Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 8
FACIT reiknivélar
fyrir heimilið og skrifstofuna —með glugga og strimli
Verð frá kr. 2.950,- til kr. 17.900,-
bjl
BOKAVERSLUN
JÓNASAR TÓMASSONAR
Sími 3123, ísafirði
VESTFIRSKA
| FRÉTTABLAÐIÐ j
RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
SÍMI 944011 • FAX 944423
Játningar húskarls
á Vatnsfjarðarstað
um brunann í Borgarey
Guðbrandur Vatnsfjörð, 24ra ára gamall húskarl í
Vatnsfirði og sonur séra Baldurs Vilhelmssonar prófasts
og staðarhaldara, brenndi sinu í Borgarey á páskadag að
húsbónda sínum fornspurðum, eins og komið hefur fram
í fréttum. Þegar bruninn átti sér stað var prófastur að
embætta í Ögurkirkju og þegar söfnuðurinn gekk úr kirkju
sá ekki til sólarfyrir reykjarkófi yfir Inn-Djúpi. Héldu menn
helst að byrjað væri eldgos í Djúpinu, eða ný og áður óbirt
Inndjúpsáætlun stjórnvalda komin til framkvæmda. Á
meðan á messunni stóð hafði Guðbrandur farið út í eyna
og kveikt í sinu svo sem stundum er gert í varpeyjum
snemma vors, enda þarf að sinna vorverkum á hinu forna
höfuðbóli þó hátíðisdagar séu.
Prófastur og staðarhaldari Vatnsfjarðar var ranglega
sakaður um brunann hér í blaðinu, en seinna kom í Ijós
að húskarlinn átti þar allan hlut að. Guðbrandur hefur nú
ort tvær vísur um brunann og lýst honum á hendur sér að
fornum sið. Hann hefur óskað eftir að vísurnar birtist hér
í blaðinu. Þær hljóða svo:
Borgareyjar ragnarök
ráku fólk úr messu,
„Eldklerkurinn" enga sök
átti á báli þessu.
Eyna sveið hann, sonurinn,
sótugur í framan,
ægihratt fór eldurinn,
ósköp var það gaman.
Eftir þessar bókmenntalegu „Confessiones" húskarls-
ins þarf enginn að velkjast í vafa um það, hver hampaði
eldfærum í Borgarey á páskadag anno Domini 1992.
-GHj./-hþm
Hjartagangan
á laugardaginn
Landssamtök hjartasjúklinga gangast nú á laugardag-
inn (27. júní) í annað sinn fyrir svonefndri hjartagöngu og
hafa fengið til liðs við sig eftirfarandi samtök: Ferðafélag
íslands; Útivist; samtökin fþróttir fyrir alla; Landssamband
aldraðra; Ungmennafélag (slands; SÍBS; Hjartavernd; og
Öryrkjabandalag íslands.
Á Vestfjörðum verður „hjartagangan“ gengin á eftirfar-
andi stöðum:
Isafjörður: kl. 14:00 frá Sjúkrahúsinu.
Bolungarvík: kl. 16:00 frá Grunnskólanum.
Suðureyri: kl. 13:30 frá Sparisjóðnum.
Þingeyri: kl. 13:00 frá Ráðhúsinu.
Súðavík: kl. 14:00 frá Frosta hf.
Patreksfj.: kl. 13:00 frá Vatnskrók.
Hólmavík: kl. 11:00 frá Söluskála K.S.H.
Drangsnes: kl. 20:00 frá frystihúsinu.
Bíldudalur: sjá götuauglýsingar.
Tálknafjörður: sjá götuauglýsingar.
Gangan er fyrir alla, 4-5 km, og verða valdar leiðir í
samræmi við það. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku að
göngu lokinni.
Fjölmennum og sýnum samstöðu!
F.h. Félags hjartasjúklinga
á Vestfjörðum,
Jóhann Kárason, formaður.
Berhaus og Gjölnir og aðrir
furðufiskar á Hótel ísafirði
— úrvalið úr Júllanum á hlaðborði
á föstudagskvöldið
Portrett af langhala.
Á föstudaginn munu Hótel
ísafjörður og Gunnvör hf., út-
gerð Júlíusar Geirmundsson-
ar, bjóða upp á sjávarrétta-
hlaðborð, þar sem verður að
finna ýmsar af þeim áttatíu
fisktegundum sem fengust í
nýafstöðnum rannsóknarleið-
angri á Júlíusi. Þarna verður
fólki gefinn kostur á að
smakka á spennandi réttum
sem matreiddir eru úr hinum
framandi tegundum sem feng-
ust í þessari sjóferð. Má þar
meðal annars nefna háf,
stinglax, langhala, gulllax,
berhaus, gljáháf, gjölni og
blálöngu svo eitthvað sé nefnt.
Það er því tilvalið fyrir þá sem
langar til að smakka á þessum
furðufiskum að nýta þetta
einstaka tækifæri á föstudags-
kvöldið.
Þessa dagana stendur ann-
ars yfir kynning á þremur van-
nýttum fisktegundum á tutt-
ugu veitingahúsum víðs vegar
um landið. Aflanýtingarnefnd
sjávarútvegsráðuneytisins
stendur fyrir þessu. Boðið er
upp á langhala, háf og
stinglax. Markmiðið með
kynningunni er hvetja til þess
að komið verði með vannýttar
tegundir í land, þannig að
markhópurinn er útgerðar-
menn og sjómenn, auk ann-
arra er áhuga hafa á nýjungum
í matargerð.
Hótel ísafjörður tekur þátt
í þessari kynningu og hefur
þessar þrjár tegundir á mat-
seðli dagsins í hádeginu og á
kvöldin næstu daga. Þess má
geta að blm. Vestfirska snæddi
bæði háf og stinglax á Hótel
ísafirði á þriðjudagskvöldið
(vegna mikillar aðsóknar var
langhalinn búinn það
kvöldið). Maturinn smakkað-
ist ákaflega vel og var auk þess
mjög ódýr.
HóteC Fíókaíimáur
Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður
Sími 94-2011 - Farsími 985-31808
Fjölbreyttur matseðill
Sérstakur 3ja rétta
matseðill öll föstudags-
og laugardagskvöld
Sunnudaga
Veisluborð Vilgerðar
Margrétta glœsilegt
fiskihlaðborð
Kr. 1.890,-
HóteC Fíókaíimdur
Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður
Sími 94-2011 - Farsími 985-31808
i Föndurloftið
Mjallargötu 5 - 400 ísafjörður
Sími 3659 og 3539
Markaðsdagur!
Fyrirhugað er að halda markaðsdag
í Bolungarvík laugardaginn 18. júlí.
Einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu verður
gefinn kostur á að mæta og selja
vörur og þjónustu.
Aðstaða (sölubásar) verða fyrir hendi
án endurgjalds.
Möguleikarnir eru oþrjotandi. Dæmi:
ir Koma með dótið úr geymslunni.
Koma með gömlu plöturnar
ir Koma með gamla vörulagera
ir Vera með kaffisölu
ir Mæta með grill og selja pylsur
ir Krakkar geta mætt með gömlu leikföngin sín.
Hugmyndin er að hafa ýmislegt til skemmtunar.
T.d. lifandi músik, leiktæki (skotbakkar),
óvæntar uppákomur o.fl.
Tilkynnið þátttöku til Magnúsar 7130/7055,
Gunnars 7554, eða Ásgeirs Þórs 7353.