÐ — Við erum eins árs um helgina — 50% AFSLÁTTUR af fikus, shefflerum, drekatrjám, skýjadísum og Hawaiirós TILBOÐ Á KÚLUVÖNDUM Munið brosandi blóm á betra verði ALLTAF GÓÐ- ALDREI BETRI!

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.